Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 „í draumi sérhvers manns .. Slim (Stefán Guðlaugsson), Whit (Vífill Valgeirsson), Curley (Ingólf- ur Jóhannsson) og Karlson (Finnlaugur Helgason). Georg (Leifur Guðmundsson) og Lenni (Hannes Örn Blandon). Leikhús Bolli Gústavsson í Laufási Freyvangsleikhúsið (Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroðinn). Mýs og menn: eftir John Steinbeck í þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Leikstjóri: Skóli Gautason. Aldrei hefur mannkynið dreymt stærri og bjartari drauma, en á tuttugustu öld, og aldrei lifað myrk- ari og óhugnanlegri martraðir. Við upphaf aldarinnar trúðu menn á frelsi, jafnrétti, frið og framfarir. Flest virtist benda til, að þess væri skammt að bíða, að mannkyninu auðnaðist að stofnsetja Paradís á jörðu. Svo mikil var bjartsýnin, að áhrifamiklir guðfræðingar og ýmsir leiðtogar kirkjunnar tóku undir þá hugmynd í nafni fijálslyndis, að maðurinn væri þess brátt umkom- inn að taka að sér hlutverk skapara og frelsara í ýmsum greinum. Þeir trúðu, að svo eindreginn og hraður væri vöxtur andlegs þroska mann- skepnunnar. En þó varð raunin sú, að skáldin, sem fæddust hér í álfu um síðustu aldamót, órtu ekki ein- tómar lofgjörðir um framsókn mannsins, þegar fram í sótti. Þau sem lifðu fram um miðja öldina höfðu þá mörg hver brotist í gegn- um myrkvið allra hugsanlegra þrenginga, séð frelsið fótum troðið, mannréttindi og mannslíf einskis virt. Þessir menn höfðu lifað tvær mestu styrjaldir mannkynssögunn- ar og orðið vitni að ægilegasta ósigri mannlegrar skjmsemi. Því var ekki að undra þótt íslenskt skáld, sem fann nádaun þessara válegu hildarleikja leggja að vitum sér hér úti á íslandi og kynntist þrælatökum kreppunnar miklu, liti drauminn tortryggnum augum: „í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum, sem bijóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró.“ Þannig hóf Steinn Steinarr ljóð sitt um blekkingu draumsins og jafnaldri hans vestur í Bandaríkjun- um, John Steinbeck (hann var sex árum eldri en Steinn og lifði tíu árum lengur), orti á líkan hátt um þennan brigðula draum í skáldverki sínu, Mýs og menn. Skáldsaga hans kom út árið 1937 og leikgerð henn- ar var frumsýnd í New York 17. nóvember sama ár. Þetta sígilda verk um lausamenn- ina og félagana, Georg og Lenna, býr yfir dularfullri, sterkri hiynj- andi; laðar þegar í upphafi fram tilfinningu um ljúfan, bamslegan draum, sem leiðir óhjákvæmilega til ófarnaðar. Af fágætri snilld tekst Steinbeck að halda jafnvægi á við- sjálum mörkum mikillar við- kvæmni. Og þeirrar ósviknu listar fáum við Islendingar notið til fulls vegna íslenskrar þýðingar Olafs Jóhanns Sigurðssonar, sem er gædd því djúpa skáldlega innsæi og mót- uð af þeirri strangheiðarlegu ná- kvæmni, sem einkenna öll verk þess mikilhæfa rithöfundar. Það er gott til þess að vita, að áhugamannaleikfélag í íslenskri sveit skuli sýna þann metnað, að takast á við þetta sígilda verk. Og raunar er það þeim mun gleðilegra, að það mun vekja athygli fólks á bókum höfundar, sem hefur flestum betur ijallað um ískyggilegt vanda- mál, er einmitt ógnar nú íslenskri menningu og sjálfstæði þjóðarinn- ar. Áhrifamestu verk Steinbecks fjalla um einhveija ægilegustu land- búnaðarkreppu, sem sögur fara af. Á fjórða áratugi þessarar aldar flosnuðu tug- og hundruð þúsundir bænda í Bandaríkjunum upp af jörðum sínum og komust á vonar- völ. Bankar og lánastofnanir, er ýmist áttu jarðir hinna smærri bænda eða höfðu veð í þeim, gengu að ábúendum og báru þá út, og tóku landið til stórrekstrar með vélaafli. Best lýsir Steinbeck þess- ari óöld í skáldsögunni Þrúgum reiðinnar. En þeir gæfusnauðu lausamenn, Georg og Lenni, í leik- ritinu, sem hér er um fjallað, eru einnig fómarlömb þessarar upp- lausnar. Gætum að því, að um þess- ar mundir þýðir lítið fyrir unga menn á Islandi að eiga þann sama draum um jarðarskika og þeir, þeg- ar meirihluti þjóðarinnar er kominn í vitfirringslegan „búðarleik" á suð- vesturhomi landsins. Og þeir, sem leika sér að