Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 54

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Tómleikar Síðasta mánudagskvöld héldu hljómsveitirnar Útúrdúr og Múzz- ólíní tónleika á Hótel Borg ásamt hóp drengja sem kallar sig Mosa frœnda. Aðsókn að tónleikunum var í lágmarki og áheyrendur mátti telja á fingrum annarrar handar. Sátu og trommuleikari Múzzólíní og hljómsveitin Ofris, sem auglýst var, heima. Utúrdúr var fyrst á svið eftir að áheyrendur höfðu setið drjúga stund og sungið Kinkslög. Fyrsta Stórkostlega brenglaður anarkískur galgopaháttur Akureyrska sveitin Parror sendi frá sér stuttu fyrir áramót snælduna Stórkostlega brengl- aður anarkískur galgopaháttur. Parror er reyndar ekki lengur í tölu lifandi sveita, en hljómsveit- in var stofnuð uppúr Akureyrar Útlögunum vorið 1986. Líftími Parror var eitt sumar og einn vetur og afrakstur þess tíma er tónlistin á snældunni, níu lög, sem tekin voru upp í Sýrlandi vorið 1987. Uppúr Parror var stofnuð sveitin Lost, sem vænt- anleg er til Reykjavíkur nú í byrj- un mars til vinnu í hljóðveri og til að leika fyrir Reykvíkinga. Parr- or 'skipuðu þeir Kristján Pétur Sigurðsson, Steinþór Stefáns- son, Rögnvaldur Rögnvaldsson og Kristinn Valgeir. Svart hvítur draumur Rokksveitin S.h. draumur heldur tónleika í Lækjartungli í kvöld með hljómsveitunum Múzzólíní og Daisy Hill Puppy Farm. S.h. draumur hefur starfað i á sjötta ár, en hinar sveitirnar öllu skemur; Daisy Hill er rúmra tveggja ára en Múzzólíni er árs- gömul um þetta leyti. Draumurinn sendi nýlega frá sér plötuna Goð, en sveitin hafði áður sent frá sér tvær plötur af minni gerðinni. Væntanleg er með Daisy Hill lítil plata á vegum Erðanúmúsík og Múzzólíní er með í smíðum kass- etu með lögum sveitarinnar. Allar Ljósmynd/BS Gunnar Hjálmarsson, bassaleik- ari S.h. draums og þar fremstur meðal jafningja. áttu sveitirnar lög á Snarlsnæld- unum tveimur. Eins og áður sagði verða tón- leikarnir í Lækjartungli og hefjast þeir klukkan 22.00. Mosi frændi Ljósmynd/GT Útúrdúr Ljósmynd/GT Múzzólíní Ljósmynd/GT lag kynntu sveitarmeðlimir sem blús og segja má að þeir hafi geng- ið frá því tónlistarformi í eitt skipti fyrir öll áður en þau snéru sér að poppinu. Það sem helst háir Útúr- dúr er að ekki er hægt að tala um sveitina sem eiginlega hljómsveit, enda nýbyrjuð. Aðalréttur kvöldsins var tvímælalaust Múzzólíní. Múzzólíní- drengirnir hafa sjaldan verið betri en þetta kvöld, þó svo að trommu- leikari sveitarinnar hafi ekki séð sér það fært að mæta. I staðinn fengu þeir lánað annað gítarstatíf Mosa frænda sem lamdi húðir af stakri prýði. Áheyrendur fengu aðallega að heyra ný lög og í þeim undirstrikar Múzzólíní enn frekar stöðu sína sem verðugur arftaki íslensks ungmennarokks. Múzz- ólíní flytur tónlist með textum sem snerta alla. Hver hefur t.d. ekki séð sjálfan sig í texta Raggí (bjarna)? Ekki ég. Múzzólíní er hljómsveit með hníf á slagæö menningarinn- ar. Lokaatriði kvöldsins var drengjaflokkurinn Mosi frændi. Flokkurinn framkallaði með hljóð- færum sínum leiðan gný sem skar í eyru. Mosi frændi er ágætt nafn á hóp sem flytur nær eingöngu tónlist, eða tómlist, eftir hálf mosa- gróna tónlistarmenn og stóð þar ekkert uppúr. Þeir ættu að láta það ógert að koma fram. Ari Heilagt Stríð á Borginni í seinni tfð hefur verið mikið um tónleika, svo mikið reyndar að umsjónarmaður rokksiðu átt í erfiðleikum að fylgjast með. Á meðal áhugaverðari tónleika síðustu vikur var Heilagt stríð frændanna Rúnar Þórs og Sverris Stormskers sem háð var fyrir fullu húsi á Hótel Borg seint í febrúar Sér til fulltingis höfðu þeir félag- ar ýmsa valinkunna tónlistarmenn, þeirra á meðal bandaríska saxó- fónleikarann Joseph Winett, sem reyndar kom hingað til lands í þeim tilgangi einum að leika á þessum tónleikum. Ef marka má það litla sem umsjónarmaður náði að heyra með Rúnari og Sverri hvorum fyrir sig, þá náðu menn mjög vel saman og stemmningin var mikil í salnum, sem var, eins og áður sagði, þétt- skipaður. Ljósmynd/BS Rúnar Þór og Joseph Winett. Sverrir Stormsker Ljósmynd/BS Jesúí Evrópu Rokkóperan Jesus Christ Superstar vakti ekki svo litla hrifningu meðal hippakyn- slóðarinnar á sfnum tfma og þóttust margir ekki hafa aug- um litið meira stórvirki. Látum það vera, en á föstu- dagskvöld og um helgina verða fluttir hápunktar söngleiksins i veitingahúsinu Evrópu. Flytj- endur verða þeir Jón Ólafsson, Rafn Jónsson, Haraldur Þor- steinsson og Guðmundur Jóns- son, með söngvurunum Stefáni Hilmarssyni, sem leikur Júdas,. Eyjólfi Kristjánssyni sem leikur Jesúm og Andreu. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.