Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 3. MARZ 1988 Þrjú norðlensk fyrirtæki ræða um kaup á Stokkfiski Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Útgerðarfélag Akureyringa og Kaldbakur á Grenivík ræða nú um sameiginleg kaup á fyrir- tækinu Stokkfiski í Reykjadal sem nú er i eigu Byggðastofn- unar. Stokkfiskur var sleginn Byggðastofnun á uppboði 15. febrúar sl. fyrir 10,5 milljónir króna, en kröfur stofnunarinn- ar á fyrirtækið námu 12,5 millj. kr. Islandsgangan: Urslit í Lamba- göngunni kunn SA HLUTI íslandsgöngunnar, i.ambagangan, sem fram fer á Akureyri, var haldinn sl. sunnu- dag. Gengnir voru 25 km, frá Súlumýrum inn Glerárdal í Lamba og til baka. Fjórtán manns tóku þátt í göngunni þar sem tími var tekinn og álika margir fóru vegalengdina án tímatöku í fylgd leiðsögumanns og ekki með neina keppni í huga. í Islandsgöngunni, sem saman- ^tendur af fimm göngum alls, sem fara fram á Ólafsfírði, Akureyri, Egilsstöðum, Ísafírði og í Reykjavík er keppt í þremur ald- ursflokkum karla og kvenna: 17-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Samanlögð stig úr öllum göngunum eru reiknuð út til vinn- ings. Úrslit í Lambagöngunni urðu eftirfarandi: Karlar 50 ára og eldri: 1. Rúnar Sigmundsson, Akureyri, 2.07:14 klst. 2. Haraldur Sveinbjöms., Akureyri, 2.32:10 klst. Karlar 35-49 ára: 1. Sigurður Bjarklind, Akureyri, 2.05:02 klst. 2. Teitur Jónsson, Akureyri, 2.28:15 klst. Karlar 17-34 ára: 1. Haukur Eiríksson, Akureyri, 1.35:38 klst. 2. Sigurgeir Svavarsson, ólafsfirði, 1.35:51 klst. 3. Ólafur H. Bjömsson, Ólafsfírði, 1.38:36 klst. 4. Rögnv. D. Ingþórss., ísafirði, 1.41:10 klst. Næsta mót Islandsgöngunnar verður nk. laugardag á Egilsstöð- um og er það Skógargangan sem þar fer fram. Verður gengið í Egilsstaðaskógi og hefst keppni kl. 13.00. Þátttökutilkynningar eru í símum 97-11891 og 97-11470 og svo á mótstað. Byggðastofnun hefur fullan hug á að selja fyrirtækið. Skömmu eftir áramót tók Fiskiðjusamlag Húsavíkur fyrirtækið á leigu og er þessa dagana að kanna rekstr- argrundvöll þess. Auk FH, hafa ÚA og Kaldbakur séð fyrirtækinu fyrir hráefni, en þar fer fram þurrkun þorskhausa á Nígeríu- markað auk þess sem lítillega hef- ur verið framleitt gæludýrafóður. Knútur Karlsson framkvæmda- stjóri Kaldbaks sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækin þrjú hefðu fullan hug á kaupum svo framarlega sem séð væri fram á að reksturinn gengi sæmilega. „Markaðurinn lítur sæmilega út sem stendur og Nígeríumarkaður er opinn. Við vitum hinsvegar ekki ennþá nákvæmlega hvað Byggða- stofnun ætlar sér að fá fyrir fyrir- tækið. Við vitum þó að fyrirtækin þijú munu geta útvegað Stokkfiski nægilegt hráefni og ætti því að vera hægt að halda uppi fullri at- vinnu þar, eða um 10-12 störf- um,“ sagði Knútur. Vélsleðamót í Mývatnssveit 3.-6. mars: Fjallarall, brautar- og spymu keppni meðal keppnisgreina ÁRLEG vélsleðakeppni, sem að þessu sinni ber heitið „Mývatn ’88“, fer fram í Mývatnssveit dagana 3.-6. mars. Keppni þessi hefur verið haldin frá því 1979 ár hvert, eða í níu ár, og er hún orðin að einskonar Islandsmóti í vélsleðaakstri. Vélsleðamenn hvaðanæva af landinu flykkjast nú til Mývatnssveitar og eru þeir í dag að týnast i hlað Hót- els Reynihlíðar. Að sögn Björns Björnssonar, sem séð hefur um undirbúning keppninnar, er metaðsókn að keppninni að þessu sinni og hafa 183 manns pantað gistingu í sveitinni. Reynt verður að koma öllum þessum fjölda fyrir, á hótelinu, i heimahúsum og öðrum þeim skúmaskotum sem finnast, að sögn Björns. Þeir vélsleðamenn er koma að sunnan lögðu flest- ir af stað á miðvikudag yfir hálendið og gistu í skálum á leiðinni. Keppnin er sameign Björgunar- sveitarinnar Stefáns og íþróttafé- ■ lagsins Eilífs í Mývatnssveit og rennur allur ágóði af henni til þessara félaga. Áhugi fyrir keppninni hefur farið mjög vax- andi undanfarin ár og keppenda- fjöldi hefur margfaldast. I ár er stefnt að enn fjölbreyttari dagskrá en endranær. Mývatnssveit er kjörinn vettvangur fyrir þá er J stunda vilja útiveru og vetrarí- þróttir svo sem gönguskíði og dorgveiði er leyfð í vatninu. Meiningin er að sleðamenn komist í ferðir með leiðsögn um nágrennið alla dagana sem mótið stendur. Keppnin sjálf hefst föstu- daginn 4. mars með nýrri keppnis- grein sem hlotið hefur nafnið „Fjallarall". Sú keppni verður sveitakeppni á milli þeirra fjög- urra vélsleðaumboða, sem í. landinu eru, og verður vegalengd- in 30-50 km. Hvert umboð fær