Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Aðgerðir Greenpeace Nú eru allmargar vikur liðnar frá því, að tals- menn Greenpeace-samtak- anna lýstu því yfir, að sam- tökin mundu hefja herferð gegn sölu á íslenzkum fiski erlendis vegna hvalveiða okkar. Þá þegar voru sett upp auglýsingaspjöld m.a. í Bretlandi til þess að hvetja fólk til þess að kaupa ekki íslenzkan físk. Síðan hafa litlar fréttir borizt af aðgerð- um samtakanna og engin merki þess, að þeim hafi tekizt að hafa áhrif á sölu á fískafurðum okkar. Það hef- ur lengi verið umdeilt, hvort Green peace gæti yfirleitt náð nokkrum árangri í her- ferð af þessu tagi. A.m.k. er það reynsla Norðmanna, að herferð gegn físksölu þeirra í Bandaríkjunum fyrir nokkr- um árum bar takmarkaðan árangur. Nú benda síðustu fréttir til þess, að Greenpeace herði róðurinn gegn íslenzkum físki í Bretlandi. Samtökin hafa lýst því yfir, að þau muni grípa til aðgerða gegn tveimur fyrirtækjum þar í landi, sem kaupa íslenzkan físk. Þau hafa keypt auglýs- ingar í áhrifamiklum dag- blöðum í Bretlandi og gripið til annarra ráðstafana. Viðbrögð fyrirtækjanna beggja eru á þann veg, að þau láti ekki segja sér fyrir verkum. Talsmaður annars fyrirtækisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „ ... við látum ekki segja okkur fyrir verkum varðandi innkaup okkar.“ Og talsmað- ur hins fyrirtækisins, sem Greenpeace beinir spjótum sínum að, sagði, að fyrirtæk- ið væri ekki skuldbundið öðr- um en viðskiptavinum sínum og léti ekki þrýstihópa á borð við Greenpeace hafa áhrif á sig. Þessar yfírlýsingar gætu gefíð til kynna, að ekki sé mikil hætta á ferðum. Hins vegar verðum við að gera okkur ljóst, að um leið og þessi fyrirtæki yrðu þess vör, að aðgerðir samtakanna fældu frá þeim viðskiptavini, mundu þau snúa við blaðinu. Starfsmenn íslenzku fyrir- tækjanna í Bretlandi eru líka þeirrar skoðunar, að það verði að taka hótanir Greenpeace alvarlega. Þann- ig segir Sigurður Á. Sigurðs- son, hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga í Bretlandi: „Þó verður það að segjast alveg eins og er, að þetta uppistand núna, hótanir þeirra gagnvart brezkum fyrirtækjum, sem verzla með íslenzkan fisk, og auglýs- ingaherferð í brezkum fjöl- miðlum, kallar á ákveðin við- brögð af hálfu íslendinga." Jón Jóhannesson hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna í Bretlandi lét í ljósi þá skoðun við Morgunblaðið í gær, að fyllsta ástæða væri til að hafa áhyggjur af herferð Greenpeace. Hann segir m.a.: „Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hefur raunar þegar komið slíkum áhyggj- um á framfæri á íslandi og þetta nýja upphlaup Green- peace verður auðvitað ekki til að bæta úr skák. Við vit- um, að samtökin hafa undan- farið verið að róa í verzlunar- fyrirtækjum, sem hafa haft íslenzkan fisk á boðstólum og sum þessara fyrirtækja hafa leitað almennra upplýs- inga hjá okkur um hvalamál- in, t.d. spurzt fyrir um, hvort við hjá SH höfum eitthvað með hvalaafurðir að gera. 0g svo koma þessar aðgerðir Greenpeace gegn Tesco og Birds Eye. Þótt við höfum í sjálfu sér engin óskapleg við- skipti við þau fyrirtæki er þetta nú ekki beint skemmti- legasta andrúmsloftið til að selja íslenzkan fisk í.