Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 18

Morgunblaðið - 12.01.1999, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Raunávöxtun á innlánsreikningum 1998 Sérkjarareikningar Landsbankinn Kjörbók 2,23-2,83% Landsbók12m. 3,25% Landsbók36m. 4,72% Landsbók 60 m. 5,43% Grunnur 4,66-5,75% Verðbréfa- veltan** 6,10-6,40% Sparisjóðir Tromp 0,88% Tromp12 4,41% Tromp 24 5,45% Tromp 36 5,99% Tromp 48 6,39% Tromp 60 6,78% Pen.mark.reikn. 5,53% Bakhjarl 36 4,55% Bakhjarl 48 5,02% Bakhjarl 60 5,35% Búnaðarbankinn Gullbók Metbók Kostabók Markaðs- reikningur Stjörnubók12 Stjörnubók 36 Bústólpi 48 2,49% 3,72% 4,11-6,58% Sparileið 2/3 Sparileið 36 Sparileið 48 Sparileið 60* Sparileið 5 Verðbr.reikn. • » • • Ýmsir reikningar Reikningur Alm. sparisjóðsreikn. Tékkareikningar Lands bankinn -0,50% -0,50% Búnaðar- bankinn -0,56% -0,56% íslands- banki -0,60% -0,51% Spari- sjóðír -0,58% -0,58% 5,27-6,02% 3,02% 4,85% 5,50% Innlendir gjaldeyrisreikningar, lausir Bundnir reikningar til 3 og 6 mánaða skila hærri ávöxtun. Islandsbanki Uppleið 1,48-6,17% 1,50% 4,60% 5,16% 5,75% 5,16% 5,30% Bandarikjadollar Sterlingspund -1,83% -0,28% 2,80% 3,68% -1,57% -0,24% 3,54% 4,43% -1,56% -0,16% -1,50% -0,34% Þýsk mörk Danskar krónur 3,53% 4,28% 3,59% 4,32% Norskar krónur -5,25% -4,54% -4,26% -4,81% Sænskar krónur -4,98% -4,69% -4,68% -4,30% Franskir frankar 2,44% 3,29% 3,52% 3,56% Svissn. frankar 0,66% 0,90% 1,09% 1,19% Japanskt yen 9,19% 9,23% 9,25% 9,24% ECU 2,40% 3,35% 3,82% 5,20% • Sparileið 60 hjá íslandsbanka var stofnuð 1. febrúar 1998 Verðbréfavelta Landsbankans var stofnuð 21. apríl 1998. Ávöxtun reiknuð frá þeirri dags. NÁNARI upplýsingar um sérkjarareikninga er að finna í mánaðarlegu vaxtayfirliti Seðlabankans. • • Misjöfn ávöxtun bankareikninga á árinu 1998 Jenareikningar gáfu hæstu raunávöxtunina GJALDEYRISREIKNINGAR með jenum skiluðu langhæstri ávöxtun allra bankareikninga á ár- inu 1998. Raunávöxtun þeirra var á bilinu 9,19-9,25% á árinu. Aðrir gjaldeyrisreikningar skil- uðu mun vem ávöxtun og var til að mynda raunávöxtun gjaldeyris- reikninga í norskum krónum nei- kvæð um 4,26-5,25%. Eins var ávöxtun gjaldeyrisreikninga í doll- urum neikvæð um 1,50-1,83% en þeir reikningar skiluðu bestri ávöxtun bankareikninga árið á undan. Sérkjarareikningar sem eru bundnir til nokkurra ára skiluðu að venju bestri ávöxtun bankareikn- inga með fslenskum krónum á árinu 1998. Tromp 60 reikningur spari- sjóðanna gat að þessu sinni státað af hæstu raunávöxtuninni á slíkum reikningum í lok ársins eða 6,78%. Fjármunir á tékkareikningum og almennum sparisjóðsbókum hafa að venju rýrnað að raungildi eða um rúmt hálft prósentustig á árinu 1998 ef þeir hafa staðið óhreyfðir frá upphafi til loka árs. Þeir reikningar eru þó almennt notaðir sem veltureikningar og fjármunir liggja í flestum tilvikum ekki á þeim um lengri tíma. Heimsklúbbur Ingólfs & Príma Umboð fynr skipafélag SAMNINGAVIÐRÆÐUR hafa staðið alllengi milli Heimsklúbbsins & Prímu, skipafélagsins P.&O. og systurfélags þess, Princess Cruises, um söluumboð fyrir Island, og tók það gildi um síðustu áramót. í fréttatilkynningu kemur fram að Príma getur nú selt í allar siglingar þessara fyrirtækja, hvenær sem pláss er laust ái'ið um kring. ,Að- sókn að skemmtisiglingum fer sívax- andi, og hefur því verið mætt með stærri og fullkomnari skipakosti en áður hefur þekkst." Meðal skemmtiferðaskipa félags- ins er Grand Princess, sem hóf sigl- ingar á síðasta ári. Skipið er 109 þús. tonn og rúmar 2.600 farþega og um 1.800 í áhöfn. Þjónusta er veitt allan sólarhringinn, veitingasalir eru fjöl- margir, setustofur, leikhús, kvik- myndahús, afþreying af öllu tagi, íþróttaaðstaða og 3 sundlaugar á efsta þilfari. Skipið siglir í Karíba- hafi á vetrum en 1 Miðjarðarhafi a sumrin, og mun Heimsklúbburinn efna til sérstakrar viðhafnai'sigling- ar um Miðjarðarhaf í sumai’. Skip P.