fjármagninu og valda óheilbrigðri þenslu, vinna markvisst að því, að bændur og búalið flosni upp af jörðum sínum víða um land og haldi til þeirrar íslensku Kali- fomíu, þar sem „kringla" viðskipt- anna snýst og snýst og glýja þessa tryllingslega búðarleiks villir mönn- um sýn. Á meðan eru jarðirnar keyptar hver á fætur annarri af nýríkum viðskiptajöfrum, sem hafa gaman af veiðum og útreiðartúmm á sunnudögum, þegar vel viðrar. En saga staðanna sekkur í jörð með yfirgefnum mannvirkjum og orð Halldórs Laxness um „akademíu íslenskra sveita“ er einskis virt. Öll viðleitni eins og sú, sem áhugamannaleikhúsið í Önguls- staðahreppi sýnir nú, er þakkarefni og er máttugt andóf gegn þeirri þjóðfélagsupplausn, sem íslending- ar stríða við. Þar hefur fólk unnið í tómstundum sínum af eldlegum áhuga og metnaði og árangurinn er í samræmi við það. Hér getur að líta vönduð vinnubrögð. Leik- stjórinn, Skúli Gautason, hefur stillt saman hóp fólks, sem er misjafn- lega sviðsvant, og styrkur sýningar- innar felst í réttu vali í flest hlut- verk. Skúli er ungur maður, leiklist- armenntaður, og hefur augljósan skilning á þessu vandasama við- fangsefni, gildi þess og vandmeð- förnum blæbrigðum. Hann hefur greinilega lagt áherslu á skýra framsögn og einnig tekið mið af endurskoðun Ólafs Jóhanns á sög- unni í annarri útgáfu, sem út kom 1984. Sviðið er hugvitssamlega notað og leikmyndir vandaðar. Þeir Leifur Guðmundsson og Hannes Örn Blan- don, í hlutverkum þeirra Georgs og Lenna, sýna báðir leik, sem hvert atvinnuleikhús gæti verið fullsæmt af. Hannes Örn nær tökum á þess- um stórvaxna og fíleflda óvita þeg- ar í upphafí og heldur þeim allt til enda. Hann ofleikur hvergi, en „int- elligens" eða greind tekst honum að þurrka gjörsamlega af ásjónu sinni. Svipbrigði, framsögn og hreyfingar eru svo átakanlega mót- uð af heftum þroska, að ekki verð- ur betur gert og víst er það vitnis- burður um snjallan listamann. Leif- ur Guðmundsson er ekki óreyndur á sviði og hefur fyrr sýnt athyglis- verðan leik. Hann skilur hlutverk Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúason Kandidatar tilbúnir að taka við skírteinum sínum. 66 luku prófum við Háskóla Islands í LOK haustmisseris luku eftir- taldir 66 kandídatar prófum við Háskóla íslands. Afhending prófskírteina fór fram í Há- skólabíói sl. laugardag. BS-próf í hjúkrunarfræði (3) Áslaug N. Ingvadóttir Hulda S. Þórðardóttir Jenný Inga Eiðsdóttir BS-próf í sjúkraþjálfun (1) Bryndís Erlingsdóttir Embættispróf í lögfræði Jóhannes A. Sævarsson Sigurður Smári Hilmarsson Steinunn H. Guðbjartsdóttir Tómas Jónsson Kandídatspróf í viðskiptafræð- um (10) Auður Guðjónsdóttir Baldvin Valdemarsson Björg M. Ólafsdóttir Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Dr. Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor afhendir skírteini. Hannes H. Richardsson Jóhannes S. Rúnarsson Óli Ágúst Þorsteinsson Sigurlaug Hilmarsdóttir Þorsteinn Ól. Þorsteinsson Þórir Hvanndal Ólafsson Willum Þór Þórsson Heimspekideild (14) Kandídatspróf í íslenskri mál- fræði (1) Guðvarður Már Gunnlaugsson Kandídatspróf í sagnfræði (1) Heiðar Skúlason BA-próf í heimspekideild (11) Ami Finnsson Gunnar Jónsson Halldóra S. Sigurðardóttir Huld Konráðsdóttir Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir Jón Ólafur ísberg Lára Ágústa Ólafsdóttir Oddur Sigurður Jakobsson Ragnheiður B. Linnet Sigríður St. Stephensen Þórhildur Lárusdóttir Próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta (1) Torill Johanne Strom Raunvísindadeild (23) BS-próf í stærðfræði Kristján S. Sigtryggsson BS-próf i tölvunarfræði (6) Björn Hilmarsson Hjörtur Grétarsson Hrefna Bjarnadóttir Ingibjörg Jónasdóttir Lúðvík M. Ólafsson Bveinn Baldursson BS-próf i eðlisfræði (2) Kári Indriðason Kjartan Pierre Emilsson BS-próf i jarðeðlisfræði (1) Sigvaldi Thordarson BS-próf í matvælafræði (2) Sólveig Ingólfsdóttir Þórunn Snorradóttir BS-próf í líffræði (5) Agnar Steinarsson Lárus Þór Kristjánsson Margrét Lilja Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.