Morgunblaðið - 03.03.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.03.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 BÆTIÐ HEILSUNA MEÐ INNHVERFRIÍHUGUN Rannsókn, sem nýlega birtist f hinu virta lækna- tfmariti „Psychosomatic Medicine", sýndi að þeir, sem iðkuðu fhugunartækni Maharishi, Innhverfa fhugun (Transcendental Meditation), leituðu 44% sjaldnar til læknis en aðrir og voru 53% sjaldnar lagð- ir inn á sjúkrahús. Munurinn var enn meiri hjá þeim sem voru eldri en 40 ára. Þeir leituðu 74% sjaldnar til læknis og lögðust 69% sjaldnar inn á sjúkrahús. Nýtt námskeið hefst með kynningu í kvöld, fimmtudag í Garðastræti 17 (3. hæð) kl. 20.30. íslenska íhugunarfélagið, sími 16662. Árshátíð Átthagasamtaka Héraðsmanna verð- ur haldin í Domus Medica iaugardaginn 5. mars. Húsið opnaö kl. 19.00. Miðar seldir i anddyri hússins kl. 17-19 fimmtudag og föstudag og við innganginn. Skemmtinefnd. Prufu-hitamælar - 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. StaiillsKLcgjtuiir <J](§xrss©(S)ini VESTURGOTU 16 — SIMAR 14630 - 21480 Niðurhengd loft. T-prófílar og loftaplötur. Mismunandi stærðir og gerðir. Uppsett sýnishorn í sýningasal okkar. ISLEMZKA VERZLUMARFELAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Bíldshöfða 16, sími 687550. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir CHRISTINA HIPPISLEY Hárgreióslusveinn óskast í hluta eða fullt starf. Upplýsingar í síma 13010 kvöldsími 71669 HÁRGREIÐSUJSTDFAN KIAPPARSTÍG Miðstjóm Kommúnistaflokks Portúgals heilsar stuðningsmönntun flokksins í íþróttahöllinni í Lissa- bon: (f.v) Jose Magro, Carlos Costas, Alvaro Cunhal og Antonio Casanova. Portúgalskir kommúnistar og nýja hugmyndafræðin Kommunistaflokkurinn i Portúgal (PCP) hefur lengi verið rót- tækasti flokkur marx-leninista i Vestur-Evrópu, og hann hefur í einu og öUu fylgt dyggilega þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Moskvu. Hefur flokkurinn staðfastlega hafnað þeim tíl- slökunum sem aðrir flokkar kommúnista í Evrópu hafa séð sér hag í að gera til að auka póUtísk áhrif sín. Alvaro Cunhal er 74 ára og hefur verið formaður flokks- ins frá árinu 1961. Um skeið, ári eftir byltingu hersins í apríl 1974, fékk hann að sjá drauma sína um hreinan sósíalisma rætast þegar yfirvöld ákváðu fyrirvaralaust að þjóðnýta alla banka, tryggingafé- lög og iðnfyrirtæki og gera upp- tækar víðáttumiklar jarðeignir í eigu einstaklinga og fjölskyldna og skipta jörðunum milli starfs- manna þeirra. í dag nýtur PCP öruggs stuðn- ings í landbúnaðarhéruðum Portúgals, hjá fjölskyldunum sem eignuðust jarðimar árið 1975, en þessi stuðningur nægir ekki til að tryggja flokknum sterka stöðu á þingi. I síðustu þingkosningum, í júlí í fyrra, missti flokkurinn mikið fylgi, hlaut aðeins 12% at- kvæða og 31 af alls 250 þingsæt- um. Síðan hafa vindar „perestij- oku" blásið frá Moskvu, og horfur em á að ný samsteypustjóm mið- og hægriflokkanna afturkalli að- gerðimar frá 1975 (eitt helzta stefnumál stjómarinnar er að koma ríkisfyrirtækjum á ný í einkarekstur). Hefur þetta hvort tveggja valdið miklum ágreiningi innan flokksins. Krefjast umbóta