Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 53 Góð heilsa er g’ulli betri eftir Gissur Guðmundsson Ég þykist hafa orðið var við að allmikill áhugi hafi vaknað hjá ýmsum í sambandi við blómafrjó- komin, sem ég skrifaði um í Morg- unblaðið þann 10. nóvember síðast- liðinn. Þykir mér þeim hlýða að upplýsa lesendur nokkuð nánar um kynni mín af því og reynslu. Ég tel rétt að segja frá matseðli mínum frá degi til dags, í grófum dráttum. Ég byrja daginn með neyslu blómafrjókorna ásamt glasi af soðnu vatni, kældu, þar sem það fer betur í maga. Nokkru seinna borða ég disk af grófmeti og mjólk útá. Kl. 2—3 fæ ég mér brauðsneið- ar með ýmsu áleggi, með þvr' drekk ég mysu blandaða ávaxtasafa eða einhverju álíka hollu. Ennfremur borða ég ávexti, en sneyði að mestu hjá kaffi og te. Nokkru seinna tek ég skammt af komi, eins og um morguninn. Það er ekki talið ráð- legt að taka það seinna en kl. 16.00. Þá hef ég tekið alls 20 g yfir dag- inn. Það tel ég hæfrlegt, en sumir taka meira og aðrir minna. Aðalmáltíð dagsins borða ég svo kl. 18—19. Uppistaðan hennar ef allskonar fiskmeti, nýjan fisk sýð ég í þartilgerðum plastpoka, þá missir hann síður bætiefni og er ljúffengari þannig. Mjög sjaldan borða ég steiktan fisk. Talsvert borða ég af kartöflum. í eftirmat hef ég oftastnær ávaxtagrauta og mjólk eða rjóma útá. Sunnudags- maturinn er alltaf kjöt, annaðhvort soðið eða léttsteikt í lokuðum plast- poka, sem verður þá hreinasta lost- æti. Þetta fæðuval hefur reynst mér mjög vel og virðist falla vel saman við blómaftjókornin, sem eru sann- kölluð fæðubót og því góð aðferð til bættrar heilsu. Lesendur þessar- ar greinar munu ef til vill segja að þetta sé fábrotið fæði. Því er til að svara frjókomin bæta það fullkom- lega upp. Vísa ég þar til töflu í leið- arvísi High-Desert-boxanna þar sem greint er frá næringargildi þess og sundurgreiningu. Ég vil minnast á tvennt, sem ber að hafa í huga gagnvart bættri heilsu. Annað er: Það sem ber að forðast. Gervimatur allur er oftast næringarminni, vegna vinnslu og ofbættra litar- og rotvarnarefna. Einnig er best að sneiða sem mest hjá mat, sem soðinn er í feiti svo sem kartöflur, fiskur og kjöt. Sér- staklega ef það er harðsteikt. Enn- fremur ber að forðast alla harða feiti. Aftur á móti er öll sjávardýra- feiti talin mjög holl. Sætindi öll ber að forðast sem mest, í hvaða mynd sem þau em. Þá er mikil kaffi- neysla talinn óholl, ennfremur tób- ak og vín. Þessu öllu, sem að fram- an er upptalið, hefi ég að mestu sneitt hjá. Það hefur reynst mér haldgott í leit að bættri heilsu. Þá er það hitt atriðið í þessari upptalningu, sem ég tel mikilvægt og reyndar lífsnauðsynlegt. Það er öll hreyfing, í hvaða formi sem er, svo sem sund, leikfimi, göngur, trimm og einnig djúpöndun. Þetta útheimtir nokkra ögun og ákveðni, en skilar sér margfalt aftur í bættri heilsu. Þetta er mín áþreifanlega reynsla. Við alla hreyfingu brennir líkaminn betur fæðunni og skilar því meiri orku, sem þýðir aukinn lífskraft. Það sem ég hef nú dregið sam- an, mun vissulega eiga við alla, karla og konur, unga _sem aldna, að sumu eða öllu leyti. Ég vil nefna nokkrar staðreyndir um bætta heilsu mina, til viðbótar því sem áður er greint frá í fyrri grein minni. Ég hafði þrautir í hálsliðum sem leiddu upp í hnakkann og út í eyrun. Einnig snerti það sjóntaug- arnar og orsakaði truflun á sjón öðruhvoru. Ég hefði stundum þurft Gissur Guðmundsson „Það sem ég hef nú dregið saman, mun vissulega eiga við alla, karla og konur, unga sem aldna, að sumu eða öllu leyti.