Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 55 úo . C3Q Utvegsbanki Islandshf 127 sáttmálar Evrópuráðsins; Mannréttíndasátttnál- Þarsem ÍG & ÞJONUSTA iara saman Byggt yfir Gretti SH í Stykkishólmi Tékkareikningur. BETRI TÉKKAREIKNINGUR í NÝJUM BÚNINGI! Tékkareikningur Útvegsbankans hefur tekiö stakkaskiptum. Tékkheftin eru komin í nýjan búning og settar hafa verið nýjar reglur er varða yfirdráttarheimild, tekjulán og sparnaðarsamkomulag. Þetta' eru breytingar til batnaðar sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. Kynntu þér þessar breytingar á næsta afgreiðslustað bankans. inn er mikilvægastur — segir Ragnhildur Helgadóttir Frá því að Evrópuráðið var stofnað 1949 og til þess dags hafa verið gerðir 127 sáttmálar til stuðnings á sviði mannréttinda, menn- ingar og velferðar, sagði Ragnhildur Helgadóttir (S/Rvk) í umræðu um utanríkismál á Alþingi. Mikilvægastur er mannréttindasáttmálinn sem undirritaður var 1950. Aðrir sáttmálar Evrópuráðsins fjalla m.a. um félagslegt öryggi, menningu, náttúruvemd, vemd gamalla mannvirkja, brottvísun úr landi, lækningar, jafngildi prófa og skírteina, ættleiðingar, varnir gegn hryðjuverkum, réttindi farand- verkafólks og framsal fanga. Meðal nýrra sáttmála má nefna sátt- mála um vemd einstaklinga gegn sjálfvirkri dreifingu persónuupp- lýsinga, um bætur til fórnarlamba ofbeldisglæpa — og loks sáttmála gegn pyndingum. „Eg leyfir mér að óska eftir því að útanríkisráðherra gefi Alþingi, fljótlega, yfíriit um þá sáttmála, sem við Islendingar erum ekki aðil- ar að og í þeim tilvikum sem svo er, þá hvers vegna að svo er ekki, sagði Ragnhildur efnislega. Auk sáttmála um mál er hafa mikil áhrif á mannlega aðbúð og mannleg samskipti helgar Evrópu- ráðið hvert starfsár sérstöku verk- efni. Síðasta starfsár var helgað stijálbýli. Árið í ár er helgað átaki til samstarfs norðurs og suðurs. Ragnhildur vék og sérstaklega að verkefnum og samþykktum þinga Evrópuráðsins. Hún minnti á tillögu sem Kjartan Jóhannsson (A/Rn) hafí átt nokkurt frumkvæði að — og samþykkt var í október- mánuði sl. Þar er skorað á lönd sem eiga aðild að Evrópubandalaginu og EFTA, að vinna að ftjálsri verzl- un með fiskafurðir, og þá sérstak- lega að veitt verði sömu viðskipta- fríðindi í sambandi við unninn físk eins og gert er við aðrar iðnaðaraf- urðir. „Þetta er dæmi um það hvemig nota má þennan vettvang beinlínis til þess að undirbúa stöðu okkar og styrkja, eins og hún þarf að vera sterk þegar að því kemur að við stöndum hugsanlega and- spænis því að innri markaði Evrópu- bandalagsins hefur verið komið á og Norðmenn og Svíar em hugsan- lega orðnir aðilar“, sagði þingrnað- urinn. Ragnhildur Helgadóttir Þingmaðurinn sagði hinsvegar að það væri „afar óheppilegt og óviðfelldið að nefna í sömu and- ránni að á móti geti komið mögu- leikar annarra til þess að taka að sér vamir íslands . . . Þetta eru óskyldir hlutir sem er bæði órökrétt og óviðfeldið að blanda saman . . . Eg vona bara að sem fæstir hafí tekið eftir þessum ummælum hæst- virts fjármálaráðherra ..." n 1 TÉKKAREIKNINGUR *Eigir þú bankakort - átt þú kost á yfirdráttarheimild á tékkareikningi þínum, allt að kr. 30.000 þú greiðir ekkert aukagjald fyrir heimildina einungis vexti af upphæðinni sem þú færð að láni. *Tekjulán færðu eftir samfelld viðskipti við bankann í 3 mánuði allt að kr. 150.000.- Lánshlutfallið eykst að sjálfsögðu í hlutfalli við viðskipti þín við bankann og meðalveltu hverju sinni. *Sparnaðarsamkomulagið er ekki bindandi. Þú getur byrjað og hætt hvenær sem þú óskar. Kynntu þér þessar breytingar, sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. FÁÐU ÞÉR BÆKLING Á NÆSTA AFGREIÐSLUSTAÐ ÚTVEGSBANKANS. Stykkishólmi. NÝLEGA hefir Skipasmíðastöðin Skipavík hf., Stykkishólmi, lokið við að byggja yfir mb. Gretti SH-104 Stykkishólmi. Einnig var gert við skemmdir af völdum sjó- tjóna, svo nú er báturinn orðinn hinn ákjósanlegasti til veiða og fer senn í sína fyrstu veiðiferð, á net. Byggingin hefir staðið yfir frá áramótum. Páll Guðmundsson skipstjóri seg- ir að þessi yfírbygging gefi bátun- um mikið gildi auk þess sem öll vinna á dekki verði auðveldari. Páll telur einnig að þetta verði bátnum til mikilla bóta enda svo komið að nú er keppst við að koma yfírbyggingu á sem flesta báta yfír 100 lesta. Þá má geta þess að þetta verk- efni hefir fært Skipavík og starfs- liði talsverða vinnu og er mikil nauðsyn þess að sú aðstaða sem Morgunblaðið/Árni Helgason Hér er verið að leggja síðustu hönd á verkið í Skipavik. hér hefír verið byggð upp sé nýtt haldi áfram að búa úti á landi. sem best. Með því að vinna verk- Um framtíðarverkefni Skipavik- efni í sínu byggðarlagi er verið að ur er ekki enn ljóst, en vonandi treysta byggðina og það að menn blessast það allt. — Árni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.