Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 AFERÐ með Kópal Dýrótóni Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Gljáandi HARKA með Kópal Geisla Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Kjartan Jóhannsson „Þessi staðreynd minnir okkur á nauðsyn þess að treysta sam- heldni Atlantshafs- bandalagslandanna, því að slík samheldni er lykillinn að áframhaldi þeirrar þróunar sem er haf in í minnkun spennu og afvopnun. I þeim efnum tel ég að Islend- ingar eigi að leggja sitt af mörkum og hvetja aðrar bandalagsþjóðir til slíks hins sama.“ Það er í samræmi við þetta mik- ilvægi sem við höfum tekið þátt i ákvörðunum um endumýjun og uppbyggingu eftirlitsaðstöðunnar hér á landi. Sumir, einkum al- þýðubandalagsmenn, hafa haft hom í síðu þessarar endumýjunar, viljað hefta hana og tefja. A flótta sínum frá gömlu stefnunni um ís- Iand úr NATO og herinn burt hafa þeir staðnæmst við það stefnumið að takmarka og draga úr umsvif- um vamarliðsins eins og það heitir á þeirra máli. Þetta ætlunarverk hefur þeim ekki tekist, heldur hefur verið unn- ið markvisst að endumýjun og uppbyggingu, enda bæði sjálfsagt og nauðsynlegt. Gmndvallarstað- reyndin er nefnilega sú, að sú vam- ar- og eftirlitsstöð sem ekki svarar kröfum tímans er ekki trúverðug, en trúverðugheitin er undirstaða gagnsemi í viðleitninni til að tryggja frið. Það er reyndar rétt að benda á í þessu sambandi að á sama tíma og þessi uppbygging hefur átt sér stað, þá hefur samband okkar við Sovétríkin fari batnandi og sam- skipti aukist. Þetta er vitaskuld vísbending um það, að Sovétríkin viðurkenna hlutverk okkar og hvemig við rækjum það. Sambúð okkar við vamarliðið er góð og nánast snurðulaus. Allar spár um ánnað hafa ekki ræst, allur ótti um hættu fyrir íslenska menningu af vera vamarliðsins hér á landi hefur rejmst ástæðulaus. í þessu sambandi hlýt ég hins vegar að víkja að þeirri mengun vatnsbóla af olíuleka sem átt hefur sér stað og láta þá eindregnu skoð- un í ljós að þeir aðilar sem vatns- bólunum spilltu eigi afdráttarlaust að greiða kostnað af öflun nýrra vatnsbóla með tilheyrandi vatns- lögn, sem afhent verði Keflavík- urbæ og Njarðvík til fullra umráða. Annað veifið og úr ýmsum her- búðum heyrist gagnrýni á vamar- bandalög og er þá gjaman höfðað bæði til Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins og látin í ljós ósk um að þau verði leyst upp fyrr eða síðar. Auðvitað geta menn látið sig dreyma um slíkt, en ég held að það sé beinlínis rangt að gæla við slíkar hugmyndir eða gera þær að nærtæku markmiði. Sannleikurinn er nefnilga sá, að bandalögin era afleiðing ástands Eigum að leggja rækt við hlut okkar í NATO eftirKjartan Jóhannsson Margir hafa orðið til þess að láta í ljós efasemdir um samkomu- lag stórveldanna um eyðingu með- aldrægra kjamorkueldflauga. Einn hópurinn hefur látið í ljós ótta um að með eyðingu þeirra sé öryggi Vestur-Evrópu ótryggara. Annar hópurinn hefur gert lítið úr sam- komulaginu af því að fækkun í heildarvopnabúram samkvæmt því sé svo smávægileg. Ég tel að báð- ir aðilar hafí á röngu að standa. Vígbúnaðaijafnvæginu í Evrópu var ekki raskað Vestur-Evrópu í óhag. Og heildarfækkunin í vopna- búrinu er ekki réttur mælikvarði á gildi samningsins. Vissulega er af nógu að taka, en það er ekki kjami málsins. Kjami málsins er að samning- amir skyldu vera gerðir. Kjami málsins er að þeir skyldu jafnframt