Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 49

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 49 Morgunblaðið/Páll Pálsson Búið var um krumma I fjárkró og unir hann þar hag sínum hið besta. Hrafn í góðu yfirlæti Borg í Miklaholtshreppi. Amnesty International: Fangar mánað- arins í febrúar ÞAÐ VAR snemma í janúar sl. að hrafn kom heim að íbúðar- húsinu á Fáskrúðarbakka. Ábú- endur tóku fljótlega eftir að hrafninn var vængbrotinn, hafði sennilega flogið á vír. Þeim fannst ekki mannúðlegt að aflífa fuglinn í þessu ástandi heldur báru þeir til hans matarleifar og var krummi fljótur að seðja hungur sitt. Þannig gekk þetta í nokkra daga þar til fór að bera á ósamkomulagi milli krumma og heimilistíkurinnar, sem vildi aféta krumma. En krummi dó ekki ráðalaus. Hann komst inn í geymsluhús þar sem fóðurbætir er geymdur og gæddi sér þar á góðmeti. Þar mátti hann þó ekki vera og tóku bændumir hann og færðu í fjárhúskró, sem kindur eru ekki í, en kindur eru þó í næstu kró. Þar unir kmmmi sér vel, hon- um er færður matur og neytir hann hans vel. Dyr em hafðar opnar og fer kmmmi rétt út fyrir dymar þegar gott er veður. Virðist honum líða vel og vængbrotið er að gróa. - Páll Mannréttindasamtökin Amn- esty Intemationai vilja vekja at- hygli almennings á máli eftirfar- andi samviskufanga í febrúar. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig i verki andstöðu sína gegn því að slík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gef- ur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Kína: Liu Shanging er 35 ára gamall rafeindaverkfræðingur frá Hong Kong. Hann var handtekinn þegar hann var í heimsókn í Guangzhou-héraði (Canton) í Kína í desember 1981. Liu var fylgjandi „lýðræðisstefnu" 7. áratugarins. Fjölskylda Liu fékk ekki upplýsingar um afdrif hans fyrr en í mars 1982 þegar faðir hans fór til Kína. Faðir- inn fékk ekki áð heimsækja son sinn í fangelsið. Liu var ákærður fyrir andbyltingaráróður og árásir á sósí- alískt kerfi. Hann hlaut 10 ára fang- elsisdóm. Fréttir herma að hann sé nú í algjörri einangrun og í „endur- menntunarþjálfun". Tyrkland: Hassan Fikret Uluso- ydan er 32 ára gamall ritstjóri. Hann hefur komið fyrir rétt af og til síðan 1976. Hann var ritstjóri blaðsins Halkin Sesi í 9 mánuði árin 1975 og 1976. Blaðið var í tengslum við stjómmálahópinn Aydinlik. Félagar hans mynduðu seinna stjómmála- flokk verkamanna og bænda (TIKP), sem barðist gegn ofbeidi í stjóm- málum. Eftir stjómarbyltinguna í september 1980 var þessi flokkur bannaður eins og allir aðrir stjóm- málaflokkar. Margir meðlimir TIKP voru kærðir og dæmdir, sumir í margra ára fangelsisvist. Hasan var handtekinn 25. mars 1980. Hann hefur m.a. verið ákærður fyrir kommúnistaáróður og fyrir að hafa móðgað stjómvöld. Hann á yfir höfði sér allt að 36 ára fangelsisvist. Malawi: Jack Mapanje er 43 ára gamalt Ijóðskáld. Hann hefur m.a. gefíð út eigin ljóð, ritstýrt útgáfu á ljóðum frá Afríku og er deildarstjóri heimspekideildar háskölans í Malawi. Hann var handtekinn 25. september og hefur verið haldið í einangmn síðan. Ekki er vitað hvers vegna hann var handtekinn. Hann hefur ekki hlotið ákæru. Jack Mapanje hefur ekki tekið þátt í stjómmálum en undanfarið hafa ljóð hans fengið á sig meiri pólitískan blæ. Um það leyti sem hann var handtekinn voru ljóð hans bönnuð. Jack er giftur og á þijú böm. Hann hefur ekki verið handtekinn áður og virðist hafa ver- ið handtekinn vegna skoðana sinna sem komu fram í Ijóðum hans. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, em vinsam- legast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16—18 alla virka daga. Þar fást nánari upp- lýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Tækifæristékkareikningur ...með állt í einu hefti! Stighækkandi dagvextir Mun betri ávöxtun á veltufé. Á TT-reikningi Verzlunarbankans Af innstæðu að kr. 12.000,- reiknast eru vextir reiknaðir af daglegri stöðu 9% dagvextir. reikningsins í stað lægstu stöðu hvers Af innstæðu umfram kr. 12.000,- tíu daga tímabils. reiknast 19% dagvextir. Þú færð einnig stighækkandi vexti Af umsaminni lágmarksinnstæðu með hækkandi innstæðu og auk þess reiknast 21% dagvextir. geturðu ákveðið að hafa mánaðarlega lágmarksinnstæðu á reikningi þínum og fengið þannig enn hærri vexti. VCRZIUNRRBRNKINN -(aíhhwi tneð fiér !________ SPUADU MED Fylgstu með árangri og styrkleika liðanna. Þannig stendurðu velaðvígi. 3 e ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þarsem þekking margfaldar vinningslíkur. Hsegteraöspá íleikinasimleiðisoggneida fyrir með kreditkorli. Þessi þjónusta er veitt aHa föstudaga frá kl. 9.W til 17.Wog laugardaga frákl. 9Wtil 13:30. Simirtner688322.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.