Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 03.03.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Pólland: Walesa neitað um fararleyfi Varsjá, Reuter. PÓLSK stjórnvöld neituðu Lech Walesa leiðtoga Samstöðu um leyfi til að fara úr landi á þriðjudag. Hann rnun þvi ekki geta ávarpað þing Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfelaga (ICFT) sem fram fer í Astralíu siðar í þessum mánuði. Talsmaður pólsku stjórnarinnar, Jerzy Urban, sagði á blaðamanna- fundi að Lech Walesa væri í for- svari fyrir ólögleg samtök og að það bryti í bága við pólsk lög að veita honum heimild til að fara úr landi. Walesa, ásamt þrem öðrum úr verkalýðsfélaginu Samstöðu, var boðið að taka þátt í ráðstefnu ICFT sem hefst í Melboume í Astralíu Alþjóðabankinn: Líkur á að skuldir hafi minnkað Washington, Reuter. ERNEST Stern, varaforseti Alþjóðabankans, sagði á mánudag, þegar hann skýrði frá tekjum bankans síðustu sex mánuði ársins 1987, að allt benti til þess að dregið hefði úr skuldavanda heims- rikja, sem gert hefði vart við sig árið 1982. Stem sagði við fréttamenn að dregið hefði úr efnahags- legri spennu vegna tillögu Ja- mes Bakers, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem gerir ráð fyrir að þróunar- og viðskipta- bankar auki útlán sín. Hann sagði að tekjur bankans á síðari helmingi ársins 1987 hefðu komist upp í 679 milljónir dala, úr 655 milljónum dala árið áð- ur. Hann sagði ennfremur að efnahagslega ástandið í heim- inum væri betra en fyrir sex áram. Bankinn tók 7,7 milljarða dala lán með 6,92 prósent með- alkostnaði fyrstu sex mánuði síðasta árs. Stem sagðist búast við að bankinn hefði tekið um 11 milljarða dali að láni á fjár- hagsárinu. Hann áætlaði að skuldbindingar bankans á þessu ári næmu 15,5 milljörð- um dala, og að bankinn myndi auk þess ráðstafa um 12 mill- jörðum, eða heldur meira en í fyrra. Grikkland: Samtök öfga- manna myrða vopnasala Aþenu, Reuter. EINN helsti vopnasali Grikk- lands var skotinn til bana á þriðjudag og samtök vinstri sinn- aðra öfgamanna lýstu yfir ábyrgð á verknaðinum, að sögn grísku lögreglunnar. Alexandros Athanassiades, for- stjóri Pyrkal-fyrirtækisins, sem er eitt stærsta vopnafyrirtæki Grikk- lands, var skotinn þegar hann var á leið til skrifstofu sinnar í úthverfi Aþenu. Hann var fluttur á sjúkra- hús og lést þar skömmu síðar. I flugritum, sem fundust á morð- staðnum, segir að „byltingarsam- tökin 17. nóvember" hafi staðið að morðinu. í flugritunum er Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, einnig sakaður um að hafa „leitt landið í efnahagslega, félagslega og menningarlega kreppu." Samtökin hafa áður sakað Papandreou um að hafa bragðist sósíalískum hugsjónum sínum. 