Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Sveinn Einarsson: ÚR DAGBÓK í EVRÓPUFERÐ i. Þórshöfn, 26. janúar 1988. Janúarmorgunn í Þórshöfn — tann deiliga havn. Þungbúið og óvenju kalt, hált á götum og nepja — ég sem hafði haldið að hér væri alltaf milt í lofti, þó að kannski sæist ekki oft til sólar nema dagstund og dagstund. I gær kynntum við í Norðurlanda- húsinu bókmenntir hver síns heimalands fyrir bókaútgefend- um, bókasafnsfólki, blaðarýnum og öðru áhugafólki um bókmennt- ir — rithöfundamir sem komu tii að hlusta á okkur voru reyndar fáir, geta ekki tekið sér frí úr annarri vinnu sinni svona óforvar- andis um miðjan dag. Við reyndum að segja frá bókmenntaviðburðum haustsins, rekja þræði og benda á algeng þemu, nefna nokkur skáld og nokkur verk — ljóð, og skáld- sögur, leikrit, huganir, ritverk fyr- ir börn og unglinga, bækur um bækur og höfunda þeirra. Lýsa andrúmi og áhuga, til dæmis hvemig sjónvarpsstaöðvar hafa reynt að hleypa nýju lífi í bóklest- ur og bókmenntaáhuga með ræki- legri umfjöllun eða kostum og göllum þess að vertíðin stendur stutt og góð verk drukkna stund- um í jólabókaflóðinu, af því að þau eru ekki nógu hávær. En í dag stendur slagurinn. Við verðum lokuð inni eins og við páfa- kjör á einu hótelherbergi á Hafnia og þaðan verður okkur ekki hleypt út, fyrr en við höfum komist að niðurstöðu. Niðurstöðu, sem við öll stöndum að, því að á hveiju sem hefur gengið meðan á vali og atkvæðagreiðslu stendur, þá er úrskurður dómnefndar ætíð ein- róma — og okkur ekki heimilt að upplýsa, hverjir aðrir stóðu næst sigri. I rauninni er óheppilegt, hversu athyglin beinist einskorðað að sig- urvegaranum, þeim sem hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlanda hveiju sinni, því að það, að hljóta útnefningu, er í sjálfu sér mikil viðurkenning. En því miður er það svo, að útgefendur hafa reynst tregir til að gefa út önnur verk en verðlaunabókina — jafnvel þó að norræni þýðingarsjóðurinn leggi þar fjárhagslega hönd á plóginn. Þetta er óleyst vanda- mál. Það er helst, að tekst að vekja athygli og spennu, áður en dóm- nefnd sest að störfum, og þá kveðnir stundum upp ótímabærir dómar, jafnvel hefur það sést hjá erlendum gagnrýnendum að þeir velja sér sinn eftirlætiskeppanda, áður en þeir eru búnir að kynna sér allar bækumar, sem valdar hafa verið. Þannig hafði að þessu sinni nafn samíska skáldsins Nils- Aslak Valkeapáá oft borið á góma og kannski ekki með öllu óskiljan- legt, hér var ný þjóð og gömul þó að kveða sér hljóðs sem bók- menntaþjóð með myndarlegum hætti, auk þess sem viðhorf sumra Norðurlandaþjóða til Sama mótast af vondri samvisku: tunga Sama og menning hefur löngum átt í vök að veijast og kannski fremur en nokkru sinni fyrr í dag eftir tilkomu sjónvarps. Af viðbrögðum danskra blaða að dæma, eftir að tilkynnt hafði verið hver fengi verðlaunin að þessu sinni, er Ijóst, að Danir höfðu gert sér góðar vonir um að skáldið Henri Norbrant hreppti hnossið, og báru dönsku blöðin fyrir sig, að það hefði vitnast frá Svíþjóð, að slagurinn hefði staðið milli Thors og Norbrants. Ekki veit ég hvaðan slíkar upplýsingar hafa átt að koma, ekki frá hinum sænsku fulltrúum í dómnefndinni. í dómnefndinni eiga annars sæti tveir fulltrúar frá hveiju hinna sjálfstæðu Norðurlanda, en auk þess einn fulltrúi frá Færeyjum, Samalandi og Grænlandi, þegar bækur eru lagðar fram þaðan; Grænlendingar hafa ekki enn til- nefnt bók til verðlaunanna. í dóm- nefndinni sitja