Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 28

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Eldavélin kveiktí í þvottínum Vafalaust er það algengt að húsmóðirin fari með hreina þvott- inn inn í eldhús til að strauja hann, ef til vill til þess að geta sinnt matseldinni á meðan. En frúin sem lagði þvottakörf- una frá sér á eldavélina og brá sér út í búð rétt sem snöggvast, gleymdi því í augnablikinu, að hún var búin að kveikja á einni hell- unni, en átti bara eftir að setja kartöflupottinn á. Ef til vill hefur hún farið að kaupa kartöflur. Þvotturinn logaði vel, þegar hún kom til baka, og skáparnir fyrir ofan eldavélina voru að byija að brenna. Flýtið ykkur hægt og farið að öllu með gát, þar sem rafmagnið er. Eldinn sem af því getur hlotist getur reynst erfítt að slökkva. (Frá Rafmagnseftirliti ríkisins.) Símar 35408 og 83033 MIÐBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laufásvegur 58-79 o.fl. KOPAVOGUR Kársnesbraut 7-71 Lyngbrekka SKERJAFJ. Skildinganes UTHVERFI Sæviðarsund hærritölur Sogavegur112-156 GARÐABÆR Mýrar Morgunblaðið/Sverrir Ríó tríó á æfíngu fyrir sýningnna, frá vinstri Ólafur Þórðarson, Ágfúst Atlason og Helgi Pétursson. Alltaf jafn gaman Útlendingasveitin ásamt Pálma Einarssyni básúnuleikara, sem er lengst til vinstri. Á bak við þá má greina Gunnlaug Briem og Harald Þorsteinsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rió og „bakraddirnar“ á frumsýningarkvöldinu s.l. laugardag. Áheyrendur voru vel með á nótunum og klöppuðu Rfó lof í lófa. - segja þeir félag- ar í Ríó tríói, sem efna tilnýrrar söngskemmtunar IBroadway RÍÓ tríóið hefur að undanfömu verið önnum kafið við undirbún- ing nýrrar söngskemmtunar sem frumsýnd var í veitingahús- inu Broadway s.l. laugardags- kvöld. Tríóið kemur þar fram ásamt fríðum flokki hljóðfæra- leikara undir stjóm Gunnars Þórðarsonar, sem hefur verið tónlistarlegur ráðunautur tríós- ins frá árinu 1970, og er hann af mörgum talinn fjórði Iiðsmað- urinn í Ríó. Þeir félagar, Ágúst Atlason, Helgi Pétursson og Ól- afur Þórðarson, vom frískir að vanda þegar Morgunblaðsmenn litu inn á æfingu hjá þeim enda var allt að smella saman. Á fmm- sýningunni á laugardagskvöldið gékk svo allt að óskum og við- tökur gesta mjög góðar. „Jú, blessaður vertu, það er allt- af jafn gaman. Annars værum við ekki að þessu," sögðu þeir þegar okkur gafst stund til að spjalla um hina nýju söngskemmtun þeirra. Og þeir lögðu mikla áherslu á að hér væri um nýja dagskrá að ræða, sem ætti ekkert skylt við skemmt- un þeirra félaga í Broadway fyrir þremur árum. „Þetta er splúnkuný sýning með allt öðrum lögum, að undanteknum tveimur örlitlum brotum, „Allir eru að gera það gott" og rokksyrpunni, sem voru í fyrri sýningunni. Efnið í þessari sýningu spannar þó feril okkar frá upphafi og meðal annars verðum við þama með „Söguna af upp- trekkta karlinum", sem var á fyrstu plötunni okkar sem kom út árið 1968. Af öðrum gamalkunnum lög- um má nefna Óla Jo., Ég vil elska, Tár í tómið, Kópavogsbraginn í nýjum búningi, Fröken Reykjavík og svo syrpu af þjóðvísum af nýju plötunni, sem kom út fyrir síðustu jól. Svo má vel vera að stelpumar að vestan, „Mánablómin" komi þama frarn." Þegar Morgunblaðsmenn bar að garði voru þeir félagar að æfa syrpu af negrasálmum sem lét býsna vel í eyrum. Hins vegar vakti athygli að þeir sungu þar á ensku, sem ekki hefur verið venja Ríó í gegnum tfðina? „Nei, við bregðum þama aðeins út af vananum, en það er vel þess virði. Sannleikurinn er sá að við bindum miklar vonir við þetta at- riði og erum sannfærðir um að gestir munu fyrirgefa okkur það að syngja þetta á frummálinu. Það þekkja allir þessi lög, einmitt í þess- ari útgáfu." Eins og áður segir njóta þeir Rfómenn aðstoðar úrvals hljóð- færaleikara undir stjóm Gunnars Þórðarsonar, sem annast hefur all- ar útsetningar. Skal þar fyrsta telja Mezzofortepiltana Eyþór Gunnars- son á hljómborð, Friðrik Karlsson á gítar og Gunnlaug Briem á trommur auk bassaleikarans snjalla Haralds Þorsteinssonar. í blásarasveitinni er hins vegar að- eins einn Íslendingur, Pálmi Ein- arsson á básúnu, en hinir þrír eru sóttir til Danmerkur. Að sögn þeirra Rfófélaga er ástæðan öðrum þræði sú, að skortur er á blásurum hér á landi um þessar mundir þar sem þorri þeirra er upptekninn í öðrum sýningum. Hins vegar væri hér um að ræða úrvalsblásara, sem Óli hefði kynnst á ferðum sínum um Evrópu og vildi gjaman fá hing- að til lands. Þá er í sveitinni „stálgítarleikari" frá Þýskalandi og kváðust þeir Ríómenn vera afskap- lega ánægðir með þátt þessara manna svo og allan hljóðfæraleik í sýningunni. Einnig vildu þeir sérs- taklega geta þriggja stúlkna, sem syngja bakraddir með þeim, en það eru Ema Þórarinsdóttir, Eva Al- bertsdóttir og Guðrún Gunnars- dóttir. „Þetta er í fyrsta skipti sem konur syngja opinberlega með okk- ur og það er alveg óskaplega skemmtileg tilfinning," sögðu þeir. „Annars er aðalatriðið að menn taki þessu létt og komi og syngi þetta með okkur. Þetta á að vera, eins og nafnið bendir til, „allt í gamni“.“ Sv.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.