að senda þrjá sleða í fjallarallið. Spymukeppnin verður síðaji á laugardagsmorgun og brautar- keppnin seinnihluta laugardags. Hátt í 30 keppendur hafa látið skrá sig í þær. Alfar skráningar í keppnina þurfa að hafa borist til mótsaðila fyrir kl. 12.00 föstu- daginn 4. mars því dregið verður um rásröð á föstudagskvöld. Mótsslit og verðlaunaafhending fer síðan fram í lokahófi í Skjól- brekku, þar sem boðið verður upp á kvöldverð, skemmtiatriði og dans. Frá æfingu Ungmennafélags Skriðuhrepps á verki Kartans Ragnars- sonar Blessuðu barnaláni. Ungmennafélag Skriðuhrepps sýnir „Blessað barnalán“ Ungmennafélag Skriðuhrepps sýnir um þessar mundir ærsla- leik Kjartans Ragnarssonar „Blessað barnalán". Leikurinn gerist í þorpi austur á landi. Tólf leikarar taka þátt í upp- færslunni, allt áhugafólk, en leikstjórinn Pétur Eggerz er at- vinnuleikari hjá Leikfélagi Akur- eyrar. Pétur Ieikstýrir nú í annað sinn hjá Ungmennafélagi Skriðuhrepps. Hitt verkið var „Ingiríður Óskars- dóttir" eftir Trausta Jónsson, sem jafnframt var fyrsta verkefni hans sem leikstjóra. Eftir leiklistarnám í „The Webber Douglas Academy of Dramatic Art“ í London árið 1984, réðst Pétur til Leikfélags Akureyrar þar sem hann var til 1986. Þá fór hann til Þjóðleik- hússins og lék í Rómúlusi mikla. í vetur kom Pétur síðan aftur til LA og lék Indriða í Pilti og stúlku. Leikendur í Blessuðu barnaláni eru: Dagný Kjartansdóttir, Sesselja Ingólfsdóttir, Gunnhildur Sveins- dóttir, Hólmfríður Helgadóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Sigurður Þórisson, Erlingur Bergvinsson, Margrét Ketilsdóttir, Þórður Steindórsson, Sigrún Þórisdóttir, Ketill Freysson og Dagur Her- mannsson. Ungmennafélag Skriðuhrepps var stofnað árið 1903 og hefur leik- starfsemi verið einhver af og til, en allt frá 1970 hefur reglulega verið sett upp leiksýning annað hvert ár. Þórður Steindórsson, sem sæti á í leiknefnd, sagði að stefnan væri að taka upp létt efni, gaman- leiki og ærslaleiki, erlenda og íslenska. Slíkir leikir virðast ganga best í sveitinni. „Þá er leikhúsið okkar ekki allt of stórt um sig né senan svo að við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það er ein- faldlega ekkert rými fyrir viðamikl- ar leikmyndir, en við komum rúm- um hundrað áhorfendum í sæti hveiju sinni,“ sagði Þórður. Ungmennafélagið hefur oftast nær farið með verkið austur í Þing- eyjarsýslu og sýnt verk sín í Ljós- vetningabúð, en önnur ferðalög hafa ekki verið á döfinni. Félagið fær styrk frá Bandalagi íslenskra leikfélaga fyrir hvert það verk sem það setur upp og kemur jafnhár styrkur frá sveitarfélaginu, sem félagið nýtur góðs af. „Uppfærsla leikrits kostar alltaf einhveija pen- inga og þurfum við vissulega að borga að minnsta kosti leikstjóran- um launin sín. Að öðru leyti, veltur starfið nær eingöngu á fólkinu í sveitinni og á burtfluttum sveitung- um, sem búa á Akureyri. Þeir hafa í gegnum tíðina haldið tryggð við okkur og er meirihluti leikarahóps- ins nú byggður á þeim. Við byijuð- um að lesa saman í desembermán- uði, en æfingar hófust af kappi strax eftir áramót og hafa um eða jrfir 40 æfingar verið haldnar." Þórður sagði að ekki væri efnt til neinna fjáraflana svo hægt væri að standa undir leikstarfseminni. Sýningarnar sæju jrfirleitt um að ná endum saman. Það verk, sem best hefur gengið hjá félaginu, er Piltur og stúlka, sem sýnt var árið 1980 í leikstjóm Jóhanns Ögmunds- sonar. Þá voru sautján sýningar og þurfti oft að vísa gestum frá. „Við vonumst vissulega til að geta sýnt Bamalánið að minnsta kosti tíu sinnum, okkur veitti ekkert af því,“ sagði Þórður að lokum, en hann fer með hlutverk Tryggva Ólafs í verk- inu. Næstu sýningar verða í kvöld, föstudagskvöld 4. mars, síðan á laugardagskvöld, þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld, 5., 8. og 10. mars. Fimmtán píanó- nemendur á tónleikum AÐRIR píanótónleikar píanó- deildar Tónlistarskólans á Akur- eyri verða á sal skólans í kvöld, finuntudagskvöld, klukkan 20.30. Þar munu fimmtán píanónem- endur leika ýmis verk, meðal ann- ars eftir Bach, Bartok, Mozart, Schubert, Liszt, Gade, Prokofiev og fleiri. I vetur stunda 95 nemendur píanónám, en píanókennarar við skólann eru fimm talsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. NÝOG BETRISÓSA iroi.humrai Dreifingaraðili: Heildverslun Valdimars Baldvinssonar h/f, Akureyri. Sími 96-21344. Fæst í öllum betri matvöruverslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.