Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Heilbrigðisráðherra: WHO mælir ekki með banni á einstökum tegundum áfengis GUÐMUNDUR Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, sagði i umræðum á Alþingi í gær um bjórmálið að í gðgnum Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar væri hvergi mælt með því að ein- stakar tegundir áfengis væru bannaðar til þess að draga úr áfengisneyslu. Sagði hann aðal- framkvæmdastjóra stofnunar- innar hafa lýst yfir undrun sinni á bjórbanninu þegar hann var hér á ferð nýlega. Guðmundur Bjamason sagði að sjálfsagt væri allt sem komið hefði fram í máli þingmanna um skað- semi og hættur bjórdrykkju rétt og við hefðum ekki ráð á því að bæta við slíkt. Það væri hlutverk heilbrigðisyfir- valda að fræða fólk um skaðsemi áfengis og reyna að draga úr neyslu. Með þessum aðferðum hefði til dæmis tekist að draga úr tóbaks- neyslu án þess að verið væri að banna einstakar tegundir. Þetta væri svipuð stefna og Alþjóða heil- brigðismálastofnunin mælti með. I gögnum þeirrar stofnunar væri hvergi talað um að æskilegt væri að banna einstakar tegundir eða þá bjór sérstaklega. Heilbrigðisráð- herra sagði að þegar aðalfram- kvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar hefði verið hér á ferð nýlega þá hefði hann lýst undr- un sinni á þessu banni. Fólk gæti ekki keypt drykki með lágu áfengis- magni heldur einungis sterka drykki. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Bjarnason, heil brigðis- og tryggingaráðherra. Stuttar þingfréttir Bjórinn, áfengisstefnan og vanhæfni þingnefndar Fundir vóru í báðum þingdeildum í gær. Efri deild samþykkti sem lög frá Alþingi frumvarp allsheijar- nefndar þingdeildarinnar um aðför. Stjórnarfrumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum kom til annarrar umræðu í efri deild. í neðri deild var mælt fyrir stjórnarfrumvarpi um starfsheiti sálfræðinga. Þá kom frumvarp allsherjarnefndar deildar- innar um heimild til að brugga, flytja inn og selja áfengt öl til framhalds- fyrstu umræðu. Umræðunni lauk ekki á dagfundi. Gert var ráð fyrir að ræða málið áfram á kvöldfundi. Umræðu lauk ekki á dagfundi en stefnt var að því að ljúka fyrstu umræðu af þremur í þingdeildinni á fundi síðdegis eða kvöldfundi. Guð- mundur Bjamason, heilbrigðisráð- herra, var næstur á mælendaskrá. Málið á einnig eftir þijár umræður í síðari þingdeild áður en það kemur til endanlegrar atkvæðagreiðslu þar. Frumvarp um Verðjöfnunarsjóð: Fyrirtæki geti ávaxtað innistæðu sína að eigin vild ALÞINGI hefur nú til með- ferðar frumvarp frá Matthíasi Bjamasyni (S/Vf) og Pálma -'Jónssyni (S/Nv) um breytingu á lögum um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. í fmmvarpinu er lagt til að hvert fyrirtæki fyrir sig geti ákveðið að inni- stæða þess I sjóðnum sé ávöxt- uð á sérstökum bankareikningi að eigin vild. Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að breyta .núverandi fyrirkomulagi verðjöfnunar í fisk- iðnaði þannig að hún miðist við . einstök fyrirtæki, en sé ekki sam- eiginleg fyrir heilar greinar eins og nú er. Með frumvarpinu er aðild hagsmunaaðila að stjóm Verðjöfnunarsjóðs breytt og er gert ráð fyrir því að hvert fyrir- tæki fyrir sig geti ákveðið að inni- stæða þess sé ávöxtuð á sérstökum reikningi í banka eða sparisjóði að eigin vali. Að öðru leyti er nú- gildandi lögum lítið breytt með frumvarpinu, m.a. yrði