Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 58 Minning: 00 Olvir Hreinsson Fæddur 5. apríl 1932 Dáinn 23. febrúar 1988 Margt hafa átt og sældað saman samferðamenn um ævileið. Alvara, raunir, gáski og gaman gjörðu plbreytt runnið skeið. Fær sinn leikhátt fastan og taman förunautur hver um leið. Kunnum því best að sjá hvem saman við sig til enda, hvað sem hans beið.“ (Sigurður Jónsson) Þriðjudagskvöldið 23. febrúar síðastliðinn fórst Ölvir frændi minn í umferðarslysi. Þar er genginn góður drengur og sérstæður persónuleiki, sem ekki verða gerð viðhlítandi skil í stuttri minningargrein. Ölvir — en þannig ritaði hann nafn sitt og sagðist hafa verið skírður svo — fæddist 4. apríl árið 1932, sonur hjónanna Hreins Sig- tryggssonar frá Hallbjamarstöðum í Reykjadal og Rögnu Sigurðardótt- ur frá Amarvatni í Mývatnssveit. Hann var þriðji í röðinni af fimm systkinum. Hin em: Ormur, járn- smiður á Selfossi, Sigurður, síðast starfsmaður í BYKO í Kópavogi, látinn, Styrmir, verkamaður á Sel- fossi, og Helga, búsett í Kópavogi. Foreldrar Ölvis bjuggu fyrst á Hamri í Laxárdal, en fluttu síðar að Brettingsstöðum í sömu sveit, þar sem fjölskyldan bjó til 1954 að þau keyptu hluta úr Egilsstöðum í Flóa og fluttust þangað. Þá hafði Ormur fyrir nokkru stofnað heimili á Selfossi. Fljótlega eftir að suður kom leituðu bræðurnir sér atvinnu utan heimilis til að geta aðstoðað foreldra sína við greiðslu og upp- byggingu á jörðinni. Lá þá leiðin — m.a. í frystihús í Vestmannaeyjum og á báta í Þorlákshöfn. Ölvir vann um nokkurt skeið á Keflavíkurflug- velli sem þungavinnuvélstjóri og kynntist þar mislitu mannlífi, sem hann kunni margar sagnir af, og rifjaði stundum upp síðar á ævinni. Ekki mun hann þó hafa kunnað við sig að öllu leyti í þeirri veiðistöð, og leitaði hann brátt annað. Hann réð sig á skip Sambandsins, og var í förum í mörg ár; lengst af smyij- ari í vél, en leysti oft af sem þriðji vélstjóri. Sjómennskan lét Ölvi vel. Þar naut sín meðfædd lagni og röskleiki til verka, ásamt vandvirkni og sam- viskusemi. Á viðkomustöðum er- lendis leit hann umhverfíð glöggu gestsauga og var fróðlegt að heyra hann lýsa ólíkum hafnarborgum N-Evrópu, Miðjarðarhafslanda og Suður- og Norður-Ameríku. Á þeim árum sem hann var í siglingum, frá því laust fyrir 1960 fram yfir 1970, stóðu skip yfírleitt lengur við í höfn- um heldur en nú, og gafst því áhöfn- inni betri tími til að sjá sig um. Ekki var Ölvir ókunnugur á mörg- um þeim stöðum, sem farmenn og heimshornalýður setja mestan svip á í hafnarhverfum utanlands, en hann undi þar ekki öllum stundum, heldur reyndi hann alltaf að gera sér grein fyrir lífí og háttum al- mennings á hverjum stað. Hann skoðaði fjöldamörg söfn af öllu tagi og furðaði mig oft hvernig hann gat lýst því og gert ljóslifandi sem fyrir augu bar. Svo fór þó, að Ölvir þreyttist á farmennskunni og leitaði sér vinnu í landi. Hann réðst til Vegagerðar ríkisins sem þungavinnuvélstjóri og bílstjóri fyrst, en seinna sem raf- suðumaður á verkstæði Vegagerð- arinnar. Um þetta leyti keypti hann