Morgunblaðið - 03.03.1988, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 03.03.1988, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Ölli var ætíð hress, mjög fróður og víða heima. Vorið 1977 keypti ég jörðina Egilsstaði II og hóf þar búskap. Vinskapur okkar hélst óbreyttur þó Ölli væri fluttur suður. Hann kom oft í heimsókn og var ætíð kærkominn gestur. Er erfitt er maður rifjar upp í huganum iiðnar samverustundir, að sætta sig við að þær verði ekki fleiri. Með þessum fátæklegu orðum vil ég og fjölskylda mín þakka Ölla allar góðar stundir. Nú er hann farinn í siglinguna miklu og óskum við honum góðrar ferðar. Móður hans, systkinum og ijölskyldum þeirra sendum við innilegar samúð- arkveðjur. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Guðsteinn F. Hermundsson Kveðja frá félögum í mann- gildishreyfingnnni I nútímaþjóðfélagi eins og okkar, þar sem tæknin og hraðinn eru allsráðandi, og þar sem ofurkapp er lagt á svokölluð veraldleg gæði, koma þær stundir í lífi flestra, þeg- ar þeir hrökkva við og setur hljóða. Spumingar vakna: Hvers vegna allur þessi gauragangur? Ættum við ef til vill að eyða meiri tíma í samskipti við vini og kunningja. Höfum við nægan tíma? Hvers erum við megnug gagnvart skapadægri okkar? Þannig hugleiðingar vöknuðu þegar við fréttum lát Ölvis þann 23. febrúar sl. Við teljum það heppni að hafa kynnst Ölvi. Fyrir nokkrum árum, þegar leiðir okkar lágu saman, á vettvangi hreyfmgar- innar, þar sem Ölvir var virkur fé- lag?.- Ölvir fann samhljóm með hug- myndafræði hreyfingarinnar og við- horfum sínum, til lífsins og tilver- unnar og hvernig leysa ætti sam- skiptaörðugleika manna á milli, á leið okkar frá því náttúrlega til fyllra og betra mannlífs. Ölvir var alltaf reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum í starfinu. Það þurfti tíma til að kynnast Ölvi, en fáum höfum við kynnst sem vaxið hefur meira við kynningu. Innifyrir hjá Ölvi blundaði eldheitur baráttumaður, sem þráði einlæg samskipti og vildi þjóðfélag þar sem ríkti sanngirni fyrir alla. Ölvir var góðum gáfum gæddur og kom okkur oft á óvart með þekk- ingu sinni á hinum ólíkustu málum, en það sem snerti okkur mest í fari hans, eftir því sem kynnin juk- ust, var hin mikla hógværð og æðruleysi sem hann sýndi í hvívetna, það var hans aðalsmerki sem mun lengi lifa í minningunni um góðan dreng. Sigurður Sveinsson, Sigurjón Reynir Kjartansson, Júlíus K. Valdimarsson, Jón Kjartansson. Minning: Ingileif Helga Gunnlaugsdóttir Fædd 27. nóvember 1897 Dáin 25. febrúar 1988 Ingileif Helga Gunnlaugsdóttir var fædd að Ytri-Þorsteinsstöðum í Haukadal í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Anna Hannesdóttir, ættuð frá Tyrfingsstöðum í Innri- Akraneshreppi, og Gunnlaugur Magnússon, ættaður úr Miðdölum. Þau bjuggu lengst á Litla-Vatns- horni í Haukadal og varð 11 barna auðið, en 8 þeirra komust til fullorð- insára. Einn er nú eftir af hópnum. Það er Bjöm sem var þeirra yngst- ur og hann dvelur nú ásamt konu sinni að Kumbaravogi á Stokkseyri. Ingileif fluttist til Reykjavíkur ung stúlka og vann við framreiðslu- störf alla tíð á ýmsum veitingahús- um, svo sem Hressingarskálanum, Hótel Borg og Hótel Islandi. Enn- fremur þjónaði hún Frímúrurum til borðs á fundum þeirra í tugi ára. Stundaði hún vinnu sína af lífi og sál og fengu íjölmargir ættingjar og vinir að njóta einstakrar þjón- ustulundar hennar á heimili hennar. Ingileif var