Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 íném FOLK ■ SÆVAR Bjarnason, mark- vörður í KR í knattspymu, gengur í dag frá félagaskiptum í FH. „Það er samkeppni um stöður í FH eins og í KR, en markverðirnir eru ekki eins margir,“ sagði Sævar við Morgvnblaðið í gærkvöldi. Sævar er fimmti leikmaðurinn, sem gengið hefur til liðs við FH í vetur, en hin- ir eru Björn Jónsson frá Skallagrími, Ingi Björn Alberts- son og Ólafur Jóhannesson frá Val og Þórhallur Víkingsson frá Fram. FH-ingar skiptu um stjóm í vetur og að sögn Þóris Jónsson- ar, formanns knattspymudeildar- innar, verður stefnt á að endur- heimta sætið í 1. deild í sumar. ■ FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir -Landsýnskipu- leggur æfinga- og keppnisferðir til útlanda fyrir knattspymulið og er ekki hægt að segja annað en áhugi félaganna sé mikill. Fyrir og um páskana fara 11 knattspymulið á vegum ferðaskrifstofunnar til Holl- ands, Belgíu eða Bretlandseyja. Þau eru Þór, Leiftur, FH, Reynir, Víðir, ÍK, Tindastóll, Magni, Grindavík, Sindri og Stjarnan. I VIKTOR Tikhonov landsliðs- þjálfari Sovétríkjanna í ísknattleik bauðst til að segja af sér eftir Ólympíuleikana í Calgary. í des- ember í fyrra hafnaði sovéska landsliðið í 2. sæti í Izvestia-mót- inu og eftir mikla gagnrýni bauðst Tikhonov til að segja af sér að Ólympíuleikunum loknum. Sovét- menn náðu svo mjög góðum ámgri í Calgary og því munu forráða- menn íþróttamála í Sovétríkjunum ætla að hafna uppsögn Tikhonov. Sovéska landsliðið hefur náð mjög góðum árangri undir stjóm Ti- konov, hlotið gullverðlaun á tveim- ur Ólympíuleikum af þremur, sigrað í 6 af 8 heimsmeistaramótum og öllum Evrópumótum, sem sovéska liðið hefur tekið þátt í undir stjóm Tikhonovs. ■ RÉTTARHÖLDIN yfir 25 Englendingum sem handteknir voru eftir harmleikinn á Heysel leik- vanginum í Briissel, heQast 18. apríl. Þeir eru ákærðir fyrir morð og búist er við löngum réttarhöld- um. Englendingamir eru nú allir nema einn komnir heim til Liverpo- ol gegn 140.000 kr. tryggingu. Einn situr enn í fangelsinu í BrUss- el og bíður eftir því að fjölskyldu hans takist að safna saman fé fyrir tryggingunni- ■ PORTSMOUTH sleppur að öllum líkindum við gjaldþrot. Liðið skuldaði miljón pund, þar af 660.000 pund í skatta. Liðið hefur síðan borgað rúm 300.000 pund og lögfræðingur félagsins, Martin Polden sagði að fjárhagsvandræði liðsins hefðu verið leyst og liðið ætti ekki lengur á hættu að vera tekið til gjaldþrotaskipta. ■ ÞRJÁR þjóðir hafa sótt um að fá að halda Heimeistarakeppnina í knattspymu 1994. Það eru Bandaríkin, Brasilía og Marokkó. Endanleg ákvörðun verður tekin á fundi FIFA 4. júlí. Brasilíumenn eru ekki ánægðir með ákvörðun FIFA að tilkynna niðurstöðuna á þessu degi. „Þetta er þjóðhátíðar- dagur Bandarikjanna og því finnst okkur líklegt að Bandaríkin verði fyrir valinu," sagðiOctavio Pinto forseti brasilska knattspymusam- bandsins. ■ TERRY Venables, fram- kvæmdastjóri Tottenham, hefur verið orðaður við landslið Wales í knattspymu. Hann hefur áhuga á