Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 13 Staðfestan hef- ur skilað árangri Ræða Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra á leiðtogafundi NATO 2. mars 1988 Reuter/Símamynd Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, og Steingrímur Hermanns- son, koma til fundarins í Briissel í gær. Mér er mikil ánægja að fá tæki- færi til að ávarpa þennan virðu- lega fund tæpum 18 mánuðum eftir að sögulegur fundur var haldinn í landi mínu. Við höfum þegar séð árangur þess fundar með samningnum, sem ritað var undir í Washington. Hér hittumst við nú til að meta stöðuna, áður en leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hittast í þriðja sinn á jafn mörgum árum og nú í Moskvu. Þessi fundarhöld sýna að mikl- ar breytingar hafa orðið síðan sambærilegur fundur og sá sem við sitjum nú var síðast haldinn 1982. Þá voru ríkisstjómir landa okkar að búa sig undir lokaátak tii að hrinda tvíþættu ákvörðun- inni frá 1979 í framkvæmd. Reynslan hefur sýnt að sú stað- festa sem þá ríkti í okkar röðum, hefur skilað árangri. Ef farið hefði verið að óskum þeirra sem vildu bíða og sjá hvort aðgerðaleysi Vesturlanda leiddi ekki til þess að Sovétmenn Qarlægðu SS-20 eldflaugar sínar, biðum við enn án árangurs og hefðum engin tök á að knýja á um brottflutning þeirra. Á síðustu sex árum höfum við þannig sannreynt réttmæti kjam- ans í Harmel-skýrslunni frá 1967: Að leita beri eftir samningum við ríkin í austri en gengið skuli til þeirra viðræðna öflugir og með þann yfirlýsta vilja að svara vígbúnaði í sömu mynt, ef ekki semst um gagnkvæma fækkun. Það er afstaða íslensku ríkis- stjómarinnar að brottflutningur meðaldrægra kjamorkueldflauga frá meginlandi Evrópu megi ekki leiða til þess að slíkum flaugum fjölgi í höfunum í nágrenni ís- lands. Því miður bendir þó flest til þess að ekkert lát sé á vígbún- aði Sovétmanna á norðurslóðum, þótt sovéskir ráðamenn hafa verið ólatir við það undanfama mánuði að kynna hugmyndir um takmörk- un og jafnvel skerðingu vígbúnað- ar á norðurhöfum. I stuttu máli má segja að Sovét- menn hafi verið jafn iðnir við að setja fram tillögur um samdrátt vígbúnaðar á þessum slóðum og við að auka vígbúnað sinn þar. Á báðum sviðum er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af frum- kvæði þeirra. Á fundi okkar hér þurfum við að huga rækilega að því að við megum ekki vera of svifaseinir í áróðursstríðinu, sem hefur verið háð samhliða viðræð- um um takmörkun vígbúnaðar. Á undanfömum árum hefur ísland verið að auka hlut sinn í samstarfi bandalagsins. Við látum okkur hernaðarleg málefni meiru skipta en áður. Við höfum gerst aðilar að starfí hermálanefndar- innar og nú síðast kjamorkuáætl- ananefndarinnar. Á grundvelli góðs tvíhliða vamarsamstarfs við Bandaríkin áformum við að efla hlut okkar sjálfra við öryggis- gæslu lands okkar og jafnframt hafa evrópskir bandamenn okkar sýnt áhuga á að nýta sér aðstöðu í landi okkar til að halda uppi eftirliti og auka þar með á stöðug- leika. Við fögnum þessari þróun og teljum hana staðfestingu á því, að framlag okkar sé mikil- vægt í þágu sameiginlegs öryggis. Þetta sameiginlega öryggi verði ekki tryggt með viðunandi hætti nema áfram sé fýlgt sömu grundvallarstefnu og áður, er byggist á sveigjanlegum við- brögðum og á því að sá sem hyggst ráðast gegn einhveiju