Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 19
en ekki orsök. Og bandalagsfyrir- komulagið er líklegra til þess að tryggja öruggan og skipulegan samningsvettvang um afvopnun og minnkun spennu heldur en bandalagsleysið og sú óvissa sem því fylgdi. Upplausn bandalaganna er því ekki raunhæfur undanfari árang- urs við að bæta ástand heimsmála, en hugsanlega afleiðing. Og heldur vil ég viðhalda bandalögunum ára- tug lengur en nauðsyn kynni að krefja, en að stefna að ótímabærri upplausn þeirra. Eg vék að þeirri alkunnu stað- reynd hér áður, að tortryggnin væri frumrót vígbúnaðar .og þess kapphlaups, sem þar ríkir. Ég sagði líka að samningar um af- vopnun væru tæki til þess að auka samskipti ríkjanna og draga þann- ig úr tortryggninni. Hin hlið þessa máls er sú að eðlilegum samskipt- um og gagnkvæmu trausti verður ekki komið á nema almenn mann- réttindi séu fyllilega virt og landa- mæri ekki gerð að óyfírstíganleg- um þröskuldi. Þetta verða leiðtogar Austur- Evrópuþjóða og þó einkum Sov- étríkjanna að láta sér skiljast. Það má ekki gleyrttast að þessi ríki tóku á sig ótvíræðar skuldbinding- ar í mannréttindamálum í Helsinki- sáttmálanum. Þeir samningar eiga ekki að vera orðin tóm. Sá hluti sáttmálans er ekki síður mikilvæg- ur en aðrir hlutar hans. Svo lengi sem hann er ekki virtur, svo lengi sem mannréttindi eru fótum troðin næst ekki gagnkvæmt traust. Svo lengi sem lönd eru lokuð inngöngu eða útgöngu, svo lengi sem ferða- og flutningsfrelsi er ekki virt, næst ekki það traust landa á milli, sem er undirstaða varanlegs frið- ar. Þennan sannleika mættu leið- togar Islands og sendiboðar oftar reiða fram. Rödd íslands.um mann- réttindamál er ekki síður áheyrslu- verð en annarra j)jóða sem eru stærri og öflugri. Eg held reyndar að einmitt í þessu máli sé ekki síður heldur frekar hlustað á íslendinga en ýmsar aðrar þjóðir. Því beini ég því til utanríkisráðherra að hann hyggi sérlega að mannréttindamál- um og hlutverki þeirra í auknu trausti milli austurs pg vesturs og hlutverki og skyldu íslendinga við að koma þeim sjónarmiðum sterk- lega á framfæri. Öryggismálunum höfum við skipað með farsælum hætti með aðild okkar að NATO og samning- um við Bandaríkin um dvöl varn- ar- og eftirlitssveitar hér á landi. Þessi skipan hefur gefíst vel. Ekk- ert bendir til að því verði betur komið með öðrum hætti, en við eigum að leggja rækt við hlut okk- ar í NATO, og leggja okkar lóð á vogarskálamar til þess að starf- semi NATO treysti öryggi okkar heimshluta og stuðla að afvopnun og slökun spennu, skref fyrir skref. Málefni Evrópu og samskipti okkar við hana eru hins vegar af efnahagslegum og viðskiptalegum toga. Þau verður að nálgast í sam- ræmi við það. Ég tel brýnt að ís- land móti skýra stefnu í málefnum Evrópu og samskiptum sínum við EB. Ég hef reifað þá meginþætti sem ég tel að þessi stefnumörkun eigi að fela í sér og bent á nauð- syn þess að koma á fót nefnd til að vinna að athugunum og skýrslu- gerð um þessi mál. Ég legg áherslu á að íslenskir stjómmálamenn og stjórnmála- flokkar sameinist um þessa stefnu- mótun gagnvart Evrópu og Evr- ópubandalaginu. Við skulum halda á þessum málum af reisn, en jafn- framt þurfum við að sýna snerpu, því að við megum ekki einangrast eða dragast aftur úr. Hér er mikið í húfi og því skulum við leggja okkur vel fram. Ég er bjartsýnn á stöðu okkar og efast ekki um að við munum ná farsælli niðurstöðu, ef við bregðumst nú vel við og sameinum kraftana. Höfundur er einn af aJþingis- mönnum Alþýðuflokks. Grein þessi er byggð á ræðu á Alþingi sl. fimmtudag. ð r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 19 Hvenær verður konan frjáls? Eriendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Trish Vradenburg: Liberated Lady. Útg. Dell Books 1986. Bækur um stöðu konunnar eru orðnar æði margar, en það er líkast sem þær hafi breytzt í efnistökum, sumar hvetjar. Það er ekki þessi þunga reiði og afdráttarlausa ádeila á karlmanninn, hinn seka. Þessi ein- hliða málflutningur þar sem hvítt og svart