Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 45 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Mosfellsbær Blaðburðarfólk óskast í Holtahverfi. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 666293. PtargunfclaMfc Notendaráðgjafi Laust er til umsóknar starf notendaráðgjafa á notendaráðgjafasviði SKÝRR. Notendaráðgjöfin beinist fyrst og fremst að vinnslu upplýsinga í gagnasöfnum og tölvu- neti SKÝRR. Þar með er talin notkun boð- og skjalaveitu, úrvinnsla úr gagnasöfnum, flutningur gagna milli tölva SKÝRR og ein- menningstölva og aðlögun gagna að vinnslu þar. Veigamikill þáttur í starfi notendaráðgjafa er að kynna og kenna notendum að beita fyrirspurnarmálum á gagnasöfn, sem þeir eiga eða hafa heimild til að nota. Þeir stuðla að því, að notandinn vinni á eigin spýtur úr og með upplýsingar sínar án milligöngu sér- fræðinga þegar það er hagkvæmt. Starfið felst meðal annars i: ★ Að aðstoða viðskiptavini við að nota þann hugbúnað sem SKÝRR bjóða. ★ Hafa frumkvæði í því að bjóða hugbúnað- inn fram til nýrra notenda. ★ Aðstoða viðskiptavini við úrvinnslu úr gagnasöfnum. ★ Að kenna og kynna undirstöðuatriði tölvuvinnslu og þess hugbúnaðar sem boðinn er. SKÝRR leita að starfsmanni sem: ★ Kemur vel fyrir og á gott með mannleg samskipti. ★ Sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi. ★ Hefur háskólamenntun eða menntun og starfsreynslu, sem meta má til jafns við háskólamenntun í þessu starfi. ★ Hefur reynslu og þekkingu á tölvum. Nánari upplýsingar veita Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri notendaráðgjafarsviðs og Jón Sigurgeirsson, yfirmaður notendaráð- gjafar. Umsóknareyðublöð eru afhent í afgreiðslu og hjá starfsmannastjóra. Umsóknir ásamt afriti prófskírteina skulu hafa borist SKÝRR fyrir 14. mars 1988. Skýrsluvélar rikisins og Reykjavíkurborgar, Háaleitisbraut 9. Verksmiðjustjóri óskast nú þegar til starfa við fiskimjölsverk- smiðju félagsins. Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. Röskur starfskraftur óskast strax til afleysinga við ýmis störf. Vinnutími frá kl. 8.00-16.00. Upplýsingar á staðnum. Þvottahúsið Grýta, Borgartúni 27. Snyrtistofan Fegrun óskar að ráða snyrtifræðinga til starfa sem fyrst. Æskilegt að vikomendur hafi einnig fótaaðgerðamenntun. Nánari upplýsingar í síma 39683. Patreksfjörður Blaðberar óskast á Patreksfjörð. Upplýsingar í síma 94-1503. pii5iír0íiwPal»il> Tölvuinnsláttur Opinber stofnun í miðbænum vill ráða starfs- kraft við tölvuinnslátt. Starfsreynsla ekki nauðsynleg. Framtíðarstarf. Laun skv. samn- ingum opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Innsláttur - 3571“ fyrir helgi. Við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði er laust starf umsjónarmanns (bústjóra), sem hefur umsjón með búrekstri og dýrahaldi. Traust reynsla af bústörfum áskilin. Skriflegar umsóknir með greinargóðum upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni fyrir 1. apríl nk. Smurbrauðsstúlka óskast til starfa sem fyrst. Dagvinna. Góð laun í boði. Eirinig óskast til starfa fólk til afgreiðslu- starfa. Upplýsingar á staðnum milli kl. 13.00 og 15.00. Húsi verslunarinnar. Kranamaður óskast í fast starf á bílkrana. Aukavinna eft- ir samkomulagi. Upplýsingar óskast sendar auglýsingadeild Mbl. fyrir 9. mars merktar: „Kranamaður - 4569“. Ritari - lögmannsstofa Ritari óskast á lögmannsstofu. Æskilegur aldur 25-35 ára. Þarf að hafa reynslu af tölvum, góða íslensku- og réttrit- unarkunnáttu og geta unnið að sjálfstæðum verkefnum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 10. mars merktar: „Samviskusemi og stund- vísi - 6183“. Barngóð kona Okkur vantar pössun fyrir tvo drengi, tæp- lega eins árs og átta ára, í heimahúsi í Smá- íbúðahverfi tvo til þrjá daga í viku. Upplýsingar í síma 30528. Verkstjóri óskast Yfirverkstjóri óskast í frystihús á Suðvestur- landi. Mjög góð kjör í boði fyrir góðan mann. Umsóknir með upplýsingum skilist á auglýs- ingadeild Mbl. fyrir 10. mars merktar: „Verk- stjóri - 6631“. Neskaupstaður Blaðberar óskast í Bakkahverfi. Upplýsingar í símum 97-7266 og 91-83033. fltargnnlilaMfr Háseti Háseta vantar mb. Þorstein GK 16 sem gerð- ur er út á net frá Grindavík. Upplýsingar í símum hjá skipstjóra 985- 22076, 92-68370 og í síma 92-68216. Hóp hf., Grindavik. Starfskraftur óskast í uppvask í eldhúsi. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 37737 og á staðnum. uÉLmítt HIUIHMUli SMI 37737 og 36737 Frá Heilsugæslu- stöð Kópavogs Hjúkrunarfræðingar óskast. Einnig er laus staða læknaritara. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri alla virka daga kl. 9.00-11.00 í síma 40400. Ritari Útflutningsfyrirtæki í miðborginni óskar að ráða sem fyrst ritara til almennra skrifstofu- starfa. Framtíðarstarf. Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft. Umsækjandi þarf að hafa lokið prófi frá Verzlunarskóla, Samvinnu- skóla, viðskiptasviði í Fjölbrautaskóla eða hafa sambærilega menntun. Handskrifaðar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Framtíð - 4493“. Þjónustustjóri Eitt stærsta bifreiðaumboö landsins óskar að ráða þjónustustjóra. Starfssvið: Starfið felst í því að hafa yfirum- sjón með þjónustu fyrir bifreiðar sem seldar eru af umboðinu. Þjónustustjóri fjallar um ábyrgðarviðgerðir og ákveður hvað fellur undir ábyrgðarviðgerðir. Þjónustustjóri hefur yfirumsjón með þjónustuverkstæðum. Hann veitir upplýsingar til verkstæða og heldur með þeim fundi um nýjungar og upplýsingar frá framleiðendum, en þær berast fyrst þjón- ustustjóra. í starfinu felast ferðalög erlendis á ráðstefnur framleiðenda um þjónustumál. Starf þjónustustjóra hefur breyst í þá veru að síaukin áhersla er lögð á samband hans og þjónustuverkstæða við viðskiptavininn. Menntun: Þjónustustjóri er tæknimaður. Hann þarf að hafa hlotið menntun á tækni sviði. Um starfið geta því sótt bifvélavirkjar, vélvirkjar og menn með ýmsa tæknimenntun. í starfinu felst skipulagsvinna og nokkrar bréfaskrrftir. Ensku- kunnátta er áskilin. Skilyrði fyrir ráðningu auk reglusemi og vinnusemi er að viðkomandi eigi auðvelt með að vinna með öðrum og eigi auðvelt með að tjá sig. Leitað er að hugmyndaríkum manni, en starfið býður upp á ótal mögu- leika, t.d. að hrinda í framkvæmd nýjungum á sviði þjónustu, sem ekki hafa verið reyndar hérlendis. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Þ - 502“ fyrir 15. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.