“ Þessi ummæli þeirra Is- lendinga, sem vinna við fisk- sölu í Bretlandi sýna, að við hljótum að hafa áhyggjur af aðgerðum Greenpeace-sam- takanna. Út af fyrir sig má segja, að nú reyni á, hvort þau geti náð einhverjum ár- angri. En alla vega er ljóst, að það er ekki ákjósanlegt fyrir okkur íslendinga að selja afurðir okkar við þessar aðstæður. Við þurfum á öðru að halda en því, að það sé skipulega unnið gegn sölu á útflutningsafurðum okkar. Slíkar aðgerðir skilja alltaf eitthvað eftir. Samstarf og traust er for- senda landvama Islands Thomas Stones hershöfðingi og’ stærðfræðikennarí í viðtali við Morgimblaðið í SKÝRSLU SteingTÍms Hermannssonar utanríkisráðherra, sem --------------------------------- lögð var fynr Alþingi og rædd í vikunni, segir: „Ef til átaka drægi er ljóst að vamarliðið þyrfti aukinn liðsafla. Hersveit í varaliði bandaríska landhersins hefur verið þjálfuð og búin undir að koma til landsins á hættu- eða ófriðartímum. Hluti hennar tók þátt í umfangsmiklum æfingum í Kanada í sumar og fylgdust fulltrúar varnarmálaskrifstofu með þeim æfingum. Til að slík þjálfun komi að fullu gagni er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi hönd í bagga og tryggi að allar varnaráætlanir séu í sem bestu samræmi við íslenska hagsmuni og staðhætti. Samræmis þarf að gæta milli almanna varnaáætlana okkar og skipulags lögreglu og landhelgis- gæslu, og þessara varnaráætlana. Að því hefur verið unnið, en eðli málsins vegna verður ekki greint frá þvi. “ Vamarliðið Heimskautaklæddir hermenn varaliðsins við æfingar á herstöðvar- svæðinu í Keflavík í febrúar. Vamarliðið Vestur í Bandaríkjunum æfa um 3.000 manns reglulega hvern- ig framkvæma eigi það sem ut- anríkisráðherra lýsir hér að ofan. Þessir menn tilheyra varaliði Bandaríkjahers. Flestir sinna þeir öðrum störfum í sínu daglega lífi en þiggja jafnframt laun fyrir að vera undir það búnir að koma hingað til lands meti íslensk stjóm- völd stöðu mála á þann veg að öryggi landsins sé ógnað. Vam- aráætlanir íslenskra stjómvalda og Atlantshafsbandalagsins gera ráð fyrir að hingað verði sendar sveitir atvinnuhermanna ef óvissu- ástand skapast sem talið er að leitt geti til átaka. Síðan er gert ráð fyrir að sveitir úr varaliði Bandaríkjahers leysi þær sveitir af og annist landvamir Islands. Vonandi kemur aldrei til þess að Thomas Stones hershöfðingi haldi hingað til lands í þessum erindagjörðum en hann myndi stjóma varaliðssveitunum og hafa umsjón með landvömum íslands á spennutímum. Á milli þess sem Stones annast þjálfun sinna manna og skipuleggur vamará- ætlanir hefur hann annað og ekki síður mikilvægt starf með höndum því hann kennir stærðfræði við framhaldsskóla í Rhode Island á Nýja-Englandi. Stones, sem hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands, var hér á dögunum ásamt um 50 manna liði við æfingar inn- an vamarsvæðisins í Keflavík. Hann féllst á að eiga spjall við blaðamann Morgunblaðsins og fór það fram í höfuðstöðvum vamar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Höfuðstöðvar varaliðsins, sem sent verður hingað til lands, telji stjómvöld það nauðsynlegt, em í Massachusetts í Bandaríkjunum. Yfirstjóm þeirra nefnist ARICE (US Army Forces Iceland) og heyrir undir 94. herstjómina, sem stjómar öllum varaliðssveitum Bandaríkjahers á Nýja-Englandi. ARICE sér um að samræma þjálf- un þeirra sveita sem sendar verða hingað og þar er Thomas Stones hershöfðingi í forsvari. Stones var fyrst spurður hvort rétt væri að hann myndi annast landvamir íslands á óvissu- og átakatímum og hversu marga menn hann hefði undir sinni stjóm. Blaðamaður bað hann