Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 35 Grimsby Evening Telegraph: Aðgerðir Grænfriðunga ógnun við fiskiðnaðinn í Grimsby Reuter Stjórnarandstæðingar í Bangladesh efndu til verkfalls í gær til að mótmæla þingkosningunum sem fara eiga fram í dag. A myndinni stökkva Bangladeshar ofan á einn tveggja milljóna léttivagna Dhaka- borgar, en ráðist var á alla verfallsbijóta sem staðnir voru að verki í gær. Kosningabaráttan í Bangladesh: Sprengjum beitt í götubardögum Dhaka, Reuter. STUÐNINGSMENN sljórnarinn- ar og stjórnarandstæðingar beittu heimatilbúnum sprengjum í bar- dögum í Dhaka og fimm öðrum borgum Bangladesh í gær. Stjórn- arandstæðingar efndu einnig til viðtæks 36 stunda verkfalls, en með þvi vilja þeir hindra að þing- kosningarnarnar fari fram í dag. Samsteypa 21 stjómarandstöðu- flokks, sem hvetur til þess að kosn- ingamar verði hundsaðar, efndi til 36 stunda verkfalls til að koma í veg fyrir að kosningamar færu fram. Stjórnarandstæðingarnir vilja að Hossain Mohammad Ershad forseti segi af sér og halda því fram að kosningarnar séu skrípaleikur. Stjórnarandstæðingar og stuðn- ingsmenn forsetans börðust í Dhaka og fimm öðrum borgum Bangladesh í gær. Tugir unglinga köstuðu stein- um að lögregluþjónum, og ljósmynd- ari Reuters sá um 200 manna hóp ráðast á þá fáu léttivagnaeigendur sem virtu verkfallið að vettugi. Ekki er enn vitað hvort einhveijir hafi fallið, en læknar segja að nokkrir hafj slasast. Óeirðalögreglan hélt vörð við op- inberar byggingar og hersveitir fylgdust með auðum götum Dhaka í gær. Ershad forseti hefur kallað út 9.000 manna herlið til að aðstoða lögregluna og hersveitir fylgjast með kjörstöðum. Lögregluyfirvöld telja að til frek- ari átaka komi meðan á kosningun- um stendur. Yfir 150 manns féllu og 8.000 særðust í átökum þegar sveitastjómakosningar fóru fram í Pólland: 49 manns slös- uðust er lestir rákust saman Varsjá. Reuter. 49 manns slösuðust, þegar tvær lestir skullu saman í Leszno í Vestur-Póllandi á þriðjudag, að sögn pólsku fréttastofunnar PAP. Báðir eimvagnarnir og tveir far- þegavagnar fóru út af sporinu við áreksturinn. Þrettán af þeim, sem slösuðust, varð að vista á sjúkra- húsi. síðasta mánuði. Awami-fylkingin og Þjóðarflokkurinn, sem eru helstu flokkar stjómarandstæðinga, hafa hvatt til þess að Bangladeshar beiti ekki ofbeldi. GRÆNFRIÐUNGAR hafa hafið herferð í Bretlandi í því skyni að fá fólk til að sniðganga íslenskan fisk — eitt helsta haldreipi fisk- iðnaðarins í Grimsby, að því er sagði í dagblaðinu Grimsby Even- ing Telegraph nýlega. „Umhverfísverndarsamtökin efna nú til andófs um allt Bretland gegn hvalveiðistefnu íslendinga," segir blaðið enn fremur, „en þá aðgerð telur Austin Mitchell, þingmaður Grimsby, „óraunhæfa" og „gagns- lausa". Og blaðið heldur áfram: „Menn em uggandi um, að þessar aðgerðir geti haft ógnvænlegar af- leiðingar fyrir borgina bæði með því að valda fískiðnaðinum erfiðieikum og íbúunum atvinnumissi. Talsmaður Grænfriðunga sagði, að íslendingar hefðu veitt 217 hvali á síðastliðnum.tveimur árum þrátt fyrir alþjóðlegt bann við slíkum veið- um og hygðust veiða 120 dýr til viðbótar