því og hefur beðið Tottenham um leyfí til að taka við welska landslið- inu. Stjóm welska knattspymusam- bandsins hefur ákveðið að skrifa bréf til Tottenham og spyija hvort Venables sé fáanlegur til að taka að sér liðið. Árslaun landsliðsþjálf- ara Wales eru um 12.000 pund, eða um 750.000 ísl. kr. KNATTSPYRNA / OLYMPIULANDSLIÐIÐ Ólympíuliðið mætir Spörtu og Haarlem f Hollandi Fer í átta daga æfingaferð til Hollands 11. þessa mánaðar ÓLYMPÍULANDSUÐIÐ í knattspyrnu fer í átta daga æfingaferð til Hollands föstu- daginn 11. þesa mánaðar til undirbúnings fyrir ieikina fjóra í undankeppni Ólympíu- leikanna í vor. Liðið spilar þijá æfingaleiki í ferðinni, auk þess að æfa. Leikið verður við sterkt áhuga- mannalið 13. mars, og síðan við úrvalsdeildarliðin Spörtu Rotter- dam 15. mars og Haarleem 17. mars. Átján leikmanna hópur fer til Hollands og verða leikmenn valdir um helgina. ísland á eftir tjóra leiki í undan- keppni Ólympíuleikanna. Fyrsta mætir íslenska liðið Hollandi 27. apríl og síðan Austur-Þýskalandi 30. apríl. Báðir þessir leikir eru ytra, en í lok maí verða tveir leik- ir hér heima — gegn Ítalíu og Portúgal. Held „njósnarí' í Groningen Hollendingar mæta ítölum í Gron- ingen í Ólympíuriðlinum 9. þessa mánaðar. Siegfried Held, lands- liðsþjáifari, verður þar á meðal áhorfenda og hittir síðan íslenska hópinn þegar hann kemur út. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Morgunblaðið/Sverrir Axel Björnsson er ekkert sérlega glaðlegur á svip, enda staddur í miðri vöm FH. Gunnar Beinteinsson og Guðmundur Guðmundsson fylgjast með. Skúli hetja Stjömunnar Skúli Gunnsteinsson var hetja Stjömunnar sem hreppti bæði stigin úr viðureigninni við IR. Skúli skoraði sigurmark Garðbæinga þegar aðeins sextán sekúndur vom til Frosti leikslok og Breið- Eiásson hyltingar þurftu því skrífar bíta í það súra epli að tapa sínum sjöunda leik í röð. A síðustu mín. leiksins skipuðust veður í lofti. Hermundi Sigmunds- syni var sýnt rauða spjaldið við sína þriðju brottvísun í tvær mínútur og meira bar á gloppum í vöm Stjöm- unnar eftir það. IR náði að jafna tveimur mínútum fyrir leikslok, 24:24, og lokamínútumar vom æsi- spennandi. Einar Einarsson kom Stjömunni yfir 25:24 og Ólafur Gylfason jafnaði. Það var síðan Skúli skoraði sigurmarkið af línu eins og áður sagði. Homamennirnir, Matthías og Frosti vom bestu leikmenn ÍR ásamt Hrafni í markinu. Gylfi Birgisson og Einar Einarsson vom mjög ógnandi í sókn Stjörn- unnar og Hafsteinn Bragason gerði laglega hluti í hörninu. ÍR - Stjaman 25 : 26 íþróttahúsið í Seljaskóla 2. mars 1988. íslandsmótið I handknattleik, 1. deild karla. Gangur leiksins: 2:2, 4:8, 7:11, 10:12, 12:16, 16:21, 19:22, 24:24, 25:26, 25:26. Mörk ÍR: Orrí Bollason 8/3, Matthfas Matthfasson og Ólafur Gylfason 5, Frosti Guðlaugsson 4, Guðmundur Þórðarsson 2, Finnur JChannsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 10. Utan vallar: 2 mfnútur Mörk Stjömunn- ar. Gylfi Birgisson 8/3, Einar Einarsson 5, Skúli Gunnsteinsson og Hafsteinn Bragason 4, Hermundur