sér íbúð í Dalseli 10 og þangað tók hann foreldra sína til sín þar til þau fluttu í Kópavog til Helgu dóttur sinnar. Eftir það bjó Ölvir einn sem áður. Lengst af ævinni var hann frem- ur heilsuveill, einkum þjáði hann bakveiki, eins og marga, sem stunda álíka vinnu, og ágerðist hún svo síðari árin, að hann mátti gang- ast undir aðgerð, sem að vísu bar nokkurn árangur, en samt voru járnsmíðamar orðnar honum of erf- iðar. Hann fékk sér því starf við Sundlaug Breiðholts á síðastliðnu ári. Hér hefur verið stiklað á stóru um lífshlaup Ölvis Hreinssonar, og virðist saga hans máski ekki frá- brugðin sögu margra annarra af okkar kynslóð. En hann var um margt óvenjulegur maður, sem ekki batt bagga sína alltaf sömu hnútum og samferðamenn. Hann var gæddur afburða náms- hæfíleikum, en skólaganga varð stutt eftir að skyldunámi lauk. Hann sat einn vetur í Gagnfræða- skóla Húsavíkur og ætlaði að þreyta landspróf utanskóla á Akureyri árið eftir, en vegna veikinda varð ekki af því og lauk þar skólagöngunni. Ölvir var mjög víðlesinn, en saga og þó einkum náttúrufræði voru hans aðaláhugamál. Þekking hans á dýra- og jurtalífi Islands var mik- il, en einnig var hann ótrúlega kunnugur ömefnum um allt land, einkum þeim, er tengdust jarðsögu- legum fyrirbæmm. Þegar fjölskyldan á Brettings- stjóra í Reykjavík, og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur. Ekki varð af ráðahag þeirra afa og Guðbjargar, en dóttir þeirra, Hulda Dagmar, verslunarstjóri í Reykjavík, ólst upp hjá móðurforeldmm sínum og dótt- ur þeirra og móðursystur sinni, Jónínu Kristófersdóttur, eftir að Guðbjörg, móðir hennar, flutti til Danmerkur. Afí kvæntist árið 1921 Ragnheiði Bogadóttur frá Búðardal, dóttur Boga Sigurðssonar, kaupmanns þar, og konu hans, Ragnheiðar Sig- urðardóttur Johnsen frá Flatey á Breiðafírði. Þau eignuðust fimm börn: Jóhönnu, Ingibjörgu, Ragn- heiði, Elísabetu og Olaf, og em þau öll á lífi, nema Jóhanna, sem lést 12. janúar 1985. Hjá afa og ömmu á Frakkastígnum bjó lengi fóstur- móðir ömmu, frú Ingibjörg Sigurð- ardóttir frá Búðardal. Síðustu árin bjó afi í góðu yfir- læti hjá dóttur sinni, Elísabetu, og manni hennar, Júlíusi P. Guðjóns- syni, í Kvistalandi 19 hér í bæ. Eiga þau miklar þakkir skildar fyr- ir allt það góða, sem þau létu hon- um í té. Útför Gunnars Ólafssonar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Gunnar Björnsson stöðum flutti suður, seldi Hreinn Sigtryggsson Reykdælahreppi jörð- ina Hamar með þeim skilmálum að hann, eða böm hans, ættu kost á að kaupa hana aftur að tíu ámm liðnum. Þetta ákvæði notaði Ölvir sér. Hann girti af skógi vaxinn reit við Sandvatnið, reisti þar lítinn sumarbústað og dvaldi þar oft á sumrin við veiðiskap og skógrækt. Nú, þegar leiðir skilja svo óvænt og maður hlýtur að kveðja kæran vin og félaga, sækja minningamar fast að. Heimsóknir um borð í Helgafellið og Amarfellið á ámm áður, fjölmargar skrautlegar yfir- reiðir um skemmtistaði Reykjavíkur og víðar, skyndiferðir úr bænum um Suðurland og Reykjanes, og síðast en ekki síst samfundirnir við Ölvi