“ að hafa hálskraga til stuðnings, sérstaklega ef ég sat við borð og horfði fram, svo sem á sjónvarp, þá komu verkir og hálsinn varð magnlítill. Ég hélt um tíma að æxli væri að myndast í höfðinu bak við eyrað, svo voru þrautirnar mikl- ar. Sem betur fór var það ekki. Þessi einkenni eru nú öll horfin fyrir alllöngu, ásamt höfuðþyngsl- unum, sem hrjáðu mig oft. Stífir vöðvar í öxlunj orsökuðu þrautir út í handleggi og liðamót. Ennfremur verkir í mjóhrygg og mjöðmum, sem leiddu niður í lærin og fram í tær. Þetta allt er nú í besta lagi. Hnjáliðir voru mjög illa famir og verkir oft óþolandi, enda bólgur í þeim sem orsökuðu máttleysi og bjúg í fótum. Það gagnaði lítið þótt ég gengi við staf. Þá ráðlagði lækn- ir minn í samráði við sjúkraþjálfara að ég fengi teygjuhólka um hnén. Það var skömmu áður en ég komst í kynni við komið. Nú átti ég betra með að ganga, þó ekki væri það langt í einu og þá þurfti ég oft að hvíla mig. Eins verkjaði mig í hand- leggina ef ég hélt á einhvetju smá- vegis. I dag, 10. mánuðum seinna, er ég einkennalaus og munar ekkert um að ganga 10 km í einni lotu, ef svo ber til, enda geng ég minnst dag hvem 5—8 km. Meltingarfærin hafa angrað mig í mörg ár, með bólgum, bijóstsviða, of háum maga- sýrum og mörgu fleira. _Nú er þetta allt á góðum batavegi. Ég verð lítið var við mæði lengur, þótt ég reyni nokkuð á mig. Þrek hefur aukist mikið miðað við aldur. Það em dásamlegir hlutir sem hafa gerst í mínum líkama. Það þakka ég að stórum hluta þessu fæðubótarefni, blómafijókomun- um, og einnig þeim einföldu reglum, sem ég hef tileinkað mér og kostar ekkert. Ýmsir gætu þetta líka með nokkurri einbeitni. Ég hef fest þessa sjúkdómssögu mína á blað í þeim tilgangi að lesendur geti betur áttað sig á því hvað þeim beri að gera í von um betri heilsu. Það er von mín og ósk að þessi skrif mín eigi eftir að leiða marga í þann sannleika að góð heilsa er gulli betri. Góðir lesendur, reynsla mín af fæðubótarefninu High Desert- blómafijókominu er ótvíræð, enda ekki dómbær á annað korn. í dag er nákvæmlega eitt ár síðan ég byijaði notkun þess. Höfundur er ellilifeyrisþegi. Okkur tókstþað VID NÁÐUM VERÐINU NIÐUR MED STÓRUM INNKAUPUM KOMDU OG SKOÐAÐU ÞESSI FALLEGU SÓFASETT, SEM ERU SVO MJÚK OG ÞÆGILEG - MEÐ HÁU BAKI. ÞAU ERU BÓLSTRUÐ í SVAMP SEM ÞAKINN ER DAC-_ _ RONLÓ OG KLÆDD MEÐ NÍÐSTERKU, KRÓMSÚTUÐU OG ANILINLITUÐU NAUTALEÐRI (EINS OG YFIRLEÐRIÐ Á SKÓNUM ÞÍNUM) Á SLITFLÖTUM. Verðið er mjög hagstætt, því við náðum því niður með stórum innkaupum- og svo bjóðum við þér 2ja ára ábyrgð. 6 SÆTA H0RNSÓFAR 97.860 5SÆTAH0RNSÓFAR 92.860 3+1+1SÓFASETT 92.860 3+2+1+SÓFASEH 99.860 ÚTB. 25.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. ÚTB. 23.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. ÚTB. 23.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. ÚTB. 25.000 OGCA. 6-7.000 ÁMÁN. LEÐURLITIR: SVART-BRÚN-UÓSGRÁTT-DÖKKGRÁTT- BLEIKT-DRAPPLITT- OG DUMBRAUTT. OG AUÐVITAÐ BORGARÐU ÚTBORGUNINA- EÐA ÞÁ ALLT SAMAN MEÐ VISA OG EURO. _ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.