Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Seljast 100 þúsund bæk- ur á Bókamarkaðnum? seldust á markaðinum fyrir ári og hafði þá aldrei selst jafn- mikið. Vonast aðstandendur markaðsins nú til þess að bóka- salan nái jafnvel 100.000 eintök- um. Markaðurinn hófst fyrir réttri viku og lýkur næsta sunnudag. Að honum stendur Félag íslenskra bókaútgefenda og annast Penninn reksturinn þetta árið. Að sögn Jens Péturs Hjaltested, framkvæmda- stjóra Pennans, hefur verið talsvert meiri ös nú en á mörkuðunum und- anfarin ár. Ástæðuna fyrir því taldi hann vera þá að nú væri óvenju mikið af góðum bókum í boði, úrval- ið meira en oftast og verðið lægra. Sagði hann sumar bókanna ódýrari í krónum talið en á markaðnum í fyrra. Þá taldi hann staðsetninguna ekki hafa lítið að segja en markað- urinn er nú haldinn í Reykjavík eftir að hafa verið utan borgar- markanna. Bókamarkaðurinn í Kringl- Þegar hafa komið um 20.000 unni hefur gengið mjög vel það manns og rúmlega 50.000 bækur sem af er og stefnir í metsölu. selst. Á milli 70-80 þúsund bækur Morgunblaðið/Júlíus Bókamarkaðurinn í Kringlunni hefur verið vel sóttur og stefnir allt í metsölu að sögn aðstandenda. VEÐURHORFUR í DAG, 3.3.88 YFIRLIT í gær: Búist er við stormi á Austurdjúpi, Færeyjadjúpi og suðausturdjúpum. Skammt norðaustur af Færeyjum er 988 mb lægð sem þokast suðaustur en 1032ja mb hæð yfir Grænlandi. Á vestanverðu Grænlandshafi er dálftill hæðarhryggur sem þokast austur en lægðardrag mun myndast við suðausturströnd Græn- lands f nótt. SPÁ: Norðan- og norðvestanótt, gola eða kaldi austantil en hæg vestanótt á Vesturlandi. Smáél við norðurströndina en annars úr- komulaust. Vægt frost á Norður- og Austurlandi en 0—3° hiti suð- vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg vestlæg átt meö dálitlum éljum vestanlands en vfðast þurru veðri austanlarfds. Hiti kringum frostmark. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius A stefnu og fjaðrirnar • Skúrir )> Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. # Él Þoka Léttskýjsð / / / / / / / Rigning V HáKskýjað / / / * / # 5 5 Þokumóða Súld 4Í|l Skýjað / * / # Slydda / * / oo Mistur * # # 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma # * # K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hHI +3 +1 veður snjókoma Bergen 0 úrk. í grennd Helsinki +3 snjókoma Jan Mayen ♦11 snjóál Kaupmannah. vantar Narssaresuaq ♦2 skýjað Nuuk 0 snjókoma Osló 1 skýjað Stokkhólmur ♦5 skýjað Þórshöfn 1 •W* Algarve 11 rignlng Amsterdam B skúr Aþena vantar Barcelona 10 1 f Berlfn ♦1 snjókoma Chlcago 2 heiðskfrt Feneyjar B léttskýjað Frankfurt 3 lóttskýjað Glasgow S rlgning Hamborg 2 skýjeð Las Þalmas vantar London 6 léttskýjað Los Angeles 10 léttskýjað Lúxemborg 1 snjóél Madrid 7 léttskýjað Malaga 12 súld Mallorca 11 léttskýjað . Montreal +15 skýjað New York +2 skýjað París 4 skýjað Róm 10 léttskýjað Vln 0 snjókoma Washington +1 mistur Winnipeg +16 skýjað Valencia 11 léttskýjað Morgunblaðið/BAR Starfsmenn á sýningunni „Skrifstofan ’88“ leggja síðustu hönd á bás Pósts og síma. Sýningin opnaði kl. 13 í gær og stendur til sunnu- dags. Sýningin Skrif- stofan ’88 hafin SÝNING Kaupstefnunnar, „Skrifstofan ’88“, opnaði í Laug- ardalshöll í gær. Ýfir þijátíu fyr- irtæki kynna vöru sína og þjón- ustu á sýningunni sem stendur til sunnudags 6. mars. Hún er ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér nýjungar í skrifstofuhaldi og rekstri og er opin frá kl 13 til 20 alla dagana. Daglega verða haldnir fyrirlestr- ar