rithöfundar, bók- menntafræðingar og gagnrýnend- ur. En hvernig fer valið fram? Við Jóhann þykjumst að þessu sinni vera með sigurstranglegar bækur — kannski finnst manni það allt- af, enda eins gott að standa með sínum bókum, því að þegar fer að harðna á dalnum, þarf að beita allri sinni skarpskyggni, sálfræði- legum næmleika og sannfæringar- kraftir til að halda sínu skáldi fram. í lokaáfanganum er þetta auðvitað keppni, því tjóir ekki að neita. Stundum eru verkin valin í sameiningu af þessum tveim full- trúum, en algengara mun þó að hver velji sína bók. Hann fylgir síðan vali sínu úr hlaði með rök- studdri umsögn. En nú er hin stóra stund að renna upp. Aðferðin er sú, að í fyrstu velur hver maður nöfn þriggja höfunda, hverra- bækur hafa höfðað mest til hans; þessar bækur mega þó ekki vera frá hans eigin landi og setur maður því nafn sitt undir til staðfestingar. Á þennan hátt kemur nokkuð fljótt í ljós, að einar fjórar, fímm bækur hafa meiri möguleika en aðrar. Nú er einbeitt sér að þeim bókum — kosið svona tvisvar, þrisvar sinnum, þar til í lokin, að um tvö verk er valið. Aður lýsa menn af- stöðu sinni í orðum, stundum fjálg- legum. Og í síðustu atkvæðagreiðsl- unni, þegar ljóst er að hveiju stefnir, fara menn að brosa til mín. Leynd er höfð á úrslitum þar til á blaðamannafundi, því að öll Norðurlöndin standa á öndinni. En þó leyfist náttúrulega að hafa samband við þann sem verðlaunin hefur hlotið, og mér fellur í skaut sú ánægja, að hringa í Thor og Margréti konu hans. Auðvitað verður skáldið harla glatt við, en segir að bragði, að þetta séu auð- vitað verðlaun til íslands. Og mér verður líka hugsað til allra hinan, sem ættu skilið verðlaun sem þessi — vonandi kemur að því. II. París, 30. janúar. — En þannig er það. Einhvern veginn fjallar öll þessi Evrópuferð um heiður íslands. í dag er ég i París og í kvöld ætla ég að sjá Galdra-Loft leikinn á frönsku í litlu leikhúsi. Og í kvöld er líka frumsýning hjá Stefáni vini minum Baldurssyni í litlu leikhúsi í Árósum — Svalegangen. Guðrún Ásmundsdóttir var að fá Munk- verðlaunin. Og einhvers staðar norður í Kanada er Jóhann Hjart- arson að tefla upp á líf og dauða — mest líf, eins og síðar kom í ljós. En nú er ég í París. Við Helga Bjömsson ætlum að sjá þetta íslenska leikrit, sem hér ber heitið Le Voeu — Óskin (eins og það reyndar heitir líka í sinni uppruna- legu dönsku gerð), — og Edda Erlendsdóttir píanóleikari og Olivi- er maður hennar ætla að hjálpa okkur að finna leikhúsið. Þess er reyndar þörf, því það er lítið þekkt og illa merkt. Ragnheiður Ásgeirs- dóttir — eða Raka, eins og hún kallar sig hér til hægðarauka — er ungur íslenskur leikhúsfræð- ingur, sem hefur verið við nám í París um árabil, og hún á heiður- inn af þessu fýrirtæki. Hún hefur sneitt af verkinu mest af um- hverfislýsingunni og allar persón- ur aðrar en Loft, Dísu, Ölaf og Steinunni. Þetta er mjög snyrti- lega gert, en fyrir þann sem gjör- þekkir verkið, verður eðlilega tals- vert mikils í vant, og má kannski kenna að nokkru reynsluleysi hinna efnilegu ungu leikara. Mest- an ferskleika gagnvart hlutverki sínu ber leikkonan Clarisse Lemo- ut, sem mér er fortalið að sé elst í hópnum! Þýðingin er eftir Gérard Lemarquis og virðist mér hún skínandi vel af hendi leyst — hann ætti að gera meira af því að þýða íslensk verk á frönsku, Régis Boy- er kemst ekki yfir allt. Þá var þama tónlist eftir Lárus Grímsson, inngangurinn sérlega áhrifamikill — en aldrei hef ég