Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 61 bjó þá í sama húsinu og við, en á efri hæðinni. Við systkinin röðuðum okkur þá kringum rúmið hans, og fórum að biðja fyrir honum, og lesa fyrir hann í Guðsorðinu. Allt í einu skeði það, sem við höfðum aldrei sjeð fyrr. Vald Bakkusar var brotið niður. Guð hafði gert kraftaverk. Jón var orðinn alveg eðlilegur. Engin áfengisáhrif voru lengur sjáanleg. Hann hrópaði upp: „Er þetta satt að það standi svona í Biblíunni „Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar“. Lestu þetta aftur.“ Já, þetta stendur í Davíðs- sálmi nr. 103. Og jeg las það aftur. Og Jón fór að hrópa til Guðs að fyrirgefa sjer líka allar misgjörðir, og svo fór hann að þakka Guði fyr- ir frelsið og fyrirgefningu syndanna. Það var sjerstaklega ein setning, sem Jón sagði aftur og aftur: „Þetta var stórkostlegt, að Guð skyldi fyrir- gefa mjer allar syndirnar." Seinustu árin veit jeg ekki til að Jón hafi snert áfenga drykki. Við töluðum oft saman og alltaf var þessi stund eins og efst í huga hans. Aftur og aftur minntist hann þessar- ar stundar og sagði: „Þetta var stór stund að guð skyldi fyrirgefa mjer allar syndirnar.“ Jón Magnús Benediktsson elskaði Guðsorðið og hann las oft í Biblí- unni. Og hann lærði þar heila kapít- ula utanbókar, svo að stundum þeg- ar jeg hitti hann á förnum vegi, þar sem hann hafði ekki þessa helgu bók við hendina, þá las hann oft langa kafla úr henni upp úr sjer, af því að hann átti Guðsorðið í hjart- anu. Nú er hann ekki lengur meðal vor. Og mörg tár hafa runnið. En jeg treysti því að hann sje nú í Guðs náðarörmum. Leystur.frá öll- um freistingum og þrautum. Systkinum hans og öllum vinum sendi jeg innilega samúðarkveðju, og bið ykkur að huggast af orðum Biblíunnar og lesa í I. Þessal- oníkubijefi 4. kapítula 15. til 18. amma hennar, við hinu stóra heim- ili og stýrði því þar til Ingibjörg Brynjólfsdóttir gerðist ráðskona á heimilinu og gekk systrunum sex í móðurstað. Unnur lauk gagnfræða- prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1975 og stúdents- prófí frá Fjölbrautaskólanum Breið- holti árið 1981, hvoru tveggja með glæsibrag. Ung að árum kynntist Unnur eig- inmanni sínum, Þórði Höskuldssyni, vélfræðingi. Þau eignuðust einn son, Leif Orra, sem nú er 13 ára. Síðustu árin bjuggu þau í Kambaseli 53 í Reykjavík. Árið 1977 hóf Unnur störf hjá sjúkratryggingadeild Trygginga- stofnunar ríkisins. Þar starfaði hún með stuttum hléum vegna náms fram á árið 1984, er sjúkdómur sá, sem orðið hefur þremur systrum hennar að aldurtila, laust hana illa. Eftir stranga sjúkrahúsvist og end- urhæfingu tókst Unni með einurð og harðfylgi, dyggilega studd af Þórði eiginmanni sínum, að taka aftur upp þráðinn og lifa eðlilegu fjölskyldulífí og sækja aftur vinnu að nokkru. Sjúkdómurinn gerði seinni atlöguna í mars 1987. Frá þeim tíma og fram á þá stund, er hún var héðan burtkölluð, lá Unnur á sjúkrahúsi. Eg kynntist Unni fijótlega eftir að hún hóf störf hjá Tryggingastofn- un, og.þar komu strax í ljós ótvíræð- ir hæfileikar hennar. Unnur var sterkgreind, ákveðin og viljaföst. Allt lék í höndum hennar, sama hvað hún fékkst við. Hún virtist leysa öll verkefni fyrirhafnarlaust á látlausan og ljúfmannlegan hátt. Engu að síður var hún gagnrýnin og hélt sínum skoðunum fram af myndugleik. Henni var uppsigað við hvers kyns sýndarmennsku og tvískinnung og gat gefið þeim orð í eyra, sem það áttu skilið að hennar mati. Unnur var dul á eigin tilfinn- ingar, en bóngóð og hjartahlý. Þeim, sem hana þekktu vel, duld- ist ei hversu heitt hún unni sínum nánustu ogjafnframt hvílíkt ógnará- lag hvíldi á huga hennar vegna óvis- sunnar um þann sjúkdóm, sem að lokum skóp henni örlög. Þau eru fátækleg þessi orð, er þurfa að vera hinstu kveðjuorð til ungrar og ógleymanlegrar konu, sem var sannur félagi í leik sem vers. Þar segir Páll postuli svo: „Því að það segjum vjer yður, og höfum fyrir oss orð Drottins, að vjer sem lifum og erum eftir við komu Drottins munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu, því að sjálf- ur Drottinn mun með kalli, með höfuðengilsraust, og með básúnu Guðs stíga niður af Himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vjer, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottinn í loftinu, og síðan munum vjer vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þess- um orðum.