um efni tengd skrifstofurekstri, og hefjast þeir allir kl 17.15. í dag, fímmtudag talar Finnur P. Fróða- son innanhússarkitekt um skipulag á skrifstofum. Á morgun, ræðir Kristín Guðmundsdóttir sjúkra- þjálfari um manneskjuna á skrif- stofunni. Á laugardag fjallar próf- essor Jóhann Pétur Malmquist um skrifstofu framtíðarinnar og á sunnudag ræðir Eyjólfur Jóhanns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ljóstæknifélags íslands, um lýsingu á skrifstofum og við tölvur. Auk þess verður haldið tveggja daga námskeið í skrifstofustjómun í tengslum við sýninguna. Nám- skeiðið er fengið frá British Instit- ute of Management, leiðbeinendur verða Shelagh Robinson og J.G. Tilley. Sjá umfjöllun um sýninguna á bls. 16-21 í viðskiptablaði. Stakk félaga sinn þrívegis með hníf SAUTJÁN ára piltur liggur al- varlega slasaður á sjúkrahúsi í Reykjavík, eftir að jafnaldri hans stakk hann þrívegis með stórum hnífi á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu er pilturinn ekki í lffshættu, en litlu niátti muna, þar sem hnffurinn stakkst í ann- að lunga hans. Piltamir, sem eru góðir kunningj- ar, voru staddir í sölutumi á Vestur- götu um kl. 19.30 um kvöldið. Þeir urðu ósáttir og eftir nokkra sennu dró annar þeirra upp stóran hníf. Hann lagði til félaga síns og stakk hann þrívegis, tvisvar ( bijóstholið vinstra megin og einu sinni í vinstra læri. Pilturinn hneig í gólfíð og lá þar ( blóði sínu, en félagi hans hljóp á brott. Lögregla og sjúkrabifreið komu á vettvang skömmu síðar og var pilturinn fluttur ( skyndi á sjúkrahús. Þar kom (Ijós að hnífur- ínn hafðí farið í annað lunga hans og telur lögreglan mestu mildi að ekki fór verr. Hinn pilturinn gaf sig fram við lögregluna skömmu síðar og játaði verknaðinn. Hann var yfirheyrður af Rannsóknarlögreglu rfkisins í gær og BÍðdegis var farið fram á að hann yrði úrskurðaður ( gæslu- varðhald. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglunnar höfðu piltarnir neytt áfengis og lyfja fyrr um daginn. Ljósmynda- útbúnaði stolið BROTIST var inn á Fálkagötu 2 f fyrrinótt og töluverðu af ljós- myndaútbúnaði stolið. Tjónið er tilfinnanlegt fyrir eigandann, því búnaðurinn var ótryggður. Stolið var grárri tösku, sem í voru tvær myndavélar af Canon- og Tok- ina-gerð, auk flögurra eða fímm linsa sem í töskunni voru. Þá var einnig tekin svört taska með 400 mm Can- on-linsu. Að sögn eigandans, Gunn- laugs Rögnvaldssonar, er tjónið til- fínnanlegt, því allur var búnaðurinn ótryggður. Margra mánaða undir- búningur að ljósmyndaferð væri nú að engu orðinn. Vildi hann beina þeim tilmælum til þeirra sem eitt- hvað vissu um málið að hafa sam- band við lögreglu. Gasolíuverð lækk- ar um hartnær 5% VERÐ á gasolíu lækkaði úr 8,60 krónum á lítra í 8,20 frá og með 1. mars, en ákvörðun þar að lút- andi var tekin á fundi Verðlags- ráðs síðastliðinn mánudag. Er hér um að ræða um 4,7% lækkun þrátt fyrir gengisfellingu. Fob-verð birgða, sem til voru í landinu um þessi mánaðamót, er um 151 dollari, en var áður um 157 dollarar. Þar sem innkaupajöfnun- arreikningur var jafnframt hag- stæður er heildarlækkunin á gasolíu meiri en sem nemur lækkuninni á birgðunum. Reiknað er með að þessar birgðir endist í rúman einn og hálfan mánuð. Samkvæmt skráningu erlendis var olíuverð um siðustu mánaðamót um 136,5 doll- arar, sem samsvarar um 8,12 krón- um á lítra. Að öllu óbreyttu má því búast við enn lækkuðu verði á ga- solíu þegar birgðir verða endumýj- aðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.