Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Reuter Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna 16 ásamt Carrington lávarði, framkvæmdastjóra bandalagsins. Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra er annar frá hægri. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Bríissel: Mannréttíndabrot austan jám- tjaldsins eru orsök vandans - sagði Carrington lávarður, framkvæmdastjóri NATO, í ávarpi sínu Brlissel, Reuter. CARRINGTON lávarður, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði í gær er hann ávarpaði leiðtoga aðild- arríkjanna 16 að enn væri mik- ið verk óunnið á sviði afvopnun- arviðræðna þó svo að risaveldin hefðu í fyrsta skipti náð sáttum um raunverulega fækkun kjarnorkuvopna. Lávarðurinn lagði áherslu á nauðsyn þess að ríki Atlantshafsbandalagsins héldu uppi öflugum vörnum vegna viðbúnaðar sovéska her- aflans. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti sagði í ræðu sinni að Bandaríkjamenn myndu halda varnarliði sínu í Vestur- Evrópu svo lengi sem stjórnvöld í viðkomandi ríkjum teldu þörf á. Carrington lávarður vék að af- vopnunarsáttmálanum sém þeir Reagan og Míkhaíl S. Gorbatsjov undirrituðu í Washington í desemb- er á síðasta ári. Sagði hann þetta vera mikinn árangur en mikið starf væri óunnið við að marka stefnuna í frekari afvopnunarviðræðum við Sovétmenn. „Einn einstakur af- vopnunarsáttmáli og raunar einnig nýr maður sem náð hefur völdum í Sovétríkjunum - þó svo hann sé reiðubúinn til að vinna að slökun á spennu - verður ekki til þess að draga úr hemaðarmætti Sov- étríkjanna," sagði framkvæmda- stjórinn. Carrington sagði að ástand mannréttindamála í Sovétríkjunum hefði ekki breyst með tilkomu Gorbatsjovs. „Við erum að glíma við afleiðingar þess öryggisvanda sem ríkir í samskiptum austurs og vesturs en ekki hina raunverulegu orsök hans. í hugum flestra veslur- landabúa er orsökin það vantraust sem ríkir vegna þess að almenning- ur í ríkjum Austur-Evrópu og í Sovétríkjunum fær ekki notið grundvallarmannréttinda.“ Carrington lávarður vék ekki að áætlun Atlantshafsbandalagsins um endumýjun þeirra skamm- drægu kjamorkuvopna, sem .Was- hington-sáttmálinn tekur ekki til. Akveðið var á ráðherrafundi NATO árið 1983 að endurnýja þessi vopn en áætlun þessi hefur vakið takmarkaða hrifningu meðal nokkurra ráðamanna í Vestur- Þýskalandi. Hins vegar hefur stjóm Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, ekki lýst sig andvíga þessum áformum. Carrington lávarður lauk ræðu sinni með því að óska Reagan for- seta góðs gengis er hann héldi til fundar við Gorbatsjov síðar á þessu ári. Er almennt búist við að leið- togamir muni þá ræða fækkun langdrægra kjamorkuvopna og eru vonir bundnar við að þeim takist að undirrita samkomulag í þá veru. Azerbajdzhan: Nokkurt mannfall varðí Sumgait -segir talsmaður sovéska utanrík- isráðuneytisins Moskvu, Reuter. NOKKRIR féllu í átökunum milli Azerbajdzhana og Armena í Sumgait á sunnudag, að því er Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanrikisráðuneytisins, sagði í gær. Gerasímov sagðist ekki vita hversu mannfallið hefði verið mikið, eða af hvaða þjóðerni hinir látnu hefðu verið. „Fórnarlömbin voru nokkur. Ekki mörg, en nokkur.“ Hann sagði að ennfremur hefðu einhveijir særst. „Ég vona að þeir sem bera ábyrgðina finnist og þeim verði hegnt.“ Um 70 prósent íbúa Nagomo- Karabakh héraðsins í Azerbajdzhan eru Armenar, en átökin í Sumgait sýna að Azerbajdzhanar í héraðinu em ekki reiðubúnir að gefa héraðið eftir, að sögn fréttaskýrenda. Því er talið að erfitt verði fyrir Gor- batsjov að finna lausn sem bæði Armenar og Azerbajdzhanar geti sætt sig við. Viðræður um sovéska innrásarliðið í Afganistan: Pakistanar falla frá kröf- um um bráðabirg’ðastj órn Skæruliðar fordæma viðræðumar o g heita áframhaldandi baráttu Genf, Reuter. PAKISTANAR hafa fallið frá þeirri kröfu sinni að skipuð verði tafarlaust bráðabirgðastjórn í Afganistan sem semji um og skipu- leggi brottflutning sovéska innrásarliðsins úr landinu. Friðarviðræð- ur stjórnvalda i Pakistan, sem styðja frelsissveitir skæruliða i Afgan- istan, og leppstjórnar Sovétmanna