innheimtu- kerfi sjóðsins með sama hætti og verið hefur. í greinargerðinni segir að með þessu yrði lagfærður mikill galli á núgildandi lögum sem verður djúp- stæðari og augljósari þegar um svo mikla sjóðssöfnun er að ræða samfara miklum breytingum í sjávarútvegi. Nýir framleiðendur fá jafnmikinn rétt til útgreiðslu, ef um verðlækkun er að ræða á afurðum, og þeir sem hafa greitt í sjóðinn árum saman. Staðreyndin sé sú að hver og einn framleiðandi líti á inngreiðslu í sjóðinn sem tapað fé og útgreiðslu sem fundið. Væri verðjöfnunin aðskilin eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu myndu þessar aðstæður breytast. Þá gæti hvert fyrirtæki litið á inn- greiðslur á sérreikning sem sinn varasjóð sem ganga megi á þegar illa árar og þeir sem greitt hafa mest eiga þá styrkasta bakhjarl- inn. Ráðstafanir í ríkisfjármálum: Utflutnings- og sam- keppnisgreinar styrktar Dregið úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun „Tilgangur með frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum 1988 er annarsvegar að styrkja stöðu útflutnings- og samkeppnis- greina og hins vegar að draga úr viðskiptahalla og erlendri skulda- söfnun,“ segir í meirihlutaáliti fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis. Undir nefndarálitið skrifa Halldór Blöndal (S/Ne), Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk), Eiður Guðnason (A/Vl) og Valgerð- ur Sverrisdóttir (F/Ne). Meðal ráðstafana, sem frum- varpið fjallar um, og stefna eiga að framangreindum markmiðum, eru: 1) 6% gengislækkun. 2) Niðurfelling launaskatts frá 1. júlí nk. 3) Endurgreiðsla uppsafnaðs söluskatts til fyrirtækja í fisk- vinnslu og útgerða skipa, þó ekki til sjófrystingar og útflutnings á óunnum fiski. „Þessar ráðstafanir kosta ríkis- sjóð 800 m.kr., en þessum tekju- missi er mætt með lækkun útgjalda og með því að afla ríkissjóði nýrra tekna. Jafnframt er gert ráð fyrir að sveitarfélögin taki að sínum hluta þátt í þessum aðgerðum með því að lögfestingu frumvarps um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga er slegið á frest. Með því er haldið fast við það markmið að ríkissjóður verði rekinn án halla á árinu. Stefnt er að því að draga úr erlendum lántökum á árinu með 300 m.kr. lækkun á erlendum lán- tökuheimildum og tvöföldun lán- tökugjaldsins sem fellur niður um næstu áramót." Árni Johnsen: Leggur fram fjögur frumvörp og tvær þingsályktunartillögur •• Oryggismálanefnd sjómanna - veiðieftirlitsskip vegna smáfiskadráps - búgreinafélög fái fastan tekjustofn Árni Johnsen (S/SI) lagði í gær fram á Alþingi sex ný þing- mál: frumvarp um öryggismál sjómanna, frumvarp um lyfja- fræðslunefnd, frumvarp um áfengisfræðslu, frumvarp um búnað- armálasjóð, tillögu til þingsályktunar um sérstakt veiðieftirlits- skip og tillögu til þingsályktunar um könnun á áhrifum steina- töku á náttúru Islands. Öryggismálanef nd sjómanna Markmið frumvarps til laga um öryggismálanefnd sjómanna er að draga úr slysum á sjó með bættu öryggi og aðbúnaði sjómanna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að samgönguráðherra skipi þijá full- trúa í öryggismálanefnd sjómanna til fjögurra ára í senn. Einn full- trúi skal tilnefndur af samtökum sjómanna, annar af samtökum útgerðarmanna en ráðherra skip- ar formann án tilnefningar. Hlutverk nefndarinnar er að beita sér fyrir auknu öryggi sjó- manna með fræðslu og upplýsing- um