vera undir gagnkvæmu eftirliti samningsaðila. Þessum samning- um um niðurskurð kjamavopna á reyndar einmitt að framfylgja, með sama hætti og Alþingi tiltók í ályktun sinni í maí 1985, nefnilega „á gagnkvæman hátt þannig að málsaðilar uni því og treysti". Að frátöldu því að samningarnir vora yfírhöfuð gerðir, er þetta merkast. Nú er unnið að undirbúningi nýs samnings um helmingsfækkun langdrægra vopna. Margir tor- tryggja það. Aðrir spá því að þessi viðleitni muni renna út í sandinn eða stranda, eins og það er venju- lega nefnt. Ég léyfi mér á hinn bóginn að vera bjartsýnn á að þess- ir samningar um langdrægu vopn- in verði gerðir, en ég vil benda á að meginatriði er ekki hversu mik- ill niðurskurðurinn verður, í prós- entum talið, heldur samningurinn sjálfur. Og þá jafnframt að hann verði í góðu jafnvægi og afvopnun á einu sviði leiði ekki til aukningar vopnaburðar á öðra sviði. Lít ég sérstaklega til Norður-íshafsins í þessu sambandi og hafsvæðanna umhverfís Island. Mikilvægasti þáttur samning- anna er ekki umfang niðurskurðar vopnanna. Samningaumleitanirnar sjálfar era nefnilega tæki til þess að draga úr undirrót vopnakapp- hlaupsins, tortryggninni. Samn- ingaumleitanimar era tilefnið og tækifærið til samskiptanna sem era helsta leiðin til þess að draga úr tortryggninni. En það er hún, tortryggnin, sem er undirrót og orsök vopnakapphlaupsins. Þess vegna er mikilvægi samn- inganna fyrst og fremst fólgið í þeim sjálfum en ekki í umfangi niðurskurðar eða takmarkana. Þess vegna er betra að ætla sér ekki um of í hveiju þrepi, heldur taka frekar minna fyrir hveiju sinni og forðast þannig vonbrigði og samningsstrand. Sú ánægjulega þróun sem nú á sér stað í vopnatakmörkunum og minnkun spennu er árangur af stefnufestu Atlantshafsbandalags- ins annars vegar og hins vegar af breyttum viðhorfum í Sovétríkjun- um. Segja má að enn einu sinni hafi Atlantshafsbandalagið sannað gildi sitt. Öllum aðildarþjóðum bandalagsins ætti nú að vera enn betur Ijóst en áður að þær hafa verið og era á réttri leið. Þeim ætti líka að vera enn betur ljóst en fyrr að önnur leið er ekki fær til þess að ná árangri. Sumir kalla sífellt eftir einhliða aðgerðum, einhliða afvopnun eða vopnafækkun eða yfirlýsingum af ýmsu tagi. Ég hef áður í umræðum um utanríkismál varað við slíkum aðgerðum. Ég geri það enn. Sú leið er ekki fær. Sérhver tilraun af því tagi mun fara út um þúfur. A hinn bóginn höfum við nú sann- anir fyrir því að staðfesta, krafa um gagnkvæmni og öraggt eftirlit jafnframt því að sýna engan bilbug — sú leið skilar árangri. Þessi staðreynd minnir okkur á nauðsyn þess að treysta samheldni Atlantshafsbandalagslandanna, því að slík samheldni er lykillinn að áframhaldi þeirrar þróunar sem er hafin í minnkun spennu og af- vopnun. í þeim efnum tel ég að íslendingar eigi að leggja sitt af mörkum og hvetja aðrar banda- lagsþjóðir til slíks hins sama. Um þetta eigum við að reka virka stefnu innan bandalagsins sem utan og feimnislaust, því að hlut- verk okkar í NATO er mikilvægt fyrir NATO, fyrir aðrar bandalags- þjóðir og fyrir okkur með sama hætti og NATO er okkur mikil- vægt. |Ui/£|ai 6)íS)|£ yimi InfelKI IKH lr i\m II FYRIR ALLA SNORRABRAUT Blazer-jakkar Kr. 7.500- Buxur____________Kr. 2.890.- Skyrtur__.........Kr. 1.780.- Rúskinnsjakkar.-.Kr. 8.900- Leöurjakkar......Kr. 14.900.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.