skilið þá áráttu að fara með Fljúgðu, fljúgðu klæði með tónlistarundirleik — eins og þar sé ekki nóg tónlist fyrir! Le Voeu er frumraun Ragnheiðar sem Forsíða leikskrár Galdra-Lofts á frönsku. leikstjóra og bar þess eðlilega nokkur merki, en framtak hennar og metnaður er auðvitað aðdáun- arverður. Það er nefnilega nokkuð einkennilegt til þess að hugsa, að íslenskt leikrit hefur ekki verið fært upp á frönsku í París í 66 ár — og þá var það líka Galdra- Loftur. Fyrir einum tveimur árum stóð til að sýna Stundarfrið Guð- mundar í París, en ekki veit ég hvað líður þeim áformum. En óneitanlega er kominn tími til að taka upp íslenska lúðra í leik- húsum Parísar og leggja þá meira undir en í þetta sinn. III. Mílanó, 31. janúar. Og svo er það La Scala og Kristján okkar. Það er þægilegt flug frá Paris til Mílanó. Það hitt- ist svo á, að ég er að lesa ævisögu ítalska leikstjórans Francos Zeffi- rellis. Þar eru ýmsar lýsingar á því, sem gerst hefur á Scala — þetta gamla óperuhús er nú einu sinni metnaðarfýllsta menningar- hof ítala og því eðlilegt, að um það leiki heitar tilfinningar. Slagur milli söngvara — og söngkvenna, eins og til dæmis hin fræga bar- átta þeirra Tebaldi og Callas — reyndar ekki svo mjög afbrýði þeirra sjálfra, heldur miklu fremur aðdáendanna — og svo „la claque", klapparanna, sem á þeim tíma hrópuðu bravó eða púuðu eftir stjórn — í samræmi við það, sem þeim hafði verið borgað. Tebaldi, SCALA SJAOtONR U’OPf.RA R BAl-l.RTTO »?J?/8S (19'í-' dalla TeatíO) DOMEKICA 31 GENNAIO 1938 - ORE 20 OUINTA RAPPRESENTAZIONE I DUE FOSCARI Traeedi* itrtca iu «r« «ul <t: FltAKCBSÖÖ M. PtAVE Muílca cti . GIUSEPPE VERDI l (ProprtílA G. Ricofilí * Co.. S.p.A.. Mitwio) Jatcrpreti Et>t:AR» TUMAGIAN’ KRYSriAN JOHANNSSON MARIA GLTTTiHINA M.ARIO MJPERI SF.t.lA VERRl LKNF.STO tSAVAZZI UMÖERTO &CAI.AVINO SIl.VBSTRO SAMMARITANO I’erKmaajd Fntnresco Fo*e«rl Fosoui LiiAeíi* Cor.Uifini Xacupo l/>re4«s::o Pi wu>* Fanto Scrvo del Dogc (^wnUlw* c díretr ÍANANDREA , ‘ArZZENI MRR I.l’Kíí V >.-: torc\ deii ’allcxtiiucoti GIORGIO CRIS1 -• A ..Reg)*t» Mvtiile e dircttore deila produxlone /f.J? V*\ "A ✓ AHTONELLO MAt>AU DIA7. (/ fV G \ 'V'X \ / Reyina <r>:iaboratore ; i /V X > LORENZA CANTINI -w"<olUix>ratoi:V-’<U paLAMténi<V tO CTÍLEG!M*rjjdAt!R17JCrMA()NI GILSEPPB MORASCUl A><iv»f>iWr'«íi) refii*ta Aiiisienlc per ie mxtie EÍOttARD CACBRES CAHl.O DtAPi’l Jtro maeitro dei coro Píttore wetiogrsío reati»»wre HHUNO CASONI CIANNI MONTONATI Rc»poi>MbiIe *rchivio tuuilwlc Direttore dl scena CORRADO ABKIANI LAURF.NT GERBER Ca;v> sctv. wirtoria Capo serv. laboratort Mario Seechi Anadeto Chiodi Capo rep. attrcrjiUti Capo rep. mceeanieJ Luigi Meteldi Gtanc«rfo Aiiorri l\l.O CA\lER(Nr » rollalxHatdra <!i tal» MIKIEI.B PISANI MASSIMIl.IANO tiiiIXO SJEtVR Mbeatro rMnmeutatoro \ LUCIANO BERt NCO * Asaisier.te per t costumi Ai GIOVANNA BWZI Uaettta Mio hiel Sculture d> PAOL0 ARATA ANNA GAI.I.I Cepo *e:v. macchlnistl Renlleeatore delic tu<l latuiano Spaoiurai (iiatuií MARtOVOnini (jqx> rep. elettricisU (j«po rep. r»lc#iiomi Salvaiore MaixAoetii Mario l-onuiiint L-OPERA fii RAPPHRSENTA LN' DUB PARTL <T)N INTERVAHX) DOPO II. SBCONDO ATTO 8) rtníraela per la eollaboraelonr r~----> G3UPPO Hlutaverkaskrá I due Foscari. UC0CÐ1j2 Wö(yxiö/Síic2ss®cí] Forsíða sænsku þýðingarinnar á Grámossan glöder eftir Thor Vilhjálmsson. sem hafði stuðning Toscaninis, var álitin fremsti fulltrúi bel canto- söngsins, en Callas, sem aftur naut