“ 1. Þessal. 4. J5.—18. Blessun Guðs Föður og Sonar og Heilags Anda huggi ykkur og styrki í Jesú nafni. Eggert Th. Jónsson I gær labbaði frændi minn, Jón M. Benediktsson, veginn sem ég og þú æðum eftir á hveijum degi, en í nótt steig hann út af honum og nú veit enginn hvar hann er, kannski svífur hann yfir veginum, kannski labbar hann um einhvern annan veg sem er æðri vegi lífsins, en kannski liggur hann í dúnmjúkri sæng og hvílist um ókomin ár. Þegar mér barst til eyma að hann Jón væri látinn vissi ég ekki hvort ég ætti að gleðjast eða gráta, ef til vill er ekki svo slæmt að deyja, en það er skrítið að hugsa til þess að næst þegar ég heimsæki pabba minn þá situr hann Jón ekki þar og lætur fara vel um sig í einum stólnum, og næst þegar ég labba um í gamla miðbænum, þar sem hann átti heima, þá hitti ég hann aldrei aftur á rölti. En við vitum öll að þeir sem hafa einu sinni opnað augun og horft á heiminn eiga einnig eftir að loka augunum og kveðja heiminn og núna hefur hann frændi minn lokað aug- unum í hinsta sinn. Blessuð sé minning hans. Rósa Steingrímsdóttir starfí. Ég votta vandamönnum Unn- ar mína dýpstu samúð. Kristján Guðjónsson Þann 21. febrúar 1988 andaðist Unnur Ragnhildur Leifsdóttir eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, langt fyrir aldur fram. Hún fæddist 25. október 1958, dóttir hjónanna Jónínu Steingrímsdóttur, sem er lát- in, og Leifs Steinarssonar, vélfræð- ings. Jónína og Leifur eignuðust sex dætur og eru nú tvær þeirra á lífi. Unnur hóf störf í sjúkratrygg- ingadeild Tryggingastofnunar ríkis- ins árið 1977. Við fyrstu kynni kom strax í ljós hve dugleg og ósérhlífin hún var. Hún leysti öll störf af hendi með stakri prýði. Unnur var vel gefin, hreinskiptin og ákveðin. Mikið var á Unni lagt. Þungbær veikindi steðjuðu að fjölskyldu henn- ar. Unnur sjálf kenndi fyrst sjuk- dóms síns 1984. Var aðdáunarvert hvemig hún stóð sig í þeirri baráttu. Fyrir ótrúlegt harðfylgi tókst henni að hefja störf á ný og vann þar til hún fékk annað áfall í fyrravor. Átti hún ekki afturkvæmt til vinnu eftir það. Við sem kveðjum Unni í dag minn- umst hennar með söknuði og virð- ingu. Missir okkar er mikill. Mestur er þó missir eftirlifandi eiginmanns, Þórðar Höskuldssonar, og einkason- arins Leifs. Samstarfsfólk Unnar hjá Trygg- ingastofnun ríkisins sendir eigin- manni, syni og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Minningin um góðan félaga lifír. Starfsfélagar Skreytum við öll tækifæri Reykjavikurvegi 60, sími 63848. ÁHheimum 6, sfmi 33878. Bsejerhrauni 26, siml 50202. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals i Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 5. mars verða til viðtals Árni Sigfússon, formaður félagsmála- ráðs og í stjórn heilbrigðisráðs og Hulda Valtýsdóttir, formaður menningamála- nefndar. PÁSKAFERÐ 27. mars til 4. apríl úi Súdapest Vinsældir Vínarferða Faranda fara sívaxandi og nú bætist Búdapest við. 4 dagar í Vín 3 dagar í Búdapest. Góð hótel, gott verð. Gleðilegir páskar Ifarandi Vesturgotu 5 Reykiavik simi 622420 SUMARPEYSUR - SUMARPEYSUR Verslunin er opin daglega frá kl. 9-18 - laugardaga frá kl. 10-12. Kreditkortaþjónusta. y y JL. PRJÓN AST0FAN Uðuntu Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Iðunnarsumarpeysurnar í nýjustu tískulitunum. Nýjar blússur frá Oscar of Sweden. Sumarbuxur og buxnapils frá Gardeur í V-Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.