einnig að skýra í stuttu máli frá varaliðs- sveitunum. „Fari svo að íslensk stjómvöld óski eftir því að við komum hingað til lands mun aðstoðarmaður minn taka við eiginlegri stjóm herdeild- arinnar en ég mun annast skipu- lagningu og framkvæmd þessa þáttar í vömum íslands. Nú um stundir telur herdeildin um 3.000 menn en ég get ekki sagt hversu fjölmennt iið yrði sent hingað til lands en að líkindum kæmu fleiri menn hingað. Flestir heyra þessir menn til varaliðssveita Banda- ríkjahers en örfáir þeirra, einkum þeir sem bera foringjatign, eru atvinnumenn. Margir þeirra eru fyrrverandi hermenn en allir fara þeir í gegnum ákveðna grunnþjálf- un. Að auki fá þeir sem starfa t.d. við fjarskipti sérstaka þjálfun á sínu sviði osfrv. I sínu daglega lífi sinna þessir menn sínum störfum rétt eins og ég og þú. Þama er að fínna verk- fræðinga, bílasala og margir eru í námi. Þessir menn eru á öllum aldri. Flestir fótgönguliðarnir eru á milli tvítugs og þrítugs en yfir- menn eru oftast nokkm eldri. Ég held að fulltrúum utanríkisráðu- neytisins, sem fylgdust með æf- ingum okkar í Kanada í fyrrasum- ar, hafi þótt ánægjulegt að kynn- ast þessum mönnum og þeir hafi komist að því að þeir munu ekki skapa vandamál verði einhvern tíma nauðsynlegt að senda þá til íslands. Þetta em ósköp venjuleg- ir menn. Þeir hafa áhyggjur af afborgunum og öllu því sem til- heyrir daglegn lífí. Sjálfur kenni ég stærðfræði við framhaldsskóla og tek upp þráðinn að nýju þegar ég kem heim.“ Hlutverk varaliðssveita Blaðamanni lék forvitni á að vita um skipulag varaliðssveita Bandaríkjahers og spurði Stones hvemig því væri háttað og hvort almennt væri litið svo á að sveitir þessar hefðu mikilvægu hlutverki að gegna. „Satt að segja veit ég ekki ná- kvæmlega hversu fjölmennar varaliðssveitimar em. Staðreynd málsins er hins vegar sú að settar hafa verið skorður við fjölda at- vinnuhermanna í Bandaríkjunum. Þeir mega ekki vera fleiri en 780.000 vegna þess að það kostar ærið fé að þjálfa og halda úti her- sveitum. Þess vegna var ákveðið á áttunda áratugnum að halda frekar úti fremur litlum og vel- þjálfuðum her, búnum besta tækjabúnaði sem völ er á, og síðan að skipuleggja varaliðssveitir til að halda kostnaðinum niðri. Þess vegna hafa varaliðssveitunum ver- ið fengin mörg þau verkefni sem atvinnuherinn annaðist áður. Sam- hliða þessu höfum við fengið nýjan tækjabúnað. Við höfum t.d fengið nýja skriðdreka, brynvarða bíla, vélbyssur og fleira. Og það er vert að ítreka að þjálfun þeirra sveita sem ég stýri og tækjabúnaður okkar miðar einvörðungu að því að verja ísland. Að þessu leyti stöndum við atvinnuhemum fram- ar vegna þess að þjálfun þeirra manna miðar að því að þeir geti sinnt sínum störfum þar sem þörf er talin á því. Þeir hermenn kunna Frá æfingunum i siðasta mánuði. að verða sendir til Kóreu eða Þýskalands en við sinnum aðeins þessu eina verkefni. Sveitimar sem ég stjóma eru léttbúnar fótgönguliðssveitir. Flestan útbúnaðinn bemm við með okkur. Við ráðum yfír nokkrum skriðdrekum og brynvörðum bílum en annan búnað berum við bók- staflega á bakinu. Þess vegna er auðvelt fyrir okkur að koma hing- að til lands til æfínga. Stórfylkið sem ég stjóma skiptist í ýmsar einingar, fótgönguliðssveitir, flutningasveitir, viðgerðasveitir, sveitir verkfræðinga auk þess sem sérstakar sveitir annast læknis- hjálp, stjómun og fleira. Við get- um því íarið hvert sem er og ver- ið sjálfum okkur nógir.