Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 33

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 33 Reuter Andstæðingar Noriega, hershöfðingja í Panama, við flak bifreiðar sem þeir kveiktu í á þriðjudag eftir að hermenn höfðu gert árás á útvarpsstöð í eigu stjórnarandstæðinga. Panama: Castro Kúbuleiðtogi lýsir yfir stuðningi við Noriega Bandaríkjamenn setja Panama á „svartan lista“ Panamaborg, Washington, Reuter. FIDEL Castro Kúbuleiðtogi hefur hvatt ríki Mið- og Suður-Ameríku til að styðja Manuel Noriega, hershöfðingja og sjálfskipaðan leiðtoga Panama, i hvívetna. Ronald Reagan Bandarikjaforseti tilkynnti á þriðjudag að Panama hefði verið sett á „svartan" lista þeirra þjóða sem stunda skipulagða eiturlyfjasölu. í svonefndri „staðfestingarkæru" forsetans segir að Panama sé í hópi þeirra ríkja sem kvað minnst hafa viljað gera til að hefta dreif- ingu og sölu eiturlyfja. Kæran mun fyrst og fremst hafa táknrænt gildi því Reagan ákváð í júlí á síðasta ári að hætta allri efnahagsaðstoð við Panama eftir að Noriega hafði þráfaldlega neitað að afnema her- lög í landinu. Bandarískir embættis- menn sögðu tilganginn með kær- unni fyrst og fremst vera þann að beina sjónum heimsbyggðarinnar að meintri eiturlyfjasölu Noriega. Tvær kærur um skipulagða eitur- iyijasölu hafa verið birtar á hendur honum í Bandaríkjunum. Manuel Solis Palma, sem tók við embætti forseta í síðustu viku eftir að Noriega hafði gert forseta lands- ins valdalausan, sagði á þriðjudag að Panama myndi þiggja efnahags- aðstoð frá sérhveiju því ríki sem væri reiðubúin til að veita hana. Eric Aruro Delvalle, fyrrum forseti sem vann sér það til óhelgi að krefj- ast afsagnar Noriega, hefur farið þess á leit við Bandaríkjastjórn að innistæður Panamastjórnar í bandarískum bönkum verði „fryst- ar“. Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, sagði í sjónvarpsviðtali á þriðjudag að hann styddi hina nýju stjórn Pa- nama og hvatti önnur ríki Mið- og Suður-Ameríku til að gera hið sama. Sagði hann Eric Arturo Del- valle, fyrrum forseta, hafa svikið þjóð sína. Bandaríkjamenn vildu, með aðstoð Delvalles, tryggja sér yfirráð yfir Panamaskurðinum en áformað er að stjómvöld í Panama taki við stjóm hans árið 2000. Delvalle, sem kveðst vera rétt- kjörinn forseti landsins, er í felum í Panama en fjölskylda hans heldur til í bandaríska sendiráðinu í Pa- namaborg. Andstæðingar Noriega hafa að undanförnu hvatt lands- menn til að taka þátt í allsherjar- verkfalli í því skyni að koma honum frá. Þátttaka í verkfallinu hefur farið vaxandi en ólíklegt er talið að stjórnarandstæðingum takist að koma Noriega hershöfðingja frá völdum. Allt var með kyrmm kjör- um í Panamaborg á þriðjudags- kvöld en fyrr um daginn bmtust út bardagar er óeinkennisklæddir hermenn reyndu að taka óháða út- varpsstöð, Radio Mundial, á sitt vald. OPIÐfKVOLD TIL KL. 01.00 'fípYAL BALLETOFSENEGAL Meiri háttar sýning! * w Aðgöngumiðaverðkr. 300,- I SKULAGÖTU 30. S. 11555 DiSCOTHEQUE TROLL-LASAR SKRÚFLÁSAR GALV. PATENT-LÁSAR VÍRAKLEMMUR KÓSSAR SIGURNAGLAR BAUJUSTANGIR ál, bambus og plast BAUJULUKTIR SOS BAUJUUÓS ENDURSKINSBORÐAR FATNINGSHNIFAR BEITUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR íkassa og lausir ÍSSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÁLSKÓFLUR SNJÓÝTUR STUNGUSKÓFLUR KARFAKVÍSLAR LINUGOGGAR NETARÚLLUGOGGAR ÚRGREIÐSLUGOGGAR KARFAGOGGAR FISKHAKAJÁRN KARAT- LANDFESTINGARTÓG KARAT-TÓG MARLIN-TÓG KRAFT-TÓG LÉTT-TÓG BLÝ-TÓG NÆLON-TÓG FISKILINA ÖNGULTAUMAR ÁBÓT 6-7-8 LÍNUÖNGLAR 6-7-8 STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA NÆRFÖTÚR KANÍNUULL SOKKAR MEÐ TVÖ- FÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR MÚRSKdDA. Múiuutrm Mú»rt/M»uui MÚRtfU• V 8TA<LRTOKAR RAFMAGNSSMERGEL RAFMAGNSBORVÉLAR RAFMAGNSHAND- FRÆSARAR RAFMAGNSHANDSLÍPI- VÉLAR • FRANSKAR SKRÚFUR BORÐABOLTAR STÁLBOLTAR RÚSTFRÍIR SNITT-TEINAR SKRÚFUR • SKIPASKOÐUNAR- VÖRUR exterior Polyfilla FYLLIEFNI ÚTI-INNI POLYSfR/PPA LAKK- OG MÁLNINGAR UPPLEYSIR Ananaustum Grandagarði 2. Sími 28855. Opið frá kl 9-12 laugardögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.