Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 57

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 5.7 Lið Týs sem sigraði í 3. flokki. 3. flokkur: Týr frá Vestmanna- eyjum íslandsmeistari - sigraði Breiðablik 3:2 í úrslitum 3. flokks Týr kom mjög á óvart í íslands- mótinu í 3. flokki innanhúss. Strákarnir úr Eyjum, sem ekki æfa inni komu, sáu og sigruðu í þessu Islandsmóti. Þeir sigruðu sterk lið FH, Fram og síðan Breiðabliks í úrslitaleiknum. Týr kom mjög á óvart í leiknum gegn Fram, en fyrir mótið höfðu margir spáð því að Framarar myndu sigra. Týr sigraði nokkuð auðveldlega 2:0. í undanúrslitum lentu þeir hinsvegar í kröppum dansi gegn Valsmönnum og sigruðu einungis eftir framlengingu. Breiðabliksliðið er skipað mjög sterkum leikmönnum og bjuggust flestir við því að þeir myndu sigra Tý í úrslitaleiknum, og var þá mið- að við hve auðveldlega UBK liðið sigraði ÍA, 3:0, í undanúrslitum. Týsararnir komu hinsvegar mjög ákveðnir til leiks og Sigurður Gylfa- son skoraði fýrsta markið fyrir þá í seinni hálfleik. Blikamir voru eitt- hvað seinir í gang og áður en þeir vissu af var Huginn Helgason búinn að auka forystuna í 2:0. Kristófer í Blikaliðinu átti síðan skot í slá en það var síðan Hákon Sverrisson sem minnkaði muninn í 2:1 með góðum skalla. En besti maður vallarins, fýrirliðinn Huginn Helgason, skor- aði síðan glæsilegt mark fyrir Týs- ara og tryggði þar með liði sínu sigurinn. Að vísu minnkaði Arnar Grétarsson muninn fyrir Breiðablik með góðu skoti en vörn Týs var sterk það sem eftir var leiksins. Sanngjarn sigur Týs var staðreypd og þar með hafði félagið eignast sína fýrstu Islandsmeistara í knatt- spyrnu. i UDÓ Morgunblaöiö/Reynir Eiríksson Hörmuleg æfingaaðstaða - segir Jón Óðinn Óðinsson, þjálfari júdódeildar KA ÞAÐ má með sanni segja að það góða og mikla starf sem unnið hefurverið fyrir júdó- íþróttina á Akureyri megi að mestu leyti þakka Jóni Oðni Óðinssyni. Jón hefur verið ötull í starfi sínu fyrir júdóið og hefur þjálfað alla flokka ásamt því að vera í stjórn júdódeildar KA og jafnframt verið eini stjórnarmaðurinn um nokkurra ára skeið. Undir- ritaður hitti Jón að máli nýve- rið og spurði hann fyrst hver hefðu verið tildrög þess að hannfór íjúdóið? Eg byrjaði að æfa árið 1982, en þá var mikið af eldri strák- um í júdóinu sem flestir voru að hætta og eftir aðeins eitt ár var ég orðinn sá eini sem æfði. Eg ák- vað að þetta gæti ekki gengið og fór því að hvetja unga krakka til að æfa og tók að mér að stjórna æfingum. I upphafi var ekki mikil þátttaka en smám sam- an fóru fleiri að æfa og nú hefur verið nokkuð jöfn þátttaka í um þijú ár og ætla ég að um 70 manns æfí júdóið að staðaldri. Krökkunum er skipt í þijá flokka og sé ég um þjálfun þeirra allra og hef gert síðan 1983. Það hefur gengið mjög illa að fá fólk til að starfa í stjóm júdódeildar og hef ég séð um þá hlið málsins ásamt þjálfuninni, svo maður hefur haft í nógu að snúast. Nú nýverið boð- aði ég svo foreldra þeirra krakk- ar, sem æfa, á fund og var að reyna að ná til þeirra og fá hjálp frá þeim því nú er íslandsmót framundan og því mikið starf sem þarf að vinna. íslandsmótið fer fram hér á Akureyri að þessu sinni og verður laugardaginn 5. mars. Þetta fólk var jákvætt og er ég viss um að það á eftir að hjálpa mér mikið og við vafalaust eftir að vinna vel saman.