stuðnings Tullios Serafinis, boðaði nýja tíma, þar sem tónfeg- urðin var ekki einhlít og söngurinn varð að lúta hinni dramatísku túlk- un. I úrslita-orrahríðinni var ljóst, að nú var runninn sá tími, að ætla óperulistinni annað en að vera snoturlega upp settar kons- ertuppfærslur, með fáeinum yfir- borðslegum hreyfingum til áherslu og tilbreytingar. Allt gekk Tebaldi á móti í þeirri hríð, meira að segja hrundi leikmyndin ofan í hljóm- sveitargryfjuna. Kristján á að þreyta sína frum- raun á fimmtu sýningu leikársins á I due Foscari, einni af elstu óperum Verdis, lítið þekktri nú á dögum, sem kannski á rót sína að rekja til þess, að hún fær orð fyrir að vera mörgum söngvurum býsna strembin og gera miklar raddlegar kröfur. Ekki veit ég, hvort klapparar eru enn við lýði á La Scala — ekki urðum við land- amir, sem upplifðum þetta eftir- minnilega kvöld, vör við það. Hins vegar eru hinir vandlátu ítölsku óperuunnendur ekki hættir að úa, ef þeim líkar ekki. í kvöld koma nýir söngvarar fram í öllum aðal- hlutverkum. Og líklega er þeim um og ó, því að orðrómur er á kreiki um, að þeir sem sungu fyrstu fjórar sýningamar, hafi ekki farið varhluta af því, að ítalskir óperugestir láti vanþóknun sína í ljós, ef þeim þykir ekki nógu gott, það sem upp á er boðið. Að vísu ekki allir, í þeirra hópi var Renato Bmson, sem ásamt Piero Cappucilli, er helsti arftaki Tito Gobbis í ítalska bartionfaginu. Honum hafði verið vel fagnað. En verr hafði farið fyrir hinum. Það var því ekki að undra, þó að hinir nýju söngvarar væm eilít- ið kvíðnir og þess sáust merki hjá þeim öllum, þegar sýningin hófst. Sýningin var snotur fyrir augað, en bar þess þó merki, að enn situr söngurinn í fyrirrúmi á Scala en ekki þessi undursamlegi samruni hins leikræna og hins söngræna, sem einmitt Callas hafði svo makalaust vel á valdi sínu, og sem er aðalsmerki á verkum sumra góðra óperuleikstjóra eins og Fels- ensteins, Ponnele og Zeffirelis. Kristján á í upphafi leiks stóra aríu, skrattanum strembnari og mér finnst honum ekki takast fylli- lega, ekki eins og þegar hann verð- ur bestur. Reyndar gilti þetta um þau öll, að fyrstu skrefin voru ögnina hikandi og óstyrk. En brátt fundu þau, að húsið var með þeim — hafði ákveðið að gefa þeim líf eins og það heitir í Dúfnaveisl- unni, og þá færðust þau öll í auk- ana, sópraninn, sem var í einu orði sagt frábær og mikill framtíð- arsöngvari — hún heitir Maria Guleghina, er 29 ára gömul og rússnesk, baritónninn Eduard Tumagian, sem kemur frá Rúm- eníu, og reisulegur ítalskur bassi, Mario Luperi, — og svo Kristján. Þegar á leið kvöldið sungu þau, eins og þau hefðu aldrei gert ann- að en syngja á einmitt þessum stað — mættu umtalsverðum tónkröfum verksins eins og engir erfiðleikar væru til — mikill unað- ur á að hlýða. Og ekki sakaði þann, sem var enn að hugsa um heiður Islands, að hlýða á þessa björtu norrænu rödd fylla þessi frægu suðrænu salarkynni með slíkum glæsibrag. Þegar ég sat í stjórn alþjóða- samtaka leikhúsmanna um árið kynntist ég ítalska leikhúsmannin- um Paolo Grassi. Hann var þá forstjóri La Scala — hafði áður verið með Strehler á Piccalo Te- atro. Hann undraðist stórlega að ég, með mína óperudellu, hafði aldrei verið viðstaddur sýningu á Scala. Eg sagði sem var, að atvik- in hefðu hagað því svo, að það hefði ekki gefist neitt sérstakt en tilefni til þess. En nú er Grassi allur tilefnið komið. í sannleika ógleymanlegt kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.