Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 t Eiginmaður minn og sonur, HJÁLMTÝR ÓLAFUR ÁGÚSTSSON, er lést af slysförum 25. þessa mánaðar verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveit Slysavarnafélagsins í Ólafsvík. Fyrir hönd barna, fósturbarna, systra og annarra vandamanna, Bryndfs Kristjánsdóttir, Ágúst Lárusson. t Eiginmaöur minn, GUÐLAUGUR G. GUÐMUNDSSON, Stóra-Laugardal, Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Stóru-Laugardalskirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna, Hákonía J. Pálsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR EINARSDÓTTIR fyrrverandi yfirhjúkrunarkona frá Kalmanstungu, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. mars kl. 15.00. Ólafur Stefánsson, Kalman Stefánsson, Bryndís Jónsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. 4 Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, Hólmgarði 41, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. marz kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabba- meinsfélagiö. Gunnar Kristjánsson, Guðríður Kristjánsdóttir, Hanna Karen Kristjánsdóttir, Ólafur Barði Kristjánsson, Helga Loftsdóttir, Helgi Geir Valdimarsson, Þórir Georgsson, Helga Kristinsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAREN EYVINDSDÓTTIR, Hæðarenda, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Stóruborgarkirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlegast láti Hjartavernd njóta þess. Svanhildur Sigurfinnsdóttir, Eyvindur Sigurfinnsson, Guðmundur Sigurfinnsson, Laufey Sigurfinnsdóttir, Birgir Sigurfinnsson, Grímur Daviðsson, Anna Garðarsdóttir, Haraldur Haraldsson, Maria Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþökk fyrir auösýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS ÞÓRIS HANNESSONAR bónda, Ásgarði i Reykholtsdal. Geirlaug Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Bjartmar Hannesson, Gestrún Sveinsdóttir, Ólafur Gunnbjörnsson, Unnar Þ. Bjartmarsson, Þóra G. Bjartmarsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ESTERAR SÆMUNDSDÓTTUR, Ásbraut 17, Kópavogi. Eðvard Olsen, Magnús Þórðarson, Valgerður Þórðardóttir, Ríkey Þórðardóttir, Sæmundur Þórðarson, Sigþrúður ingólfsdóttir, Bryngeir Ásbjörnsson, Greg Crebs Lára Andrésdóttir, Guðrún Gisladóttir og barnabörn. Jón Magnús Bene- diktsson — Minning Fæddur 26. maí 1928 Dáinn 24. febrúar 1988 Hann Jón Benediktsson, frændi minn og vinur, er nú búinn að renna sitt skeið til ævilokanna hjer á þess- ari jörð. 0g jeg treysti því að hann sje nú genginn inn til Guðs eilífu dýrðar, endurleystur fyrir fórnar- dauða og upprisu Jesú Krists. Því að blóð Jesú Krists Guðssonar hreinsar oss af allri synd. Helgi Hálfdanarson sagði á sínum tíma: „Þú Jesús ert vegur til himinsins heim.“ Sálmab. 219. Þessi orð Helga Hálfdanarsonar eru byggð á orðum Jesú Krists í Jóhannesarguðspjalli 14. kapítula 6. versi. Þar segir Jes- ús: „Jeg er vegurinn og sannleikur- inn og lífið. Enginn kemur til föður- ins nema fyrir mig“. Það var ein- mitt Jesús Kristur, sem Jón Magnús Benediktsson treysti á, til að opna sjer Himininn. Því hann vissi það, að hans eigið ágæti dugði ekki til að opna honum Himininn. Nei, þar dugði ekkert annað en friðþæging Jesú Krists. En hún dugir líka öllum sem við henni taka í einlægni. Jón Magnús Benediktsson, eða eins og við vinir hans og frændur kölluðum hann oftast. Nonni Ben var fæddur í Hnífsdal við ísafjörð 26. maí 1928. