Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 30

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Víða snjóleysi á skíðasvæðum: Hefðum þurft að flytja snjóinn neðan úr bæ - segir Snorri Bogason á fsafirði Leikurum og leikstjóra fagnað í leikslok. Sigurður P. Bjömssón Leikfélag Húsa- víkur sýnir Gísl Húsavík. LEIKFÉLAG Húsavikur frum- sýndi sjónleikinn Gísl eftir Brendan Behan síðastliðið föstu- dagskvöld fyrir fullu húsi og við ágætar viðtökur leikhúsgesta. Leikstjóri er Hávar Siguijóns- son en þýðandi Jónas Arnason. Eins og mörgum er kunnúgt fjallar þetta leikrit um frelsisbar- áttu íra á gamansaman hátt með söngvum og kráargleði framan af, en þá kráareigandinn er beðinn hýsa gíslinn fer gamanið af. Þjóð- leikhúsið sýndi þetta leikrit fyrir mörg árum síðan og eru margir söngvar þess vel þekktir og vinsæl- ir. Leikstjórinn Hávar gerði leik- myndina og er hún vel gerð við erfíðar aðstæður, því leiksviðið er mjög lítið og ljósa- og tæknibúnað- ur allur er vel af hendi leystur. • Með aðahlutverkin fara Hrefna Jónsdóttir, Þorkell Björnsson, Aldís Friðriksdóttir og Örn Ólason sem leikur gíslinn. Tvö hin fyrst- nefndu eru sviðsvön og í hópi okk- ar beztu leikara og skila hlutverk- um sínum vel. En nýliðamir í þess- um og öðrum hlutverkum gera hlutverkum sínum góð skil og sýna að áhugamannaleikhópurinn á Húsavík er í sókn og lofar góðu fyrir framtíðina. Aðrir leikarar eru Guðný Þorgeirsdóttir, Björgvin Leifsson, Sigurður Þrastarson, Ingimundur Jónsson, Svavar Jóns- son, Jóhannes G. Einarsson, Þór Gíslason, Svava A. Viggósdóttir, Bjami Pétursson, Vigfús Sigurðs- son og Sigríður Harðardóttir. Dansa hefur Einar Þorbergsson æft og um tónlistina sér Ingimund- ur Jónsson. Leikfélag Húsavíkur sýnir með þessari sýningu að engin lægð er í starfi þess en formaður félagsins er nú María Axfjörð. Búast má við góðri aðsókn að þessari leiksýningu því leikritið er þess virði og greiðfært er fyrir bfla um allt nágrennið. — Fréttaritari ÞEIR sem fylgdust með fréttum frá Vetrarólympíuleikunum í Calgary tóku væntanlega eftir því að þar hrjáði menn snjóleysi og var jafnvel gripið til þess ráðs að nota gervisnjó. A sumum skiða- svæðum hér á landi er ástandið ekki ósvipað vegna lítillar snjó- komu og jafnvel rigninga, og á ísafirði höfðu menn á orði að flytja snjó af láglendi og upp í skíðabrekkumar, þar sem snjóaði meira niðri í bænum. Nú er hins vegar spáð kólnandi veðri og unn- endur skiðaíþróttarinnar eygja því örlitla von um að geta farið að bmna niður brekkurnar. „Menn héma muna ekki eftir eins litlum snjó síðan árið 1952,“ sagði Snorri Bogason, umsjónarmaður Skíðheima á ísafírði, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er alveg ægi- legt, hér er búið að rigna í nokkra daga og snjórinn er allur að hverfa. Það er varla hægt að segja að það sé nokkurt færi hér lengur, það er rétt að hægt er að fara í svig á milli skafla." Snorri sagði að skíðasvæðið á ísafirði hefði ekki verið opnað fyrr en fimmta febrúar og að almenning- ur sæi ekki ástæðu til að nýta sér það í þessu slæma færi, það væm eingöngu unglingar úr skíðadeild staðarins, sem notuðu svæðið til æfínga. Snorri sagði að þetta þýddi auðvitað nokkurt tekjutap fyrir bæj- arfélagið, sem rekur skíðasvæðið. „Á góðum dögum koma hér nokkur hundruð manns, en það lætur enginn sjá sig í þessari tíð. Þetta kemur líka illa niður á keppnisfólkinu okkar, sem getur ekki æft sig sem skyldi, en krakkamir eru duglegir og það er hvaða