Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Fj órðungssjúkra- húsið á Akureyri - nú og í framtíð FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ á Akureyri (FSA) er eitt þriggja sérgi'einasjúkrahúsa landsins og hið eina utan höfuðborgarsvæðisins. Því er ætlað þríþætt hlutverk: 1) að vera al- mennt sjúkrahús fyrir Akureyri og nærsveit- ’-f ir; 2) að vera sérdeilda- sjúkrahús fyrir Norð- urland, Norðaustur- land og Austflrði að hluta; og 3) að vera að- alvarasjúkrahús lands- ins utan höfuðborgar- svæðisins. Samkeppnisstaða FSA Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri hefur eitt fárra heilbrigðisstofn- ana verið rekið innan ramma fjárlaga mörg undanfarin ár. Stjórnendur sjúkra- hússins hafa lagt metnað sinn í að sníða stofnuninni stakk eftir vexti. Eftirspurn eftir þjónustu hefur þó aukist verulega og FSA þjónar nú allt að 40 þúsund íbúum Norður- og Austurlands. Framfarir í heilbrigð- isvísindum gera kröfur til mikilla fjárfestinga í tækjabúnaði auk þess sem ný og dýr lyf eru sjálfsagður meðferðarþáttur. Allt þetta kallar á auknar fjárveitingar til stofnunar- innar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er ekki aðeins í samkeppni við önn- _ur sjúkrahús um fjárveitingar held- ur ekki síður um hæft starfsfólk. Sérfræðingar gera réttmætar kröf- ur um fullkominn tækjabúnað til rannsókna og meðferðar, búnað sambærilegan þeim er þeir hafa kynnst í sérfræðinámi sínu. Sé slíkt ekki fyrir hendi er hætt við að erfiðlega gangi að laða að ungt og vel menntað starfsfólk. Það er aftur forsenda þess að FSA geti staðið undir nafni sem sérgreinasjúkra- hús sem standist þær kröfur um þjónustu sem almenningur ger- ir. Einn mikilvægasti hvati í störfum heil- brigðisstarfsfólks er þjálfun nemenda í fræðunum. Kennsla og þjálfun nemenda gerir kröfur til starfsmanna um fagmennsku og færni, viðhald eigin þekkingar og framsýni. Metn- aðarfullir stjórnendur heilbrigðis- stofnana sækjast því gjarnan eftir að fá nemendur í heilbrigðisgrein- um til þjálfunar. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri hefur um árabil séð um þjálfun hjúki-unarfræði- nema, læknanema og sjúkraliða- nema. Slík verkleg þjálfun hefur mikil áhrif á hvar nemendur kjósa að hefja störf að námi loknu. I því sambandi má benda á að yfir 30% starfandi hjúkrunarfræðinga á FSA hafa hlotið menntun sína við Há- skólann á Akureyri (HA). Samstarf sjúkrahússins við aðrar heilbrigðisstofnanir í nágrenninu er einnig mikilvægt og nú þegar má sjá fyrsta vísi að slíku samstarfí milli FSA, Sjúkrahússins á Húsavík og Sjúkrahússins á Sauðárkróki. Þá er ógetið þeirra möguleika sem samstarf FSA við Heilsugæslustöð- ina á Akureyri og aðrar heilsu- gæslustöðvar á starfssvæðinu býður upp á. Þar má sérstaklega nefna möguleikann á starfsþjálfun og end- urmenntun lækna sem er veigamik- ill þáttur til lausnar þeim vanda að fá heilsugæslulækna til starfa í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri gegnir lykil- hlutverki í heilbrigðis- þjónustu utan höfuð- borgarsvæðisins, segir Elsa B. Friðfínnsdóttir, og hefur mikla þýðingu í þróun byggðar í landinu. dreifbýli, ekki hvað síst í Norður- Þingeyjarsýslu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri gegnir lykilhlutverki í heilbrigðis- þjónustu utan höfuðborgarsvæðis- ins og hefur mikla þýðingu í þróun byggðar í landinu. Stjórnvöld þurfa að tryggja áframhaldandi uppbygg- ingu FSA með auknu framlagi til tækjakaupa, með þvi að veita fé til að hægt verði að ljúka nýbyggingu sjúkrahússins, og með því að hlut- ast til um að Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri verði skilgreint sem há- skólasjúkrahús með þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér, sjúklingum til hagsbóta. Höfundur tekur þátt i prófkjöri Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra. ►Meira á Netinu Elsa B. Friðfinnsdóttir Geigvænleg byg’g’ðaröskun BUSETUÞROUN á Islandi hefur tekið geigvænlega stefnu á síðastliðnum árum. Fólksflutningar til höf- uðborgarinnar aukast stöðugt sem og köstn- aður þjóðfélagsins vegna þeirra. Á sl. 10 árum hafa rúmlega 12.000 manns flutt af '*-landsbyggðinni til höf- uðborgarinnar - og aldrei fleiri en síðustu fjögur árin. Mikill vöxtur borgar- innar skapar ýmis vandamál, m.a. í um- hverfísmálum og um- ferðarmálum, auk þess sem spennuástandi fylgja ýmis fé- lagsleg vandamál og húsnæðis- skortur. Það kostar mikið fé að kaupa land og brjóta það undir byggð, byggja upp götur og græn svæði, leiksvæði, leikskóla o.fl. Vegna þessa fer minna í endurgerð og endurnýtingu borgarhverfa. Daníel Árnason SOLUKENNSLA GUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlestrar ViA höfum sameiginlegt markmið - að þár gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 Þannig heldur boltinn áfram að hlaða utan á sig. Fleira fólk, meiri byggingarframkvæmd- ir, aukinn kostnaður o.s.frv. 36-60 milljarða króna sóun Það hefur komið fram, m.a. í máli for- sætisráðherra á Al- þingi fyrir skömmu, að gróflega reiknað kostar það samfélagið 3-5 milljónir króna á hvern íbúa þegar einstakling- ur flytur af lands- byggðinni á höfuðborg- arsvæðið. Þar er ann- ars vegar um að ræða kostnað vegna nýframkvæmdanna sem fyrr Áratugum saman hafa svonefndar byggðaað- gerðir stjórnvalda verið ómarkvissar, segir Daníel Arnason, og borið sterkt svipmót handahófskenndra Innheimtukerfi KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun smáskammtalækninga o g björgunaraðgerða. eru nefndar og hins vegar kostnað vegna verr eða ónýttra mannvirkja á landsbyggðinni. Við skulum held- ur ekki gleyma því að inni í þessum tölum er ekki kostnaður fólksins sem flytur; fólks sem í mörgum til- fellum kveður verðlitlar eða verð- lausar eignir í heimabyggð sinni og byrjar því sem næst með tvær hendur tómar „á mölinni“ syðra. Sé ofangi-eind tala margfölduð með fjölda þeirra sem flutt hafa af landsbyggðinni til höfuðborgarinn- ar á síðastliðnum 10 árum, fæst skelfileg útkoma: 36-60 milljarðar króna! Kostnaður samfélagsins vegna byggðaröskunarinnar er því 3,6-6,0 milljarðar króna árlega og hygg ég að það sé varlega áætlað. Fyi-ir slíka upphæð mætti gera gíf- urlega margt á skömmum tíma: byggja sjúkrahús, heilsugæslu- stofnanir, skóla, grafa jarðgöng, byggja vegi, hækka ellilífeyri, ör- orkustyrk og bamabætur, greiða skuldir, lækka skatta - og þannig mætti lengi telja. Eftir hverju er beðið? Af framansögðu er ljóst að það er þjóðarhagur að