í Kabúl, standa nú yfir á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf í Sviss. Afganskir skæruliðar fordæmdu í gær friðarviðræðurnar í Genf á þeim forsendum að þar væri ekki að finna rétta fulltrúa afgönsku þjóðarinnar. Hingað til hafa stjómvöld í Pak- istan sagt að ekki komi til greina að semja um brottflutning sovéska innrásarliðsins fyrr en bráðabirgða- stjóm hafi tekið við í Kabúl, höfuð- Líbýa: Hermenn flýja á fjórum þotum tíl Egyptalands Kairó. Reuter. FJÓRIR líbýskir herflugmenn flugu jafn mörgum orrustuþot- um sínum til Egyptalands í fyrradag og báðu um hæli sem pólitískir flóttamenn. Talið er að atvikið eigi eftir að valda erfiðleikum i sambúð grannrí- kjanna. Þotumar eru af gerðinni MIG- 23, en þar er um að ræða háþróað- ar orrustuþotur. Er um að ræða fullkomnustu flugvélar, sem flúið er á frá Líbýu. í fyma flýðu fimm líbýskir herflugmenn til Egypta- lands á Herkúles flutningaflugvél og tveimur þyrilvængjum. Var þeim veitt pólitískt hæli. Auk þeirra voru í förinni þrír flug- menn, sem ekki vildu flýja og fengu þeir að fljúga flutningaflug- vélinni til baka, en Egyptar lögðu hald á þyrlumar. Stjóm Egyptalands segist ætla að bíða með að skýra frá málinu þar til viðbrögð yfirvalda í Trípólí hafa borizt. Hafa embættismenn forðast að skýra frá yfirheyrslum yfir flugmönnunum. Þegar þeir stefndu þotum sínum inn yfír egypsku landamærin voru orrustu- þotur sendar til þess að stugga við þeim. Sögðust líbýsku flug- mennimir þá vera á flótta og var þeim leyft að lenda í herstöð í vesturhluta Egyptalands. Hosni Mubarak, forseti, hefur gefið til kynna að flugmönnunum Qómm verði einnig veitt hæli. „Leyfið þeim að lenda, þeir eru velkomnir," sagði hann í fyrra- kvöld á heimleið frá Súdan, þar sem hann ræddi við ráðamenn. Egyptar keppa við Líbýumenn um áhrif í Súdan. borg Afganistan. Zain Noorani, ut- anríkisráðherra Pakistans, sagði í gær er hann kom til Genfar að Pakistanir myndu ákveða síðar hvort haldið yrði fast við fyrri kröf- ur varðandi brottflutning innrásar- liðsins. Diego Cordovez, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, lagði áherslu á þessi ummæli utanríkisráðherrans er hann ræddi við blaðamenn í gær og dró mjög úr mikilvægi fyrri yfir- lýsinga ráðamanna í Pakistan. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi sagði nýlega að brottflutningur innrásarliðsins frá Afganistan gæti hafist 15 maí næstkomandi að því tilskildu að fulltrúar Afganistans og Pakistans næðu um það sam- komulagi hvemig standa bæri að honum. Að sögn Diegos Cordovez, V estur-Þýskaland: Nýnasistar handteknir Stuttgart, Keuter. VESTUR-ÞÝSKA lögreglan handtók félaga í óleyfilegri nýnasistahreyfingu eftir að hafa gripið til skyndiaðgerða í 61 borg Vestur-Þýskalands í gær. Talsmaður saksóknaraembætt- isins í Stuttgart sagði að mennirn- ir yrðu í haldi þar til annað yrði ákveðið, en vildi ekki segja hversu margir þeir væru. Þeir væru félag- ar í nýnasistahreyfingunni ANS/NA, og væru grunaðir um að hafa haldið starfsemi hennar gangandi þrátt fyrir að hún hefði verið bönnuð í desember árið 1983. Talið er að um 270 félagar hafi verið í hreyfingunni þegar hún var bönnuð. Fyrrum leiðtogi hennar, Michael Kuehnen, afplánar nú þriggja ára fangelsisdóm fyrir að reka áróður fyrir þjóðernissósíal- isma. Reuter Diego Cordovez, sendimadur Sameinuðu þjóðanna, á fundi með blaðamönnum í Genf í gær. sem hefur reynt að miðla málum í deilunni undanfarin sex ár, hafa Sovétmenn boðist til að kalla herlið- ið heim á tíu mánuðum en Pakistan- ar vilja að sovésku hermennimir hafi sig á brott á átta mánaða tíma- bili. Skæmliðar í Afganistan, sem njóta stuðnings Bandaríkjastjórnar, fullyrða hins vegar að Sovétmenn og Bandaríkjamenn hafi gert með sér leynilegan samning um brott-- flutning innrásarliðsins og að Bandaríkjastjóm, sem veitir Pakist- an efnahagsaðstoð, ætli í krafti hennar að þvinga stjómvöld til að semja við kommúnistastjómina í Kabúl. Skæruliðar fordæmdu í gær friðarviðræðumar í Genf og hétu því að berjast áfram þar til síðasti sovéski hermaðurinn hefði hundsk- ast til síns heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.