“ Æf ingar á íslandi Hershöfðinginn var því næst spurður hvemig staðið væri að þjálfun sveitanna og hversu oft þær væru við æfíngar. „Við eigum að æfa eina helgi í hveijum mánuði og í tvær vikur á sumrin en í rauninni er þjálfunin mun víðtækari og meiri en þetta. Þannig komum við saman á hveiju fímmtudagskvöldi og fömm þá yfír þær hliðar verkefnis okkar sem lúta að skipulagningu og stjómun. Þegar um stærri æfíngar er að ræða ganga hermennirnir fyrst yfír það landsvæði sem æfín- gamar munu fara fram á til að glöggva sig á aðstæðum. Þetta kallar á sérstakar æfingar og þess vegna þurfa menn að fóma fleiri helgum. Þannig má segja að við æfum 12 til 16 helgar á hveiju ári. Við þetta bætast stærri æfing- ar, sem fara fram einu sinni á ári og undirbúningur fyrir þær. Okkar menn hafa komið hingað til lands til þjálfunar. Vitaskuld er það gert með samþykki íslenskra stjómvalda en engar æfíngar fara fram án vitneskju og samþykkis þeirra. Og allar æfingamar fara fram innan þess svæðis sem íslendingar hafa gefið leyfí fyrir. Við munum aldrei fara fram á að æfingamar fari fram utan þess svæðis. Stjómvöld þurfa að snúa sér til okkar ef sá vilji er fyrir hendi, til að mynda ef þörf er talin á að æfa vamir Reykjavíkur. Æfíngamar hér á landi hófust árið 1986 og þá gengum við yfír landsvæðið við herstöðina til að glöggva okkur á hvemig standa skyldi að vömum hennar ef þörf lfrefði. Þá tóku um 50 manns þátt í æfingunum. Síðan höfum við farið yfír þær æfíngar til að meta hvort aðgerðir okkar myndu duga og hvort hermennimir yrðu færir um að sinna sínu starfí. Ég er því þakklátur íslenskum stjómvöldum fyrir að hafa gefíð okkur tækifæri til að framkvæma þessar æfíngar. Þegar heim er komið getum við gert okkur betur ljóst hvað fór úrskeiðis og síðan komið hingað aftur og framkvæmt sömu æfing- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Thomas Stones hershöfðingi og framhaldsskólakennari, sem mun stjórna landvörnum íslands á óvissu- og átakatímum. ar á annan hátt. Þetta var einmitt það sem við gerðum að þessu sinni. Við æfðum að nýju varnir tiltekinna staða á herstöðvarsvæð- inu.“ Fjárveitingar „Við vildum gjaman æfa oftar hér á landi. Þannig væri æskilegt að við gætum sent hingað lið á til að mynda tveggja ára fresti til æfínga við erfið skilyrði, t.d. á þessum tíma árs þegar kalt er í veðri og aðstæður erfiðar. Síðan tekur hluti sveitarinnar að jafnaði þátt í sumaræfingum Atlantshafs- bandalagsins hér á norðurslóðum sem fram fara á tveggja ára fresti. Fjöldi æfínga hér veltur á ýmsu. Stjómvöld þurfa í fyrsta lagi að samþykkja þær. í annan stað þarf að huga að því hversum mörgum af okkar mönnum vamarstöðin í Keflavík getur tekið við. Síðast en ekki síst er þetta spurning um peninga og fjárveitingar í þessu skyni." Stones sagði að hermenn í vara- liðssveitunum fengju greidd laun fyrir þann tíma sem varið væri til æfínga en staðreyndin væri sú að mikið starf væri einnig unnið í sjálfboðavinnu. „Við teljum okkur vera óskabam bandarískra skatt- borgara," sagði hann og bætti við að yfírstjóm herdeildarinnar þyrfti að leggja fram áætlun um æfíngar og kostnað við þær sem síðan þyrfti að hljóta samþykki ráða- manna innan hersins. „Fjármagnið ræður úrslitum og eins og þú veist hafa framlög til vamarmála verið skorin niður í Bandaríkjunum og við erum þegar teknir að finna fyrir þessu. Því reynum við að leggja fram raunhæfar áætlanir