Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 70

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 HANDKNATTLEIKUR Kjör besta handknattleiksmanns heims í fyrra: Sigurður Gunnars- son einn þeirra tíu sem tilnefndir eru! Angeles 1984 og á Eystrasalt- skeppninni 1986. Hann er af mörgum talinn einn besti, ef ekki besti, miðjusóknarleikmaður heims í dag, og er á tíu manna listanum tekinn fram yfir leik- stjómanda Júgóslava, Zlatko Portner, og Sovétmanna, Svierid- enko. Kjör fer einnig fram í kvenna- flokki og eru eftirtaldir leikmenn tilnefndir þar: Svetlana Kitic Júgóslavíu, Draga Pesic Jujcic Júgóslavíu, Sinaida Turtschina Sovétríkjunum, Tamila Oleksjuk Sovétríkjunum, Ingrid Steen Nor- egi, Marina Durisinova Tékkósló- SIGURÐUR Gunnarsson, landsliðsmaður úr Víkingi, er einn tíu sem tilnefndir hafa verið í kjöri um besta hand- knattleiksmann íheiminum árið 1987. að er handknattleiksnefnd Alþjóðasambands íþrótta- fréttamanna (AIPS) sem stendur að þessu kjöri, og fer það nú fram í fyrsta skipti. Nefndin hefur til- nefnt tíu menn og listi með nöfn- um þeirra er sendur til íþrótta- fréttamanns í hverju landi. Þeim ber að velja þá fimm bestu, og mega reyndar bæta við þennan lista ef þeim sýnist svo. Þeir tíu sem nefndin tilnefndi eru eftirtaldir: Veselin Vujovic Júgó- slavíu, Alexander Tutschkin Sov- étríkjunum, Martin Schwalb V- Þýskalandi, Mats Olsson Svíþjóð, Frank Wahl A-Þýskalandi, Sig- urður Gunnarsson íslandi, Juan Munoz Melo Spáni, Eugenio Ser- rano Spáni, Jae-Won Kang S- Kóreu og Mikael Kállmann Finn- landi. Þar sem þetta kjör fer nú fram í fyrsta skipti er greinilegt að ár- angur leikmanna er ekki aðeins skoðaður á síðasta ári, heldur lengra aftur í tímann. Sigurður Gunnarsson lék til dæmis mjög vel á Ólympíuleikunum í Los Morgunblaöið/Einar Falur Sigurður Gunnarsson í landsleik gegn Suður-Kóreumönnum í Laugar- dalshöll. Númer 13 er Jae-Won Kang, sem einnig er tilnefndur í kjöri um besta handknattleiksmann ársins í fyrra. vakíu, Jasna Kolar Austurríki, Hermansson Svíþjóð og Hyun- Tatiana Watewa Búlgaríu, Mia Mee Kim S-Kóreu. ínémR FOLK . JBI FIMLEIKASAMBAND ís- lands hefur hafið útgáfu á frétta- bréfí sambandsins. Ábyrgðarmaður er Margrét Bjarnadóttir. Dómar- anámskeið í áhaldafimleikum kvenna og karla var haldið á vegum FSÍ 31. janúar til 12. febrúar. Þeir sem luku prófí eru: Brynja Kjær- nested, Vilborg Hjaltalín, Birna Björnsdóttir, Sigríður Björns- ddóttir, Dóra Óskarsdóttir, Sig- urður Björnsson, Elísabet Urban- cic, Sesselja Jörvala, Björn M. Pétursson, Guðjón Guðmunds- son, Atli Thorarensen, Krist- mundur Sigmundsson og Þor- varður Goði Valdimarsson. Næsta dómaranámskeið í áhalda- fimleikum kvenna verður haldið á Akureyri um helgina. Ferskar dögum saman -enda i loftskiptum umbúðum. Mjólkursamsalan KNATTSPYRNA Valsmenn fara til Jamaíku - „Þetta verður ævintýraferð," segir Eggert Magnússon ÍSLANDSMEISTARAR Vals t knattspyrnu fara til Jamaíku 19 mars og taka þar þátt í knatt- spyrnumóti, ásamt landsliði Jamaiku, meistaraliði landsins, 21 árs landsliði og bandarísku félagsliði. etta verður sannkölluð ævin- týraferð," sagði Eggert Magnússon, formaður knattspyrnu- deildar Vals, í samtali við Morgun- Pétur Ormslev blaðið í gærkvöldi. Eggert hitti menn frá Jamaíku þegar hann var í Flórída fyrir stuttu og þá skaust hugmynd um þessa ferð upp á yfir- borðið. Eftir það gengu þeir Hörður Hilmarsson og Þórir Jónsson, fyrrum leikmenn Vals, í málið og komu því í höfn. „Þeir eiga þakkir skilið," sagði Eggert. Valsliðið heldur utan 19. mars — til New York og þaðan til Jamaíku. Þeir koma aftur heim 28. mars. „ÉG er allur að koma til og æfi