Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 17

Morgunblaðið - 03.03.1988, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 17 Blikur á lofti eftir Pétur Björnsson Dimm ský hrannast upp á sjón- deildarhringinn og óveðursblikur nálgast óðfluga. Gengi krónunnar er komið úr skorðum. Það er halli á fjárlögum, halli á viðskiptum við útlönd og verðbólga laus úr böndum. Stormsveipur nýs matvælaskatts hrindir upp öllum gáttum og kaldur gustur nýrra skatta næðir um. Hriplek tunna Nýju skattamir kynda ekki að- eins undir verðbólgu, heldur leggj- ast þeir líka með fullum þunga á hjól þjóðarframleiðslunnar, drif- fjaðrimar, sem búa til verðmætin og skapa atvinnuna. Hallinn á ríkisrekstrinum er eins og hriplek tunna. Það er reynt að halda henni fullri með því að ausa sífellt í hana fersku vatni (sköttum). Annaðhvort er að gera við tunn- una... eða halda áfram að ausa. Þetta er hröð samantekt á ástandinu í dag og lýsir um leið fyrstu vísum virðisaukaskattsins, sem á að innleiða hér, hvað sem það kostar. Ef haldið er áfram að veita út almannafé með nýjum lögum frá Alþingi, kemur að því að skatt- stofna þrýtur og hjólin kikna undan skattþunganum. Þegar lifað er um efni fram, er aukin skattlagning óæskileg lausn, meðan kostur er á að SKERA NIÐ- UR RÍKISUTGJÖLD. Við eram komin í það ástand, að ef ekki koma til lengri tíma áætlanir um niðurskurð á breiðum grandvelli, getur hagkerfið fallið saman í óðaverðbólgu og stöðnun. Alþingi hefur eitt ábyrgð af slíkri ákvörðun á valdi sínu og ábyrgðin mun að sjálfsögðu falla í hlut þeirra manna sem SJA, SKILJA og ÞORA. Viljum við áframhaldandi „nei- kvæða“ skatta gegn „hriplekri tunnu“? Snákur í grasinu Norðmenn hafa gefið til kynna, að þeir vilji losna undan VIRÐIS- AUKASKATTINUM, sem þeir köll- uðu yfir sig á sínum tíma . . . en sá böggull fylgir skammrifi að ekki er hægt að snúa til baka þegar hann á annað borð er kominn á. „SVINDL VIRÐISAUKA- SKATTS", kallar Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV.’skattinn í lejðara sínum, haustið 1986, sem í tíma var skrifaður til varnaðar og er nú að skríða fram í dagsljósið. Þegar Norðmenn geta ekki hrint Flugleiðir selja Suðurfara FLUGLEIÐIR hafa afhent for- ráðamönnum Kabo Air í Nígeríu DC-8-55 þotuna TF-FLB en sam- ið var um sölu hennar fyrir nokkrum dögum. TF-FLB bar nafnið Suðurfari og hafði verið í eigu Flugleiða frá því í ársbyrjun 1986, en félagið hsifði haft vélina á leigu frá því 1982. Síðustu mánuðina hafði Suðurfari mest verið notaður sem varaflugvél í Evrópuflugi. Þijár Boeing 727 þotur Flugleiða annast nú mest allt Evrópuflug félagsins, en til viðbótar verður DC-8-63 þota í því flugi er sumaráætlun tekur gildi. I maí á næsta ári bætast tvær nýjar Boeing 737-4000 þotur í þann hluta flug- flota félagsins sem annast þetta flug. A meðfylgjandi ljósmynd frá Upplýsingadeild Flugleiða era Sig- urður Helgason, forstjóri Flugleiða og Bjöm Theódórsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs ásamt forráðamönnum og flugmönnum Kabo Air við afhendingu TF-FLB á Keflavíkurflugvelli. OÍTIROn AFGREIÐSLUKASSAR RAFMOTORAR = HÉÐINN = í VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 S SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ? Pétur Björnsson „Á virðisaukaskattur- inn, þessi flókni, þungi klafi ríkisbáknsins raunverulegt erindi inn á okkar vettvang með þeirri tvísýnu sem hon- um fylgir? Skatturinn leggst á allar minnstu hreyfingar í samfélag- inu, sker óhugnanlega nærri almennu per- sónufrelsi og EIRIR ENGU. í leiðinni öðlast hið opinbera greiðari aðgang að einstakling- um landsins.