Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 56

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA INNANHUSS Bralðabllk varð íslandsmeistari í 4. flokki innanhúss. MorgunblaSið/Andrés Breidablik íslands- meistari í 4. flokki Sigraði lið ÍA í úrslitaleik ÞAÐ var.lið Breiðabliks sem sigraði í íslandsmótinu í 4. flokki innanhúss. Keppnin fór fram í íþróttahúsi Digraness dagana 5.-7. febrúar. Það voru lið Breiðabliks og Skaga- manna sem komust í úrslit og er sagt frá leiknum annars staðar á síðunni. Leikið var eftir nýjum reglum í innanhússknattspymu og aðal- munurinn er sá að nú leikur mark- maður með liðinu. Það var mál manna að þessar nýju reglur hefðu gefið góða raun, þó að ekki hafi allir leikmennimir verið á sama máli. Það tekur auðvitað tíma fyrir liðin að átta sig á þessum nýju regl- um og einnig tók það nokkurn tíma fyrir dómara að átta sig á þessum breyttu reglum. Sömu reglur giltu einnig fyrir 3. flokk sem einnig lék í Digranesi og 5. flokk sem lék á Varmá. í 4. flokki mættu til leiks 24 lið. Liðunum var skipt í 6 riðla og komst efsta liðið úr hveijum riðli áfram. Þau lið sem komust áfram í úrslit vora lið ÍA, ÍR, Vals, Breiðabliks, Týs og Fram. í fyrsta undanúrslitaleiknum sigr- aði lið ÍA lið ÍR 2:1 í spennandi leik. Þar næst sigruðu Blikamir úr Kópavogi lið Valsmanna nokkuð öragglega 3:1. Lið Fram og Týs komust beint í fjögurra liða úrslit en þurftu bæði að lúta í lægra haldi þar. Breiðablik vann Tý í hörkuleik 1:2, þar sem framlengja þurfti og vítaspymu þurfti til að knýja fram úrslit. I hinum leiknum komu knáir Skagamenn á óvart með því að leggja sterkt lið Framara að velli. Það vora því lið Breiðabliks og Skagamanna sem léku til úrslita í þessum aldursflokki og má sjá frá- sögn af þeim leik annars staðar á síðunni. Breiðablik tryggði sór sigur í framlengingunni Það kom nokkuð á óvart að þessi tvö lið, UBK og ÍA, komust í úrslit en það var mjög sanngjamt. Bæði liðin hafa á smáum en knáum ein- staklingum að skipa og sýndu góða knattspymu í þessu móti. Mikil barátta var i leiknum strax frá upphafi og greinilegt að leik- mennimir vora staðráðnir í því að standa sig í leiknum. Skagamenn vora öllu aðgangsharðari upp við mark Blikanna og björguðu stang- imar tvisvar sinnum Kópavogs- búunum. Heimir Jónasson var sterkur í vöm Skagamanna og komust Blikamir lítið áleiðis gegn honum. Það þurfti því að framlengja leikinn og snemma í framlengingunni komst Eiríkur Onundarson Bliki inn fyrir vöm IA og skoraði fallegt mark sem síðan reyndist tryggja Breiðablik íslandsmeistaratitil. Blikamir fengu síðar í framlengingunni gull- ið tækifæri til að auka við forskot sitt en Gunnar H. Bjamason varði glæsilega frá Elvari Guðmundssyni Blika. Elvar hafði skorað bæði mörk Blikanna gegn Tý í undanúr- slitunum en þama brást honum bogalistin. Það kom ekki að sök því Blikavömin var sterk og stóðst allar sóknir IA-liðsins. Það er því Breiða- blik sem er íslandsmeistari í 4. flokki innanhúss 1988. Eiríkur Önundarson: „lUliklu jafnari lelkir með þessum