bandalagsríkjanna veit, að hann stendur frammi fýrir hættunni á kjamorkuátökum. Samhliða því sem við ítrekum stuðning okkar við meginþættina í okkar eigin stefnu, verðum við að minnast þess að við höfum mikið verk að vinna í þágu mann- réttinda og frjálsra stjórnarhátta. Þrátt fyrir að stigin hafi verið skref í Sovétríkjunum, sem í orði kveðnu að minnsta kosti eru í nokkru samræmi við hugmyndir okkar sjálfra um bærilegri stjórn- arhætti þar en ríkt hafa í 70 ár, skortir mikið á að við höfum feng- ið haldbæra staðfestingu um breytta stjórnarhætti. Við sjáum í Sovétríkjunum glampa sem er þannig, að við vitum ekki hvort sólin er að rísa eða hníga. Ljós- glætan hefur varað svo lengi, að það eitt er farið að vekja hjá okk- ur vantrú að það birti frekar. Auðvitað eigum við að stuðla að því, ef það er á okkar færi, að þau áform sem til framfara horfa, verði að veruleika í Sov- étríkjunum. En við verðum að sjá ótvíræðan árangur svo sem eins og brotthvarf Berlínarmúrsins eða brottflutning sovésks herafla frá Afghanistan. í þessum efnum verðum við og hljótum að setja merkið hátt. Á fundinum í Reykjavík, haus- tið 1986, settu leiðtogar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna sér háleit markmið, þegar þeir ræddu um fækkun kjamorkuvopna. ís- lendingar, vopnlaus þjóð, sem aldrei hefur háð stríð við aðrar þjóðir, fögnuðu bæði fundinum og þeim sögulega áfanga sem þar náðist. Þar var brotið í blað í sam- skiptum stórvelda á kjamorkuöld. Næst er stefnt að fækkun lang- drægra kjarnorkuvopna. Þar á hið sama við og jafnan endranær, þegar litið er til afvopnunar, að mestu skiptir að unnt sé með eftir- liti að tryggja framkvæmd samn- ingsins. Við fáum dýrmæta reynslu til að kynnast því, hvemig staðið skuli að slíku eftirliti, þegar samningurinn um meðaldrægu og skammdrægu eldflaugamar liefur öðlast gildi. í mínum huga felst gildi þess samnings ekki síst í því að í fram- kvæmd ætti hann að stuðla að því að efla traust milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna á við- kvæmasta sviði vígbúnaðar. Vegna búsetu okkar úti í miðju Atlantshafí eigum við íslendingar einkar auðvelt með að átta okkur á mikilvægi þess að ríkin beggjá vegna hafsins starfi saman og vinni að sameiginlegum markmið- um í öryggismálum. Við viljum leggja okkur fram til að þessi samvinna þróist áfram. Við viljum ekki standa frammi fyrir því að þurfa að velja á milli samstarfs við Evrópu eða Norður-Ameríku í öryggismálum. Þess vegna er Atlantshafsbandalagið sá hom- steinn í utanríkisstefnu okkar, sem skiptir hvað mestu. Megi þessi fundur verða til að styrkja tengsl bandalagsþjóðanna og þar með bandalagið sjálft. Frá blaðamannafundinum í gær, þar sem mótmælt var hinu nýja jöfnunargjaldi á franskar kartöflur. Morgunblaðið/Emilía Mótmæla harðlega hækkun jöfnunargjalds á franskar kartöflur: Vorum ekki ánægðir með inn— flutningsleyfi fjármálaráðherra - segir Sveinbjörn Ejjólfsson deild- arsljóri í landbúnaðarráðuneytinu JÓN Helgason, landbúnaðarráð- herra, hækkaði með reglugerð 26. febrúar sl. jöfnunargjald á innfluttar franskar kartölur upp í 140% en gjaldið var áður 40%. Gjaldið var hækkað til bæta sam- keppnisaðstöðu innlendrar fram- leiðslu á markaðinum, að sögn Sveinbjarnar Eyjólfssonar deild- arstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu. Félag íslenskra