skafí sem er notaður til þess að æfa sig,“ sagði Snorri. „Það lá við að við flyttum snjóinn neðan úr bæ og hingað upp eftir, þegar gerði skafrenning um daginn, það snjóaði miklu meira þar,“ sagði Snórri. Dauft hljóð í Skálafelli Það var sömuleiðis dauft hljóðið í tapast rekstrartekjur," sagði Ás- bjöm. „Þetta er vinsælt svæði ef skíðafæri er á annað borð, hér er sól í brekkunum á heiðskírum dögum, sem ekki er til dæmis í Bláfjöllum og hingað koma upp undir fjögur þúsund manns á góðum dögum. Fólk Á góðum degi í Skálafelli. Hætt er við að ekki sé eins líflegt um að litast þar þessa dagana, snjórinn er lítill sem enginn og skolast burt i rigningunni. mönnum á skíðasvæði KR í Skála- felli. Ásbjöm Einarsson, formaður rekstramefndar skíðasvæðisins, sagði að svæðið hefði aðeins verið opið í hálfan mánuð nú í febrúarmán- uði og þá fyrir skólafólk, sem var á ferð í miðri viku. Ekki þætti hins vegar ástæða til að hafa opið um helgar, enda lítill snjór og færi minnkandi nú í rigningunni. „Við töpum miklum tekjum á þessu, bæði er erfítt að fá greiddar auglýsingar þegar svæðið er ekki opið og einnig ...og málið er leyst! IH55PÍM lo.JU—20.30 og 20.40-22. FRAíVSKA JAPANSKa lS!^mKA ópplýsingar og innritu • ^ *«e»di„ga 8 °g mnritun í slina 10004/21655 40 NANAUSTUM 15 ^UasiuJu hefur líka hringt mikið og spurt hvort við fömm ekki að opna.“ Nógur snjór í Hlíðarfjalli I Hlíðarfjalli, skíðasvæði Akur- eyringa, var þó allt annað hljóð í strokknum. ívar Sigmundsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í fyrradag að þar væri nógur snjór, en búast mætti við hörðu skíðafæri þegar frysti aftur, þar sem nú væri sjö stiga hiti fyrir norðan. „Við opnuðum svæðið 10. janúar og þetta er ein- hver besta byijun, sem við munum eftir,“ sagði Ivar. „Það er mikið starf hjá skíðadeildum KA og Þórs; 200 krakkar em við æfíngar hérna núna, og almennur og vaxandi áhugi á skíðaíþróttinni hér í bænum. Hér koma um 2.000 manns á toppdögum, og það eykur aðsóknina að það er lítill snjór á skíðasvæðum hér í kring, til dæmis á Húsavík, Dalvík, Ólafs- fírði og Siglufírði. Það má segja að þetta sé eini staðurinn með góðan snjó á landinu, og Reykvíkingar hafa til dæmis gert mikið af því að aka norður um helgar til þess að fara á skíði. Sumir em meira að segja með árskort héma,“ sagði ívar. Rigning hrjáir Bláfjallamenn „Við emm alveg sæmilega ánægð- ir,“ sagði Guðmundur Kjerúlf í Blá- fjöllum í fyrradag. „Þetta er 22., opnunardagur síðan 10. janúar, en snjórinn hefur verið í lágmarki. Það var sæmilegt færi þar til seint i þars- íðustu viku, en þá fór að rigna, og við þolum ekki rigningu í marga daga í viðbót.“ Guðmundur sagði að janúar og febrúarmánuðir hefðu verið betri í ár en í fyrra, þá hefði svæðið verið opnað í nóvember og besta færið verið fyrir jól. „Það em allar lyftur opnar hjá okkur núna og hefur geng- ið vel hjá okkur í vetur, aðsóknin er góð og mikið um að skólakrakkar gisti héma. Gisting er bókuð eina eða tvær vikur fram í tímann og hingað koma allir sem á annað borð em á skíðum á Suðvesturlandi.“ Þorsteinn Hjaltason, fólkvangs- vörður í Bláfjöllum, sagði að þrátt fyrir að allt væri að fara á kaf í vatn væm menn bjartsýnir, enda spáð norðanátt og kólnandi veðri næstu daga. „Það hefur verið ágæt traffík í vetur, á bestu dögum em hér yfir 5000 manns, og aðsóknin óvenjugóð. Reksturinn hefur líka sjaldan gengið eins vel,“ sagði Þor- steinn Hjaltason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.