um fyrirbyggjandi aðgerðir. Að vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um öryggismál sjó- manna. Að veita aðstoð og leið- beiningar um öryggismál sjó- manna. Og loks að fylgjast með og nýta reynslu og þekkingu ann- arra þjóða á sviði öryggismála. Tekjur nefndarinnar verði 0,8% af vátryggingariðgjöldum íslenzkra skipa, sem og 0,8% af slysatryggingum sjómanna á íslenzkum skipum. Nefndin gerir tillögur til ráðherra um ráðstöfun íjárins. Lyfjafræðslunef nd Frumvarpið, sem hefur það að markmiði „að skipuleggja og vinna að lyfjafræðslu til þess að draga úr því heilsutjóni sem mis- notkun og ofnotkun iyfja veldur", gerir ráð fyrir að heilbrigðisráð- herra skipi þriggja manna iyfja- fræðslunefnd. Hlutverk lyfjafræðslunefndar er: 1) að gera tillögur til stjórn- valda um ráðstafanir til að sporna gegn mis- og ofnotkun lyfja, 2) að veita alhliða leiðbeiningar með útgáfu fræðslurita, 3) að dreifa upplýsingum um skaðsemi mis- og ofnotkunar lyfja, 4) að vinna í nánu samstarfi við landlækni- sembættið og Lyfjaeftirlit ríkisins. Kostnaður skal greiddur með 1% gjaldi af cif-verði innfluttra lyfja og 0,8% gjaldi af heildsölu- verði ákveðins stofns innlendrar lyfjaframleiðslu, eftir nánari ákvörðun ráðherra. I greinargerð segir að íslend- ingar noti töluvert meira af sýkla- lyfjum heldur en grannþjóðir. Áfengisfræðsla Samkvæmt frumvarpinu ber heilbrigðisráðherra að skipa þriggja manna áfengisfræðslu- nefnd, til fjögurra ára í senn. Nefndina skipi sérfróðir menn um vandamál sem stafa af áfengi- sneyzlu. Hlutverk nefndarinnar skal m.a. vera að gera tillögur til stjórnvalda um ráðstafanir til að sporna gegn misnotkun áfengis, að veita aðstoð og leiðbeiningar við útgáfu fræðslugagna, að dreifa upplýsingum um skaðsemi áfengis og vinna í samstarfi við áfengisvamarráð. í frumvarpinu segir: „Skylt er Árni Johnsen að veija tveimur af þúsundi brúttósölu áfengis til áfengi- svarnafræðslu". Búgreinafélög hafi fjárhagsgrundvöll „Ráðherra er heimilt að ákveða samkvæmt tillögu búgreinasam- bands, sem nýtur viðurkenningar samkvæmt lögum nr. 46/1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, eða er aðili að Stéttasambandi bænda, að inn- heimta allt að 1% gjald af afurðum viðkomandi búgreinar til viðbótar gjaldi samkvæmt 2. grein. Gjald þetta skal renna til þess búgreina- sambands sem í hlut á að frá- dregnum kostnaði við innheimtu gjaldsins." I greinargerð segir að nýjar búgreinar hafi hlotið viðurkenn- ingu löggjafans. Það hái hinsveg- ar starfi þessara búgreina að þær hafi ekki fastan tekjustofn til starfsemi sinnar. „Það er jút í hött að ætla búgreinafélögum hlutverk, en engan fjárhagsgrun- dvöll." Smáfiskadráp - veiðieftirlitsskip „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að undirbúa nú þeg- ar rekstur sérstaks veiðieftirlits- skips og kaupa eða leigja togara í því skyni eða láta Hafþór sinna því verkefni sem er hið brýnasta í sjávarútvegi íslendinga í dag vegna smáfiskadráps. Hraðskreitt fískveiðieftirlitsskip taki til starfa á árinu 1988.“ Hertar reg-Iur um steinatöku „Alþingi ályktar að skora á menntamálaráðherra að láta Náttúrufræðistofnun íslands kanna áhrif steinatöku á náttúru Islands. Hert verði eftirlit til varn- ar gegn náttúruskemmdum með steinatínslu og tollgæzlu falið að fylgjast með útflutningi á íslenzk- um steinum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.