stórkaup- manna, Samband íslenskra veit- inga- og gistihúsa, Neytendasam- tökin og Verslunarráð Islands hafa mótmælt hækkuninni harð- lega. Landbúnaðarráðherra fre- staði útgáfu innflutningsleyfa á frönskum kartöflum i desember sl. en Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, leyfði inn- flutninginn á ný á þeim forsend- um að franskar kartöflur væru iðnaðarvara en ekki landbúnað- arvara, að sögn Sveinbjarnar. Sveinbjörn sagði í samtali við Morgunblaðið að í flestum þeirra landa, sem kartöflurnar væru flutt- ar inn frá, væru aðföng til vörunn- ar niðurgreidd, virðisaukaskattur endurgreiddur og í sumum land- anna gætu bændur fengið þrefalda kartöfluuppskeru. „Við í landbún- aðarráðuneytinu erum allt annað en ánægðir með að fjármálaráð- herra skyldi leyfa innflutning á frönskum kartöflum,“ sagði Svein- björn. „Vegna gífurlegrar gagnrýni frá veitingahúsunum var íslensku kartöfluverksmiðjunum breytt í fyrra til að kartöflurnar verði stinnar eftir að búið ér að steikja þær. Ég veit hins vegar ekki til þess að þau veitingahús, sem voru með þessa gagnrýni, hafí athugað hvernig kartöflurnar eru eftir að verksmiðjunum var breytt. Heild- söluverðið á kartöflunum er 107 krónur kílóið til verslana og aðeins lægra til veitingahúsa," sagði Sveinbjörn. Vilhjálmur Egilsson hjá Verslun- arráði íslands sagði á blaðamanna- fundi í gær að með hinu nýja gjaldi megi reikna með því að heildsölu- verð á innfluttum frönskum kartöfl- um verði 120 til 180 krónur kílóið en þær séu keyptar á 20 til 30 krón- ur kílóið erlendis. „Sá vandi sem snýr að landbúnaðinum í þessu máli er tiltölulega léttvægur,“ sagði Vilhjálmur. „Vandinn er fyrst og fremst iðnaðarvandi en ekki land- búnaðarvandi. Staðreyndin er sú að innlendu kartöfluverksmiðjurnar þurfa að fá um 50 krónur fyrir kíló- ið af frönskum kartöflum áður en þær geta borgað nokkuð fyrir hrá- efni. Það er ekki rétt hjá land- búnaðarráðherra að stefna hags- munum landbúnaðarins í hættu vegna rekstrarvanda eins eða tveggja iðnfyrirtækja. Með slíku kemur landbúnaðarráðherra óorði á landbúnaðinn," sagði Vilhjálmur. Jónas Bjamason hjá Neytenda- samtökunum sagði á blaðamanna- fundinum að það stæðist ekki að leggja þyrfti jöfnunargjald á inn- fluttar franskar kartöflur vegna þess að kartöflur væru niðurgreidd- ar erlendis. „Kartöflur eru ekki nið- urgreiddar í Evrópubandalagslönd- unurn," sagði Jónas. „Íslensku kart- öfluverksmiðjurnar voru ein fjár- festingarmistökin enn og það er verið að reyna að halda þeim gang- andi með peningum úr matarbudd- um almennings," sagði Jónas. Stjórn Félags íslenskra stórkaup- manna samþykkti í gær áskomn til Alþingis um að afnema nú þegar það ákvæði í búvömlögum að land- búnaðarráðherra hafi heimild til að leggja á jöfnunargjald, þar sem misbeiting þessa gjalds gangi þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar um verð- hjöðnun og lækkun vöruverðs. Þær forsendur, sem Alþingi hafi gefið sér til þessarar heimildar, hafi ekki verið fyrir hendi þegar jöfnunar- gjald var lagt á innfluttar kartöfl- ur. Þegar þetta heimildarákvæði hefði verið sett í lög hefði sérstak- lega verið tekið fram í athugasemd- um við framvarpið að forsendur álagningar jöfnunargjalds væru niðurgreiðslur á vömnni í viðkom- andi viðskiptalöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.