hér fyrir norðan er hann kom í fríum sínum. Þá fannst manni vorið komið, þó enn lægi ís á Sand- vatni og skaflar á Hamarströnd. Fari heill og sæll góður frændi og hafí þökk fyrir samfylgdina. Ásmundur Geirsson Hið sviplega fráfall vinar okkar, Ölvis Hreinssonar, er staðreynd þótt erfítt sé að skilja eða sætta sig við aðdraganda þess. Hann lést af slysfömm, skömmu eftir að hann yfirgaf bilaða bifreið sína á leið heim úr vinnu. Ölvir var sonur hjónanna Hreins Sigtryggssonar (f. 1898, d. 1985) frá Hallbjamarstöðum í Reykjadal og Rögnu Sigurðardóttur (f. 1906) Sigurðar Jónssonar frá Arnarvatni við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún býr nú í sambýli aldraðra við Skjólbraut í Kópavogi. Þau hjónin eignuðust fímm böm: Ölvi, Sigurð, Styrmi, Orm og Helgu. Sigurður lést árið 1983. Ölvir fæddist að Amarvatni árið 1932, en ólst upp með foreldmm sínum á Hamri í Laxárdal. Þar bjó hann öll sín bemskuár í faðmi Laxárdalsfjalla. Árið 1946 fluttu foreldrar hans vestur yfir ána að Brettingsstöðum, yfír að hinum árbakkanum. Bjuggu þau næstu árin þar, en bmgðu síðan búi 1954 og fluttu alfarin úr Þing- eyjarsýslu suður á land. Þar keyptu foreldrar Ölvis, ásamt honum sjálf- um, jörðina Egilsstaði á vestur- bakka Þjórsár í Árnessýslu. Árið 1976 hættu þau búskap og fluttu alkomin til Reykjavíkur. Snemma sýndi það sig að Ölvir unni náttúmnni, enda varla hægt að hugsa sér dýrðlegra umhverfi til að hlúa að og efla slíkar dyggð- ir. Strax sem smástrákur kunni hann nöfnin á flestum jurtum og var til þess tekið af gestum og gangandi. Hann lærði og að lesa og skrifa hjá foreldrum sínum á þeim ámm og hefur það vafalaust átt sinn þátt í hve athyglisgáfa hans og eftirtekt þroskuðust snemma. Veiðiskap í Laxá iðkuðu þeir feðgar af mikilli list, hnýttu sínar flugur sjálfír og útbjuggu önnur þau veiðarfæri sem þurfti til sportveiðanna. Veiðiskapur var og stundaður í Másvatni og í Sand- vatni, bæði til skemmtunar en einn- ig, að sjálfsögðu, til lífsviðurværis. Upp úr fermingu fór Ölvir í gagn- fræðaskóla til Húsavíkur og stund- aði hann þar nám í einn vetur. Eft- ir það sótti hann undirbúningsnám hjá prestinum að Skútustöðum, Hermanni Gunnarssyni, og þá um veturinn fór hann til Akureyrar og stundaði nám í 2. bekk Menntaskól- ans. Ekki tókst honum að ljúka prófí upp úr þeim bekk og kom þar til að hann fékk þráláta lungna- bólgu. Honum var síðan synjað setu í 3. bekk næsta vetur, þrátt fyrir augljósa námshæfíleika og áhuga. Olli þetta honum bæði sársauka og vonbrigðum og verða hér þau tíma- mót í lfi hans er snúa honum alfar- ið af menntabrautinni og yfir á þá braut er hann gekk æ síðan, en einnig kom hér fjárskortur nokkpð við sögu. Eftir þetta áfall var hann heima á Brettingsstöðum um veturinn en tók þá að vinna við vegagerð og annað tilfallandi á heimaslóðum. Um tvítugt fór hann suður og vann í fyrstu á Keflavíkurflugvelli, en síðan að vegagerð, meðal annars á jarðýtum hjá Vegagerð ríkisins, víða um land. Árið 1975 víkkaði hann svo enn út sjóndeildarhring sinn, þegar hann hóf vinnu á skip- um