Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 12.01.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 33 Þunglyndi ásótti hana eftir að síðasti ástmaðurinn brást En hvað sem hún unni írak og átti þar góða vini bæði meðal breskra áhrifamanna og annarra - hún átti vináttu konungsins sem kotunga - þá ásótti þunglyndi hana. Þegar henni var hafnað svo eindreg- ið af síðasta ástmanni sínum og henni fannst einnig að Bretar mætu ekki starf hennar eins og hún ætti skilið og hlustuðu á ráð manna sem henni fannst misvitrir, þá fór nú svo að hún, sem hafði virst svo ákaflega sterk í allri viðkvæmni sinni, hún brotnaði. Hinn 11. júlí 1926 þremur dögum fyi-ir 68. afmælisdag sinn snæddi hún hádegisverð með vinum sínum tveimur. Síðar um daginn fór hún í garðveislu, gekk um meðal vina og kunningja og var ekki á henni að merkja meiri mæðu og leiða en margir höfðu þó veitt athygli að nokkuð plagaði hana vikurnar á undan. Hún hélt síðan til heimilis síns og byrjaði á bréfi til foreldra sinna. En hún lauk því ekki. Þreytt og lífsleið tók hún allar svefntöflurn- ar sem hún átti, lagðist til hvflu og vaknaði ekki framar. Margar rangar ákvaðanir Margir urðu til að syrgja hana. íbúar Bagdad flykktust út á götur til að fylgjast með því þegar hún var lögð til hinstu hvíldar. Og á Bret- landi sendu konungshjónin og fleira tignarfólk samúðarkveðjur til for- eldra hennar og systkina vegna and- láts hennar. Síðar hefur komið í ljós að mai'gar af tillögum hennar um skiptingu landanna í þessum heimshluta bera vott um ótrúlega skammsýni og má telja furðulegt að hún sem þekkti jafn vel til legði margt af því til sem hefur leitt til deilna og jafnvel stríðs. Samt getur varla leikið vafi á því að allar hennar tillögur og hugmyndir voru bornar fram af góðum hug og trú á því að hún væri að gera rétt og þetta yrði marglitum þjóðarbrotum og ættbálkum til góðs og til fram- dráttar. En saga Gertrude Bell er hvað sem því líður saga óvenjulegrar konu sem var framsýn og þröngsýn í senn. Frjáls kona og þó jafnframt barn síns tíma og mótuð af hugsun- arhætti og viðhorfum Viktoríutím- ans í Englandi. Þrautseig, viðkvæm, atkvæðamikil og heilsteypt, róman- tísk, leikin í samskiptum við fólk, til- tektarsöm, ráðrík, afbrýðissöm. Það má nota mörg lýsingarorð um Ger- trude Bell. Fyrst og fremst var hún óvenjuleg og hikaði ekki við að fara nýjar leiðir þó hún vissi ekki hvert þær mundu leiða hana. Hún arfleiddi Þjóðminjasafnið í Bagdad að eigum sínum, þar rykfell- ur nú brjóstmynd sem var gerð af henni og stór veggskjöldur til minn- ingar um gjöf hennar þekur þar einn vegginn. Og gamlir menn í Bagdad minnast hennar enn og tala um hana með virðingu og trega. Námskeið í MHÍ SIGURBORG Stefánsdóttir myndlistarmaður kennir bóka- gerð í húsnæði MHI i Laugar- nesi og hefst námskeiðið 18. jan- úar. Kenndar verða ólíkar að- ferðir við einfalt bókband byggðar á japönskum hefðum, lögð er áhersla á handbragð og efnisnotkun. Kennt verður að gera bókakápur með mismun- andi aðferðum. Nemendur búa til a.m.k. fimm bækur í mismun- andi broti. Tölva í myndlist Leifur Þorsteinsson ljós- myndari og umsjónarmaður tölvuvers MHI heldur grunn- námskeið ætlað fólki sem starfar að sjónlistum og hefur hug á að kynnast tölvuvinnu. Myndhugbúnaður verður kynnt- ur og unnið með hann. Kennt verður í tölvuveri MHI, Skip- holti 1 og hefst 25. janúar. LISTIR Meðvituð stytting á skammdegi LEIKLIST Lcikliúsið við Sigtún, S e 1 f o s s i MEÐ VÍFIÐ í LÚKUNUM eftir Ray Cooney í þýðingu Árna Ib- sens. Leikfélag Selfoss. Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson. Leikendur: Eyjólfur Pálmarsson, Guðrún Halla Jónsdóttir, Guðflnna Gunnarsdóttir, Davíð Krist- jánsson, Sigurgeir H. Friðþjófsson, Kristinn Pálmason, Steindór Gestsson, Baldvin Árnason. Föstud. 