Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 51 langa drauma á hverri nóttu, og við erum í raun réttri mestu sér- fræðingarnir sjálf um okkar eigin drauma, segir Ullman. Mun hann því ætla sér að sýna fram á að allur almenningur geti túlkað drauma sína, án hjálpar ann- arra sérfræðinga. Eina bók sína, sem ber heitið „Fjölbreytni drauma- reynslunnar" (1) (The Variety of Dream Experience), skrifaði hann samt með 15 sérfræðingum sem lýsa, hver frá sinni sjónarhæð, við- horfi sínu til starfshópa um drauma. Þau eru rithöfundar, kennarar, listamenn, prestar, læknar, stjóm- málafræðingar, tölvuvísindamenn, mannfræðingar, atferlisfræðingar og svo framvegis. Tvær grundvallarþarfir dreym- andans eru, í fyrsta lagi; öryggis- þörfin þegar dreymandinn opin- berar draum sinn fyrir vökusjálfi sínu og hópsins, öryggisþátturinn, og í öðru lagi; að njóta hjálpar hóps- ins til að upplýsa merkingu hinnar myndrænu draumsýnar, uppgötv- unarþátturinn. Þetta, sem nefna mætti tungumál draumsins, má ræða með tilliti til sjónmynda draumsins og myndlíkingar þeirra, eins og þær væru eins konar mynd- gátur. Undanfarin 13 ár hefur Ullman farið til Svíþjóðar og einnig til Nor- egs og Danmerkur til að starfa með hópum þar. Hefur hann jafnan reynst aufúsugestur og góður fræð- andi, og segir hann að hann hlakki til að bæta íslandi við ágæt kynni sín aftiinum Norðurlöndunum. Vakning til vitundar Mig langar nú, með ykkar leyfi, að bæta nokkru við þetta, að hluta til frá eigin bijósti, um sálræna og andlega drauma sem geta hjálpað til, með góðri túlkun, að vekja vit- und okkar til æðri og æðstu vitund- ar. Þau vitundarstig sem geta tekið við og haldið áfram þegar meðvit- und um það sem skapað er, að meðtalinni meðvitund um eigin per- sónu, sleppir. En undirvitund og æðri og æðsta vitund eiga það sam- eiginlegt, að þær eru að jafnaði ómeðvitaðar. Þær má vekja til vit- undar með til dæmis túlkaðri draumvitrun, og einnig með skáld- legum innblæstri allra skapandi starfa og viðleitni. Eitt besta dæmi slíkra andlegra drauma, trúi ég, er draumur Jakobs um himnastigann sem nær neðan frá heiminum um stjömuheiminn og englaheiminn upp til himins. Englamir á honum, sendiboðar sköpunargetunnar, fara niður á leið tii jarðar eftir þrepum stigans og aftur upp, alla leið til óskapaðs him- ins æðstu vitundar skaparans sem ekki er af þessum heimi. Himnastig- inn er andleg draumvitrun sem spannar þannig og getur vakið öll vitundarstig mannsandans. Allt frá myrkri ómeðvitund, um óljósa draumvitund og forvitund, til ljósrar meðvitundar og áfram til ósýnilegr- ar visku og ljóma æðri vitundar mannsandans, alla leið til dýrðar óskapaðs anda sannleika og raun- vemleika. Æðsta vitund eilífðar og óendanleika, sem skaparinn hefur lagt í bijóst manna (5) og er dýr- mætasti arfur allra kynslóða. 1. Montague Ullman. The Variety of Dream Experience The Continuum Publishing Company. New York. 2. Sigmund Freud. The Interpretation of Dreams Avon Books, New York. 1965. Fyrsta útgáfa á þýsku. 1900. 3. Heinz Kohut. The Restoration of the Self. Intemational Universities Press, Inc. New York. 1977. Bls. 64. 4. Ari fróði. tslendingabók. Lithoprent Ijósprentaði á vegum Háskóla fs- lands 1956. 5. Prédikarinn 3:11. Höfundur er læknir í Reykja vík. hærð, í dökkbrúnum minkapels fletti síðdegisblaðinu fram og til baka þar til hún kom að liðnum, fyrirtæki, í smáauglýsingadálki blaðsins. Hún hnippti í vinkonu sína, ljóshærða fegurðardís, í ósköp í venjulegri kápu, þar sem þær sátu á bekk í biðskýlinu. — Hvemig lýst þér á að reka sölutum, elskan? spurði hún. — Sölutum? Engan veginn. Ég ætla að kaupa kvenfatabúð. — Já, en til þess þarf nú peninga. — Já, ég hlýt að vinna þá í lottó- inu, ég er með á hveijum laugar- degi. — Það er verið að auglýsa hér í blaðinu arðbæran sölutum í Reykjavík til sölu. — Því miður, hef ekki áhuga. — Það stendur hér í blaðinu. „Þeir sem hafa raunverulegan áhuga og getu sendi nafn og heimil- isfang og upplýsingar til DV. — Því miður, ekki til peningar, sagði sú ljóshærða. — Ekki heldur héma megin, elskan. Ég ætla nú samt á fund bankastjóra strax í fyrramálið og ætla að fá lán. Ég skal komast yfir þennan sölutum. Mig hefur svo lengi dreymt um að fara út í versl- un. — Þú, sem ert að missa íbúðina á nauðungaruppboði, spurði sú ljós- 1 hærða. — Æ, það er nú vegna Gjald- heimtunnar, það má alltaf semja við hana, sagði sú dökkhærða og í því kom vagninn, Hagar-Sund, og þær tóku þann vagn, ég aftur vagn : sem var rétt á eftir, Nes-Háa- leiti . . . L__________________________________ úðuúði er hreinsilög- fyrir gler og Hann er í handhæg- um umbúðum með sprautu- tappa. Með Rúðuúða verður spegillinn glerfínn og glerið spegilgljáandi. FRIGG Með 100 krúna VISA f ramlagi á mánuði gerir þú Krabbameinsf élagi nu kleift að vinna nflugt rannsðknarstarf ng veita sjúklingum mikilvægan stuðning Kæru korthafar VISA. Krabba- meinsfélag íslands leitar til ykkar um styrk. Vinsamlegast kynnið ykkur bæklinginn sem barst með VISA sendingu nú um mánaðamótin. Framlag til baráttunnar gegn krabbameini er i raun framlag til okkar sjálfra, þvíþriðji hver Islend- ingur fær krabbamein einhvern- tíma á lífsleiðinni! Við væntum þess að margir bregðist vel við erindi okkar og fylli út VISA svarseðilinn eða hringi í síma 91-62 11 00. LVtitStTim VISA ISLAND Spamjoður Reykjavikur oq nágrennB | Krabbametnsfélagið Ofangreindir aöilar styrkja birtingu þessarar auglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.