&O. sigla um öll heimshöf með farþega sína og bjóða upp á sigl- ingar frá nokkrum dögum upp í þrjá mánuði. Næsta haust eiga farþegar Heimsklúbbsins kost á 14 daga sigl- ingu um Eyjahafið og til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, „I kjölfar krossfaranna" með viðkomu í Aþenu, Efesus í Tyrklandi, Rhodos, Beirút, Limassol á Kýpur, Jerúsalem, Kaíró, Kint, Sýrakúsu á Sikiley og Möltu, en þaðan er flogið til London, en fyr- ir siglingu frá London til Aþenu. 1 þessari siglingu njóta fai-þegar Heimsklúbbsins sérstaki-a kjara, þ.e. helmingsafsláttar, tveir fyrir einn. Heimsklúbburinn & Príma hafa í mörg ár verið með söluumboð fyrir Carnival Cruises í Karíbahafi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. GSP kaupir húsnæði Ferðaskrifstofu Islands ALMANNATENGSLA- og auglýs- ingafyrirtækið GSP almannatengsl ehf. hefur keypt húseign Ferðaskrif- stofu íslands í Skógarhlíð 22 en Ferðaskrifstofa Islands flutti í hús- næði móðurfélags síns, Úrvals-Út- sýnar, í Lágmúla á síðasta ári. Gunnar Steinn Pálsson, forstjóri GSP almannatengsla, segir að til standi að flytja í nýja húsnæðið 1. apríl næstkomandi. „Þetta verða mikil umskipti. Við erum nú 22 starfsmenn í plássi sem er ætlað sjö starfsmönnum. Ég hef til dæmis enga skrifstofu lengur,“ sagði Gunn- ar Steinn í samtali við Morgunblaðið. Nýja húsnæðið er 470 fermetrar að flatarmáli en núverandi húsnæði GSP í Brautarholti 8 er 190 fermetr- ar, að sögn Gunnars Steins. Skammdegis- Skammdegisþreyta og þung- lyndi geta valdið almennu áhugaleysi, leti og óeðlilegri þreytu. Ein besta lækningin við skammdegisdoðanum er birta og enginn vafi leikur á því að dagsljós hefur mjög góð áhrif á alpienna líðan okkar. Bright Light lampinn frá Philips gefur birtu samsvarandi náttúru- legu dagsljósi. Flöktfrftt Ijósið minnkar þreytu og eykur orku hjá þeim sem nota það reglulega. Bright Light lampinn er nettur og auðvelt að taka með sér hvert sem er. Verð: 39.900 kr. Heimilistæki hf SÆTÚN8 SÍMI 560 1500 www.ht.is Héraðsdómur riftir kaupum á hugbúnaðarlausn vegna vanefnda Seljanda gert að end- urgreiða hugbúnaðinn HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur rift kaupum rekstrai-félags mynd- bandaleigunnar Vídeóheima á hug- búnaðarlausn frá íslenskri forrita- þróun hf. (nú Hugi hf.) og dæmt það til að endurgreiða búnaðinn auk skaðabóta. Mun þetta vera í fyrsta sinn hérlendis sem staðfest er fyrir dómi að hugbúnaðarlausn, með tveimur forritum eða fleiri, geti verið gölluð og hugbúnaðarfyrirtæki látið bera ábyrgð á gjörðum starfsmanna sinna og fullyrðingum þeirra um notagildi búnaðarins. Málavextir eru þeir að árið 1996 var ráðist í endursldpulagningu á af- greiðslukerfi Vídeóheima í því skyni að flýta afgreiðslu og koma á svokölluðu kjörbúðafyrirkomulagi. Ákveðið var að nota þann hugbúnað sem fyrir var, Vídeóstjórann frá ís- lenskri forritaþróun hf., (ÍF) en nettengja búnaðinn og bæta við hann afgreiðslukerfi í Opus Alt fyrir aðra rekstrarþætti. Síðar tók Hugur ehf. við starfsemi og fyrri skuldbind- ingum IF. Osamræmanleg forrit? Strax eftir gangsetningu búnaðar- ins varð vart vandamála og hugbún- aðurinn virkaði aldrei sem skyldi að mati Vídeóheima. Var aðallega kvartað yfír vandkvæðum vegna nettengingar búnaðarins sem leitt hafi til ófullnægjandi afgreiðslugetu og því haldið fram