Sambandsins og sigldi hann þá víða um höf. Síðustu ár ævi sinnar vann hann við jámsmíðar hjá Vega- gerð ríkisins, en á síðastliðnu ári hóf hann störf sem sundlaugarvörð- ur í Breiðholtshverfínu. Þetta gerði hann til að létta sér störfín og bæta heilsuna eftir þá átakavinnu sem á undan hafði gengið og hann, í raun, þoldi illa. Ölvir var dulur maður að eðlis- fari en afar næmur. Ævintýraþráin og áhugi hans á náttúrunni fylgdu honum alla tíð, einnig hinn óslökkvandi fróðleiksþorsti sem hvarf honum aldrei. Hann endur- speglaðist í flestu því sem Ölvir tók sér fyrir hendur. Það var með ólík- indum hvernig hann gat greypt í huga sér mynd af því landi sem hann komst í snertingu við, hann kunni, og gat þulið, nöfn allra kennileita, sama hvort heldur hann hafði kynnst þeim gegnum jarðýtu- glugga, af skipsfjöl, á skemmtiferð- um sínum um landið eða úr þeim flölda bóka sem hann átti. Bækur hafði hann unun af að handfjatla og slíkar stundir voru hans helgu stundir. Samfundir okkar Ölvis hófust fyrir túmum tíu árum. Börn okkar hjóna sóttu mjög til hans og for- eldra hans, enda voru þau öll sér- staklega barngóð. Þau gáfu sér ávallt tíma til að miðla þeim af lífsreynslu sinni á sinn glaðværa og vingjamlega hátt. Það er til marks um það hversu vel þau náðu til bamanna, að á ótrúlega skömm- um tíma eftir að kynni þeirra hóf- ust höfðu þau kennt þeim að læra á stafína og síðar bæði lestur og skrift. í tímans rás uxu þessi kynni og böndin milli fjölskyldu minnar og hans treystust. Ógleymanlegar eru þær ferðir er við áttum saman að Sandvatni við Mývatn, en land þetta hafði Ölvir keypt eftir að fað- ir hans seldi Hamarsjörðina. Þar var sannkallaður unaðsreitur og dvaldi Ölvir þar nokkrar vikur á ári hverju. Hann girti af ákveðinn blett, sem hann hlúði síðan sérstaklega að, plantaði þar, sáði og bar á. Honum tókst að koma upp nýjum jurtategundum, grisjaði skóginn og veiddi í soðið. Hér var Ölvir í essinu sínu, kominn á æskuslóðir sínar og í beina snertingu við perlu íslenskr- ar náttúm. Með þessum orðum kveð ég og fjölskylda mín hann með þökkum fyrir samfylgdina og allar þær ánægjustundir sem við höfum átt saman — sérstaklega á þeim áhuga- sviðum er við unnum og tengdu okkur svo sterkum böndum. Að lokum biðjum við almættið að styrkja móður hans og systkini á þessari sviplegu örlagastund. Björn Jónasson og fjölskylda Að morgni 24. febrúar barst mér sú dapurlega fregn að hann Ölvir hafí látist í umferðarslysi kvöldið áður. Hann Ölli í Vesturbænum, eins og við kölluðum hann, var Þingey- ingur að ætt, sonur hjónanna Rögnu Sigurðardóttur frá Arnarvatni og Hreins Sigtryggssonar frá Hall- bjarnarstöðum. Það var vorið 1954 að Ölli flyst með flölskyldu sinni að Egilsstöðum II í Flóa, norðan úr Þingeyjarsýslu. Það féll í hlut Ölla að koma fyrstur hingað suður að vinna að vorverkum og hófust fljótlega góð kynni með honum og fjölskyldu minni. Við systkinin vor- um ekki stór er við fórum að venja komur okkar í Vesturbæinn. Var þá Ölli gjarnan í skemmunni eitt- hvað að stússa. Alltaf hafði hann tíma til að