Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 4

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Seljast 100 þúsund bæk- ur á Bókamarkaðnum? seldust á markaðinum fyrir ári og hafði þá aldrei selst jafn- mikið. Vonast aðstandendur markaðsins nú til þess að bóka- salan nái jafnvel 100.000 eintök- um. Markaðurinn hófst fyrir réttri viku og lýkur næsta sunnudag. Að honum stendur Félag íslenskra bókaútgefenda og annast Penninn reksturinn þetta árið. Að sögn Jens Péturs Hjaltested, framkvæmda- stjóra Pennans, hefur verið talsvert meiri ös nú en á mörkuðunum und- anfarin ár. Ástæðuna fyrir því taldi hann vera þá að nú væri óvenju mikið af góðum bókum í boði, úrval- ið meira en oftast og verðið lægra. Sagði hann sumar bókanna ódýrari í krónum talið en á markaðnum í fyrra. Þá taldi hann staðsetninguna ekki hafa lítið að segja en markað- urinn er nú haldinn í Reykjavík eftir að hafa verið utan borgar- markanna. Bókamarkaðurinn í Kringl- Þegar hafa komið um 20.000 unni hefur gengið mjög vel það manns og rúmlega 50.000 bækur sem af er og stefnir í metsölu. selst. Á milli 70-80 þúsund bækur Morgunblaðið/Júlíus Bókamarkaðurinn í Kringlunni hefur verið vel sóttur og stefnir allt í metsölu að sögn aðstandenda. VEÐURHORFUR í DAG, 3.3.88 YFIRLIT í gær: Búist er við stormi á Austurdjúpi, Færeyjadjúpi og suðausturdjúpum. Skammt norðaustur af Færeyjum er 988 mb lægð sem þokast suðaustur en 1032ja mb hæð yfir Grænlandi. Á vestanverðu Grænlandshafi er dálftill hæðarhryggur sem þokast austur en lægðardrag mun myndast við suðausturströnd Græn- lands f nótt. SPÁ: Norðan- og norðvestanótt, gola eða kaldi austantil en hæg vestanótt á Vesturlandi. Smáél við norðurströndina en annars úr- komulaust. Vægt frost á Norður- og Austurlandi en 0—3° hiti suð- vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg vestlæg átt meö dálitlum éljum vestanlands en vfðast þurru veðri austanlarfds. Hiti kringum frostmark. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius A stefnu og fjaðrirnar • Skúrir )> Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. # Él Þoka Léttskýjsð / / / / / / / Rigning V HáKskýjað / / / * / # 5 5 Þokumóða Súld 4Í|l Skýjað / * / # Slydda / * / oo Mistur * # # 4 Skafrenningur Alskýjað * * * * Snjókoma # * # K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hHI +3 +1 veður snjókoma Bergen 0 úrk. í grennd Helsinki +3 snjókoma Jan Mayen ♦11 snjóál Kaupmannah. vantar Narssaresuaq ♦2 skýjað Nuuk 0 snjókoma Osló 1 skýjað Stokkhólmur ♦5 skýjað Þórshöfn 1 •W* Algarve 11 rignlng Amsterdam B skúr Aþena vantar Barcelona 10 1 f Berlfn ♦1 snjókoma Chlcago 2 heiðskfrt Feneyjar B léttskýjað Frankfurt 3 lóttskýjað Glasgow S rlgning Hamborg 2 skýjeð Las Þalmas vantar London 6 léttskýjað Los Angeles 10 léttskýjað Lúxemborg 1 snjóél Madrid 7 léttskýjað Malaga 12 súld Mallorca 11 léttskýjað . Montreal +15 skýjað New York +2 skýjað París 4 skýjað Róm 10 léttskýjað Vln 0 snjókoma Washington +1 mistur Winnipeg +16 skýjað Valencia 11 léttskýjað Morgunblaðið/BAR Starfsmenn á sýningunni „Skrifstofan ’88“ leggja síðustu hönd á bás Pósts og síma. Sýningin opnaði kl. 13 í gær og stendur til sunnu- dags. Sýningin Skrif- stofan ’88 hafin SÝNING Kaupstefnunnar, „Skrifstofan ’88“, opnaði í Laug- ardalshöll í gær. Ýfir þijátíu fyr- irtæki kynna vöru sína og þjón- ustu á sýningunni sem stendur til sunnudags 6. mars. Hún er ætluð öllum þeim sem vilja kynna sér nýjungar í skrifstofuhaldi og rekstri og er opin frá kl 13 til 20 alla dagana. Daglega