Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Suðurlandi NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKU OG SKEIÐARÁRSANDI Eldgosið í Vatnajökli í október og hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember á síðasta ári eru meðal mestu náttúruhamfara á íslandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði og olli það einstakiingum og fyrirtækjum á sunnan- og austanverðu landinu miklum óþægindum. Myndir sem Ijósmyndarar Morgunblaðsins tóku af náttúruhamförunum verða til sýnis á Suðurlandi á eftirtöldum stöðum: Víkurskáli Vík í Mýrdal. 8. febrúar - 1. mars. Víkurskáli Vík í Mýrdal. 30. mars - 5. apríl. Skaftárskáli Kirkjubæjarklaustri. 2. mars — 29. mars. Fossnesti á Selfossi. 6. apríl - 20. apríl. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN ÚRVERINU Hluthafafundur í Kambi á Flateyri Meirihluti talinn fyrir sameiningu við Básafell hf. LÖGÐ verður fram tillaga á hlut- hafafundi í Kambi hf. á Flateyri sem halda á í dag um breytingar á sam- þykktum félagsins þannig að öll meðferð á hlutabréfum verði fijáls. Að sögn Einars Odds Kristjánsson- ar, stjórnarformanns Kambs hf., er þessi tillaga í beinu samhengi við þær umræður, sem nú eiga sér stað við hið nýja Básafell hf. um samruna fyrirtækjanna. „Ég geng út frá því að það sé nægjanlegur vilji meðal hluthafa Kambs fyrir sameiningu við Bása- fell,“ segir Einar Oddur, en segir að enginn umræða hafi enn sem komið er farið fram um það við hvaða þjónustufyrirtæki hið nýja félag muni skipta viðvíkjandi sölu- málum, olíuviðskiptum, tryggingum, umbúðum, fiutningum og fleiru í þeim dúr. Stjórnendur hins nýja Básafelis hlytu að vega og meta það á hvetjum tíma. „Ef af þessari sam- einingu verður, þá er þetta sem stendur órætt mál. Fyrst þarf að finna tæknilegar útfærslur á sam- einingunni áður en farið er í að út- færa hluti eins og viðskipti." Fráleitt að breyta sölufyrirkomulagi „Persónulega get ég þó sagt það sem mína skoðun að sölusamtökin hafa verið að breytast mjög mikið. Þau eru hætt að vera samlög en eru þess í stað hlutafélög, sem eru að selja fisk. Við höfum lengi verið að selja þann frosna fisk, sem við fram- leiðum, í gegnum Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og mér finnst það hreinlega vera ákaflega langsótt mál að fara að tala um það að við ætlum að falla frá þeim miklu og farsælu þróunarverkefnum, sem þar hafa verið í gangi. Við erum á hinn bóg- inn aðallega saltfiskverkendur og þær afurðir höfum við verið að selja á eigin vegum í gegnum fyrirtæki í Barcelona sem heitir Armengol. Þar hefur ríkt ákaflega góð og mikil samvinna milli aðila og ég tel alveg fráleitt að nokkrum manni detti í hug að fara að breyta því fyrirkomu- lagi á nokkum hátt.“ Reynslan af viðskiptum á að gilda „í þessum sölumálum afurða verða menn að gera það sem hver og einn telur hagkvæmast hverju sinni. Ég tel að þessi farvegur, sem sölumál afurða Kambs hefur verið í, hafi verið ákaflega farsæll og það hvarfli ekki að nokkrum manni að fara að breyta því. Allir fiskframieið- endur verða að leita hagkvæmustu leiða. Það er ekki um neitt annað að ræða í dag. Þannig verður hver og einn að lifa,“ segir Einar Oddur. Hann segist vera á þeirri skoðun að reynslan af viðskiptum manna eigi að gilda, þótt útboðsleiðin hafi víða reynst mjög hagkvæm. „Ég veit ekki betur en að mörg stór sjáv- arútvegsfyrirtæki á íslandi tryggi hjá fleiru en einu tryggingafélagi, versli við fleira en eitt olíufélag og svo framvegis. Menn leita að hag- kvæmustu þjónustunni og hag- kvæmasta vöruverðinu á hveijum tíma enda æskilegast fyrir alla að- ila að sem mest sanngirni ríki alls staðar." Stærsti einstaki hluthafinn í Kambi er Hjálmur hf. auk nokkurra einstaklinga. Síðan komu inn aðilar frá ísnesi í Keflavík og viðskiptaað- ilar Kambs í Reykjavík sem eiga 20% í fyrirtækinu. SH semur um loðnusölu til Japans Strangari kröfur um flokkunina JAPANIR gera mun strangari kröf- ur um fiokkun loðnu í samningum sem gerðir hafa verið við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna. Halldór G. Eyjólfsson, deildarstjóri hjá SH, seg- ir að samið hafi verið um viðunandi magn en það sé þó ekki eins mikið og í fyrra þar sem nokkrar birgðir hafi safnast upp í Japan. Þrátt fyrir að neysla á loðnu í Japan hafi aukist nánast um helming á tveimur árum, úr 20 þúsund tonn- um 1994 í 35 þúsund tonn árið 1996, þá eru til um 25 þúsund tonna birgð- ir í Japan. Halldór segir það gera markaðinn mjög erfiðan, auk þess sem mikið að birgðunum nái ekki nægiiegum gæðum hvað flokkun varðar. „Það er því nauðsynlegt að fram- leiða mjög vel flokkaða loðnu á þess- ari vertíð. Japanir gera nú kröfur um undir 53 stykki af loðnu í kílói og yfir 90% af hrygnu í öskju. Þetta eru mun harðari kröfur en gerðar voru í fyrra þegar Japanir keyptu loðnu með allt niður í 70% hrygnu- hlutfalli og meira en helmingur af framleiðslunni var með yfir 56 stykki í kílói,“ segir Halldór. Halldór segir framleiðendur SH vera vel meðvitaða um þessa stöðu og þeir stefni á að framleiða betri loðnu. „Okkar framleiðendur hafa fjár- fest í nýjum flokkurum sem eiga að gefa betri árangur í þessum efn- um,“ segir Halldór. Flosi til Kamerún fsnfirði. Morgunblaðið BAKKI hf. í Bolungarvík hefur gengið frá sölu á línuskipinu Flosa IS til útgerðarfyrirtækis í Kamerún í Afríku. Gengið hefur verið frá söl- unni en skipið fer nú í slipp til yfir- ferðar og lagfæringar og verður af- hentur kaupendunum eftir sex vikur. Fyrirtækið í Kamerún leitaði upp- haflega til Færeyja eftir skipakosti en síðan til Islands og hyggst kaupa fleiri skip í framtíðinni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hér um nýtt útgerðarfyrirtæki að ræða og er ætlun Kamerúnanna að gera skipið út á bæði línu og net. Flosi IS er tæplega 200 tonna skip, smíðaður í Noregi 1963 og kom fyrst til Bolungarvíkur þegar Einar Guðfinnsson hf. fékk það ásamt Hafrúnu ÍS í skiptum fyrir Sólrúnu ÍS og Guðmund Péturs ÍS. Finnbogi Jakobsson og Ragnar Ingi Hálfdánsson í Bolungarvík keyptu Flosa árið 1978 og gerðu það út á línu til ársins 1982 en þá var skipið selt Græði hf. Fiosi komst í eigu Ósvarar hf. fljótlega eftir stofn- un fyrirtækisins og síðan í eigu Bakka hf. eftir samruna Bakka og Ósvarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.