Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 68

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 68
-88 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Allcir nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingasími: 25100. P.S. Meistari eða byrjandi á skíðum - það eru allir jafnir í austurrísku brekkunum! Vetrarfrí í austurrísku Ölpunum, á skíðum í heimsins bestu brekkum... það er sannarlega engu líkt! í hinum dýrlegu fjallabæjum er loftið tært og heilnæmt og þar muntu kynnast heillandi stemningu sem líður þér seint úr minni. Mayrhofen, Zell am See og Kitzbiihel eru staðirnir þrír sem Flugleiðir bjóða ferðir til í vetur. Beint áætlunarflug er til Salzburg vikulega, en þaðan er stutt til allra áfangastaða. Fararstjórar verða sem fyrr hinn góðkunni Rudi Knapp, sem er innfæddur Tíróli og íslenskumælandi, og Ingunn Guðmundsdóttir. Verðdæmi: Kr. 32.283 á mann í tvíbýli á Pension Lindenthal. Tvær vikur í mars, brottför 12/3, 19/3 og 26/3. FLUGLEIDIR -fyrír þíg- KConica U-BIX UOSRITUNARVÉLAR íttámR FOLK ■ GIAN ANGELO Perucci, skipakaupmaður frá Genóva og fyrrverandi formaður ítalska sund- sambandsins, var handtekinn á dög- unum fyrir fjármál- Brynja amisferli. Handtak- Tomer an fór fram í Lissa- skrifar bon í Portúgal, en ,ráltallu Perucci verður fluttur til Ítalíu á næstu dögum þar sem réttarhöld í meintu fjármálam- isferli fara fram innan skamms. ■ GIANNI Agnelli forstjóri FIAT, sem er aðaleigandi Juvent- us, kom flestum á óvart um síðustu helgi. Forstjórinn dvelur um þessar mundir í St. Moriz í fríi, en á sunnu- daginn brá hann sér til Mílanó til að fylgjast með leik Mílan og Sampdoria. „Þessa dagana vil ég frekar horfa á önnur lið en Juvent- us, vegna þess að þau leika betri knattspymu," sagði Agnelli við fréttamenn. „Þau tvö lið sem leika hér nú kunna að skemmta áhorf- endum og það er ótrúlega magnað andrúmsloft hér á þessum velli. 65 þúsund manns eiga fasta ársmiða á þennan völl og að auki koma margir á einn og einn leik. Hvað viljiði að ég segi um Juve?“ spyr Agnelli, en svarar síðan sjálfur: „Mennimir gera skyldu sína og ég sé ekki ástæðu til að tmfla þá.“ ■ SAMTÖK ítalskra knatt- spyrnuleikmanna hafa í hyggju -að efna til verkfalls 17. apríl næstkom- andi til að mótmæla þeirri ákvörðun sem tekin hefur verið um að ieyfa þtjá erlenda leikmenn í 1. deildar liðum frá og með síðustu helgi, og frá og með 1. júlí 1990 í 2. deildar lið. Eins og gefur að skilja em það íjársterkari liðin sem lagt hafa áherslu á að fá þriðja erlenda leik- manninn, meðan þau lið sem minna hafa handa á milli mótmæla harð- lega, því þau sjá í hendi sér hversu breitt bil getur myndast milli lið- anna þegar sum þeirra geta haft þijá erlenda sterka menn í liðum sínum. ■ GLASGOW Rangers frá Skotlandi hefur farið þess á leit við Juventus að kaupa Ian Rush, leikmanninn frá Wales, sem leikur nú sitt fyrsta' leikár á Ítalíu án vemlegs árangurs. Rush er enn mikið virtur á Bretlandi þó ítalir — sérstaklega aðdáendur Juve — eigi erfitt með að taka hann í sátt. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að skoska liðið getur ekki samið beint við Juve, því þegar Juve keypti Rush af Liverpool var gerður samningur þess efnis að Liverpool ætti forkaupsrétt á honum á Stóra-Bretlandi. Því yrðu Liv- erpool-menn að gefa leyfi fyrir sölunni. Juventus-menn neita því alfarið að Rush sé til sölu og því er ekki ljóst hver staðan er í þessu máli. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er Glasgow Rangers þó reiðubúið að greiða 120-150 milljónir íslenskra króna fyrir Rush, en Juve keypti hann í fyrra fyrir 210 milljónir. Þetta yrði í fyrsta sinn í 115 ára sögu Rangers sem þeir tækju kaþólskan leikmann í liðið, en hingað til hafa leikmenn og aðdáendur Rangers langflestir verið mótmælendur meðan Celtic hefur séð um þá kaþólsku. lan Rush

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.