Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.01.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 27 ERLENT Pólitísk ólga heldur áfram innan Likud-bandalagsins, forystuflokks ríkisstjdrnar Israels Arens fer fram gegn Netanyahu iv. Reuters. MOSHE Arens, fyi-rverandi vai-n- armálaráðherra Israels, sagðist í gær ætla að sækjast eftir tilnefn- ingu sem forsætisráðherraefni Likud-bandalagsins. Þetta er mikið áfall fyrir Benjamin Netanyahu forsætisráðherra, ekki síst í ljósi þess að Arens var pólitískur lærifaðir hans. Kom hann því m.a. til leiðar að Netanyahu var skipað- ur sendiherra Israels hjá Samein- uðu þjóðunum fyrir fimmtán árum. „Eg hef átt vingott við Netanya- hu um margra ára skeið,“ sagði Aiæns á blaðamannafundi í gær. Tók ráðheirann fyrrverandi, sem er 73 ára, fram að vegna aldurs- munar á þeim hefði sambandið oft minnt á samband föður og sonar. „Það breytir hins vegar ekki því í hvaða ástandi Likud er nú,“ sagði Ai'ens en margir af leiðtogum flokksins hafa snúið baki við Net- anyahu eftir að hann undirritaði samkomulag við Palestínumenn um afhendingu lands á Vestur- bakkanum í október sl. Hann sagðist hafa fylgst áhyggjufullur með því er fjölmarg- ir „úrvalsmenn" hefðu annaðhvort yfírgefíð flokkinn eða lýst yfir eigin framboði til forsætisráðherra. Sagði Arens að hann teldi að hann væri sá maður er mesta möguleika ætti á því að fella Netanyahu og sameina flokkinn að nýju. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í ísraelskum dagblöðum í gær, nýtur Netanyahu stuðnings 57% kjósenda Likud. Fylgi við Arens er 22% og hægrimanninn Uzi Landau 7,5%. ísraelar standi við skuldbindingar sínar Arens hætti afskiptum af stjórn- málum árið 1992 en hefur að sögn ísraelskra stjórnmálasérfræðinga orðið stöðugt óánægðari með stjórn Netanyahus. Tilheyrir hann hópi eldri áhrifamanna innan Likud, sem kölluð er „gamla fylk- ingin“. Ekki síst mun undirritun Wye-samkomulagsins hafa farið fyrir brjóstið á Arens og félögum. Arens sagði hins vegar í gær að Israelar yrðu að standa. við allar skuldbindingar sínar. „Eg var ekki hrifinn af Wye-samkomulaginu. En það gildir um það líkt og annað að framfylgja verður því sem undirrit- að hefur verið að því tilskildu að hinn samningsaðilinn standi við skuldbindingar sínar.“ Reuters Hvetur til samninga- viðræðna um Palestínuríki SHIMON Peres, fyrrverandi forsætisráðherra Israels, ávarpaði í gær samkundu Pa- lestínumanna, fyrstur ísrael- skra ráðamanna. Hvatti hann Palestínumenn til að semja við Israela um stofnun eigin ríkis. „Það er einlæg von okkar að Palestínumenn öðlist sjálf- stæði,“ sagði Peres. „Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar að Palestínuríki líti dagsins ljós í kjölfar samningaviðræðna, ríki sem býr við lýðræði og blómstrar efnahagslega." Yasser Arafat, leiðtogi Pa- lestínumanna, hefur sagt að hugsanlega muni hann lýsa ein- hliða yfír stofnun Palestínurík- is 4. maí nk. Bandariski þing- maðurinn Tom Lantos, sem einnig ávarpaði samkunduna í gær, varaði við slíkum aðgerð- um í ræðu sinni. Sagði Lantos að einhliða stofnun ríkis, tveim- ur vikum fyrir kosningar í Isra- el, myndi kalla á hörð viðbrögð og vera „stórslys". Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Israels, sagði á sunnudag að ef Palestínumenn lýstu yfir stofn- un ríkis myndu Israelar láta lög sín gilda á hernumdum svæðum. Slíkt myndi í raun jafngilda innlimun þeirra svæða í Ísraelsríki. Á myndinni haldast þeir Peres og Arafat í hendur við upphaf þingfundar í gær. Komdu þangað sem andrúms- loföð erblandað lífsgleði, hjartans hlýju, menningarbrag, rómantík og sögu við síkin og nútíma og fjöri á ysmiklum verslunarstrætum. Verð frá Heimsborgin þar sem bíða þín veitingastaðir, notalegir pöbbar, leikhús, skemmtistaðir, söfn og ysmiklar verslunargötur. Verðfrá Gleðiborgin þar sem þú upplifir skoskarómantík, ósvikna kráarstemningu og eftirminnilega skemmtun. Verðfrá á mann í tvíbýli í 2 nætur með morgunverði á Cliaring Cross Tower. ámannltvfbýlii 3 nætur með morgunverði á Blakemore Hotel. Floglð er út á flmmtudagskvöldi og heim aftur á stmnudagskvöldi. á mann í tvíbýli i 3 nætur með morgunverði á Hotel Citadel. FLUGLEIDIR Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, ferðaskrifstofumar eða Fjarsðlu Flugleiða í síma S0 S0100 (svarað mánud.- föstud. 8-19, laugard. 9 -17 og sunnud. 10-16). 'Innifalið: flug, gisting með morguverði og flugvallarskattar. WWW. ÍCCla llda ir. ÍS Traustur íslenskur ferðafélagi Þessi tilboð eru í gildi frá 14. janúar íil 20. mars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.