Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 LADA LUX LADA SPORT 4x4 1500, KR. 250. LADA SAFIR LADA STATION LUX ; f: “ Wk\ 1300, KR. 229.000, LADA 1200 Konica UBIX UÓSRITUNARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur -: BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Hugsaðu málið Ef þú ert í bílahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglýsingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinirsímar: Nýir bílar sími: 31236 Notaðir bílar sími: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 ÓBREYTT VERÐÁ MEO- AN BIRGÐIR ENDAST 2800 Lada bílar seldir ’87 Tónlistín margslungin í þessari útgáfu Don Carlos segir Klauspeter Seibel, stjórnandi Viðfangsefni Sinfóníuhljómsveit- ar íslands á næstu áskriftartónleik- um er óperan Don Carlos eftir Verdi. Auk hljómsveitarinnar flytja margir erlendir og íslenskir ein- söngvarar og Kór íslensku óperunn- ar verkið. Stjómandi á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands fimmtudaginn 3. mars nk. er Þjóð- verjinn Klauspeter Seibel. Hann hefur komið nokkrum sinnum hing- að á þessum áratug til að stjóma hljómsveitinni; fór meðal annars í tónleikaferðalag um Vestfírði með hljómsveitina og í mars 1985 stjóm- aði hann hljómsveitaruppfærslu á Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner við mjög góðar undirtektir. Nú er Klauspeter Seibel kominn hingað aftur, í þetta skipti til að stjóma frumflutningi hérlendis á ópemnni Don Carlos eftir Giuseppe Verdi. Klauspeter Seibel er enginn viðvaningur við uppfærslu á Don Carlos, hefur sett óperuna upp í óperuhúsum í Frankfurt og Ham- borg og í vetur í Kiel. Hljómsveitaruppfærsla í fyrsta sinn En þetta er í fyrsta skipti, sem Klauspeter Seibel stjómar hljóm; sveitamppfærslu á ópemnni. í stuttu spjalli var hann því fyrst spurður, hvort einhver munur væri á hljómsveitaruppfærslu og hefð- bundinni uppfærslu: — Aðalmunurinn er sá, að fyrir hljómsveitamppfærslu lýkur æfing- um á ákveðnum degi með tónleik- um, en í ópemnni em sýningar endurteknar hvað eftir annað. I september var Don Carlos fmm- sýndur í Kiel, þar sem ég er aðal- stjómandi og hefur óperan verið sýnd 15 sinnum. Þegar ég lýk starfi mínu héma, tökum við aftur upp sýningar á Don Carlos heima, þann- ig að því verki er alls ekki lokið. Það er erfitt að taka upp sýningar nú, þegar langt hlé er að baki. Það er eins og eitthvað vanti, nákvæmn- in er ekki eins mikil og áður og flutningurinn verður ekki eins ferskur og þegar verkið er flutt Sýning' í Nýhöfn Myndllst Valtýr Pétursson Nýr sýningarsalur hefur verið opn- aður undir nafninu Sýningarsalurinn Nýhöfn og er til húsa í Hafnarstræti 18. Það em tvær konur, sem standa að þessu framtaki, þær Svava Ara- dóttir og Svala Lárusdóttir, báðar vel að sér í fræðunum og vanar gallerí- rekstri, meðal annars frá Gallerí Borg. Þessi nýi sýningarsalur er að öllu leyti hinn ágætasti, vítt til veggja og smekklegur frágangur í hinu aldna húsi. Staðurinn er vel í sveit settur, prýði er að honum í gamla mið- bænum, og fyrsta sýningin, sem þama hefur verið komið fyrir, fer ágætlega í skemmtilegu húsnæði. Það em verk Ragnheiðar Jóns- dóttur Ream, sem fyrst em hengd þama á veggi, en eins og allir vita, sem fylgzt hafa með framvindu íslenzkrar myndlistar, lézt Ragnheið- ur fyrir aldur fram fýrir 11 ámm — hún var fædd 1917 og því aðeins sextug að aldri. Hún átti sér langan, en mjög litríkan feril sem málari. Byijaði að nema píanóleik, en hætti því námi og sneri sér að málverkinu. Hún stundaði nám og list sína í Bandaríkjunum um árabil, kom síðan heim til íslands, en átti þar ekki lang- an vinnudag, en hins vegar merkileg- an. Hún var n\jög framsækinn mál- ari, eins og verk hennar sýna greini- lega á þessari sýningu, og íslenzk málaralist fékk meiri breidd en ella við listræn tök hennar á viðfangsefn- um sínum. Þar fór hún ókannaðar leiðir og færði íslenzka náttúm í ab- strakt-búning, sem var bæði persónu- legur og rökrænn. Litameðferð henn- ar var ætíð í góðum tengslum við fyrirmyndimar og myndbygging eftir því. Það era 19 verk á þessari sýn- ingu, flest unnin með olíulitum á striga, en einnig nokkrar teikningar og klippmyndir. Svipur Ragnheiðar var ætíð hreinn og umbúðalaus, myndflötur hnitmiðaður, og þar hvorki vantaði í myndbyggingu né heldur var neinu ofaukið. Þessum orðum mínum til sönnunar bendi ég á málverk no. 10, Níu epli, og væri vandalaust að nefna fleiri dæmi, en allt em það ágæt verk, sem til sýnis em í Nýhöfn um þessar mundir. Sá sem þetta ritar, hefur um langt árabil umgengist verk eftir Ragnheiði Jónsdóttur Ream og haft ómetanlegt gagn af þeim kynnum. Og það verk, sem ég vitna hér til, hefur margsinn- is sannað mér, hve einstæður málari Ragnheiður var. Það var mjög vel til fallið að opna nýjan sýningarstað með minningarsýningu á verkum jafn ágætrar listakonu og Ragnheiður Jónsdóttir Ream var. Eg slæ botninn í þessar línur með beztu óskum um framgang sýningarsalarins Nýhafnar við Hafnarstræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.