Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 24

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 „Pallborðs- umræður í réttu ljósi“ eftirJón Ásbergsson Morgunblaðið birti 18. febrúar sl. grein eftir Sigríði R. Hermóðs- dóttur er bar heitið „Nokkur orð um landbúnaðarmál". Vitna grein- arhöfundur þar í umræðuþáttinn „A pallborðinu" er var á dagskrá Ríkisútvarpsins sunnudaginn 7. febrúar sl. og fullyrðir hún að undir- ritaður hafí þar farið niðrandi orð- um um íslenzka bændur og m.a. sagt að „bændur væru stétt manna sem ætti að vera farin á hausinn fyrir löngu". I greinarlok skorar Sigríður á landsbyggðarfólk að hætta að verzla í búðum Hagkaups vegna afstöðu minnar til bænda. Vegna þessara skrifa Sigríðar R. Hermóðsdóttur er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: Þátttak- endur í fyrmefndum útvarpsþætti voru auk mín þeir Ingólfur Mar- geirsson ritstjóri Alþýðublaðsins og Olafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. Stjómandi þáttarins var Broddi Broddason fréttamaður. í þættinum var varpað fram ýmsum spumingum m.a. um sölu á eggjum og kjúklingum, samningamál, gengismál, lista- mannalaun, starfsmannafjölda í rússneska sendiráðinu o.fl. Þátttak- endur svömðu að sjálfsögðu þeim spumingum sem fyrir þá vom lagð- ar, skiptust á skoðunum og nokkr- um léttum skotum. Við hlustun á segulbandsupptöku af umræðunum er hins vegar ljóst að undirritaður lét engin orð falla — hvorki beint né óbeint — sem unnt er að túlka á þann veg sem Sigríður gerir í Morgunblaðsgrein sinni. Málefni íslenzks landbúnaðar vom í raun varla rædd í þessum þætti og þau fáu orð sem um hann féllu vom mælt af öðmm þátttakendum en mér. Islenzkur landbúnaður á vissu- lega við mikla erfíðleika að etja um þessar mundir. Framþróun tækni og tækja hefur gert það að verkum að nú þarf færri hendur en áður til að framleiða þær landbúnaðar- vömr sem unnt er að selja innan- lands. Afleiðing þessarar þróunar er að bændum mun fækka á næstu ámm og áratugum. Þetta er óum- deilanleg staðreynd, enda viður- kennd af ölium þeim er um þessi mál fjalla, m.a. af forystumönnum Jón Ásbergsson. „Við hlustun á segnl- bandsupptöku af um- ræðunum er hins vegar ljóst að undirritaður lét engin orð falla — hvorki beint né óbeint — sem unnt er að túlka á þann veg sem Sigríð- ur gerir.“ bænda og stofnunum landbúnaðar- ins. Slík röskun á högum jafn gró- innar stéttar og bændur em, hlýtur að valda miklum sársauka og trega. Vamarbarátta þeirra einkennist því af skiljanlegum ástæðum af tals- verðum tilfinningahita. Hinsvegar þjónar það ekki málstað þeirrar vamarbaráttu að gera öðmm upp skoðanir og annarlegar hvatir og hlaupa í fjölmiðla með fjarstæðu- kenndar fullyrðingar og ásakanir sem em allt að því mannorðsmeið- andi. Að lokum býð ég Sigríði R. Her- móðsdóttur ávallt velkomna í verzl- anir Hagkaups, bæði sunnan og norðan heiða. Vona ég að hún muni, eins og annað landsbyggða- fólk, fínna þar ýmsan innlendan og erlendan vaming sem eigulegur þykir og verðlagður á vinunandi hátt, því stefna Hagkaups fyrr og síðar er að selja „góða vöm ódýrt". Höfundur er forstfóri Hagkaups. BRUNNDÆLUR = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.