spjalla við okkur, þó börn værum. Eg minnist þess hvað það voru forvitin augu sem mændu í skemmuloftið á hákarlinn sem þar hékk. Tók hann þá gjarnan upp vasahnífinn sinn, sneiddi flís og gaf okkur að smakka. Komumst við fljótlega á bragðið og þykir hákarl hið mesta lostæti síðan. Eins var er hann kom úr siglingum, fengum við þá oft eitthvað nýstárlegt að bragða þegar hann kom heim. Sýn- ir þetta best hve Ölli var ætíð hugul- samur við böm og unglinga. Þegar ég stækkaði áttum við margar skemmtilegar stundir saman hvort sem var við selveiðar í Þjórsá, spila- borðið eða spjall yfir kaffibolla því In memoriam: Gunnar Olafsson næturlæknabHstjóri Fæddur 18. febrúar 1891 Dáinn 23. febrúar 1988 Saga Islands er einkennileg um margt. Hungursneyð og drepsóttir herjuðu löngum á landsmenn og búpening þeirra. Stórvirkur gekk dauðinn með sigð sína um héruð og mun engin þjóð hafa háð jafn mannskæða styijöld, án þess að deyja þó út. Fyrir hundrað árum flúði nær fjórðungur landsmanna vestur um haf í von um betri framtíð, fullkomnara líf. Þá hjörðu hér eftir þeir einir, sem ódrepandi voru með öllu, nema af elli. Af sjálfu leiðir, að þetta var villimann- legur kjami lýðsins, taumlaus og óbilgjarn, eins og höfuðskepnurnar sjálfar, en af þessum stofni erum vér, íslendingar síðustu kynslóða, sprottnir — og skyldum vera stoltir af. Glæsilegur fulltrúi þessarar harðgerðu þjóðar, afí minn Gunnar Ólafsson, kvaddi þetta jarðlíf með reisn þriðjudaginn 23. febrúar síðastliðinn, eftir hálfs dags legu á Landspítalanum. Það var mjög í stíl við líf hans allt að íþyngja ekki heilbrigðiskerfinu umfram nauðsyn. Hann fæddist í Njarðvík hinn 18. febrúar 1891 og voru foreldrar hans hjónin Ólafur Ásbjarnarson frá Innri-Njarðvík og kona hans, Lokað Vigdís Ketilsdóttir frá Kotvogi í Höfnum. Föðurforeldrar Gunnars vom hjónin Ásbjöm Ólafsson, bóndi í Njarðvík, og kona hans, Ingveldur Jafetsdóttir, gullsmiðs í Reykjavík, Einarssonar. Ólafur, langafi Gunn- ars, og Sveinbjöm Egilsson, rektor og skáld, voru bræðrasynir. Jafet Einarsson og Jón Sigurðsson, for- seti, voru bræðrasynir. Móðurfor- eldrar Gunnars voru hjónin Ketill Ketilsson, hreppstjóri og dannebrogsmaður í Kotvogi, og kona hans, Vilborg Eiríksdóttir Ólafssonar frá Litlalandi í Ölfusi. Ólafur og Vigdís eignuðust sex böm: Gunnár, Ingveldi, Halldóru, Unni, Ásbjörn og Vilborgu. Lifa nú eftir systumar Ingveldur og Vil- borg. Afi nam húsgagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni og co. á Skólavörðu- stíg 6 og stundaði jafnframt nokkuð húsasmíðar. En fljótlega fór hann að aka bifreið, sem þá var mikil nýjung hér á landi. Árið 1928 hóf hann að keyra næturlækna í Reykjavík og ók hveija nótt um 18 ára bil og síðan áfram í áratugi, eftir að vaktin var skipulögð með tilliti til afleysinga. Árið 1912 eignaðist afí dóttur með Guðbjörgu Kristófersdóttur, unnustu sinni. Hún var. dóttir Kristófers Bárðarsonar, bifreiða- Lokað í dag frá kl. 15.00 vegna jarðarfarar GUNNARS ÓLAFSSONAR. Forlagið, Frakkastíg 6A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.