glæsileg heimskona, framsýn og jákvæð og aldrei gamal- dags. Myndir sem eru til af henni sýna að hún gerði sér far um að tolla í tískunni og hikaði ekki við að klæðast tískulitum hvers tíma. Ingileif bjó með æskuvinkonu sinni, Láru Skarphéðinsdóttur, í nokkur ár. Síðar keyptu þær íbúðir hvor á sínu horninu og höfðu dag- lega samband meðan báðar höfðu heilsu til. Eru Láru færðar sérstak- ar þakkir fyrir tryggðina við Ingi- leiftj alla tíð. Hún dvelur nú í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavík. Þegar heilsan fór að gefa sig fluttist Ingileif á elliheimilið Grund og var þar í 8 ár, nú síðast þrotin kröftum og alveg rúmliggjandi síðustu mánuðina. Þegar svo var komið var það kannski líkn að minni gærdagsins var frá henni tekið, en atburði 75 ár aftur í tímann mundi hún vel lengst af. í hraða nútímans gleymist okkur sem yngri erum gjarnan að þeir, sem svo er komið fyrir, þarfnast okkar hvað mest þá. Innilegar þakkir færum við Ragnheiði Hannesdóttur, bróður- dóttur Ingileifar, fyrir alla um- hyggjuna við hana, svo og Önnu Magnúsóttur Ellerts og Gunnlaugi Magnússyni, bróðurbörnum hennar sem búsett eru erlendis, sem létu aldrei hjá líða að líta til frænku þegar þau komu til landsins. Hvíli elsku frænka í friði. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Leifur H. Magnússon, Guðleif Guðlaugsdóttir. VIDEO FRÉTTIR .í&lgWRz. The legend of the golden pearl Philip Wisely er landkönnuður, fornleifafræö- ingur og meistari í bardaglistum. Hann er ráöinn til aö leita aö "Gullnu Perlunni" perlan finnst í hofi hellanna, leynihofi undir fornu búddahofi í Nepal. En það er ekki nóg aö finna hana, hennar er vandlega gætt... Bullet proof Fyrrum CIA útsendari, er lögga í Los Angeles, þar notar hann sömu ruddalegu aöferðirnar viö aö hreinsa upp götunnar og í fyrra starfi. Fyrrum vinnuveitendur hans vantar slíkan mann í verkefni í Miö-Ameríku, en hann er ekkert spenntur, svo... Guerilla Strike force Æsispennandi stríösmynd sem gerist á Filippseyjum. Flóttafangar úr stríðsfangelsi komast yfir mikiö magn japanskra vopna og halda uppi árásum á japanska herinn. Þeir taka tvo japanska herforingja til fanga, en japanir taka þá uppá því aö drepa 50 fanga daglega, þar til herforingjarnir veröi leystir úr haldi ... Tiger Shark Hasar og ævintýramynd meö "stunt" atriöum sem fá áhorfandann til að sitja límdan viö tækiö þar til yfir líkur. Ungur karete meistari lifir þægilegu lífi á Maui, þar sem hann kennir bardagalist, vinkonu hans og tveimur öörum Ijósmyndafyrirsætum er rænt meöan á myndatöku stendur, karatemeistarinn og vinir hans fara aö leita þeirra ... SSFmyndform Sími 65 12 88, Hólshrauni 2, 220 Hafnarfirði Landið helga - Egyptaland - Skemmtiferðaskip á Níl 30. mars til 14. eða 21. apríl (16 eða 22 dagar). J erúsalem-Betlehem-J eriko-Dauðahafið-N azaret-Galileu vatn- Eygyptaland-Kairo- Pýramídarnir- 5 dagar með skemmtiferða- skipi á Níl. Baðstrandardagar við Miðjarðarhafíð í ferðalok. 4ra og 5 stjörnu hótel með morgunmat og kvöldmat og samt kostar ferðin ekki meira en tvær vikuferðir til London eða góð sólarlandaferð. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. Ógleymanleg ævintýraferð. Fögur lönd og framandi þjóðlíf. Dýrð- legir dagar á skemmtiferðaskipi og sólskinshvíld við sand og sjó. FIUGFERÐIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17 Símar 10661,15331 og 22100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.