Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 1

Morgunblaðið - 03.03.1988, Page 1
96 SIÐUR B 52. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 3. MARZ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Irakar ráð- astáhelga borg í Iran Nicosia, Reuter. IRAKAR skutu í gær eldflaugum á Qom, borgina helgu í íran. ír- anir svöruðu að bragði með því að skjóta eldflaugum á Bagdad, höfuðborg íraks. Talsmaður iraska hersins segir að tveimur eldflaugum hafi verið skotið á Qom á hádegi í gær um það leyti sem shítar söfnuðust til borgarinnar til trúarlegra iðkana. Er þetta í fyrsta skipti sem írakar gera árás á hina helgu borg shíta í stríðinu við írani sem staðið hefur í rúm sjö ár. írakar skutu einnig þremur eldflaugum á Teheran. Hafa þeir skotið samtals 22 eld- flaugum á höfuðborg Irans á þrem- ur dögum. Að sögn írana hafa 60 manns fallið og 100 særst í árásun- um. Heimildarmenn í Teheran segja að nokkuð sé um að íbúar borgar- innar flýi út á land og japanska sendiráðið íhugi að flytja starfsfólk sitt á brott. Erlend flugfélög hafa einnig hætt áætlunarflugi til Teher- Reuter Hér sjást Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Steingrímur Hermannsson utanrikisráðherra á Ieið- togafundi Atlantshafsbandalagsríkja í Brussel. Bandaríkin: Greiðslur til Noriega stöðvaðar Washington, Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa ákveðið að fara að beiðni Erics Delvalle sem hrakinn hefur verið úr forsetaembætti í Pan- ama og stöðva greiðslur til Nori- ega hershöfðingja vegna starf- rækslu Panama-skurðarins. Elliott Abrams, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjómin myndi einnig styðja baráttu stjómarandstöðunnar í Panama fyrir því að bankainnistæð- ur Panamastjómar í Bandaríkjun- um verði „frystar". Ráðgert er að sjö milljónir Bandaríkjadala sem Bandaríkjá- menn eiga samkvæmt samningum að greiða til starfrækslu Panama- skurðarins í næsta mánuði verði ekki borgaðar út á þeirri forsendu að Noriega sé ekki lögmætur vald- hafí og Delville ráði því hvert féð renni. Sjá „Castro Kúbuleiðtogi... .“ á bls. 33. íranir hafa heitið að svara árás- um íraka grimmilega. írakar segja að nokkurt mannfall hafi orðið í Bagdad í átta eldflaugaárásum ír- ana, undanfama daga. Ayatollah Khomeini, leiðtogi Ir- ana, sagði í gær að þjóð sín óttað- ist ekki árásir Iraka. „Við snúum bökum saman og hlæjum að írösku eldflaugunum," sagði Khomeini ennfremur. Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins: Samstaða um megínmarkmíð - deilt um skammdræg vopn Brussel, frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LEIÐTOGAR sextán aðildarlanda Atlantshafsbandalagsins komu saman til fundar hér í Brussel í gær. Ræddu þeir um stöðu banda- lagsins, afvopnunarmál og samskiptin við Varsjárbandalagið. Var gefin út yfirlýsing um takmörkun hefðbundins herafla og framtíðar- horfur á þvi sviði. í dag er siðan vænst yfirlýsingar leiðtoganna um almennari þætti alþjóðamála. Hefur ekki enn náðst samkomulag um þá yfirlýsingu og er einkum ágreiningur um orðalag varðandi end- urnýjun á skammdrægum bandariskum kjarnorkuvopnum i Vestur- Þýskalandi. Þykir jafnvel líklegt að Ieiðtogarnir taki sjálfir af ska- rið um endanlegan texta á fundi sínum fyrir hádegi i dag, en stefnt er að fundarslitum um hádegisbilið. Verð á olíu lækkar enn London, Reuter. VERÐ á norðursjávarolíu sem löngum er haft til viðmiðunar hefur ekki verið lægra siðan i nóvember árið 1986. I gær seld- ist fatið af hráolíu á 14,38 dali. Fyrrverandi olíumálaráðherra Saudi-Arabíu sagði í gær að öng- þveiti ríkti á olíumörkuðum og spáði því að verðið myndi enn lækka. Verðlækkunin nú er rakin til þess að OPEC-ríki hafa ekki dregið úr framleiðslu þrátt fyrir að eftir- spum sé í minna lagi í Evrópu vegna milds veðurfars. Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seti, var fyrstur á mælendaskrá á hinum lokaða fundi ráðherranna í gær. Síðan talaði Francois Mitter- rand, Frakklandsforseti, en hann er fyrsti forseti Frakklands sem situr slíkan fund í 22 ár. Var ræðu Mitterrands dreift til blaðamanna að fundinum loknum ásamt með ræðu Þorsteins Pálssonar, forsætis- ráðherra, og voru þeir einu leið- togamir sem birtu ræður sínar opin- berlega hér í höfuðstöðvum NATO í gær. Francois Mitterrand sagði að Frakkar stæðu heilshugar að því gmndvallaratriði í stofnskrá Atl- antshafsbandalagsins að árás á eitt bandalagsríki væri árás á þau öll. Hann áréttaði einnig að vamir bandalagsins þyrftu að byggjast á fælingarmætti kjamorkuvopna. Reuter Það fór vel á með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bret- lands í Brussel í gær. Þorsteinn Pálsson vék sérstak- lega að vígbúnaði á norðurslóðum í ræðu sinni. Hann gat þess að íslensk stjómvöld væntu þess að uppræting meðaldrægra kjamorku- vopna á landi leiddi ekki til flölgun- ar þeirra í höfunum. Jafnframt gagnrýndi hann aukinn hemaðar- mátt Sovétmanna á norðurslóðum. í yfírlýsingu leiðtoganna um tak- mörkun hefðbundinna vopna er lögð áhersla á að yfirburðir Sovétríkj- anna og bandamanna þeirra í Var- sjárbandalaginu í venjulegum vopnabúnaði byggist ekki aðeins á vígbúnaðinum heldur skiptu land- fræðilegar og pólitískar aðstæður einnig miklu. Segir í yfírlýsingunni, að stærð og umsvif sovéska hersins sé langt umfram þarfír til land- vama, og sovéski herinn hafi ásamt heijum annarra Varsjárbandalags- landa alla möguleika á skyndiárás inn í Vestur-Evrópu. Varsjárbanda- lagsríkin myndi landfræðilega heild og geri það alla flutninga auðvelda en á hinn bóginn skilji Atlantshafið aðildarlönd Atlantshafsbandalags- ins að. Yfír starfsemi Varsjárbanda- lagsins hvíli leynd sem ekki eigi við um bandalag lýðræðisríkja. Vilja leiðtogamir að þessi atriði séu einn- ig höfð í huga, þegar rætt er um takmörkun hefðbundins vígbúnað- ar. Vilja þeir, að þannig verði búið um hnúta, að tækifæri til stórfelldr- ar skyndiárásar í Evrópu verði upprætt. Sjá ræðu Þorsteins Pálssonar á bls. 13 og frásögn af leið- togafundinum á bls. 32. Grænland: Áfengið fellir fyrirmennina Nuuk. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Mor^unblaðsins. NÝ skjálftahrina fer nú um framvarðarsveitina í grænlenskum stjórnmálum. í síðustu viku var Otto Steenholdt, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Atassut-flokksins, tekinn í tollinum með einni viskíflösku of mikið og er nú allt í óvissu með hans pólitísku framtíð. Fréttimar um áfengissmygl Steenholdts koma á sama tíma og Josef Motzfeldt lætur af embætti samgöngu- og viðskiptaráðherra, en hann var ný- lega dæmdur fyrir að aka ölvaður. Steenholdt bauðst strax til að segja af sér sem formaður Atass- ut, en ákveðið hefur verið að hann gegni embætt- inu a.m.k. fram í apríl. Er þetta mikið áfall fyrir flokkinn, sem reynt hefur að vera í fararbroddi í baráttunni gegn áfengisbölinu í Grænlandi. Moses Olsen, einn af frammámönnum Siumut- flokksins, mun nú aftur taka við atvinnu- og sjávar- útvegsmálum í landstjóminni, en hann var sendur í „veikindafrí" í nóvember þegar upp komst að hann hafði heimilað hinu opinbera útflutningsfyrir- tæki Royal Greenland að taka lán upp á 1.660 milljónir ísl. kr. án þess að spyija landstjómina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.