Sigmundsson 3, Siguijón Guðmundsson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur óskarsson 10. Utan valiar: 6 minútur. FH sigraði á úthaldinu FH-INGAR unnu öruggan sigur yfir KA í gær t íþróttahúsinu í Hafnarfirði, 31:22. Leikurinn var þó mjög jafn framan af og íleikhléi varjafnt, 14:14. FH- ingar fóru svo á kostum í síðari hálfleik og þegar upp var stað- ið var munurinn níu mörk. m Ileikhlé var allt útlit fyrir spenn- andi leik. Staðan var þá 14:14 og KA hafði náð að vinna upp fjög- urra marka forskot FH. Síðasta mark fyrri hálfleiks Logi B. skoraði Eggert Eiðsson Tryggvason úr skrífar aukakasti þegar leiktími var liðinn. En spennan sem menn bjuggust við í síðari hálfleik lét standa á sér. FH-ingar byijuðu vel og náðu strax þriggja marka forskoti og um miðj- an síðari hálfleik var munurinn sex mörk. KA tókst að minnka muninn í fjögur mörk, en á síðustu mínútun- um skoruðu FH-ingar sjö mörk gegn aðeins tveimur mörkum norð- anmanna og sigurinn öruggur. Þessi leikur verður líklega ekki tal- inn með betri leikjum FH. Vörnin var opin og sóknarleikurinn á köfl- um fálmkenndur. En vel útfærð hraðaupphlaup FH-inga voru ljósi punkturinn í leiknum, enda þeirra sérgrein. Héðinn Gilsson og Þorgils Óttar Mathiesen áttu báðir góðan leik og Bergsveinn Bergsveinsson varði vel. Erlingur Kristjánsson var allt í öllu í liði KA og skoraði helming marka liðsins. Axel Björnsson átti góða spretti og Brynjar Kvaran varði á • köflum ágætlega. Staða FH-inga í deildinni er nú mjög björt. Liðið hefur þriggja stiga forskot, en hefur að vísu leikið ein- um leik fleira en Valur. Útlitið er hinsvegar ekki alveg jafn bjart hjá KA og liðið verður að taka sig á til að geta verið öruggt með sæti sitt í 1. deild. ■ Staðan/69. FH-KA 31 : 22 íþróttahúsið í Hafnarfirði, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, miðvikudag- inn 2. mars 1988. Gangur leiksins: 1:0, 4:1, 6:4, 8:7, 13:11, 13:13, 14:14, 15:15, 17:17, 19:17, 22:17, 24:18, 24:20, 31:22. Mörk FH: Héðinn Gilsson 8, Óskar Ármannsson 7/3, Þorgils óttar Mathie- sen 6, Guðjón Árnason 4/3, Gunnar Beinteinsson 3 og Einar Hjaltason 3. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 13/1. Sverrir Kristjánsson 2. Utan vallan 8 mínútur. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 11/3, Axel Bjömsson 3, Pétur Bjamason 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Eggert Tryggvason 2 og Friðjón Jónsson 2. Varin skot: Brynjar Kvaran 10. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Sigurður Baldursson og Bjöm Johannsson og dæmdu sæmi- lega. Áhorfendur: 650. Muggur látinn Leikmenn FH og KA minntust í gær- kvöldi Guðmundar (Muggs) Jónsson- ar, sem lést í fyrradag á fímmtugusta og þriðja aldursári. Einnar mínútu þögn var í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði fyrir leik FH og KA og léku leikmenn FH með sorgarbönd. Guðmundur var ætíð einlægur FH-ingur ojr átti fast sæti á varamannabekk FH-liðsins Guðmundur Jónsson um árabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.