að samtenging kerfanna hafi aldrei virkað eins og til var ætlast. Þegai- lagfæringar tókust ekki ákvað myndbandaleigan að rifta kaupunum og krefjast skaðabóta af ÍF vegna vanefnda á þeirri forsendu að nettengibúnaður fyrir Vídeóstjór- ann hefði aldrei verið nettengihæfur eins og starfsmenn ÍF hefðu þó full- yrt. Skaðabótakrafan nam 8,1 millj- ón króna og var stærstur hluti henn- ar áætlað tekjutap vegna tafa á nettengingu. Stefndi hafnaði ki-öfum Vídeó- heima og hélt því fram að hugbúnað- areiningin fyrir Opus Alt hefði ekki verið haldin neinum göllum eða verið í ósamræmi við það sem ábyrgst hafi verið. Var því mótmælt að starfs- menn ÍF hefðu staðfest að netteng- ing Vídeóstjórans væri möguleg með þeim hætti sem reyndur hefði verið heldur hafi verið bent á að litil sem engin reynsla væri af slíkri notkun á hugbúnaðinum og hann ekki verið hannaður með hana í huga. IF væri því ekki bótaskylt þótt ekki hefði tek- ist að fá forritin tvö til að vinna sam- an. Þá var mati á tjóni myndbanda- leigunnar vegna málsins mótmælt. Kaupin tegundarákveðin Fjölskipuðum héraðsdómi þótti nægilega sannað að stefnandi væri að kaupa af ÍF heildarlausn í hug- búnaði. Fallist vai- á að það hefði ver- ið algjör forsenda fyrir kaupunum á hugbúnaðarlausninni að hann félli að umræddri endurskipulagningu á Vídeóheimum, þ.ám. því skilyrði að Vídeóstjórinn væri nettengihæfur með tvær eða fleiri afgreiðslustöðv- ar. Sölustjóra ÍF hlyti að hafa verið ljóst eða hefði átt að vera ljóst að forritið væri ekki nettengihæft og hefði því átt að skýra afdráttarlaust frá því við sölu á búnaðinum í stað þess að gefa í skyn að nettengingin væri hugsanleg. „Hugbúnaðarlausn- in var því gölluð miðað við þarfir kaupandans og verður stefndi að teljast ábyi-gur fyrir þessum galla. Hann verður að teljast verulegur miðað við markmið stefnanda og ber því að heimila riftun á kaupum þess- um í heild. Fram er komið að stefndi átti þess kost, að koma með ógallaða lausn í stað þeirrar sem seld var en sinnti því ekki né gaf ákveðið loforð um úrbætur innan ásættanlegs tíma fyrir stefnanda." Niðurstaða dómsins er sú að kaup- in verði að teljast tegundarákveðin og eigi kaupandinn rétt á bótum vegna gallans, þannig að hann verði eins og kostur er jafnsettur og ekki hefði til þeirra komið. Var Hugi hf. gert að endurgreiða Vídeóheimum það sem greitt hafði verið upp í kaupverðið og kostnað vegna teng- ingar og aftengingar búnaðarins, samtals um 577 þúsund krónur auk 346 þúsund króna málskostnaðar. Ki-afa stefnanda um bætur vegna tekjutaps var hins vegar ekki tekin til greina vegna annmarka sem þóttu vera á matsgerð dómkvadds mats- manns í málinu. Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari dæmdi í málinu en með- dómendur voru Torfi H. Leifsson tölvunar- og rafmagnsverkfræðingur og Þoivarður Gunnarsson viðskipta- fræðingur og endurskoðandi. Sigur- björn Magnússon hrl. sótti málið fyr- ir Vídeóheima en verjandi var Ottar Pálsson hdl. Stefnumarkandi dómur? Sigurbjörn Magnússon segir að með dómnum sé tölvufyrirtæki, sem selj- andi á sérhæfðri þjónustu, í fyrsta sinn gert ábyrgt fyrir því að seld þjónusta sé ekki með þeim hætti sem sagt var eða gefið í skyn. „Með þess- um dómi eru seljendur hugbúnaðar- lausna því komnir á bekk með öðrum sérfræðingum, t.d. lögfræðingum eða læknum, sem hafa þurft að sæta ábyrgð vegna verka sinna. Rík ábyrgð er því fyrir hendi hjá tölvu- fyrirtækjum sem selja ákveðnar lausnir ef þær ganga ekki upp. Menn hljóta því að hugsa sinn gang ef þeir hafa lent í slíku,“ segir Sigurbjörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.