Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 21

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 21 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir — Gull reynist í eldi, en geðprýði í mótlæti. — — segir í gullvægri „nytsamligri lifnaðarreglu" forfeðra okkar. Mótlæti hverfur sem dögg fyrir sólu með næsta rétti, enda er hráefn- ið kjörið til að auka gieði manna og geðprýði. Tilefnið er * Odýrar lambasteikur létt mariner- aðar 1 kg lambasteikur (steikur efstar af læri) 2 matsk. matarolía 1 matsk. smjörlíki * Marinaði: 2 matsk. matarolía V2 rifinn laukur lftill 1 hvítlauksrif pressað V2 tsk. fínmulið rósmarin 1 tsk. tarragon malaður pipar * 3U bolli kjúklingasoð 1 matsk. sítrónusafi salt kartöflumjöl 1. Kjötsneiðamar eru marðar vel með kjöthamri og er áhangandi fita skorin í burtu. Kjötsneiðunum er síðan raðað á fat. 2. Blandað er saman matarolíu, rifnum lauk, pressuðum hvítlauk, rósmarin og tarragoni. Blöndunni er síðan smurt á kjötsneiðamar og pipar malaður yfir. Blandan er látin standa á kjötinu í u.þ.b. V2 tíma. Það er ágætt að nota þann tíma til að sjóða kartöflur og útbúa annað meðlæti eins og grænmetissalat. 3. Matarolía, 2 matsk. og 1 matsk. smjörlíki er hitað á pöntiu þar til feitin fer að dökkna. Lamba- steikumar em síðan steiktar í feit- inni, fáar í einu, í u.þ.b. 3 mínútur á annarri hliðinni og 2 mínútur á hinni. Gætið þess að harðsteikja ekki, eigi kjötið að vera mjúkt undir tönn. Þessar efstu steikur af læri em mjúkur biti og þurfa ekki langa steikingu. 4. Þegar búið er að steikja kjötið er það sett á heitan disk, en á pönn- unni situr eftir frábært sósuefni. Út í það er bætt kjúklingasoðinu eða vatn með uppleystum teningi af kjúklingakrafti, sítrónusafa og salti eftir smekk. Sósuefnið er látið sjóða á meðan krafturinn er að leysast upp á pönnunni. Sósan er jöfnuð með kartöflumjöli (u.þ.b. 1 tsk. hrærðri út í vatni). Sósan er síuð og hellt yfir steik- umar áður en þær em bomar fram. Meðlæti: Kartöflumar em soðnar, afhýddar og léttsteiktar. Einnig er afar gott að bera fram með rétti þessum sænsku kartöflumar sem uppskrift var af í dálki þessum fyrir nokkrum vikum. Eftirmáli Þetta verður síðasti þáttur Réttar dagsins um sinn. Þátturinn hefur verið á síðum Morgunblaðsins á fimmtudögum í fjögur ár og er tíma- bært að breyta til. Spurt hefur verið um uppskriftir síðustu þriggja ára í bókarformi. Ef nægur áhugi reynist vera fyrir því að fá þessa fljótlöguðu rétti í bók, þá látið frá ykkur heyra. Verði áhugi almennur mun ég að sjálfsögðu ræða málin við útgefanda minn. Ég flyt nú um set á síðum blaðs- ins og mun hreyfa við málum neyt- enda. Sjáumst framvegis í „Daglega lífinu“ á föstudögum. Helgi Hálfdanarson: UNDIRSKRIFTIR? Mér hefur skilizt af fréttum, að samtök, sem beita sér fyrir vemdun Tjamarsvæðis- ins, hyggi á söfnun undirskrifta, þar sem Reykvíkingar ættu þess kost að mótmæla smíði ráðhúss við Tjömina og í henni. Þó að ég sé mjög mótfallinn þessu ráð- hýsi, þykir mér rétt að vara við undirskrifta- söfnun. Skoðanakannanir hafa þegar bent til þess, að mikili meirihluti