Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Stjörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Veikleikar Fiska- merkisins í dag ætla ég að fjalla um veikleika Fiskamerkisins (19. feb.—19. mars). Athygli er vakin á því að einungis er fjallað um hið dæmigerða Fiskamerki og f öðru lagi að veikleikar vísa einungis til lægri sveiflu merkisins. Hana ná margir síðan að forðast. Þó eftirfarandi umflöllun sé eðlilega neikvæð og svört ættu Fiskar þvi ekki að ör- vænta um of. Öll merkin eiga sínar veiku hliðar og í fáum tilvikum finnum við einstakl- inga sem hafa þær allar ríkar í fari sínu. Áhrifagirni Einn af veikleikum Fiska- merkisins er áhrifagimi, eða það að láta umhverfíð oft á tíðum móta sig um of. Fiskur- inn breytist því t.d. eftir því við hvem hann er að tala og á til að láta maka sinn og vini ráða ferðinni um of. Hann sveiflast því með veðri og vindum. Mislyndur Fiskar eiga einnig til að vera mislyndir og óútreiknanlegir. Það getur verið erfítt, bæði fyrir þá sjálfa og umhverfíð. Þú átt t.d. erfitt með að vita hvar þú hefur hann eða hvem- ig þú hittir á hann þegar þú kemur í heimsókn. Draumórar Einn veikleiki Fiska er sá að ímyndunarafí þeirra er það sterkt að þeir eiga til að vera utan við sig. Það getur verið allt frá því að týna húslyklum eða gleyma því hvar þeir skiidu sfðast við bflinn upp f það að týna sér f draumum og alls konar óraunverulegum og óhagsýnum vangaveltum. Þetta sama draumlyndi getur leitt til þess að þeir hugsa margt en koma fáu í verk. Flótti Fiskar eiga til að flýja ábyrgð og óþægilegar kringumstæð- ur. Ef illa gengur vilja þeir helst breiða sængina upp fyr- ir haus, taka símann úr sam- bandi og fara ekki til dyra þegar bjallan hringir. Þeir fresta því í hið óendanlega að fara á fund vinnuveitenda, kennara, foreldra eða vina, ef umræðuefnið er á einhvem hátt óþægilegt. Þeir þora ekki að koma hreint fram ef öðmm mislíkar. Ef vinnan eða skól- inn em leiðinleg þá freistast Fiskar oft til að sofa og flýja það að horfast í augu við hversdagsleikann. Vímugjafar Fiskar elska hið dularfulla en leiðist grár og venjulegur vemleiki. Þeir sækja þvf oft í vímugjafa, brennivfn og eitur- lyf, sérstaklega ef þeir hafa ekki fundið sér áhugamál á andiegum og Iistrænum svið- um. Óljós sjálfsímynd Þar sem Fiskar em næmir og áhrifagjamir og eiga auðvelt með að setja sig í spor náung- ans og falla að svo til hvaða umhverfí sem er getur sjálfs- ímynd þeirra verið heldur óljós. „Ég get sett mig í spor annarra og skilið svo til allt fólk, en hver er ég sjálfur?" Fiskar vita því ekki alltaf hvað þeir vilja, hverjir þeir em og hvert þeir stefna. Tungl ogRísandi Eins og við vitum á hver maður sér mörg stjömumerki. Það framangreinda getur þvi átt við um þá sem hafa tungl, rísandi eða margar plánetur f Fiskamerkinu, ekki síður en um þá sem hafa Sól í merkinu. GARPUR 1 RfrPHOSlNU ( LEGGOU fKHÞéH HELDU/? 8ÆJ4f?STce\ SUERDID KAHl- /MM/trnjÆ ak \ i//£> Aftsee/BaM 3, K /HH/tFrUÆAF FOLfa SÍNU 03 HK/N<3/Æ.' V/e>AFGR£/ÐCJ#l ! Þennan v/r- F/ÆR/NG-V/ÐHÖP UM SAFISAND V/ÐHAU ~K£>J2AON-0. GRETTIR /ER ALLT i \ VARADO 'lAGI MEP Mt<3 VIE> NAEST ■W ' ’ , __\ Apok en . ER.T TtUBOlNN DYRAGLENS V* UOSKA U’ SMAFOLK Y0UREATTHI5 BIG PARTY, 5EE..Y0U'KE IN THI5 CPOUJPEP ROOM. tt 5UPPENLY ACR055 THAT CROWPED ROOM.YOU 5EETHE 6IRL0F YOUR PREAM5! 5UPPENLY YOU KNOU) YOU'RE IN LOVE! Þú ert í þessari stórveizlu, skil- urðu ... þú ert í mannþröng í herbergi.. Allt f einu, í gegnum mann- þröngina í herberginu, sérðu stúlku drauma þinna! Á stund- inni veiztu að þú ert ástfanginn! Ég hefi aldrei verið i herbergi með mannþröng. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eitt af því versta sem menn lenda í við spilaborðið er þegar makker misskilur flóttaredobl og situr sem fastast í sfnum eig- in lit. Makker bandaríska spilar- ans Jims Beckers átti í miklu sálarstríði þegar hann lagði nið- ur blindan, eftir að Becker hafði passað á hann SOS-redobl. En hafði þó vit á því að bíða með „fyrirlesturinn". Vestur gefur; allir á hættu: Vestur ♦ 10762 VKD53 ♦ Á63 ♦ KG Norður ♦ - ¥ 1097642 ♦ 5 ♦ 987543 Austur ♦ G4 ¥ G ♦ KD9842 ♦ ÁD102 Suður ♦ ÁKD9853 ¥Á8 ♦ G107 ♦ 6 Vestur Norður Austur Suður 1 Tígull Pass 2 tíglar 2 spaðar Dobl Redobl Pass Pass Pass Becker var með spil suðurs og vissi vel að norður ætlaðist til að hann segði lauf eða hjarta. En hann sá skiljanlega enga ástæðu til þess, og ákvað að taka út hegninguna í tveimur spöðum redobluðum. Þetta var í sveitakeppni, og ef hann slyppi einn niður þyrfti skaðinn ekki að vera svo mikill. Vestur vildi ekki eiga það á hættu að gefa slag á útspilinu, svo hann kom „hlutlaust“ út með tromp. Becker var fljótur að átta sig. Hann drap gosa austurs með kóng og spilaði trompnfunni um hæl! Vestur grunaði Becker svo sem um græsku, en á hinn bóg- inn GAT austur allt eins verið með trompdrottninguna. Hann lét því lítið í slaginn og Becker gat lagt upp um leið og hann bað félaga sinn afsökunar á því að hafa „misskilið“ redoblið. Umsjón Margeir Pétursson í v-þýzku deildakeppninni í vet- ur kom þessi staða upp i skák Frakkanna Andruet og Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara, sem hafði svart og átti leik. Spassky þvingaði nú fram mát á stórglæsilegan hátt: 28. - Df3H og hvítur gafst upp, því eftir 29. gxf3 - Rexf3+, 30. Khl - Bh3, er hann óverjandi mát á g2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.