reyna að hafa stjórn á byggðaröskuninni og draga úr henni eftir föngum. Stjórnvöld ráða yfir ýmsum tækjum til þess en svo furðulegt sem það nú er hafa þau ekki enn markað sér skynsamlega stefnu í málinu! Áratugum saman hafa svonefndar byggðaaðgerðir stjórnvalda verið ómarkvissar og borið sterkt svipmót handahófs- kenndra smáskammtalækninga og björgunaraðgerða. Að mínu viti hefðu stjórnvöld fyr- ir löngu átt að marka sér þá stefnu að efla byggð í einum landsfjórð- ungi í senn, til raunverulegs mót- vægis við höfuðborgarsvæðið. Þeg- ar það verk væri vel á veg komið mætti einbeita kröftunum aðjieim næsta - og svo koll af kolli. Eg er sannfærður um að ef til þessa ráðs hefði verið gripið fyrir 15-20 árum byggju nú 40-50 þúsund manns á Eyjafjarðarsvæðinu, á einu sam- felldu atvinnusvæði. Þá hefði verið hægt að snúa sér að Austurlandi næst, svo dæmi séu tekin. En betra er seint en aldrei: Því fyrr sem markviss stefna verður mótuð og henni fylgt, því betra. Eft- ir hverju er beðið? Höfundur er framkvæmdastjóri Akoplasts og Kexsmiðjummr á Akureyri og stefnir á 2. sætið í próf- kjöri Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Bjóðum börn velkomin! Á ÞESSU kjörtíma- bili var ákveðið að tekjutengja barnabætur að fullu, og nú ganga þær eingöngu til barna sem eiga foreldra undii’ ákveðnum tekjumörk- um. Nú má halda því fram að ekki sé rétt að greiða framlög úr opin- berum sjóðum til þeirra sem séu þokkalega stæðh’ og vissulega á slíkur málflutningur hljómgrunn. Hins vegar er það svo að barnabæt- ur eru hugsaðar sem greiðsla til barnsins og því má efast um rétt- mæti tekjutengingar þar. Ef hún yrði afnumin þyrfti hins vegar að koma til móts við tekju- lægstu hópana með öðrum leiðum, þar sem hingað til hefur verið litið á barnabætur sem n.k. láglaunaupp- bót. En af hverju ætti að endurskoða tekjutenginguna? Bamafólk er iðu- lega á þeim aldri að samhliða barna- uppeldinu er það að koma sér þaki yfír höfuðið og byrja að borga af lífs- tíðarskuldbindingum eins og náms- lánum og húsnæðislánum og því væri eðlilegt að stjórnvöld styddu sér- staklega við bakið á þessum hópi. Því miður er það svo að fjölskyldu- fólk upplifir ekki slíkan veruleika hér á landi, það er flækt í gildru jað- arskatta og það er ekki búið þannig um hnútana að því sé gert auðvelt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Stutt fæðingarorlof með lágum greiðslum er ekki til fyrirmyndar og þar erum við eftirbátur nágranna- þjóðanna. Þjóðfélag okkar er ein- faldlega ekki barnvænt. Hvetjum til barneigna Eitt verðugasta verkefni í nútíma stjórnmálum er að hvetja til barn- eigna því við stöndum frammi fyrir því vandamáli að öldruðum mun stórlega fjölga á komandi áratugum á meðan vinnandi kynslóðir fai’a hlutfallslega minnkandi á móti. Þetta hefur ekki aðeins í fór með sér sífellt dýi-ara samhjálparkerfi, heldur mun þungi þess falla á herðar æ færri ein- staklinga. Þessi þróun gæti haft í för með sér að erfitt verði að halda uppi því stigi velferðar sem við búum við í dag þegar fram líða stundir. Stjórn- völd þurfa að horfast í augu við þetta og bregðast við á einhvern hátt. Við gætum farið í stórfelldan niðurskurð á þeim sviðum sem fjárfrekust eru en það er vart