voru einu litimir og ekki reynt að kafa nema rétt í efsta lagið. Kon- ur eru farnar að taka á sig einhvem hluta ábyrgðarinnar á því að vera kúgaðar. Þær em farnar að líta meira í eigin barm en áður og skyggnast eftir orsö.kunum. Sumar þessara bóka em meira að segja fyndnar. Það á við um þessa bók sem hér er verið að glugga í. Hún er ekkert tímamótaverk, íjarri því, og kannski sumir myndu telja hana til afþreying- arbóka. Sem þarf að sjálfsögðu hreint ekki að vera ókostur. Konan Jessica býr í hjónabandi með lækninum Eliot og þau eiga litla stelpu. Það er eitthvað farið að braka í innviðunum og hún fær þá bráð- góðu hugmynd að fara með körfu með kökum og víni — leika svona eins konar Rauðhettu — til hans á skrifstofuna, þar sem hann vinnur myrkranna á milli. En kemur þá að honum í heldur óheppilegri aðgerð með ritara sínum. Þetta verður svo til að þau neyðast til að gera upp sín mál. Höfundur lýsir viðbrögðum Eliots alveg bráðvel og hvernig karl- mönnum tekst svo vel upp, þegar þeir eru að ýta sektarkenndinni af sínum herðum svo að konan situr uppi með alla „sökina“. Jessica er ekki af gyðingaættum fyrir ekki neitt, hún fer að læra lög- fræði og fær góða vinnu hjá Ford öldungadeildarþingmanni. Hún hefur einsett sér að karlmaður skuli aldrei særa hana framar. Hún skal gæta sín á því að láta tilfinningamar ekki ná valdi yfír skynsemi sinni. Hún vísar ekki karlmönnum á bug, hún gætir þess bara að þeir fái aldrei að skipta hana meira máli en hún ákveð- ur sjálf. í Washington getur hún sér gott og mikið orð fyrir gáfur og dugnað og það er hið flóknasta mál, þegar Ben Casale, sem vinnur fyrir annan þingmann, þyrlast inn í líf hennar. Það er fróðlegt að lesa um við- brögð hennar, þegar hún er að upp- lifa sjálfa sig sem konu á ný og hversu ákaft hún reynir að berjast gegn því að konan nái yfírhöndinni í henni á ný. Það má segja að harka Jessicu fari kannski aðeins út fyrir mörkin. Hún hefur orðið fyrir áfalli á sínum' tíma og sárindin eru mikil. Hún bregst við sársaukanum full harka- lega. Það hljóta allir sín sár, en þar með er ekki endilega sagt að mann- eskjan þurfi að verða að óbræðanleg- um klakabúnka. En úrslitum ræður í þessari bók, að hún er skemmtileg og húmor höfundar skilar sér ljúflega í persónunum. Gamla I _ í fullu gildi BÓKAMARKAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA í KRINGLUNNI Nr. Þúsundir bóka á r bókapakkar Dæmi um bókapakka: 1 Drekinn með rauðu augun, Jólin hans Vöggs litla, Þekkir þú Línu langsokk, Frá morgni til kvölds með Stínu, Stína og árstíðirnar. Fimm bækur. Samtals kr. 995,- 2 Forn frægðarsetur. Þrjú bindi. Samtals kr. 990,- 3 Geirfuglarnir, Dagar við vatnið, Fjalladalslilja, Aumingja Jens. Fjórar úrvalsbækur. Samtals kr. 695,- 5 Sjómannsævi. Þrjú bindi. Samtals kr. 990,- 6 Paddington. Fjórar bækur. Samtals kr. 90,- 8 Öskubuskubaráttan, Kínverski kvenlæknirinn, Frídagar frú Larsen oq tvær ástarsöqur. Fimm bækur. Samtals kr. 1.199,- Pöntunarþjónusta fyrir alla landsmenn tií sjós og jands í síma 91 - 21190 allan sólarhringinn Aldrei fieiri tilboð. Aldrei lægra verð. Leikhorn fyrir börnin + VtSA Greiðslukortaþjónusta iirc *ÖI Nr. 9 Nr. 10 Nr.ll Nr. 12 Nr. 13 Nr. 14 Nr. 15 Nr. 16 bæk í dagsins önn. Fjögur bindi. Samtals kr. 799,- Baldursd raumar og Þrymskviða. Tvær bækur. Samtals kr. 195,- Við elda Indlands og í sviðsljósinu. Tvær bækur. Samtals kr. 450,- Hundrað ára afmælið, Jólasagan, Eninga Meninga, Elsku litli grís. Fjórar bækur. Samtals kr. 895,- Steingrímssaga. Tvö bindi. Samtals kr. 690,- Stríðsminningar og Stríðsvindar. Tvær bækur. Samtals kr. 790,- Sól ég sá. Tvö bindi. JSamtals kr. 690,- Að vestan. Þjóðlegur fróðleikur úr Vesturheimi. Fimm bindi. Samtals kr. 2.999,- ■ ó' SA G/VA/ILI GOÐI — EIIMI S/VI\II\II — Aðeins fjórir dagar eftir Bókamarkaðurinn er í Kringlunni Opnunartími: Fimmtudagur 3. mars Föstudagur 4. mars Laugardagur 5. mars Sunnudagur 6. mars frákl. lOtil 19 frákl. 10 til 20 frákl. lOtil 18 frákl. 12 til 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.