og nýta sem best það fjármagn sem okkur er fengið." Viðamiklar heræfingar í Kanada í ágústmánuði á síðasta ári fóm fram viðamiklar æfíngar varaliðs- sveitanna, sem sendar verða hing- að til lands, í Gatestown í New Bmnswick í Kanada og birti Morg- unblaðið þá frásögn og myndir af þeim. Fjórar stórar æfíngar hafa farið fram á vegum ARICE frá árinu 1984 og hafa þær yfirleitt farið fram innan landamæra Bandaríkjanna. Stones var beðinn að skýra frá æfingunum í Kanada og tilgangi þeirra. „Þetta vom viðamestu æfíngar varaliðssveitanna á síðasta ári. 4.400 manns komu þar við sögu, bæði atvinnuhermenn og varaliðið. Það er vert að taka fram að at- vinnumenn leggja mat á frammi- stöðu okkar manna og skera úr um hæfni þeirra. Þetta gerist á hveiju ári. Æfingasvæðið í Kanada þótti heppilegt og þar þurftum við algerlega að sjá um okkur sjálfír líkt og gerist komi einhvern tíma til þess að við þurf- um að halda hingað til lands. Æfíngin í Gatestown var alger- lega miðuð við landvarnir íslands, annað gemm við ekki. Við skipu- lögðum svipaðar æfíngar árið 1985 og þá tóku um 4.000 manns þátt í þeim en sú sem fram fór í fyrra var bæði hnitmiðaðri og gagnlegri. í þessu samhengi vil ég aftur ítreka mikilvægi þeirra æfínga sem fram fara hér á landi. Þær ráða algerlega þjálfun okkar árið um kring og spara okkur að auki mikinn tíma við_ skipulagn- ingu og þess háttar. Ég er sann- færður um að liðsveitir okkar gætu sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað. Þeir sem hafa lagt mat á frammistöðu okkar segja að við komum til með að geta leyst þetta verkefni af hendi. Atvinnuher- mennimir sem gert er ráð fyrir að senda hingað strax og óvissu- ástand skapast myndu fylgja þeim áætlunum sem við höfum gert um hvemig staðið skuli að þessu." Verkefni landhersins á íslandi Helsta verkefni varaliðssveit- anna hér á landi sagði Stones vera það að veija þá staði sem taldir væru hemaðarlega mikilvægir. Blaðamaður spurði hvort ekki væri erfitt að skilgreina slíka staði hér á landi t.d. í ljósi þess að ís- lendingar réðu ekki yfír eigin her- afla. Morgunblaðið/Ámi Sæborg Eric McVadon, flotaforingi og yfirmaður varnarliðsins í Kefiavík (t.v.) ásamt Thomas Stones hershöfðingja. „Þetta er alveg rétt. Verkefni okkar hér á landi yrði tvíþætt. í fyrsta lagi að veija þá staði sem íslensk stjómvöld telja mikilvæga og í annan stað að veija sjálfa herstöðina hér í Keflavík. Við lítum svo á að þetta tvennt sé jafn- mikilvægt. Yfirmaður vamarliðs- ins hér á landi hefur tjáð mér hvaða staðir hann leggur áherslu á að verði varðir innan þessa svæð- is. Yfirvöld á íslandi þurfa síðan að tilgreina þá staði utan varnar- svæðisins sem talist geta hemað- arlega mikilvægir, t.d orkustöðv- ar, stíflur og fleira. Síðan verða yfírvöld að tiltaka þá staði sem þau telja mikilvægast að veija vegna þess að á endanum verður ekki unnt að halda uppi eftirliti alls_ staðar. Ég leyfi mér að fullyrða að áætlanir okkar um hugsanlegar landvamir munu aldrei ganga upp ef þjóðin sjálf stendur ekki með okkur. Hér þekkja allir alla þá sem búa á tilteknu landsvæði. Ég þekki þetta sjálfur og minnist þess þegar ég var hér í leyfí með fjölskyldu minni. Eitt sinn fórum við í fjall- göngu og fólkið sem þarna bjó vissi að við vorum útlendingar vegna þess að íslendingar hefðu ekki farið þessa leið. Þetta vakti athygli íbúanna og þeir fylgdust með okkur. Ef íbúar landsins vinna ekki með okkur og skýra okkur til dæmis ekki frá óvenjulegum mannaferðum þá gengur þetta ekki upp. í þessu samhengi vil ég geta þess að almannavarnakerfið ykkar hér á landi er framúrskar- andi gott.