Ungir og harðsnúnir flokks- menn PCP, sem enn em í sámm eftir úrslit síðustu kosninga, horfa upp á æ víðtækari umbætur í Sovétríkjunum og kreijast þess nú að „perestijoka “ nái einnig til þeirra eigin flokks. Um síðustu mánaðamót birti vinstrisinnaða vikuritið O Jornal áskomn frá sex óánægðum flokksmönnum PCP sem hvetja til aukinnar hreinskilni og fijáls- ræðis innan flokksins. Segir þar að á komandi flokksþingi PCP ætti að fara fram „opinská úttekt á stöðu flokksins og hlutverki Alvaro Cunhal hans í Portúgal samtíðarinnar, og sérstaklega bæri flokksþinginu að ræða nauðsynlegar aðgerðir til að blása nýju lífí í flokkinn til að vinna bug á aðsteðjandi erfiðleik- um.“ Þá er lögð áherzla á að tryggja beri lýðræði í flokknum. Allt felur þetta í sér óbeinar ásakanir á Alvaro Cunhal sjálfan, sem vegna sterkra persónuáhrifa hefur um árabil ráðið lögum og lofum í flokknum í þeirri trú að sá dagur komi að hreinn sósíalismi fái að rílg'a í Portúgal. Sjálfur neitar hann því með öllu að erfíð- leikar steðji að flokknum. Hann gerir lítið úr ágreiningnum og ekkert bendir til þess að hann ætli að láta af formannsembætt- inu. Þó er talið að nýafstaðin heimsókn til Moskvu, þar sem hann hlaut innilegar móttökur hjá Mikhail Gorbatsjov, geti markað upphaf smávægilegrar stefnu- breytingar og viðurkenningar á því sem koma skal. í löngu við- tali við portúgölsku fréttastofuna Lusa fordæmdi Alvaro Cunhal í fyrsta sinni „glæpi Stalíns“ og sagði að ástæðan fyrir því að PCP hefði ekki látið til sln heyra fyir um þau mál væri þekkingarleysi á staðreyndum. „Víðtækar afleiðingar“ „Perestijoka mun hafa víðtæk- ar afleiðingar innan PCP,“ viður- kenndi hann, „en það má koma á félagshagfræðilegum lagfæring- um og nýsköpun án grundvallar- breytinga á kerfinu. Perestijoka getur verið mikil lyftistöng fyrir kommúnisma, sem leiðir til þróun- ar og fullkomnunar sósíalismans." Leiðir þetta til þess að mildari stefna verði tekin upp hjá PCP? Alvaro Cunhal hefur heitið því að engar breytingar verði gerðar á byltingarkenningum flokksins, svo ekki er líklegt að mildari stefna verði tekin upp meðan hann er í forustu. Gamaldags harðlínu- stefna PCP er einfaldlega utan- gátta á stjómmálasviðinu í Port- úgal í dag þar sem stjómarflokkur jafnaðarmanna og stjómarand- staða sósíalista deila sviðsljósinu. Félagar þeirra flokka eru dæmi- gerðir ungir tæknikratar sem eru að hasla sér völl í vaxandi kerfi „kapítalisma" í landinu. Þeir em hlynntir framtaki og hagsæld, og sölu ríkisfyrirtækja til einkaaðila. Það er forgangsmál hjá ríkisstjóm jafnaðarmanna að endurskoða stjómarskrá laridsíns írá 'árinu 1976 í þeim tilgangi að felia úr henni alla hugmyndafræði komm- únista sem í henni leynast. Meðan þessir nýju vindar leika um stjómmálasviðið er eftir að sjá hvort Alvaro Cunhal tekst að standa af sér storminn sem í að- sigi er, eða, sem er öllu líklegra, hvort honum verður þokað til hlið- ar á komandi flokksþingi og hann látinn víkja úr sæti fyrir yngri mönnum. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Obser- ver. Inniflísar LVWf UCSoM«“**
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.