á þessu ári, allt undir yfirsk- ini vísindarannsókna. Helsta skotmark Grænfriðunga í þessari herferð verður eitt af stærstu fiskvinnslufyrirtækjunum í Grimsby, Birds Eye. Talsmaður samtakanna sagði, að fyrirtækið hefði verið valið sérstaklega, vegna þess að það keypti mikið af íslenskum fiski til vinnslu. Mitchell þingmaður sagði: „Það kemur að litlu haldi að reyna að koma íslandi á kaldan klaka á þenn- an hátt — þetta eru vitagagnslausar aðgerðir. En þær munu skaða bresk- an fiskiðnað, vegna þess að það er útilokað að einangra íslenskan fisk frá öðrum físki, sem unninn er. Aðgerðirnar munu að níu tíundu hlutum bitna á fiski, sem fenginn er á innanlandsmarkaði, auk þess sem þær munu verða samtökunum til minnkunar." Mitchell kvaðst oftast hafa verið sáttur við aðgerðir Grænfriðunga og hann væri sammála því, að stöðva ætti hvalveiðar. En það væri út í hött að stofna orðstír samtakanna í voða með heimskulegum og van- hugsuðum aðgerðum á borð við þess- ar — sem þar að auki beindust að alls óskyldum málum. Markaðsstjóri Birds Eye, Chris Pomfret, sagði: „Okkur finnst það óréttlátt, að við skulum hafa verið teknir út úr stórum hópi fyrirtækja, bara vegna þess að við erum stórir á markaðnum. Aðeins 10% af þeim fiski, sem við vinnum, koma frá Is- landi; við höfum því ekki verið tekn- ir fyrir vegna þess að við keyptum meira af íslenkum fiski en önnur fyrirtæki." „Það er enn of snemmt að segja til um, hvaða afleiðingar aðgerðimar kunna að hafa, en þær gætu skaðað viðskiptahagsmuni okkar,“ sagði Pomfret." Alþjóða heilbrigðisstofnunin: 7. apríl verði reyklaus dagur Kaupmannahöfn. Reuter. ALÞJÓÐA heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur skorað á þjóðir heims að sameinast um „Reyklausan dag“ 7. april næstkomandi. Eru reykingamenn hvattir til að láta vera að reykja þennan dag og tó- bakssalar beðnir um að hafa tóbak ekki á boðstólunum. Stofnunin, sem hefur aðalstöðv- allir um borð færust, sagði tals- ar Evrópudeildar sinnar í Kaup- mannahöfn, hefur enn fremur skor- að á fjölmiðla að birta engar tó- baksauglýsingar 7. apríl, sem er jafnframt 40 ára afmælisdagur WHO. Einn af talsmönnum WHO sagði, að rekja mætti ótímabær dauðsföll 2,5 milljóna manna ár hvert .til sjúkdóma, sem reykingar yllu. í Evrópu einni saman látast yfir 500.000 manns árlega af völdum reykinga — en það jafngildir því að íjórar júmbóþotur hröpuðu á hveijum degi allan ársins hring og maðurinn. „Ef alda flugslysa af slíkri stærðargráðu riði yfír, mundi að- gerðarleysi af hálfu stjómvalda hneyksla allan almenning," sagði talsmaðurinn. „Samt sem áður er tóbak ekki einasta löglegt og vana- bindandi fíkniefni, heldur er það auk þess rækilega auglýst með ímyndum um auðlegð, æsku og dýrðarljóma," sagði hann enn fremur og bætti við, að þetta ynni á móti þeirri viðleitni heilbrigðis- þjónustunnar að fá fólk til að hætta að reykja. Haltu bér un?um 05 upplýstum ViðsU.ip+ö- og tölvublaðið et1 upplýsÍKvgai*it •J-yrit1 þa sem -f-ylgjast með því uýjasta í viðskip+a- og tölvukeimÍKvum. i. tölublað er komið út yVsk^l'pfasímlrvrv 91-82300 Frjálstframtak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.