Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 43
I- Dalvík: Hraðskákmót Sparisjóðs Svarfdæla HRAÐSKÁKMÓT Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík 1988 verður haldið í Víkurröst á Dalvík laug- ardaginn 12. mars nk. og hefst kl. 14. Tefldar verða 13 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartími er 5 mínútur. Heildarupphæð verð- launa er 40.000 krónur og skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 12.000, 2. verðlaun kr. 10.000, 3. verðlaun kr. 8.000, 4. verðlaun kr. 6.000 og 5. verðlaun kr. 4.000. Mótið er opið öllum sem hafa 1700 skákstig og þar yfir. Þátttökutilkynningar óskast sendar til Ingimars Jónssonar, skrifstofu Dalvíkurbæjar. Leiðrétting MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi leiðrétting frá Landsvirkjun: „í greinargerð Landsvirkjunar um rafmagnsverð, dags. 26. þ.m., var tafla, sem sýndi gjaldskrár- hækkanir nokkurra opinberra fyrir- tækja og stofnana 1984—1987. FVrir mistök, sem Landsvirkjun biðst velvirðingar á, voru gjald- skrárhækkanir hjá Pósti og síma á árinu 1983 taldar með hækkunum stofnunarinnar á framangreindu tímabili. Hið rétta er að póstburðar- gjöld hækkuðu um 80,8% 1984— 1987 og símagjöld um 32,6% á sama tímabili. Meðalhækkun á gjaldskrám þeirra opinberu fyrir- tækja og stofnana, sem fyrrnefnd tafla tók til nam að teknu tilliti til þessara leiðréttinga alls 88,4% á árunum 1984—1987 á meðan gjald- skrá Landsvirkjunar hækkaði um 57,6%.“ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ1988 ,43 BREYTINGAR Á UMFERÐARLÖGUM Hvað er veghaldari? — Sums staðar í nýju umferðar- lögunum er fjallað utn „veghald- ara“. Hver er skilgreiningin á örð- inu? Svar: Með orðinu veghaldari í nýju umferðarlögunum er átt við þann aðila, sem hefur umsjón með vegi á hveijum stað. Merking orðsins er sú sama og í gömlu umferðarlögunum. í Reykjavík væru það borgaryfirvöld, í bæjum bæjaryfirvöld og á þjóðvegum vegamálastjóri. Bílbelti í gömlum bílum — Eru ákvæði um það í nýju lögunum að eldri tegundir bíla þurfi að útbúa með öryggisbelt- um? Samkvæmt gömlu lögunum þurftu bílar eldri en árg. 1969 ekki að vera útbúnir öryggisbelt- um. Svar: í gömlu umferðarlögun- um segir m.a. í 5. gr.: „í fólks- bifreiðum, sem flytja mega 8 far- þega eða færri, og vörubifreiðum, sem skráðar eru fyrir 1.000 kg farm (sendibifreiðum) og skráðar eru í fyrsta sinn eftir 1. janúar 1969, skulu vera öryggisbelti fyr- ir ökumann og farþega í fram- sæti. Ákvæði gildir frá sama tíma um allar kennslubifreiðir og bif- reiðir, sem leigðar eru án öku- manns." í nýju lögunum segir í 1. mgr. 71. gr.: „Hver sá, sem situr í fram- sæti bifreiðar, sem búin er örygg- isbelti, skal nota það.“ Síðan eru taldar upp undanþágureglur. Svo er að sjá að tilgangi ákvæð- anna í gömlu lögunum hafi verið náð og ekki reynist því nauðsyn- legt að viðhalda því í nýjum lög- um. Allar bifreiðir eldri en árg. 1969 sem um er getið í gömlu lögunum, ættu að vera búnar ör- yggibeltum og er gengið út frá því sem vísu að svo sé. Einungis er gert ráð fyrir að notuð verði öryggisbelti þar sem þau eru til staðar. Hins vegar eru engin ákvæði um að öðrum en kveðið er á um verði bannað að nota öryggjsbelti. Farþegar í aftursæt- um bifreiða, sem búnar eru örygg- isbeltum fyrir þá, ættu einmitt að notfæra sér útbúnaðinn, sjálf- um sér og öðrum í bifreiðinni til öryggis. Harðar aðgerðir? — Ætlar lögreglan að vera með harðar aðgerðir nú á tímamótum gamalla og nýrra umferðarlaga? Svar: Eitt af hlutverkum lög- reglunnar er að framfylgja lögun- um, sjá um að þau séu virt og eftir þeim farið. Lögreglan mun ekki bréyta út af þessari starfs- reglu hvað þessi tímamót varðar. Ein af vinnureglum lögreglunnar hefur verið sú að eiga jafnan sem best samstarf við fólk á sem flest- um sviðum. Ný umferðarlög gefa fólki til- efni til umhugsunar um málefni umferðarinnar og ætti það að verða metnaður hvers og eins að tileinka sér innihald laganna og haga sér síðan í samræmi við þær reglur, sem í þeim er kveðið á um. Það ætti að verða sameiginlegt áhugamál allra landsmanna. Lögreglan mun leggja sitt af mörkum til þess að framkvæmd laganna nái sem best fram að ganga. Hún mun leiðbeina fólki þegar það á við, veita áminningar ef hún telur og ástæður gefa til- efni til eða kæra einstök brot. Lögreglan mun fylgjast náið með umferðinni og haga vinnu sinni samkvæmt verkefnaáætlun um- ferðarmálefna, sem þegar hefur verið samin fyrir marsmánuð. Ökutæki lagt — Hvenær er talið að ökutæki hafí verið lagt samkvæmt skil- greiningu nýju umferðarlaganna? Svar: i 2. grein laganna er fjall- að um skilgreiningu á orðinu lagn- ing ökutækis, en þar segir: „Staða ökutækis, með eða án ökumanns, lengur en þarf að hleypa far- þegum inn eða út, lesta það eða losa.