Morgunblaðið - 12.01.1999, Page 13

Morgunblaðið - 12.01.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI PRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 13 V eðurklúbburinn á Dalbæ Þorratungl- ið boðar breytingar LIÐSMENN Veðurklúbbsins á Dalbæ í Dalvíkurbyggð gera ráð fyrir svipuðu veðri fram til 16. janú- ar næstkomandi, en í janúarspá klúbbsins segir að 17. janúar muni Þorratunglið kvikna og sé breytinga að vænta í kjölfar þess. Telja klúbbféiagar að frá þeim tíma og allt til loka mánaðarins megi búast við slæmri vestan- eða suðvestan stórhríð. Ekki muni hún þó standa lengi, en verða því verri meðan á henni stendur. Að öðru leyti búast Dalvíkingar við að miðað við árstíma megi gera ráð fyrir miðlungsvetri og rysjóttri tíð. Ekki eiga þeir von á hafís, helst ef hann leggst í vestan eða norðvestan átt um lengi'i tíma, en líkur séu ekki miklar á hafís þetta árið enda sé sjór heitur. -------------- Rannsóknarverkefni RHA Leitað eftir styrk frá bænum BÆJARRÁÐ tók á fundi sínum í síðustu viku fyrir erindi frá Rann- sóknarstofnun Háskólans á Akur- eyri, þar sem sótt er um styrk frá Akureyrarbæ vegna rannsóknar- verkefnisins „Blöndun í skóla- starfí.“ Verkefnið hefur það að markmið að setja saman endurmenntunar- efni til hjálpar kennurum að takast á við blöndun fatlaðra í skólastarfí. Auk Rannsóknarstofnunar HA standa að verkefninu hópur fag- manna frá Skólaþjónustu Eyþings, grunnskólum Akureyrar, kennara- deild HA, Kennaraháskóla Islands og Skólaþjónustu Skagafjarðar. BæjaiTáð vísaði erindinu til kynningar í skólanefnd og óskar jafnframt eftir tillögum í málinu. Morgunblaðið/Kristján FULLTRUAR nokkurra fyrirtækja, sem lögðu fram fjármagn til kaupa á beinþéttimælinum, heimsóttu FSA nýlega og kynntu sér hvernig hann vinnur. Á myndinni er verið að mæla Bjarna Bjarnason, skipstjóra á Súlunni EA. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Nýr beinþétti- mælir 1 notkun NÝTT tæki, beinþéttimælir, sem notaður er til greininar á bein- þynningu í fólki, hefur verið tek- inn í notkun á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Tækið sem kostaði um 4 milljónir króna upp- sett og með tölvubúnaði var keypt notað frá Reykjavík en margir velunnarar spítalans lögðu fram fjármagn til kaupanna. Fulltrúar nokkurra fyrirtækja sem það gerðu heimsóttu FSA ný- lega og kynntu sér notkun tækis- ins. Við það tækifæri sagði Bjöm Guðbjörnsson, yfirlæknir lyflækn- ingadeildar, að hvert beinbrot kostaði um 1,5 milljónir króna. Aðallega væri um að ræða bein- brot í mjöðm, framhöndum og hrygg en með greiningu væri hægt að fækka þeim brotum. Nýta þekkingu og meðferðarkosti „Tækið gefur möguleika á að finna þá einstaklinga sem eiga á hættu að lenda í beinþynningar- brotum. Fjölmörg lyf, sem gefin eru í öðrum tilgangi, valda bein- þynningu en með tækinu getum við fylgst með hversu mikil áhrif þau hafa og þá gripið í taumana. Jafnframt gefst okkur tækifæri til að nýta þá þekkingu sem er til staðar hér innanhúss og um leið nýtt þá meðferðarkosti sem til eru,“ sagði Björn. Halldór Jóns- son, framkvæmdastjóri FSA, sagði ánægjulegt hveru margir hugsuðu vel til spítalans. Hann sagði að með auknum tækjabún- aði væri hægt að auka og bæta þjónustuna og um leið að sinna flestum þeim sem leituðu til stofn- unarinnar. Þau fyrirtæki og félög sem lögðu fram fjármagn til kaupanna voru Búnaðarbankinn, Félag verslunar- og skrifstofufólks, Eimskip, Höldur, Súlan ehf., Verkalýðsfélagið Eining og Súlur ehf. Þá lagði Gigtarfélag Norður- lands fram myndarlegt fjármagn til kaupanna nú nýlega. maður Dalvíkurbyggðar 1998. Björgvin íþróttamað- ur Dalvíkur- byggðar BJÖRGVIN Björgvinsson skíða- maðui' var kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 1998. Hann hefur siðustu tvö ár stund- að nám við skíðamenntaskóla í Hovden í Suður-Noregi. Björgvin varð í 12. sæti á heimsmeistaramóti unglinga í flokki 16 til 19 ára í stórsvigi, einnig voru veitt verðlaun fyrir 16 til 17 ára flokk og vann Björg- vin til þeirra og er því heims- meistari í þeim floldd. Þá vann hann í stórsvigi á unglingameist- aramóti Noregs í flokki 16 til 19 ára. Björgvin varð íslandsmeistr- ari í risasvigi á skíðamóti íslands og hefur verið valinn til þátttöku á heimsmeistaramóti unglinga 16 ti 19 ára sem fram fer í Pra-Loup í Frakklandi í mars. I öðru sæti í kjörinu varð Stef- án Friðgeirsson, hestaíþróttir, og Ómar Freyr Sævarsson, frjálsar íþróttir, varð í þriðja sæti. Aðrir sem tilnefndir voru í kjöri um íþróttamann Dalvíkurbyggðar voru Haukur Snorrason, golf, Steinn Símonarson, knattspyrna, Jóhannes Bjarmi Skarphéðins- son, körfuknattleikur, og Þor- gerður J. Sveinbjamardóttir, sund. Heimilisfólk úr Skjaldarvík flutt í Kjarnalund Góð aðstaða til marg- víslegrar starfsemi ÞJÓNUSTUSTARFSEMI fyrir aldraða í Kjarnalundi á Akureyri var formlega tekin í notkun í vik- unni. Starfsemin var áður rekin í Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi en þar sem húsnæðið þar þótti ekki henta lengur fyrir slíka starfsemi, tók Akureyrarbær Kjanialund á leigu af Náttúrulækningafélagi Is- lands. I Kjarnalundi er rúm fyrir 49-52 heimilismenn og eru starfs- menn rúmlega 20. fbúar í Skjaldarvík og starfs- fólk fluttu sig um set fyrstu helg- ina í desember á síðasta ári og hafa komið sér þægilega fyrir í hinu nýja húsnæði. Kjarnalundur er nýlegt húsnæði rétt innan bæj- armarkanna og því mun betra hvað allt aðgengi varðar. Þar er jafnframt góð aðstaða til marg- víslegrar starfsemi, svo sem tóm- stunda, og þá er aðstaða til úti- vistar í Kjarnaskógi ákjósanleg. I tilefni þessara tímamóta var haldið hóf í Kjarnalundi þar sem forsvarsmenn bæjarins fluttu ávörp og færðu íbúum og starfs- fólki góðar kveðjur, auk þess sem séra Jónina Elísabet Þor- Morgunblaðið/Kristján OKTAVÍA Jóhannesdóttir, bæjarfulltníi og formaður félagsmálaráðs, t.h., flytur ávarp við formlega vígslu Kjamalundar. Við gluggaim stendur Karólina Guðmundsdóttir, sem lét af starfi forstöðumanns um áramótin. steinsdóttir blessaði húsið, íbúa þess og starfsfólk. Karólína Guð- mundsdóttir Iét af starfi for- stöðumanns um áramót eftir tæp- lega 10 ára starf í Skjaidarvík og voru henni þökkuð góð störf. Stjórnum því hvernig við hugsum Karólína flutti ávarp og sagði m.a. að tíminn í Skjaldarvík hafi verið yndislegur og lærdómsrík- ur að öllu leyti. Hún óskaði íbú- um og starfsfólki Kjarnalundar til hamingju með nýja húsnæðið og þakkaði þeim sérstaklega fyr- ir dugnað við flutninginn úr Skjaldarvík. Karólína sagði að þótt ekki væru allir jafn ánægðir með breytinguna, óskaði hún þess að fólk reyndi að láta sér líða vel. „Við stjórnum því sjálf hvernig við hugsum.“ I Kjarnalundi hefur verið útbú- in sérstök Stefánsstofa, í minn- ingu Stefáns Jónssonar, sem átti jörðina Skjaldarvík og reisti þar elliheimili fyrir um 60 árum. Hann ánafnaði síðar Akureyrar- bæ eign sína og hefur bærinn rekið þar þjónustustarfsemi fyrir aldraða í tæp 30 ár. PETUR GAUTUR I UPPSETNINGU LEIKFELAGS AKUREYRAR EFTIR HENRIK IBSEN Frumflutningur nýrrar þýðingar Helga Hálfdanarsonar Tónlist: Guðni Franzson og Edvard Grieg ,,Hvað get ég sagt...? Jakob Þór Einarsson leikari FLUG, GISTING OG LEIKHÚSFERÐ SYNINCAR A FOSTUDÖGUM OG LAUGARDÖGUM KL. 20 11.900 kr. JANUAR Sími 570 8090 -4© ISLANDSFLUG fOftHÚTEL gorlr rkWrum tmrt að Wúga Afþreyfng þln - okkar ánœgja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.