17. mars næstkomandi. ICFT viður- kennir ekki hina opinbera verka- lýðshreyfmgu Póllands, sem lýtur stjórn kommúnistaflokksins. Walesa, sem nokkram sinnum hefur verið neitað um að fara úr landi frá því Samstaða var bönnuð árið 1981, sagði er honum vora færðar fréttimar af neituninni um Astalíu-förina, að meðan Urban og hans nótar væra við völd væri óhugsandi að hann fengi leyfi til að fara úr landi. Bob Hawke forsætisráðherra Ástralíu gekk á fund pólska sendi- herrans, Ireneuszar Kossakowalsk- is, í Canberra í gær til þess að reyna að fá pólsk stjómvöld til að veita Walesa fararleyfi. Afhenti hann sendiherranum harðort bréf sem hann bað um að yrði komið til Jarazelskis leiðtoga pólska komm- únistaflokksins. Japanir skreyta rétti með gulli Japönsk skrifstofustúlka snæðir hér hrán físk sem skreyttur hefur verið með gulli. Nú er í tísku í Japan að bæta gullflögum á réttina. Suður-Afríka: Flugvél ferst með 17 mönnum Jóhannesarborg. Reuter. SAUTJÁN menn fórust er tveggja hreyfla skrúfuþota, sem smíðuð var í Brazilíu, sprakk í tætlur skömmu fyrir lendingu í Jóhannesaborg í fyrrakvöld. I hópi hinna látnu vora hjón frá Hamborg í Vestur-Þýzkalandi og hjón frá Vínarborg í Austurríki. Hinir 13 vora suður-afrískir. Flug- vélin var í eigu flugfélagsins Com- Air, sem hefur aðsetur í Bophut- hatswana, einu heimalandi blökku- manna í Suður-Afríku. Hún fórst í aðflugi til Jan Smuts flugvallarins í Jóhannesarborg, um það bil sem hún var að ljúka flugi frá bænum Phalaborwa í norðausturhluta Suð- ur-Afríku. Að sögn sjónarvotta varð spreng- ing í flugvélinni með þeim afleiðing- um að hún brotnaði í tvennt. Báðir hlutar hennar hröpuðu niður á verk- smiðju Coca Cola í Germiston- hverfinu í austanverðri Jóhannesar- borg. Norrænu gíslarnir látnir lausir í Líbanon: Prísundin reyndi fyrst og fremst á sálarþrekið - sagði Norðmaðurinn William Jörgensen Larnaca, Reuter. NORÐURLANDABÚARNIR tveir, sem mannræningjar í Líbanon slepptu úr haldi á þriðjudagskvöld, héldu í gær til Ziirich í Sviss. Mennirnir, sem eru báðir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, sögðust ekki hafa sætt illri meðferð af hendi mannræningjanna í þá 26 daga sem þeim var haldið föngnum. Enn er ekki ljóst hvaða samtökum mannræningjarnir tilheyra. Mönnunum, Jan Stening frá Svíþjóð, og Norðmanninum William Jörgensen var sleppt í Vestur- Beirút á þriðjudagskvöld. Samtök sem nefnast „Byltingarráðið“ skýrðu frá því að mönnunum hefði verið sleppt þar eð komið hefði fram við yfirheyrslur að þeir hefðu ekki gerst sekir um njósnir. Per Olof Halquist, yfirmaður Palestínuhjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, bar lof á Mustafa Saad, leiðtoga Líbanska frelsishersins, og sagði að án hans hjálpar hefði mönnunum líklega ekki verið sleppt. Halquist vildi ekki tjá sig um hvort framhald yrði á hjálparstarfi Sameinuðu þjóðanna en erlendir starfsmenn flótta- mannahjálparinnar vora kallaðir heim eftir að mönnunum tveimur var rænt. John Fennessy, einn for- ráðamanna flóttamannahjálparinn- ar í Líbanon sagði hins vegar á þriðjudag að starfsemin hæfíst aft- ur svo fljótt sem unnt væri. Tveir flutningabílar með hjálpargögnum héldu á þriðjudag frá Vestur-Beirút til Týras og Sídon og eru þetta fyrstu hjálpargagnasendingamar til Palestínumanna frá því mönnunum var rænt. „Vitaskuld er ég frelsinu feginn,“ sagði William Jörgesen er hann ræddi við blaðamenn á flugvellinum í Lamaca á Kýpur. „Líkamlega var vistin ekki svo erfið en hún reyndi á sálarþrekið - við vissum ekki hvað var að gerast." Ofgamennirnir fluttu mennina