gerlegt að skera frekar niður af félags- legu samhjálpinni. Það hefur verið farið ofan í allar matarholur heil- brigðiskerfisins á und- anförnum áratug og vei'ður vart hægt að finna fleiri sparnaðar- fleti þar. Þvert á móti virðist niðurskurðurinn hafa gengið of langt, sjúkrahúsin eru rekin með halla ár eftir ár og mæta honum með lán- tökum sem hafa í för með sér stóraukinn fjármagnskostnað. Áhrifaríkasta leiðin gangvart þess- um vanda komandi kynslóða er sú að snúa vörn í sókn og hvetja fólk til bameigna. Slík hvatning felst ekki Eitt verðugasta verk- efni í nútíma stjórnmál- um, segir Bryndís Hlöðversdóttir, er að hvetja til barneigna. síst í því að samfélagið bjóði nýja einstaklinga velkomna í heiminn á þann hátt að barnafólki séu búnar mannsæmandi aðstæður, sem er því miður ekki raunin í dag. Styðjum barnafólk - hækkum fjármagnstekjuskatt Nauðþurftarkostnaður vegna ungabarna er óhemju stór hluti út- gjalda hjá fólki, s.s. bleiur og aðrar daglegar nauðsynjar. Barnavagnar, bílstólar, matarstólai- og annar bún- aður er stór biti fyrir flesta og væri fróðlegt að vita hversu mikið ríkið fær í aðra hönd árlega vegna gjalda á slíkum vörum. Því umhverfi sem fjölskyldufólki er búið í dag þarf að breyta með aðgerðum á borð við myndarlegra fæðingarorlof og barnabætur til allra barna. Til móts við kostnað ríkisins vegna slíkra að- gerða mætti t.d. koma með því að hækka fjármagnstekjuskatt, sem er aðeins 10%. Fjármagnseigendum væri þannig gert að auka byi’ðar sín- ar, í þágu framtíðar og samhjálpar. Höfundur er alþingismaður fyrir Al- þýðubandalagið f Reykjavík. Bryndís Hlöðversdóttir Suðurstrandavegur MARKVISS byggða- stefna er eitt af þeim málum sem ég legg ríka áherslu á. Suðvest- urhornið er þéttbýlasta byggða svæði á íslandi og því er mikilvægt að færa byggðina enn bet- ur saman með tengingu Suðurstrandavegar. Hagkvæmnin felst í bættu atvinnumhverfí, auknu atvinnuöryggi og samfelldu þjónustu- svæði. Miklir möguleik- ar skapast fyrir fisk- flutninga og annan flutning af öllum stærð- um og gerðum íyrir markaðina bæði sunn- an og austan frá. Aukið umferðarör- yggi skapast við lagningu vegarins þar sem bílaumferð mun dreifast Mikilvægt er, segir Kristín Þórarinsdóttir, að færa byggðina enn betur saman með betur og einnig er hugsanlegt að vegurinn verði mun snjóléttari. Sú nátturfegurð sem umlykur Suðurstranda- veg verður aðdráttarafl fyrir ferðamenn og fjölgun á ferðamönnum mun verða um allt Suð- urland. Tenging Suður- strandavegar við um- heiminn er bein braut fyrir Sunnlendinga í gegnum Keflavíkur- flugvöll. Nærliggjandi byggðir gætu nýtt sér betur hafnaraðstöðu við aðalhöfn Suðurlands í Þorlákshöfn til að stytta vegalengd á sjó. Einnig myndi nýtingin á höfninni verða enn betri með stækkun hafn- arinnar og nýtingu hennar sem toll- höfn. Oseyrarbrúin þótti sumum óþörf, en er sjálfsögð í dag og eins er það með Hvalfjarðargöngin. Við þurfum ekki að bíða eftir breytingu á kjördæmaskipan. Suðurstranda- vegur er framtíðin og því ekki eftir neinu að bíða. Kristín Þórarinsdóttir tengingu Suður- strandavegar. Höfundur er hjúkrunurfræðingur og tekurþátt í prófkjöri Sjálfstæðis- nutnnn á Suðurlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.