8. janúar. LEIKFÉLAGIÐ á Selfossi er svo vel mannað að það getur leyft sér talsverða breidd í verkefnavali, allt frá Beðið eftir Godot, Snæfríði ís- landssól og til hreinræktaðs farsa eins og nú er boðið upp á: Með vífið í lúkunum. Þannig á það líka að vera, því fleira er matur en feitt ket. Með viflð í lúkunum er búið að kitla hláturtaugai' áhorfenda víða um lönd oft og ærlega undanfarin ár og ekkert lát virðist á. Eftir að Þjóðleikhúsið tók leikritið til sýninga árið 1986 (sumir eru ekki enn búnir að jafna sig í maganum eftir hláturskrampana) hefur það farið víða um landið og alla jafnan við góðar undirtektir. Með vífið í lúkunum á sér aðeins eitt markmið: Að koma áhorfendum til að hlæja svo þeir gleymi stað og stund. Þetta markmið er í skýrum brennidepli sýninguna á enda, og ná- ist það ekki er betur heima setið en af stað farið. A frumsýningunni veinuðu áhorfendur oft af hlátri, og það er til marks um að vel hefur tekist til hjá Leikfélagi Selfoss að þessu sinni eins og reyndar svo oft áður. Það er ekki heiglum hent að setja Víflð á svið svo vel fari: Hraðinn er talsverður og hik og hiksti getur orðið til þess að draga athyglina frá per- sónunni og að leikaranum, en þegar það gerist hættir áhorfandinn að gleyma stund og stað. En hér er vanur maður í hverju rúmi. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson er álkulega viðutan sem góðhjartaða löggan sem veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið, Kristinn Pálmason er sannfærandi sem ívið röggsamari en hneykslunargjai'n starfsbróðir hans. Steindór Gestsson slær aldrei feilnótu sem leigjandinn á efri hæðinni sem er svo mikill hommi að hann má ekki vera að neinu öðru og þær Guðrún Halla Jónsdóttir og Guðfinna Gunn- arsdóttir eru báðar ágætar í hlut- verkum sínum sem eiginkonur leigu- bílstjórans Nonna Smiðs. Það eru þó þeir Eyjólfur Pálmars- son og Davíð Kristjánsson sem hvað mest mæðir á. Báðum tekst vel að lifa sig inn í glettilega vandmeðfarin hlut- verk, og þá ekki síður Davíð sem ves- alings Stanley, sem undir lokin er al- veg búinn að fá nóg af því að hjálpa kunningja sínum úr úr lygavefnum. Jón St. Kristjánsson stýrir genginu kunnáttusamlega. Sviðsmyndin er einföld og hæfír vel. Sagt er að hlát- urinn lengi lífið. Það má vel vera. En hitt er víst, að þessi sýning styttir skammdegið. Sjáið hana, Sunnlend- ingar. Guðbrandur Gíslason ; I I §i ' ■■ 358 Windows 95 12 18. - 20. janúar 18:00 - 21:00 12.000 359 Word 97, grunnur 12 25. - 27. janúar 18:00-21:00 12.000 360 Excel 97, grunnur 12 01. - 03. febrúar 18:00 - 21:00 12.000 361 PowerPoint 97, grunnur 12 08. - 10. febrúar 18:00 - 21:00 12.000 | 362 Internet, grunnur 12 15. - 17. febrúar 18:00-21:00 12.000 | 363 Lotus Notes, grunnur 12 22. - 24. febrúar 18:00-21:00 . 12.000 364 Access 97, grunnur 12 01. - 03. mars 18:00-21:00 12.000 | 365 Word 97, millistig 12 08. - 10. mars 18:00 - 21:00 12.000 366 Excel 97, millistig 12 15. - 17. mars 18:00 - 21:00 12.000 | 367 PowerPoint 97, framhald 12 22. - 24. mars 18:00-21:00 12.000 368 Outlook 97, grunnur 12 29. - 31. mars 18:00 - 21:00 12.000 369 Access 97, millistig 12 05. - 07. apríl 18:00-21:00 12.000 370 Windows 95 12 12. - 14. apríl 09:00 - 12:00 12.000 371 Internet, grunnur 12 12. - 14. apríl 13:00 - 16:00 12.000 372 Vefsíðugerð, grunnur 12 12. - 14. apríl 18:00 - 21:00 12.000 373 Word 97, grunnur 12 19. - 21. apríl 09:00 - 12:00 12.000 374 Lotus Notes, grunnur 12 19.-21. apríl 13:00- 16:00 12.000 375 Word 97, framhald 12 19. - 21. apríl 18:00 - 21:00 12.000 376 Excel 97, grunnur 12 26. - 28. apríl 09:00 - 12:00 12.000 377 Access 97, grunnur 12 26. - 28. apríl 13:00 - 16:00 12.000 378 Excel 97, framhald 12 26. - 28. apríl 18:00 - 21:00 12.000 379 PowerPoint 97, grunnur 12 03. - 05. maí 09:00 - 12:00 12.000 380 Vefsíðugerð, grunnur 12 03. - 05. maí 13:00 - 16:00 12.000 381 Lotus Notes, framhald 12 03. - 05. maí 18:00-21:00 12.000 382 Access 97, grunnur 12 10. - 12. maí 09:00 - 12:00 12.000 383 Outlook 97, grunnur 12 10. - 12. maí 13:00 - 16:00 12.000 384 Office 97, samnýting forrita 12 10. - 12. maí 18:00 - 21:00 12.000 385 Lotus Notes, grunnur 12 17. -19. maí 09:00 - 12:00 12.000 j 386 Windows 95 12 17. - 19. maí 13:00 - 16:00 12.000 387 Access 97, framhald 12 17. -19. maí 18:00-21:00 12.000 388 Internet, grunnur 12 24. - 26. maí 09:00 - 12:00 12.000 389 PowerPoint 97, grunnur 12 24. - 26. maí 13:00 -16:00 12.000 390 Vefsíðugerð, framhald 12 24. - 26. maí 18:00-21:00 12.000 Innritun hafin VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 ■ Framtíðin ■ 108 Reykjavík Sími 588 5810 • Bréfasími 588 5822 www.vt.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.