reglum“ Eiríkur Önundarson er mjög fjöl- hæfur íþróttamaður. Hann er mjög sterkur tennisleikari og hefur sigrað í mörgum mótum í sínum aldursflokki. Einnig leikur hann körfubolta með ÍR (það er af því Breiðablik er ekki með körfubolta í þessum flókki tók hann fram). Við spurðum Eirík fyrst hvemig honum fyndist að leika eftir þessum nýju reglum: „Það er ágætt, þó að mér finnist nú skemmtilegra að spila eftir gömlu reglunum. Núna eru skoruð miklu færri mörk en á móti kemur að leikimir era miklu jafnari. Þetta gefur fleiri liðum möguleika á að ná árangri." — Bjóstu við að Breiðablik gæti orðið meistari? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Ég bjóst heldur ekki við að lið IA kæmist í úrslit. Erfiðasti leikur- inn var við Tý, þótt við væram dálítið heppnir í úrslitaleiknum gegn Skaganum.“ — Hverju viltu þakka þennan árangur? „Það er nú fyrst og fremst góðum liðsanda. Við eram með góðan þjálf- ara, Helga Þorvaldsson, og svo hafa liðsstjóramir tveir, Gunnsteinn og Þór Hreiðarsson unnið mjög gott starf fyrir flokkinn." Með þessum orðum þökkum við Eiríki fyrir viðtalið og óskum hon- Morgunblaðið/Andrés Pétursson Eiríkur fyririlAi. um velfamaðar á íþróttasviðinu í framtíðinni. Úrsfit 4. flokkur Týr — Bolungarvík 6:2 ÍK-ÍR Þróttur — FH ÍBK —Stjaman 0:1 Valur — Grindavik 1:0 ....2:0 Vfkingur — Afturelding 0:0 Bolungarvík — FH ÍR — Stjaman 4:1 ÍK-ÍBK Haukar — Völgungur Grindavík — Afturelding 0:3 ÍBK — Fylkir ....3:2 Vaiur —Víkingur 0:3 Þróttur — Bolungarvík ÍBK - ÍR FH-Týr Stjaman — ÍK 0:0 3:0 Víkingur — Grindavík 2:2 Reynir —Ægir Afturelding — Valur 0:5 Grindavik — KR Fylkir — ÍA 0:6 Sindri — Stjaman 1:3 ReynirS. — FH ÍR — Selfoag 2:0 . .1-4 Selfoss — Fram Skallagrfmur — Ægir ÍA-FH 3:2 UBK — Reynir.rf. Fylkir — Reynir S KR — Stjaman Skallagrímur — Fram Grindavík — Sindri Leiknir — Selfosa ....0:5 Reynir S. — f A ... 2:1 FH - Fylkir Reynir — Skallagrimur Selfoss — Skallagrímur 1:1 Ægir — UBK . 0*3 FYam — Leiknir 3:0 ÍA - ÍK ... 3-0 Sindri — Þróttur 0:2 Valur — Afturelding 2:1 UÖK — Hveragerði 2:1 Leiknir — Hveragerði 3:2 Haukar —Vfðir Víðir-ÍK Týr-KR 2:0 Víkingur — ÍA Þróttur — Hveragerði 2:0 ... 0:3 Sindri - UBK....7.... 0:4 Afturelding — Leiknir .........2:1 Vfðir— KR ÍA-Viðir Haukar —Týr , 1:3 ÍK — Vfkingur 2:3 UBK - Þrðttur 1:0 1:8 Hveragerði — Sindri 1:1 Stjarnan — Grindavík 1:0 Týr-Vfðir Grótta — Selfoés KR —Haukar 4:1 Fram-ÍR 8. flokkur Leiknir — Valur 0:3 0-2 Hveragerði — Afturelding 0:3 Haukar — fBK Vikingur —Viðir 1:3 Úrslit 4. fl. Sigurv. A ÍA — Sigurv. C ÍR 2:1 4. fl. Sigurv. B Valur - Sigurv.DUBK 1:3 3. n. Sigurv. D ÍA — Sigurv. A ÍBK 2:1 3. fl. Sigurv. B UBK — Sigurv. G KR 1:0 3. fl. Sigurv. F Fram — Sigurv. E Týr 0:2 4. fl. Sigurv. E Fram — Sigurv. A/C f A 0:1 4.11. Sigurv. F Týr - Sigurv. B/D UBK 1:2 3.Í1. Sigurv. D/A f A - Sigurv. B/G UBK 0:3 3. fl. Sigurv. C Valur — Sigurv. F/E Týr 1:2 4.fl. Úrslit UBK - fA 1:0 3. fl. ÚrslitUBK - Týr 2:3 ÍA varð í öðru sæti í 4. flokki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.