bæjarbúa sé ein- dregið andvígur þessu staðarvali. Enn hætt er við, að í undirskriftasöfnun komi aldrei öll kurl til grafar. Hún gæti því orðið mjög villandi. Fyrir því er reynsla, að margur hik- ar við að taka opinbera afstöðu gegn þeim, sem með völdin fara. Þar getur margt ráðið, sem meira þarf til að hrista af sér en kok- hreystina eina saman. Hvort sem ástæða er til eða ekki, getur það virzt áhættusamt að setja nafn sitt undir mótmæli gegn því sem ráðamenn hafast að, ekki síður en hitt, að neita að skrifa undir stuðning við gerðir þeirra. Undirskriftasöfnun í slíkum málum á fátt skylt við lýðræði. Hún er í raun opinber atkvæðagreiðsla af svipuðum toga og tíðkast í ýmsum löndum, sem búa við frumstætt stjómarfar, og tíðkaðist einnig hér, þegar húsbændur fóra með hjú sín á kjörstað og létu þau greiða atkvæði í sinni augsýn. Það sem hér þyrfti að koma, er almenn leynileg atkvæðagreiðsla, sem stjóm bæjar- ins efndi til að lýðræðislegum hætti. í máli sem þessu er sú aðferð ekki aðeins eðlileg; hún ætti að þykja sjálfsögð. Enda virðast yfirlýsingar borgarstjorans að undanfömu benda til þess, að engu yrði hann fegnari en slíkum úrskurði. Þó er ekki laust við að nývakinn áhugi hans á að kynna verkið bet- ur en gert var, sé í pínulítilli mótsögn við þá yfirlýstu ákvörðun hans að hafa árangur þeirrar kynningar að engu, hver sem hann kynni að verða. Ef boðlegir mannasiðir væra við hafðir, hefði verið stofnað til atkvæðagreiðslu fyrir löngu, fyrst verkið þoldi ekki bið fram að kosningum, eða þegar sýnt var, hversu mál- ið er viðkvæmt, og alls ekki síðar en niður- staða skoðanakönnunar lá fyrir, og allar líkur bentu til þess, að meiri hluti bæjarbúa vildi ekki þetta hús á þessum stað. Hins vegar skal ég játa, að ég tel okkur Reykvíkinga þegar hafa tapað þessu Bakka- bæjar-máli; og skyldi víst engan undra, þeg- ar þess er gætt, hve vígstaðan er ójöfn, þar sem Bakkabændur hafa farið fram með svo blygðunarlausri valdfrekju, að Kastró hlyti að blöskra. Hér virðast þeir ráða ferðinni, sem þurfa fyrir hvem mun að sýna styrk sinn og telja hann bezt staðfestan, að hætti bama á mótþróaskeiði, með því að gera það eitt sem þeim sjálfum sýnist, hyggja það jafnvel vænlegast til fylgis meðal þeirra kjós- enda, sem lítilmótlegastir era og mestir valdadýrkendur, þeirra sem ætíð klappa fyr- ir frekjunni og hrópæ „Sko hann! Sá þorir að gera það sem hann vill! Þama er karl i krapinu! Þetta er minn rnaður!" Og víst era alkunn dæmi slíkra þjóðsköranga freistandi fyrirmyndir þeirra, sem í nafni lýðræðis traðka lýðræðið undir fótum. Nú læt eg þáð vera mín síðustu orð um þetta Bakkabæjar-hneyksli allt að mæla með atkvæðagreiðslu, en vara við undirskrifta- söfnun. w KS \y I .v/‘ *'\/l- "s: / - I ' I •\_ .1 "o í'OC Vw/i’ / I v |v , \/ \ /I riiMily \/ S \»" - >’cVrö'v-iv ’ * _ / S . N . t IM \ v' 'J, N -/ c.'jr-v \'\ HUSMUNAVERSLUN ENGJATEIG I 9 REYKJAVfK S ( M I 68 91 55 _ — / »,\ \ 7—'^ 1 /»/ V,\. / '-/!✓' ->/ /\'>' j-Sv 'J ■ -1 r.;' -7'' -T -' r r. 1 v; > v -V-, - 'ryi' - C'^'v'rovi V / " \“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.