Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 66

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 66
\ 66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 tteBAAnn Lokaðir þú ekki ofnhurð- Baðstu ekki um kaffi í inni, Anna? rúmið? HÖGNI HREKKVÍSI f/ þ>AE> ER EINHV'ER PEST AÐSANSA . .. HÖGMI VIRÐIST VEJ2A MBÐ ST^FiAÐ MEF.'; Vægustu áfengisáhrif draga úr skapandi hugsun Kæri Velvakandi. Þakka grein Odds Sigurðssonar í Velvakanda þ. 14. febrúar. Óvið- eigandi veitingar hét hún. Þar gagnrýnir hann réttilega útsend- ingu Stöðvar 2 á veislu, sem vera skyldi til að samgleðjast Jóhanni Hjartarsyni að loknu skákeinvígi hans. Þar var sýnt að Jóhanni var bor- ið vínglas á bakka og honum ekki ansað, þótt hann spyrði, hvort það væri áfengt. Margeir Pétursson, sem sennilega er vanari veisluvenj- um íslendinga, varð að biðja um vatn. Þetta var bein útsending frá því sem hefði átt að vera gleðiboð. Þannig gera því miður margir gestgjafar. Bera fram það sem þeim sjálfum finnst gott og fínt en gleyma að taka tillit til gesta sinna. Eitt slíkt atvik er mér sérstaklega minnisstætt. Opinber móttaka vegna ákveðins hátíðartilefnis. Bakkar voru bornir um með veiting- um. Á þeim öllum voru fín glös, en öll með áfengi. Ég bað um appelsín eða vatn. Þjónustufólkið hélt áfram sínum verkum eins og venjan bauð. Það var alltaf sama sagan, löng bið eftir afgreiðslu á óáfengum diykkj- um. En þá heyrði ég mann biðja um appelsín og ég sneri mér við. Þar stóð Vilhjálmur Hjálmarsson, ráðherra, aðalhátíðargesturinn í þessu boði. Samt varð 15 mínútna bið eftir afgreiðslu. Þó var alþjóð kunnugt að Vilhjálmur barðist fyrir afnámi vínveitinga í opinberum veislum. í góðri grein í Heilbrigðismálum nr. 4/1987 segir Jónas Hallgríms- son, prófessor: „Vægustu áfengisáhrif draga úr skapandi hugsun og nákvæmni hreyfinga, þótt þess verði sjaldan vart nema með mælingum. Þetta finna þó flestir sem áfengis neyta, hjá sjálfum sér, ef vel er að hugað." Ekki vil ég trúa því að Islending- ar vilji Jóhanni Hjartarsyni illt. En væri ekki athugandi að gestgjafar sem kurteisir vilja teljast hefðu á bakkanum jafnmörg glös með app- elsíni og vatni, að minnsta kosti þegar samgleðjast á góðum íþrótta- mönnum. En íþróttamenn, ekki sízt skákmenn, þurfa á skýrri hugsun og miklu þreki að halda. Slíkt fæst ekki með sljóvgandi efnum eins og áfengi. Sólveig Jóhannsdóttir Víkverji skrifar Víkvetji fór nýlega á einn hinna betri matsölustaða borgarinn- ar, stað, sem er nýr af nálinni, Holiday Inn. Allt, sem að viðskipta- vinum þessa fallega hótels snýr, er til hinnar mestu fyrirmyndar. Bæði matur og þjónusta voru afbragð og eru eigendum hótelsins og starfs- fólki til hins mesta sóma. XXX Einhver mikilvægasta grund- vallarregla í sambandi við lagasetningu, sem þingmenn verða að hafa í huga, er að ákvæði laga bijóti ekki í bága við heilbrigða skynsemi. Því minnist Víkveiji á þetta, að honum fínnst á stundum gæta þessa, þegar þingmenn í ákafa sínum vilja ná einhveiju fram að þeir sjást ekki fyrir. Frægt er dæmið úr svokölluðum Ólafslögum, þegar sagt var, að verðbólgan á Islandi ætti ekki að vera meiri en í nágrannalöndunum. Óskhyggja af þessu tagi, sem miklu fremur er stefnumörkun en lög, á alls ekki heima í lagagreinum. Það á aldrei að setja í lög hluti, sem ekki er unnt að standa við. I nýju umferðarlögunum er erlent ákvæði frá Svíþjóð, þar sem skylt er að hafa full ökuljós á bifreiðum allan sólarhringinn án tillits til að- stæðna. Þetta er ákvæði, sem getur á stundum stangast á við heilbrigða skynsemi. Miðnætursól á Jóns- messu, albjört nótt, heiðskír himinn og reyklaus borg eins og Reykjavík — eru þetta aðstæður, sem kalla á full ökuljós? Þetta ákvæði á vissu- lega við erlendis, þar sem nóttin er ávallt myrk, en ekki á Islandi við björtustu aðstæður. Umferðaryfírvöld hafa gjaman haldið því fram, að það kostaði ekkert að hafa aðalljós kveikt. Eft- ir að þessi regla var lögleidd í Svíþjóð jókst bensínnotkun þar til mikilla muna án þess að ökutækjum í landinu fjölgaði að sama skapi. Hver skyldi vera skýringin á því? Kannski felst hún í aukinni Ijósa- notkun. Það hlýtur að kosta sitt, þegar 100.000 bifreiðir keppa við júnísólina um að upplýsa umhverf- ið. Ljós eða ljósanotkun hefur aldr- ei verið ókeypis á Islandi. Þá verður sérkennilegt að fylgj- ast með því, hvemig sekta á menn fyrir að skipta um akrein. Menn segja að vinstri akrein eigi að vera fyrir hraðaakstur í umferð, þar sem hraðaakstur er bannaður. Ög hve- nær mega menn skipta um akrein? Hver á að meta, hvenær slíkt er heimilt og hvenær ekki? XXX Nú kastar tólfunum, þegar bif- reiðatryggingar hækka hvorki meira né minna um 60%. Útreikn- ingar tryggingafélaganna virðast sýna þessa hækkunarþörf og Tryggingaeftirlitið hefur sannfærzt um að hún sé óhjákvæmileg. Víkveiji, sem eitt sinn lenti í hörðum árekstri fýrir allmörgum árum og þurfti þar af leiðandi að. leita til tryggingafélags um greiðslu tjóns, efast stórlega um að trygg- ingafélögin gæti í hvívetna hag- kvæmustu leiða í því að bæta tjón, sem þeim ber. Bíllinn, sem Víkveiji átti, varð fyrir stórtjóni og hann fór þess á leit við félagið að það greiddi bílinn út. Ijónaskoðunarmaðurinn kvað það útilokað, þar sem tjónið næmi ekki 50% af andvirði bílsins. Því var bfllinn réttur. En þegar upp var staðið var viðgerðarkostnaður bílsins orðinn yfir 80% af því sem fengizt hefði fýrir hann á innlendum markaði. Tjónauppgjörið var því margfalt dýrara en það hefði þurft að verða og þar af leiðandi útgjöld tryggingafélagsins, sem hefði þá getað selt bílflakið fyrir viðgerð fyrir um 50% af útborgunarverði bílsins. I þessu tilfelli var um ólið- legheit tryggingastarfsmanns að ræða, sem skaðaði tryggingafélagið til stórra muna. En kannski þurfa starfsmenn tryggingafélaganna ekki að sýna slíka aðhaldssemi — félögin fá ávallt sínar óskir um hækkun uppfylltar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.