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Rósi sjómaður Sigurðsson bónda í Nesi í Grunnavík Einarssonar. Og kona hans Sólveig Sigþrúður Magn- úsdóttir bónda á Þiðriksvöllum í Strandasýslu Guðmundssonar frá Gilsfjarðarbrekku. En móðir Sól- veigar og amma Jóns var kona Magnúsar Guðrún Ormsdóttir frá Miðdalsgröf. Hún var af svokallaðri Ormsætt og Tröllatunguætt. Orms- ættin er talin frá Ormi Sigurðssyni í Langey á Breiðafirði. En Tröllat- unguættin er kennd við Tröllatungu við Steingrímsfjörð í Strandasýslu, og er komin útaf sjera Birni Hjálm- arssyni sem þar var prestur á 18. og 19. öldinni. Hann var fæddur 29. janúar 1769 og dáinn 17. októb- er 1853. Sjera Bjöm Hjálmarsson var mikið umtalaður prestur á sinni tíð, og jafnvel fram á okkar daga, fyrir trú sína og bænir. Menn sögðu að jafnvel hefðu skeð kraftaverk fyrir bænir hans. Jeg efast ekki um að sjera Bjöm hefur beðið fyrir af- komendum sínum. Það er líka áber- andi hve mikil trúhneigð er í þess- ari Tröllatunguætt, og þrá eftir hin- um lifandi Guði. En jeg ætlaði nú ekki að fara að skrifa hjer um ættar- tölur, eða hrósa forfeðrum Jóns. En sæll er sá maður, sem getur sagt eins og Páll postuli sagði forðum þegar hann stóð á Aresarhæðinni: „Því að í honum, (Guði) lifum, hrær- umst og erum vjer, einsog nokkur af skáldunum hjá yður hafa sagt: „Því að vjer emm líka Guðs ættar“. Postulasagan 17. kapítuli 28. vers. Jeg vona að Jón vinur minn og frændi hafi verið orðinn Guðs ætt- ar. Því það stendur svo skrifað í Jóhannesarguðspjalli 1. kapítula 11. og 12. versi: „Hann (Jesús) kom til eignar sinnar, og Hans eigin menn tóku ekki við Honum. En öllum þeim, sem tóku við Honum gaf Hann rjett til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn Hans.“ Jeg skrifa þetta vegna þess að jeg fjekk að vera sjónar og heyrnar- vottur að því, þegar Jón Magnús Benediktsson tók við Jesú Kristi sem frelsara sínum, og fjekk þar með Unnur Ragnheiður Leifsdóttir — Minning Fædd 25. október 1958 Dáin 21. febrúar 1988 „Hví var þessi beður búinn bamið kæra þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan „kom til mín“ Kristur tók þig heim til sín þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljósum öndum." (B. Halld.) Fátt er meira virði en að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. í dag kveðj- um við vinkonu okkar Unni Ragn- heiði Leifsdóttur í hinsta sinn. Hún hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu árin, og nú er hún látin úr sjúkdómi sem heijað hefur á hana og ættingja hennar þ.e. arfgeng heilablæðing. Áður eru látnar 3 syst- ur og móðir hennar af völdum sama sjúkdóms. Við Unnur kynntumst 1976 er eiginmenn okkar hófu nám við Vélskóla Islands. Alla tíð síðan hefur verið mikill samgangur á milli heimilanna. Við viljum þakka henni samverustundimar, sem seint gleymast, hve hjálpleg hún var og góður félagi. Við vorum samtíða við nám við Fjölbrautaskólann í Breið- holti. Það var mér styrkur að geta leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á. Unnur var alltaf boðin og búin að hjálpa öðrum og naut ég oft að- stoðar hennar. Síðar þegar ég hóf störf hjá Tryggingastofnun ríkisins naut ég enn hjálpsemi Unnar og félagsskapar. Unnur naut mikillar virðingar meðal vinnufélaga sinna sökum dugnaðar, glöggskyggni og hjálpsemi. Ég er þakklát Unni fyrir allar þær samverustundir sem við áttum saman. Ég og fjölskylda mín munum sakna hennar. Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja Þórð og Leif sem syrgja góðan lífsförunaut og móður. Ejnnig föður hennar sem sér að baki góðri dóttur og aðra ættingja. Blessuð sé minning henn- ar. Anna Karlsdóttir og fjölskylda. Enn á ný erum við minnt á hverf- ulleik tilverunnar. Ung kona í blóma lífsins er kölluð á brott. Tilkynningin um fráfall Unnar Leifsdóttur kom ekki á óvart. Svo lengi hafði hún háð hetjulega baráttu við óvæginn sjukdóm, sem að lokum hafði sigur. Ég kynntist Unni fyrst fyrir um 20 árum er ég tengdist fjölskyldu hennar. Hún var þá aðeins 9 ára hnáta, yngst sex systra. Minningin um hana frá þeim tíma er enn ljóslif- andi og það var gaman að fylgjast með henni vaxa upp og þroskast, því aldrei leyndi sér að Unnur var bráðmyndarleg og vel gefín. Foreldrar Unnar voru hjónin Leif- ur Steinarsson og Jónína Steingrí- msdóttir. Jónína lést eftir langvar- andi veikindi er Unnur var aðeins 8 ára gömul. Það var mikið átak hjá föður Unnar að halda saman svo stórum barnahóp, en foreldrar Leifs sem bjuggu í sama húsi, á Hofteigi 14 í Reykjavík, hjálpuðu til við heim- ilishaldið uns núverandi sambýlis- kona Leifs, Ingibjörg Brynjólfsdótt- ir, kom á heimilið. Hún hefur alla tíð reynst hin besta stoð og stytta í öllum þeim erfiðleikum sem yfir heimilið hafa dunið. Unnur kynntist ung eftirlifandi eiginmanni sínum, Þórði Höskulds- syni. Þau eignuðust einn son, Leif Orra, sem nú sér á bak móður sinni Lokað Sjúkra- og slysatryggingadeildir Tryggingastofnunar ríkisins verða lokaðar eftir hádegi í dag, fimmtudaginn 3. mars, vegna jarðarfarar UNISIAR RAGNHILDAR LEIFSDÓTTUR. ijett til að verða Guðsbarn. Það skiftir öllu máli fyrir okkur hvort við erum Guðsböm eða ekki. Jeg veit það að Jesús Kristur elskaði Jón M. Benediktsson, og Hann gaf hon- um þessi Guðsbamaijettindi, sem Jón tók við kvöld eitt í ágústmán- uði, þegar hann var í ósigri fyrir sterkum dryklqum, og játaði syndir sínar fyrir Guði, og bað Hann um náð og fyrirgefningu. Jeg segi þetta ekki til að varpa rýrð á Jón, heldur til þess áð varpa ljósi yfir náð Guðs og miskunn. Við systkinin vorum að koma heim af móti, sem Hvíta- sunnusöfnuðurinn hafði í Kirkjulæk- jarkoti í Fljótshlíð. Með okkur voru gestir. Þegar við vorum nýkomin inn í íbúðina okkar, kom Jón M. Bene- diktsson inn í forstofuna. En hann gat þá ekki staðið lengur, og datt á gólfið. Guðrún systir mín fór þá inn í stofu og fór að búa þar um rúm handa honum. Því við töldum að í þessu ástandi færi bezt um hann í rúminu. En jeg fór að draga af honum fötin. Þegar hann var nú lagstur uppí rúmið kom Margijet systir mín niður til okkar, því hún aðeins 13 ára gamall. Samheldni þeirra Unnar og Þórðar var mikil og ávallt var gott að koma á heim- ili þeirra í Kambaseli 53. Það var oft glatt á hjalla hér áður fyrr er þær hittust allar sex systurn- ar með mönnum sínum og gaman var að fylgjast með þeim koma sér upp sínum eigin heimilum og framt- íðin virtist blasa við öllum hópnum. En þá var eins og skyndilega væri slökkt á öllum framtíðarvonum og hver systirin eftir aðra hefur verið kölluð á brott. Fyrst Árný, síðan Ásdís, Ásta og nú loks Unnur. Það er oft erfitt að skilja tilgang lífsins, en eitt er víst að minningin um samverustundirnar með þeim Unni, Tóta og Leifi Orra mun lifa meðal okkar sem kynntumst þeim. Ég vil að lokum þakka Unni fyrir samfylgdina og alla þá birtu og yl sem hún ávallt flutti með sér. Ég bið guð að styrkja ykkur, Tóti og Leifur Orri, í ykkar miklu sorg og aðstandendum sendi ég innile- gustu saniúðarkveðjur. Guðfinnur I dag kveðjum við Unni Ragnhildi Leifsdóttur, sem lést í Landspítalan- um hinn 21. febrúar sl., aðeins 29 ára gömul. Lát Unnar mun ekki hafa komið hennar nánustu á óvart, því oft og óvægilega hafði höggvið í sama knérunn sjúkdómur sá, er að lokum batt enda á líf hennar. Unnur var yngsta dóttir hjónanna Leifs Steinarssonar og Jónínu Steingrímsdóttur. Hún ólst upp í stórum systrahóp á heimili foreldra sinna á Hofteigi 14 í Reykjavík. Sjö ára gömul missti hún móður sína, en þá tók Ása Sigurðardóttir, föður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.