“ Njósnir og aukinn viðbúnaður Það er alkunna að úti í hinum stóra heimi hafa menn áhyggjur af njósnastarfsemi sem oftar en ekki tengist starfsemi sendiráða á einn eða annan hátt. Þar sem Stones og hans menn hafa æft landvamir íslands spurði blaða- maður hvort gera mætti ráð fyrir að Sovétmenn hefðu á einhvem hátt búið sig undir árás á ísland. Stones kvaðst eðlilega ekki geta sagt til um hvaða áætlanir Sovét- menn hefðu varðandi ísland en kvaðst telja líklegt, frá herfræði- legu sjónarmiði, að einhveijar slíkar áætlanir hefðu verið gerðar. Benti hann á að fjölmennt starfs- lið væri í sendiráði Sovétríkjanna auk þess sem engar skorður væm settar við ferðum almennipgs og útlendinga hér á landi. „Ég veit það eitt að væri ég búsettur hér á landi hefði ég haft næg tæki- færi til að skoða mig um, taka ljósmyndir og jafnvel til æfinga, ætlaði ég mér slíkt á annað borð. Með þessu er ég ekki að segja að Sovétmenn hafí einhveijar slíkar fyrirætlanir," sagði Stones. Varaliðssveitimar yrðu fluttar flugleiðis hingað til lands en her- gögn og birgðir kæmu sjóleiðina yfír Atlantshafíð. Vitað er að á átakatímum myndu Sovétmenn freista þess að hindra birgðaflutn- inga frá Bandaríkjunum til Evr- ópu. Meðal annars af þessum sök- um hafa stjómvöld í Noregi gefíð leyfí fyrir birgðastöðvum á norsku landsvæði auk þess sem sýnt þyk- ir að ráðamönnum þjóðarinnar muni gefast meiri tími til að leggja mat á aðsteðjandi hættu ef flestall- ur nauðsynlegur útbúnaður er fyr- ir í landinu. Blaðamaður spurði Thomas Stones hvemig honum lit- ist á þá hugmynd að íslendingar fylgdu fordæmi Norðmanna í þessu efni. „Mér þykir þetta skínandi hug- mynd. Þið eigið gott samstarf við frændþjóðir ykkar þannig að þið ættuð ef til vill að huga að þvi hvemig þær standa að eigin vöm- um. Mig skortir orð til að lýsa því hversu frábærlega almannavama- kerfíð hér á landi hefur verið skipulagt. Ef til vill mætti grípa til ákveðinna ráðstafana samhliða því. Þetta er vitaskuld undir íslensku þjóðinni komið. Þið verðið að ákveða hversu langt þið viljið ganga á þessu sviði.“ Samvinna og sérþekking Að lokum var talinu vikið að þætti íslendinga í eigin vörnum og var Stones spurður hvort ís- lendingar gætu sjálfir lagt meira af mörkum. Sem dæmi var nefnt hvort hann teldi að hann og menn hans gætu nýtt sér sérþekkingu íslendinga til að mynda á stað- háttum og aðstæðum, í víðtækustu merkingu þess orðs, hér á landi. „Já, það er alveg öraggt. Ég vona að í framtíðinni gefíst okkur fleiri tækifæri til að ræða við fólk hér á landi, sem býr yfír sér- þekkingu á þessum tilteknu svið- um,“ sagði hann og nefndi að huga þyrfti sérstaklega að sam- starfí við íslendinga ef til þess kæmi að sveitimar yrðu sendar hingað til lands þannig að sem minnst röskun yrði á lífí almenn- ings í landinu. „Verkefni okkar yrði að falla eins vel að samfélag- inu og kostur er á. Á hinn bóginn verða íslendingar að skilja hina hemaðarlegu hlið málsins, hvað við getum gert og hvað ekki. Af þessum sökum er samstarf nauð- synlegt. Vamir íslands verða að vera sameiginlegt verkefni og til þess að takast megi að leysa það af hendi verður að ríkja traust milli okkar og íslendinga." Á.Sv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.