“ oki skattsins af herðum sér, tökum við hann upp í trássi við óánægju og þann sýnilega galla, að skattur- ' inn nái ekki markmiði sínu, ef bragðið er útaf honum eða veittar undanþágur. Hingað til höfum við getað lifað góðu lífi með „plástrað- an“ söluskatt og SKATTFRJÁLS- UM MATVÆLUM. Jónas heldur áfram........ríkis- stjórnin léggur til að ríkisumsvif verði aukin um 2.100 milljónir (með framvarpinu um virðisaukaskatt)". „Það er eitt stærsta RÍKISDÝRK- UNARSKREF hennar í átt til Stóra bróður." . .. Virðisaukaskatturinn leggst á almennar neysluvörar, einkum innlenda búvöra og aðra matvöra, SEM SÖLUSKATTURINN GERIR EKKI. ... vegna þess hve skatturinn er þungur í vöftim, flókinn og fullur af skriffinnsku, verður hann helm- ingi dýrari í meðföram heldur en söluskatturinn og skattstofan þarf að flölga starfsmönnum úr 35 sölu- skattsmönnum í 70 virðisauka- skattsmenn, eins og Jónas tekur til orða. Afrakstri skattsins er svo ausið í hripleka tunnuna. Með dauða ófreskju á bakinu Umrótið sem hefur átt sér stað undanfarið hefur sett samfélagið úr jafnvægi. Kaupið nær ekki end- unum saman og ókyrrð hefur gripið um sig, eins og eðlilegt er. Þetta siglir strax í kjölfarið, þegar svona skattlagningu er skellt á, MEÐ EINU PENNASTRIKI. Hvemig skal halda ferðinni áfram, þegar útgjöld og áætlanir ríkisins era HÆRRI en þjóðartekj- urnar? Á . virðisaukaskatturinn, þesSi flókni, þungi klafi ríkisbáknsins raunveralegt erindi inn á okkar vettvang með þeirri tvísýnu sem honum fylgir? Skatturinn leggst á allar minnstu hreyfingar í samfélaginu, sker óhugnanlega nærri almennu per- sónufrelsi og EIRIR ENGU. í leiðinni öðlast hið opinbera greiðari aðgang að einstaklingum landsins. Flest bendir til þess að virðis- aukaskatturinn verði „plástraður" hjá okkur og missi marks. Eftir sitjum við með dauða ófreskju á bakinu. Ef við eram ekki á verði gagn- vart seilingum ríkisvaldsins, fær- umst við brátt frá handleiðslu guðs til handleiðslu ríkisins. Fjötrar ríkisvaldsins Verði virðisaukaskatturinn sett- ur á, höfnum við að lokum í sama bát og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem búa við þung kerfi og ríkisstýr- ingu. Svíar risu upp í fyrra og mót- mæltu, þegar þeir fundu út að ríkis- valdið var langt komið með að setja alla Svía á bás persónulegs tölvu- kerfís og persónulegra upplýsinga. Hvar endar ofurvald ríkisbákns- ins? ... það gengur svo langt að skattheimtumenn í Stokkhólmi tóku hús á fólki, jafnvel eftir miðnætti til betri árangurs, vegna grans um viðskipti með húsmuni, málverk og fl., eftir ábendingum nágranna. JAFNVEL NÁBÚINN ER ORÐ- INN NJÓSNARI KERFISINS. ... ung bamafjölskylda í Kaup- mannahöfn var látin telja fram til skatts þau „fríðindi" að hírast í einu herbergi hjá foreldram í þijá mán- uði, meðan HÚN VAR HÚS- NÆÐISLAUS Á GÖTUNNI. . . . einn danskur nágranni tii- kynnti annan til skattsins, fyrir að hafa málað þakið á húsinu sínu, SJÁLFUR . . . . . . annar nágranni var kærður fyrir að leggja eigin gangstétt — án þess að gefa upp til skatts. Við þekkjum^ ekki svona lagað héma heima á íslandi og eram því blessunarlega laus við þessháttar RÍKISFJÖTRA, ennþá. Einstaklingshyggja okkar íslend- inga hefur hingað til forðað okkur frá því að lenda í þeim fjötram. Höfundur er forstjóri Vifilfells hf. LYFTISTONG FYRIR FYRIRTÆKIÐ HYSTER lyftarar hafa sannarlega reynst atvinnulífinu á íslandi lyftistöng í gegnum árin. Síðustu 50 ár hafa framleiðendur HYSTER lyftara verið frum- kvöðlar tækninýjunga í útbúnaði lyftara. Á meðal þeirra eru eftirtaldir eiginleikar HYSTER diesel lyftara sem auka afrakstur, lækka rekstrar- og viðhaldskostnað og auka stýrihæfni og lipurð. HYS Iþ- Hyster sjálfskipting, sem er sérhönnuð fyrir erfiðisvinnu Hyster monotrol inngjöf, einn pedali fyrir bæði afturábak og áfram keyrslu. ► Hyster stýriöxull, engar stillingar, minna viðhald og betri ending hjólbarða. ■ ■ ► Hyster Vista opinn gálgi ► Gott verð og góðir greiðsluskilmálar. I sl( Hafið samband við sölumann ■ HYSTER lyftara hjá HAMRI. SA RETTIFYRIR ÞIG HF HAIVIAR Hamai h(.. Giandagarðl 11 - Sími: 91-2 2123 NæsL.Auglýsingastofa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.