verða haldnir fyrirlestr- ar um efni tengd skrifstofurekstri, og hefjast þeir allir kl 17.15. í dag, fímmtudag talar Finnur P. Fróða- son innanhússarkitekt um skipulag á skrifstofum. Á morgun, ræðir Kristín Guðmundsdóttir sjúkra- þjálfari um manneskjuna á skrif- stofunni. Á laugardag fjallar próf- essor Jóhann Pétur Malmquist um skrifstofu framtíðarinnar og á sunnudag ræðir Eyjólfur Jóhanns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ljóstæknifélags íslands, um lýsingu á skrifstofum og við tölvur. Auk þess verður haldið tveggja daga námskeið í skrifstofustjómun í tengslum við sýninguna. Nám- skeiðið er fengið frá British Instit- ute of Management, leiðbeinendur verða Shelagh Robinson og J.G. Tilley. Sjá umfjöllun um sýninguna á bls. 16-21 í viðskiptablaði. Stakk félaga sinn þrívegis með hníf SAUTJÁN ára piltur liggur al- varlega slasaður á sjúkrahúsi í Reykjavík, eftir að jafnaldri hans stakk hann þrívegis með stórum hnífi á þriðjudagskvöld. Að sögn lögreglu er pilturinn ekki í lffshættu, en litlu niátti muna, þar sem hnffurinn stakkst í ann- að lunga hans. Piltamir, sem eru góðir kunningj- ar, voru staddir í sölutumi á Vestur- götu um kl. 19.30 um kvöldið. Þeir urðu ósáttir og eftir nokkra sennu dró annar þeirra upp stóran hníf. Hann lagði til félaga síns og stakk hann þrívegis, tvisvar ( bijóstholið vinstra megin og einu sinni í vinstra læri. Pilturinn hneig í gólfíð og lá þar ( blóði sínu, en félagi hans hljóp á brott. Lögregla og sjúkrabifreið komu á vettvang skömmu síðar og var pilturinn fluttur ( skyndi á sjúkrahús. Þar kom (Ijós að hnífur- ínn hafðí farið í annað lunga hans og telur lögreglan mestu mildi að ekki fór verr. Hinn pilturinn gaf sig fram við lögregluna skömmu síðar og játaði verknaðinn. Hann var yfirheyrður af Rannsóknarlögreglu rfkisins í gær og BÍðdegis var farið fram á að hann yrði úrskurðaður ( gæslu- varðhald. Samkvæmt upplýsingum Rannsóknarlögreglunnar höfðu piltarnir neytt áfengis og lyfja fyrr um daginn. Ljósmynda- útbúnaði stolið BROTIST var inn á Fálkagötu 2 f fyrrinótt og töluverðu af ljós- myndaútbúnaði stolið. Tjónið er tilfinnanlegt fyrir eigandann, því búnaðurinn var ótryggður. Stolið var grárri tösku, sem í voru tvær myndavélar af Canon- og Tok- ina-gerð, auk flögurra eða fímm linsa sem í töskunni voru. Þá var einnig tekin svört taska með 400 mm Can- on-linsu. Að sögn eigandans, Gunn- laugs Rögnvaldssonar, er tjónið til- fínnanlegt, því allur var búnaðurinn ótryggður. Margra mánaða undir- búningur að ljósmyndaferð væri nú að engu orðinn. Vildi hann beina þeim tilmælum til þeirra sem eitt- hvað vissu um málið að hafa sam- band við lögreglu. Gasolíuverð lækk- ar um hartnær 5% VERÐ á gasolíu lækkaði úr 8,60 krónum á lítra í 8,20 frá og með 1. mars, en ákvörðun þar að lút- andi var tekin á fundi Verðlags- ráðs síðastliðinn mánudag. Er hér um að ræða um 4,7% lækkun þrátt fyrir gengisfellingu. Fob-verð birgða, sem til voru í landinu um þessi mánaðamót, er um 151 dollari, en var áður um 157 dollarar. Þar sem innkaupajöfnun- arreikningur var jafnframt hag- stæður er heildarlækkunin á gasolíu meiri en sem nemur lækkuninni á birgðunum. Reiknað er með að þessar birgðir endist í rúman einn og hálfan mánuð. Samkvæmt skráningu erlendis var olíuverð um siðustu mánaðamót um 136,5 doll- arar, sem samsvarar um 8,12 krón- um á lítra. Að öllu óbreyttu má því búast við enn lækkuðu verði á ga- solíu þegar birgðir verða endumýj- aðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.