Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 23

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 23 Klauspeter Seibel á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt nokkrum einsöngvaranna. strax að loknum ströngum æfíng- um. Auk þess er líklegt að flestir flytjendumir séu jafnóöruggir og ég um næstu sýningu. En burtséð frá því er enginn munur á þessum uppfærslum. Ég hef haft tímann fyrir mér á báðum stöðum til að ná þeim árangri sem ég vil ná. A síðasta ári var Klauspeter Seib- el ráðinn aðalstjómandi að ópemnni í Kiel og Don Carlos er fyrsta verk- ið, sem hann setur þar upp. Sá, sem ráðinn hafði verið til þess, veiktist skyndilega og Klauspeter hljóp í skarðið fyrir hann. Aður starfaði hann í Hamborg og einnig er hann aðalstjómandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar í Numberg. — Þótt ég hafí áður eingöngu sett Don Carlos upp í Þýskalandi, taka listamenn fjölmargra þjóða þátt í uppfærslunni hveiju sinni, rétt eins og hér, þannig að að því leyti er ekki mikill munur á að vinna hér og í Þýskalandi. Óperan Don Carlos Don Carlos er til í nokkmm út- gáfum. Að gmnni til eru þær tvær, fimm þátta útgáfa og fjögurra þátta útgáfa, sem flutt verður hér. Klauspeter sagði, að Verdi hefði unnið að breytingum á verkinu fyrstu árin sem það var flutt enda vom fyrstu viðtökur fremur dræm- ar. Verkið var langt og þungt í upphafi en tók smám saman þeim breytingum, sem leiddu til þeirrar gerðar, sem Sinfóníuhljómsveitin flytur. Verkið er því til í nokkmm útgáfum og í dag veit raunar eng- inn, hvaða útgáfa átti að mati Verd- is að vera sú eina rétta. — í Kiel flytjum við verkið í fímm þáttum. í þeirri útgáfu er e.t.v. auðveldara að skilja söguna en í fjögurra þátta útgáfunni. í fjög- urra þátta útgáfunni er tónlistin hins vegar margslungnari og meira ráðandi. Sú útgáfa hentar því vel til flutnings hér og líti ég á verkið með augum tónlistarmannsins, kann ég betur við þá útgáfu. í upp- færslunni hér hefst óperan t.d. á mjög óvenjulegum samleik ijögurra franskra homa. í hinni útgáfunni hefst hún á hefðbundinn hátt með forleik og kómum í fjarska. Þegar maður hlýðir á frönsku homin, hugsar maður með sén Þetta er ekki ópemtónlist. A efri ámm Verdis breyttist tón- list hans. Óperumar §órar, Don Carlos, Aida, Óthello og Falstaff em um margt líkar, þótt Aida sé þeirra aðgengilegust. Við hefð- bundna uppfærslu á Don Carlos koma fram ýmis tæknileg vandamál á leiksviðinu, þannig að í raun er hún mjög heppileg fyrir hljómsveit- amppfærslu. Leikritið Don Carlos eftir Schiller, sem óperan er gmnd- völluð á, er mjög pólitískt, en Verdi blandaði ástarsögu í pólitískan gmnninn, enda er auðveldara að semja tónlist við ástarsögu en pólitísk átök. Með þessum hætti varð sagan að hefðbundinni ópem- sögu. Hljómsveitin og söngvararnir Fyrir tæpum þremur ámm stjómaði Klauspeter Seibel Hollend- ingnum fljúgandi hér. Hann talar um muninn á vinnunni með Sin- fóníuhljómsveitinni þá og nú: — Þegar við unnum að Hollend- ingnum fljúgandi var við miklu fleiri vandamál að glíma en nú. Hljóðfæraleikaramir hafa síðustu ár leikið mikið af tónlist eftir Verdi og kunna á henni tökin, þannig að vandamálin em færri nú. Margir söngvaranna em mjög frægir á sínu sviði: Jan Hendrik Rootering, sem syngur hlutverk Filipusar kóngs, lærði hjá okkur í Hamborg og frægðarsól hans rís mjög ört. Luisa Bosabalian syngur hlutverk Elísabetar. Þá hef ég einn- ig unnið með Kristni Sigmundssyni og hlakka til að heyra hann syngja hlutverk markgreifans af Posa. Ég þekki einnig vel pólsku söngkonuna Maríu Pawlus-Duda, sem sjmgur hlutverk Eboli. Hún er snillingur í þessu hlutverki og þá má nefna Kovacs, sem syngur hlutverk dóm- ara rannsóknarréttarins, en hann syngur þetta hlutverk einnig hjá okkur í Kiel. Giorgio Aristo, sem hljóp í skarðið fyrir Kristján Jó- hannsson og syngur hlutverk Don Carlosar sjálfs, þekki ég hins vegar ekki nema af orðspori. Hann er sagður mjög góður. í raun skiptir ekki máli, hvort maður þekkir flytj- enduma eða ekki; ef þeir kunna hlutverk sín skila þeir þeim í sam- ræmi við þær kröfur sem stjómand- inn gerir, og ég geri miklar kröfur! segir Klauspeter Seibel og hlær við. — Auk fyrmefndra söngvara syngja svo þau Ingibjörg Marteins- dóttir, Margrét Bóasdóttir og Helgi Maronsson minni einsöngshlutverk og hefla þar með feril sinn. Kór íslensku óperunnar syngur einnig í verkinu. Mikil vinna Það hefur komið fram í spjalli okkar Klauspeters, að hann er störfum hlaðinn; aðalstjómandi ópemnnar í Kiel og aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í Num- berg, auk þess sem hann er prófess- or við Tónlistarháskólann í Ham- borg og starfar víðar sem gesta- stjómandi. Hvemig sinnir hann öll- um þessum verkefnum? — Það vill til, að ég bý mitt á milli Hamborgar og Kiel og á hrað- skreiðan bíl, sem ég þýt í á milli vinnustaða! Þannig hefst þetta og einnig með því að vinna meira en gengur og gerist í Þýskalandi, seg- ir Klauspeter Seibel að lokum. Eins og fyrr segir, verða tónleik- amir í Háskólabíói á fimmtudags- kvöld klukkan 20 og endurteknir á laugardag, 5. mars, kl. 14.00. Texti: Rafn Jónsson Næstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói fimmtudaginn 3. mars 1988 og hefjast kl. 20.00. Flutt verður óperan Uppselt Don Carlos eftir V erdi. Ath.: Tónleikarnir hefjast kl. 20.00. Kiauspeter Seibei jónleikamir verða endurteknir laugardaginn 5. mars í Háskólabíói og hefjast kl. 15,00. Sinfóníuhljómsveit íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.