nú á fullum krafti,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Framliðsins í knattspyrnu, sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á fæti. Hann gat ekki leikið með lands- liðinu gegn Norðmönnum í Osló og Sovétmönnum sl. haust, vegna meiðslanna. Við sjáum um ferðakostnaðinn, en allt uppihald verður okkur að kostnaðarlausu á Jamaíku. Þessi ferð er ódýrari heldur en ferð til Evrópu," sagði Eggert. Fjögur önnur 1. deildarfélög fara í æfinga- og keppnisferðir í mars. KR til Skotlands, Völsungur til Hollands, Leiftur til Englands og Þór til Belgíu. Pétur hefur verið með verki í vöðva undir il og hefur verið í bylgjumeðferð og á lyfjum um tíma. „Ég finn að þetta er að hjaðna. Ég finn ekkert til á æfing- um,“ sagði Pétur, sem skoraði glæsilegt mark beint úr aukasþyrnu í æfingaleik gegn Víkingi á dögun- um. Pétur mun fara í læknisskoðun á næstu dögum. ínérn FOLK ■ STJÓRN FSÍ hefur ákveðið að að þiggja boð fimmleikasam- bands Skotlands um að taka þátt í landskeppni við Skotland 29. maí í vor. Mótið verður haldið í Glas- gow. ■ NORÐURLANDAMÓT unglinga í badminton fer fram í Törnsberg í Noregi um helgina. Keppnin hefst með landskeppni við Norðmenn og Finna og síðan verð- ur einstaklingskeppni. Liðið er þannig skipað: Njáll Eysteinsson, Jón Zimsen, Óli Zimsen, Birna Petersen, Berta Finnbogadóttir og Hafdís Böðvarsdóttir. Þjálfari er Jóhann Kjartansson og farar- stjóri Magnús Jónsson. ■ STJÓRN FRÍ hefur ákveðið að gera sérstakt átak í að efla íslenska millivegalengda- og lang- hlaupara á næstu árum. Er þetta þáttur í þeirri viðleitni stjómar FRÍ að efla fijálsíþróttir í landinu. Liður í átakinu er þátttaka í erlendum víðavangs- og götuhlaupum og hef- ur stjórnin ákveðið að senda sveit til þátttöku í Víðavangshlaupi Heimisins í Stavangri í Noregi vorið 1989. Einnig hefur FRÍ til- kynnt þátttöku fimm manna sveitar í götuhlaup á Ítalíu 28. maí í vor. Er um að ræða Evrópubikarkeppni í götuhlaupi, þar sem hlaupnir eru 16 km á götum Verona. ■ REYKJA VÍKURMÓTID í knattspyrnu hefst með leik Þróttar og Fylkis á gervigrasinu í Laugard- al 22. mars. Úrslitaleikurinn fer fram sunnudaginn 8. maí. ■ ÓLAFUR Jensson varendur- kjörinn formaður Íþróttasambands Fatlaðra á fjórða sambandsþingi ÍF sem haldið var á Húsavík 20. til 21. febrúar. Stjórnina skipa auk Ólafs: Þórður Hjaltested, Ólafur Þ. Jónsson, Guðlaugur Guð- mundsson og Björk Jónsdóttir. íkvöld h fllEinn leikur verður í 1. deildarkeppni I karla f handknattleik í kvöld. Þór leik- I ur gegn Fram á Akureyri kl. 20. ■Þrír leikir verða í 8-liða úrslitum í I bikarkeppninni i körfuknattleik. ÍR I mætir Grindavlk kl. 20 í Seljaskóla. Í I Njarðvík fara fram tveir leikir. I Njarðvík A leikur gegn Breiðablik kl. I 19.30 og kl. 21 leika Njarðvík B og I Haukar. HANDBOLTI / EVROPUKEPPNIN Draumur Alfreðs ræftist Alfreð Gíslason og félagar í Tusem Essen mæta spánska félaginu Elgor. Bidasoa í undan- úrslitum Evrópukeppni meistara- liða. Þar með rættist draumur Alfreðs og félaga hans. í undan- úrslitunum mætast einnig júgó- slavneska liðið Metaloplastika Sabac og ZSKA Moskva, sem sló Víkinga út. I keppni bikarhafa mætast annars vegar sovéska liðið Minsk og Medvescak Info frá Zagreb og hins vegar Grosswallstadt, Vest- ur-Þýskalandi, og Banik Karvina, Tékkóslóvakíu. í IHF-keppninni eigast svo við Barcelona, Spáni, og Minaur Baia Mare, Rúmeníu, annars vegar og hins vegar Granitas Kaunas, Sov- étríkjunum og St. Otmar frá Sviss. Ifyrri leikimir fara fram á tímabil- inu 28. mars til 4. apríl og þeir síðari átímabilinu 4. til 10. apríl. Pétur Ormslev í bylgjumeðferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.