“ Hvernig hefur gengið hjá ykk- ur í gegnum árin? „Ég held að óhætt sé að segja að okkur hafi gengið mjög vel á mótum til þessa. Á íslandsmótinu árið 1985 unnum við 6 af 8 titlum í flokkum unglinga og árið 1987 5 titla af 7 mögulegum. I fýrra unnum við svo 10 titla af 14 mögulegum. Þessi árangur er að mínu mati góður, sérstaklega ef tillit er tekið til hversu hörmulega æfingaaðstaða okkar er. Salurinn er mjög lítill (um 80 fermetrar) og loftlaus. Nú þá er hann opinn fram í aðalsalinn héma í íþrótta- höllinni og því ónæði mjög mikið. En þrátt fyrir að við búum við fremur slæma aðstöðu þá er bjart yfir okkur og við erum bjartsýn á framtíðina. Það verður stór stund hjá okkur 5. mars þegar við höldum íslandsmótið og við erum ákveðin að gera það mjög vel úr garði,“ sagði Jón Óðinn að lokum og við þökkum við honum fyrir spjallið. Reynir Eiriksson skrífar ÓmarÁrnason: Frændi minn lékk mig til að koma áæfingu ÓMAR Árnason 11 ára gaf ekkert eftir þegar blaðamaður sá hann glíma við félaga sína og var auðséð að hann tók hlutina af mikiili al- vöru. Ómar var fyrst spurður hvenær hann hefði farið að æfa júdó. Hefekki misst úr æfingu I eittog hálftár GUÐLAUGUR Halldórsson var ekki árennileg- ur í júdóbúningnum og var greinilegt að hann reyndist félögum stnum erfiður Ijár í þúfu. Undirritaður náði tali af Guðlaugi og spurði hann fyrst hvers vegna hann hefði farið að æfa júdó? Eg byijaði fýrir þrem árum og var það frændi minn sem fékk mig til að koma á æfingu. Það er mjög gaman að æfa júdó og sé ég svo sannar- lega ekki eftir því að hafa byijað að æfa.“ Hvernig hefur þér gengið í keppni? „Mér hefur gengið ágætlega og varð ég Islands- meistari í mínum flokki árið 1986 en í fyrra lenti ég í þriðja sæti í einstaklingskeppninni en við urðum íslandsmeistarar í sveitakeppninni." Eru flestir vina þinna í júdó? „Nei, við erum þrír sem erum 11 ára en aðrir strák- ar sem ég þekki æfa aðrar íþróttir og hafa ekki sýnt því áhuga að æfa júdó. Ég er ákveðinn i að halda áfram að æfa júdó og stefni að því að verða betri. En í dag er stefnan tekin á íslandsmótið sem verður í byijun mars og ætla ég að reyna að vinna í mínum flokki," sagði Ómar að lokum. að var nú vinur minn sem dró mig á fyrstu æfinguna og fór ég einkum til að halda mér í formi. Það var ekki að sökum að spyija að ég fékk dellu fyrir júdó og hef ekki misst úr eina einustu æfingu ? þetta eina og hálfa ár sem ég hef æft og mun vafalaust ekki missa úr æfingar á næstunni nema eitthvað mikið gerist. Æfingarnar eru mjög skemmtilegar og þjálfarinn góður. Hann er strangur og heldur okkur vel við efnið sem er mjög gott." Hvernig hefur þér gengið í keppni? „Ég held að óhætt sé að segja að mér hafi gengið ágætlega, en á móti í haust vann ég til gullverðlauna í mínum flokki og einnig í flokki fullorðinna. Nú þá fór ég á Norðurlandamótið í fyrra og varð þar i 5. sæti í mínum flokki sem ég held að sé vel viðun- andi. Það er alveg á hreinu að ég ætla að halda áfram að æfa og keppa í júdó, og stefni að sjálfsögðu hátt.“ Llð Lelknls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.