“ Hver fær sektina? — Ef farþegi í framsæti fólks- bifreiðar vill ekki spenna bílbeltið og lögreglan stöðvar síðan bifreið- ina. Hvor fær sektina, ökumaður- inn eða farþeginn? Svar: Samkvæmt upplýsingum starfsmanna dómsmálaráðuneyt- isins verður farþeginn krafinn greiðslu sektar. Ef farþegi í fram- sæti leigubifreiðar væri staðinn að því að vera beltislaus yrði hann krafínn um greiðsluna, en ekki leigubílstjórinn. Það skal tekið fram að það spennir enginn ör- yggisbelti fyrir lögregluna. Hann spennir öryggisbeltið fyrst og fremst sjálfum sér til handa. — Ég varð fyrir því á tveggja akreina götu að mörgum bifhjól- um var ekið á undan mér á báðum akreinum, þannig að ökumenpim- ir héldu umferðinni fyrir aftan sig. Er á einhvern hátt komið í veg fyrir þann möguleika í nýju umferðarlögunum? Svar: 1. mgr. 41. greinar nýju umferðarlaganna hljóðar svo: „Bifhjóli má eigi aka samhliða öðru ökutæki." Engar undanþág- ur eru frá ákvæðinu í lögunum sjálfum. Þetta ákvæði ætti að koma í veg fyrir framangreindan akstursmáta, enda er ekki að sjá hvaða tilgangi hann ætti að þjóna. Að draga kerru — Mætti ég draga t.d. snjó- sleðakerru aftan í tjaldvagni ef hvort um sig er ekki breiðari en dráttartækið? Svar: Það fer eftir því hvert dráttartækið er. í 62. gr. nýju umferðarlaganna er kveðið á um tengingu og drátt ökutækja. Þar segir m.a.: „Við bifreið, torfæru-' tæki og reiðhjól má tengja einn eftirvagn eða tengitæki. Við dráttarvél og vinnuyél má tengja tvo eftirvagna eða einn eftirvagn og eitt tengitæki. Við bifhjól og létt bifhjól má eigi tengja eftirvagn eða tengi-- tæki.“ Eftirvagn er skilgreindur sem: „Okutæki, sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða vöruflutninga.“ Tengitæki er skilgreint semí „Ökutæki, sem hannað er til að vera dregið af öðru ökutæki og er ekki eftirvagn. Ennfremur hjól- hýsi og tjaldvagn." Kynning á nýju lögunum — Ætlar lögreglan að standa að frekari kynningu á nýju um- ferðarlögunum, t.d. hjá einstökum félagasamtökum eða hópum manna? Svar: Lögreglan hefur talið sjálfsagt að kynna fólki þá hlið nýju umferðarlaganna, sem lítur beinlínis að löggæslunni. Til þess hefur hún nýtt þau tækifæri, sem. hafa boðist. Hins vegar er og verð- ur bein fræðsla í einstökum ákvæðum laganna aðallega í höndum Umferðarráðs og Þjóð- arátaksnefndar í umferðarmálum. Lögreglunni er kunnugt um að mikil vinna hafi verið lögð í undir- búning þessarar fræðslu og er hún þegar farin að skila sér. Undir- búningurinn hefur beinst að langtímamarkmiði í þessum mál- um og hefur því verið tímafrekur. Lögreglan mun vinna mjög náið með tilgreindum aðilum og'' hefúr skapast ákveðin samstaða um hvemig að málum skuli staðið. Lögreglan hefur þegar fundað með nokkram félagasamtökum um efnisinnihald nýju umferðar- laganna og hefur henni verið mjög vel tekið. Fólk er áhugasamt og gefur það ákveðnar vonir. Upplýsingasími lögreglunnar varðandi nýju umferðarlögin er 623635 og er svarað í símann á milli kl. 14.00 og 16.00 alla virka daga fram að mánaðamótum. TEPPALANDS Hin árlega útsala Teppalands hefst á Nú er einstakt tækifæri því verslunin grásteinn og skífur, parket, parket- iaugardaginn. Það hefur aldrei verið er full af útsölu-golfefnum, s.s. gólf- afgangar, gólfkorkur og veggdúkur. eins auðvelt að gera eins góð kaup á teppum, stökum teppum, mottum, gólfefnum á stórlækkuðu verði. Við höfum lækkað verðið um allt að 50% - það munar um minna. dreglum, bútum, teppaafgöngum, gúmmímottum, gólfdúk og gólfdúkar- bútum. Einnig fyrsta flokks flísar, Það vilja allir spara - nú er tækífærið. Opið frá kl- 10:00 «-14:00 laugardag. Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577 og 83430, Rvík. 4' “ ** -■ - ______________.... • . AUMA - Auglýs. & mi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.