Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ► íslenskur tískuhönnuður í París Unnið úr ull og steinbítsroði París. Morgnnblaðið. TÍSKUHÖNNUÐURINN Ingi- björg Hanna Pétursdóttir sýndi í desember lokaverkefni sitt í Purple Institute - The Trees í París. Þetta er afrakstur náms hennar í Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht og skiptinámskafla er hún hefur verið að ganga í gegnum. Hún sýndi tvo kjóla unna úr kembdri íslenskri ull og einn jakka sem unninn er úr steinbítsroði, auk tískuteikninga og ljósmynda af hönnunarstarfi sínu. Sýningin var haldin í stórum sal í Purple Institute. Nemendur höfðu skipt svæðinu í bása með járnneti sem klætt var móðu- kenndu plasti. Á þennan hátt mynduðu nemendur á einfaldan og frumlegan hátt sýningarhólf fyrir hvern og einn. I þessu iokanámi hefur einnig verið lögð áhersla á að kenna markaðssetningu hönn- unarinnar auk þess að undirbúa nemendur í að koma sér á fram- færi og leiðbeina þeim um hvernig á að hafa samband við stofnanir og fyrirtæki til samstarfs og þróunar í framtíðinni. Nemendurnir sem sýndu hér koma frá helstu tískuhönnuðaskól- um Evrópu. Um er að ræða sam- evrópskt samstarf, sem er styrkt að iiálf'u af Erasmus-stofnuninni, og nefur staðið yfír frá 1991. Megin- Morgunblaðið/Ólafur Benedikt Guðbjartsson INGIBJORG Hanna Pétursdóttir í sýningarbás sínum á tískusýning- unni í Purple Institute í París. symrkjól, sem Ingibjörg Hann. markmið þessa framtaks er að styrkja menningartengsl á milli landa og auðvelda nemendum að sækja menntun frá mismunandi skólum og stofnunum. Þetta lokaverkefni er hluti af skiptinámi sem Ingibjörg Hanna hefur tekið þátt í. Hún var í Uni- versity of Art & Design í Helsinki áður en hún kom hingað til Purple Institute sem er hluti af Institute de la Mode og er einn virtasti tísku- hönnuðaskólinn í París. Hyggst setjast að í háborg tískunnar Það kemur sér sennilega vel fyrir Ingibjörg Hönnu vegna þess að hún kvaðst hafa áhuga á því að setjast að hér í París, háborg tískuhönnunar. Löngunin til að gerast hönnuður hefur blundað lengi í Ingibjörgu Hönnu og sótti hún nám í listaskól- ann Rými í Reykjavík áður en hún fór utan og gekk í Hogeschool voor de Kunsten í Utrecht. Hún kveðst halda mest upp á tískuhönnuðina Yamamoto og Martin Magiela, en í byrjun náms hafi hún þó einkum kynnt sér verk Christians Diors. Ingibjörg Hanna segir að mikil gróska sé í tískuhönnuðarstarfi á a hannaði. íslandi. Þótt hún hafi ákveðið að setjast að í París segist hún hafa mikinn áhuga á því að stofna til ná- ins samstarfs við íslenska hönnuði og sérstaklega að þróa og nota ís- lensk hráefni í hönnun sinni. Hún hefur mestan áhuga á að nota ís- lensku ullina og vinna hana meðal annars í bland með öðrum efnum eins og steinbítsroði og öðrum ís- lenskum hráefnum. FOLK I FRETTUM Stöndum vörð um heilsuna í vetrarkuldanum C-500, GERICOMPLEX & SÓLHATTUR Þrír öflugir máttarslólpar sem saman byggja upp varnir líkamans, auka þol og stuðla aö hreysti. Gericomplex inniheldur helstu vítamín og steinefni, lesitín og Ginsengþykknið öfluga G-115. Rannsóknir sýna að G-115 þykknið hjálpar blóðinu að flytja aukið súrefni út í frumur líkamans. Saman auka þessi efni likamlegt og andlegt starfsþrek. C-vítamín er tekið aukalega í kuldatíð. Nóbelsverðlaunahafinn Linus Pauling ráðlagði öllum að tryggja sér ávallt nægilegt C-vítamín. Sólhattur er einhver vinsælasta og mest notaða lækningajurt víða um heim, ekki síst á norðlægum slóðum, þar sem vetrarhörkur herja á heilsu manna. NÚ ER ÞESSI SAMSTÆÐA Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI Fullt verð: "krr-MOSLi. Tilboðsverð: kr. 1.490,-* *Tilboð þetta gildir til 16. janúar Éh eilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri tm þÓSABERKM. RÚltNOG BtnHAVÓMDlM Vonar að konan snúi aftur heim ►ROD Stewart segir að hann voni að eiginkona hans, Rachel Hunter, snúi aftur heim og gefi sambandi þeirra annað tækifæri. Hjónin, sem eiga tvö börn saman, Renee 4ra ára og Liam 6 ára, tílkynntu fjölmiðluni í síðustu viku að þau væru skilin að borði og sæng. „Ég elska Rachel ennþá mjög heitt og bið þess og vona að hún snúi aftur heim,“ sagði Rod í samtali við Sunday People. „Við skildum ekki í neinu æðiskastí og það er enginn þriðji aðili í spilinu. Þetta snýst ekki um eitthvað sem ég gerði eða hún,“ sagði söngvarinn rámi í samtalinu, en það orðspor hefur farið af honum að hann sé mikill kvennamaður og getí ekki séð ljóskur í friði. Stewart,, sem er orðhm 54 ára, náði frægð í Bretlandi þegar hann söng með hljómsveitinni Faces. ímynd hans sem kvemiaflagara fékk byr undir báða vængi þegar hann fluttíst til Los Angeles og fór að sjást með konum eins og Britt Ekland og fyrirsætunni Kelly Emberg. Hunter var fyrirsæta þegar Stewart hitti hana árið 1990. Hún er frá Nýja-Sjálandi og er 23 árum yngri en söngvarinn. Með tárin í augunum tjáði Stewart Sunday People að Rachel hefði breytt. lífi sínu. „Ég var alveg viss um að hún yrði konan sem ég myndi eyða lífinu með. En við erum að tala um vandamál okkar og vonumst til að geta leyst þau. Við viðurkennduin hvoru fyrir öðru að ekki væri allt í lagi og enim of heiðarleg hvort við annað til að láta sem ekkert sé.“ Eigrnr söngvarans eru metnar á 100 milljónir dollara og hann á fjölbreytt safn listaverka. Ekki er þó víst að þeim auði verði skipt því Rachel hefur ekki flutt langt. „Hún er í nágrenninu og við hittumst á hveijum degi tíl að ræða málin,“ sagði söngvarinn. „Rachel þarf smátíma til að komast að því hvað hún vill gera við líf sitt og ég verð bara að sætta mig við það, þótt það sé erfitt,“ sagði söngvarinn að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.