Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 15
sitt, sem er vandasamt. Honum tekst að túlka innri átök með þeim hætti, að ekki verður efast um ósviknar tilfinningar Georgs, er vonin og vonbrigðin skiptast á, og örvæntingu og sorg taka völd undir lokin. Draumur hans hafði myndað sjálfstætt líf, sem á vissan hátt ógnaði honum og mótaði öll við- brögð hans. Þetta tekst Leifi næsta vel að túlka og ekki síst, er hann fellur fyrir draumi sínum „í fullkom- inni uppgjöf sigraðs manns“. Þrátt fyrir góða frammistöðu þeirra Hannesar Amar og Leifs falla aðr- ir leikarar ekki um of í skuggann. Reynir Schiöth er eilítið hikandi en einlægur og hlýr í hlutverki Candys gamla og eðlileg svipbrigði og hóg- værð gera hann sannferðugan, einkum þegar fram í sækir og hann er orðinn hluttakandi í draumnum. Bústjórann leikur Ólafur Theódórs- son með ábúðarmikið yfirbragð, en mætti vera harðari og ákveðnari í framgöngu. Ingólfur Jóhannsson er býsna sannferðugur í hlutverki þess afbrýðisama rindils og áflogaseggs, Curleys. Sveina Björk Jóhannes- dóttir er sennilega fjærst því að falla vel inn í hlutverk sitt. Kona Curleys á að vera léttúðug og óskammfeilin, en Sveinu skortir það flennuútlit, sem nauðsynlegt er í þetta sinn, og verður varla nógu trúverðug í daðri sínu. En framsögn hennar er prýðileg. Stefán Guð- laugsson, Finnlaugur Helgason og Vífill Valgeirsson leika verkamenn á búgarðinum á eðlilegan og sann- færandi hátt. Stefán er greinilega sviðsvanastur þeirra þremenninga, en allir setja þeir góðan svip á sýn- inguna. Sömuleiðis Ólafur Jensson, er leikur svertingjann Crooks, en mætti þó vera beygjulegri og ver haldinn. Ljóst var af undirtektum áhorf- enda á frumsýningu, að þeir kunnu vel að meta þessa vönduðu sýningu og óhætt er að hvetja menn til þess að fara og njóta þessa vekjandi menningarviðburðar í Freyvangs- leikhúsinu. Ástæða er til að minnast á þá staðreynd, að stólana í Freyvangi þarf að endurnýja. Þeir eru ekki lengur samboðnir jafn menningar- legu leikhúsi. *. ■ Ólafur H. Friðjónsson Þóra Hrafnsdóttir BS-próf í jarðfræði (4) Björn Sv. Harðarson Barge Jóhannes Wigum Kristín Gestsdóttir Ólafur Eggertsson BS-próf í landafræði (2) Kristinn Garðarsson Salvör Gunnarsdóttir Félagsvisindadeild (11) BA-próf í bókasafns- og upplýs- ingafræði _ Inga Rún Ólafsdóttir BA-próf í sálarfræði Jón Pétursson BA-próf í uppeldisfræði (3) Anna Dóra Sigurðardóttir Ámi Einarsson Bjamveig Bjarnadóttir BA-próf í félagsfræði (5) Ellý Alda Þorsteinsdóttir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir Hera Ósk Einarsdóttir Ingibjörg Hallbjörnsdóttir Stefanía K. Ragnarsdóttir BA-próf í stjómmálafræði (1) Reynir Reinhard Reynisson Auk þess luku Anna Dóra Sig- urðardóttir, Ellý Alda Þorsteins- dóttir og Hera Ósk Einarsdóttir starfsréttindanámi í félagsráðgjöf. OTTlROn AFGREIÐSLUKASSAR MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 15 Tölvugjöf til Snælandsskóla FORELDRAFÉLAG Snælands- skóla færði skólanum tíu PC- tölvur að gjöf í tilefni af tíu ára afmæli félagsins sl. haust. Tölvunar, sem em af gerðinni ERGO, vom keyptar hjá Gísla J. Johnsen í Kópavogi og fengust með hagstæðum greiðsluskilmálum. Foreldrafélag Snælandsskóla hefur haldið uppi mjög öflugu starfi öll 10 árin í sögu þess. Má þar m.a. nefna að innan þess hefur í mörg ár starfað leikfímihóp- ur kvenna, sem nú telur um 100 manns og að auki „oldboys“-hópur karla, sem hóf starfsemi á sl. ári. Á ári hveiju hafa foreldrafélagið og leikfimihópurinn gefið skólanum tæki og búnað sem hann hefði ann- ars ekki eignast og sem of langt mál yrði upp að telja. Í tilefni af þessari höfðinglegu gjöf núna var ákveðið að bjóða for- eldrum upp á tölvunámskeið fyrir byrjendur. Tíu foreldrar komast á hvert námskeið og hafa færri komist að en vildu. Kennd em fmmatriði tölvu- vinnslu og ritvinnslu og em nám- Fyrsti hópurinn sem útskrifaðist auk fulltrúa stjórnar og leikfimi- hópsins ásamt skólastjóra. skeiðin sniðin fyrir þá sem aldrei Kennt er á þriðjudags- og eða mjög lítið hafa komist í kynni fimmtudagskvöldum frá kl. 20—22. Vlð tölvur. (Fréttatilkynning) PHILCO Á HÖRKUGÓÐU VERÐI. Þvottavél fyrir kr. 36.575.-* og þurrkarinn fyrir kr. 23.790.-* Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þu velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kæiingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryöfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur meö allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sgarast umtalsverö orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.