til Beirút en þeir vora fluttir átta sinnum á milli staða í farangursgeymslu bifreiðar sem ræningjamir óku. „Við voram yfir- leitt fluttir til að kvöldi dags,“ sagði Jörgensen. „Við voram yfirheyrðir og þeir spurðu okkur hvar við höfð- úm starfað og við hvað,“ bætti hann við. Jan Stening sagði að ræningjamir hefðu ávallt hulið and- lit sín er þeir ræddu við þá. „Við voram aldrei skildir að og það veitti okkur stuðning að geta talað sam- an,“ sagði hann. Talsmenn Flóttamannahjálpar- innar hafa fullyrt að mannræn- ingjamir séu hliðhollir al-fatah hreyfingu Yassers Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu (PLO) en þessu neita talsmenn samtakanna. Heimildarmenn Reuters- frétta- stofunnar sögðu í gær menn hlið- hollir bæði al-fatah hreyfingunni og samtökum sem kennd era við Abu Nidal hefðu rænt Norður- landabúunum tveimur. Nokkrir fylgismenn al-Fatah væra starfs- menn Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna í Líbanon og þeir hefðu staðið fyrir ráninu vegna ■ Reuter William Jörgensen (t.v.) og Jan Stening á Lamaca-flugvelli á Kýp- ur. Þaðan héldu þeir í gær til Ziirich i Sviss þar sem fjölskyldur þeirra vom saman komnar. deilna við stjórn stofnunarinnar. Mennimir hefðu því næst verið af- hentir mönnum Arafats og hefði þá verið tekið að ræða hvemig unnt væri að leysa málið án þess að skuggi félli á samtök Palestínu- manna. Sögðu þessar sömu heimild- ir að mennimir hefðu verið fluttir á milli staða í al-Hilweh og Miyeh Miyeh flóttamannabúðnum en síðustu þijá dagana hefðu þeir ver- ið í haldi í hafnarborginni Sídon. Þeir Jörgensen og Stening kváð- ust ekki vita hveijir mannrænin- gjamir væra né hvaða samtökum þeir tilheyrðu. 20 fórust í brot- lendingii í Síberíu Vanbúið slökkvilið fékk lítið aðhafst Moskvu. Reuter. TUTTUGU menn biðu bana þegar sovézk farþegaþota af gerð- inni TU-134 fórst í lendingu í olíuborginni Surgut í Vestur- Síberíu síðastliðinn laugardag, að sögn vikuritsins Moscow News, sem kom út í gær. 7L4SS-fréttastofan skýrði ekki frá manntjóni er hún sagði frá slysinu, fyrst á laugardag og síðan á mánudag. Að sögn Moscow News era 13 hinna slösuðu enn í lífshættu. Tímaritið sagði að hægt hefði verið að bjarga mörgum hinna látnu frá dauða ef slökkilið flug- vallarins hefði verið betur tækjum búið. Höfðu þeir til að mynda aldr- ei fengið eldtraustan hlífðarfatnað og ekki heldur reykköfunartæki. Gátu þeir því ekki ráðist inn í brennandi flakið, þar sem menn hinir slösuðu sátu bjargarlausir og brannu einn af öðram. Slökkvi- lið borgarinnar var kallað til að- stoðar flugvallarliðinu og gátu liðsmenn þess bjargað nokkram hinna slösuðu úr flakinu áður en þeir urðu eldinum að bráð. Að sögn ritsins var flogið með lækna, sjúkragögn og annan tækjabúnað frá Moskvu, Kænu- garði og fleiri borgum til Surgut til þess að aðstoða hina slösuðu. Var það nauðsynlegt þar sem sjúkrahúsið í Surgut er undir- mannað og vanbúið lækninga- tækjum. Um borð í þotunni voru 45 far- þegar og sex manna áhöfn. Hún var að ljúka áætlunarflugi frá Minsk í Hvíta-Rússlandi er hún brotlenti í Surgút.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.