Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 56
Fyrstu tvær stuðlabergssúlurnar af átján, sem munu mynda landslags- listaverk bandaríska myndhöggvarans Richards Serra, hafa verið reist- ar í Viðey. Serra fylgdist sjálfur með uppsetningu fyrstu tvennunnar, Súlurrísa í Viðey Morgunblaoio/Arni Sæberg en súlurnar munu standa tvær og tvær saman og mynda „hlið að sjón- deildarhringnum" eins og Serra orðar það. Hann kemur aftur til iands- ins innan skamms að reka smiðshöggið á verkið. Lóan erkomin Vestmannaeyjum. FYRSTU lóurnar á þessu vori sáust í Vestmannaeyjum sunnu- daginn 1. apríl. Arngrímur Magnússon, vélstjóri, sem var í göngutúr sá þijár lóur hoppa á milli grastoppa sem stóðu upp úr snjónum suður á Breiða- bakka. Ekki var vorlegt um að litast í Eyjum. Alhvít jörð og einhveij- ir hafa trúlega haldið að Arn- grímur væri að segja þessa ótrú- legu sögu í tilefni dagsins. Svo var þó ekki og sagði Arngrímur í samtali við. Morgunblaðið að það hefði verið virkilega vinalegt að sjá lóuna vappa um á alhvítri jörð. Grímur Byggð fyrir 7-8.000 manns í Geldinganesi ^GERT er ráð fyrir sjö til átta þús- und manna byggð í Geldinganesi, framtíðarbyggingarsvæði Reyk- víkinga. Að sögn Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, formanns skipulags- nefiidar Reykjavíkur, gætu fyrstu húsin farið að rísa i Geldinganesi eftir fímm ár. í aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir að svæðið bygg- ist fyrr en eftir árið 2004, en íbú- um höfuðborgarinnar hefur fjölg- að um 14.000 siðastliðinn áratug og teygir borgin sig hratt til norð- urs. í gær voru tilkynnt úrslit í hug- myndasamkeppni um skipulag í Geldinganesi. Verðlaunatillaga fjög- urra arkitekta gerir ráð fyrir að á nesinu verði 7-8.000 manna íbúðar- byggð, en að íbúar geti í auknum mæli sótt atvinnu innan hverfisins. Þannig verði tegundum byggðar blandað saman í meira mæli en nú er gert í Reykjavík. Gert er ráð fyr- ir að þjónusta og verzlun skipi stóran sess í hverfinu, og að syðst á nesinu verði höfn og athafnasvæði henni tengt. Sjá grein og myndir á miðopnu. Betri samkomulagshorfiir í álversdeilunni; Buðu upp á fækkun starfsmanna gegn föstum framleiðnigreiðslum um afkomu- og framleiðnitengda greiðslu til frambúðar. Slíkt verði að ráðast af afkömu fyrirtækisins og framleiðni hveiju sinni. Bent hefur verið á það, bæði af stjórnmálamönnum og fleirum, að út í hött sé að láta koma til lokunar vegna þessa atriðis, sem ekki muni reyna á á nýjan leik fyrr en í næstu kjarasamningum haustið 1991. Framleiðsla fyrra árs næst ekki án skjótra samninga til þess að framleiðslumarkmið síðasta árs um 87.200 tonn náist í ár, en greiðslan til starfsmanna á síðasta ári, sem um er deilt var að hluta til tengd þeirri framleiðslu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefði sú hagræðing sem um er rætt engar uppsagnir í för með sér, heldur yrði um tilfærslur innan fyrirtækisins að ræða, jafn- framt því sem ekki yrði ráðið í ákveðnar stöður, þegar þær losna. Hér er einkum átt við störf, sem verkamenn í verkamannafélaginu Hlíf 'gegna. Vinnuveitendur munu í fyrra- kvöld hafa viljað semja gegn því að starfsmenn féllust á eingreiðslu á þessu ári, en eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, túlkar VSÍ framleiðnitengdu greiðsluna sem greidd var í tvennu lagi á sl. ári sem eingreiðslu, en starfsmenn hafa sagt að ekkert í samningnum frá því í september í fyrra segði til um að um eingreiðslu væri að ræða. Starfs- menn höfnuðu því að um ein- greiðslu yrði að ræða, og settu fram kröfu um að slík greiðsla yrði fest í kjarasamningum til frambúðar, en því höfnuðu vinnuveitendur. Starfsmenn álversins líta þannig á að semjist um ákveðna starfs- mannafækkun hjá fyrirtækinu, gefi augaleið að fyrirtækið sé betur í stakk búið til þess að inna þær greiðslur af hendi, sem þeir gera kröfu um, en vinnuveitendur segja á hinn bóginn að erfitt sé að semja KJARADEILAN í álverinu í Straumsvík er nú á mjög viðkvæmu stigi, en fundur hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara með deiluað- ilum klukkan 14 í dag. Nýr flötur kom upp í viðræðunum á firndi aðila í fyrrakvöld eftir að fulltrúar starfsmanna ljáðu máls á samstarfi um ákveðna fækkun starfsmanna gegn því að bónusgreiðsla síðustu samninga yrði inni í kjarasamningnum til frambúðar. Það gátu for- svarsmenn ÍSAL ekki sæst á og lauk þá fundinum. ViðmælenduV Morgunblaðsins eru ekki á eitt sáttir um stöðu deil- unnar. Bundu sumir vonir við að hægt yrði að spinna þennan þráð áfram í viðræðunum í dag, en aðrir voru til muna svartsýnni. Er á það bent að samningar þurfi að takast á næstu einum til tveimur dögum Sífellt erfiðara að manna afskekktari læknishéruð „ÞAÐ fór að bera á vandræðum við mönnun læknishéraða í fyrra, sérstaklega afskekktari héraða. í ár.hefur þessi vandi aukist og ég sé ekki að breyting verði á því,“ sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir, í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti því við, að stjórnvöld brygð- ust skyldum sínum ef íbúar í dreiíbýli ættu ekki kost á góðri al- mennri Iæknisþjónustu, líkt og fólk í þéttbýli. . Ólafur sagði að þolanlega hefði gengið að manna læknishéruð und- anfarin ár. „Fyrir 1980 voru oft mikil vandræði, en árin 1986-1988 gekk mjög vel. í fyrra fór hins veg- ar að bera á vandræðum, sem hafa aukist í ár. Ástæða þess er meðal annars sú, að fjöldi læknanema í Háskólanum var takmarkaður. Á næstu árum verða 30-35 læknar útskrifaðir árlega og því er ljóst að skortur verður á aðstoðariæknum." Ólafur sagði að í raun fælist þversögn í þvi að tala um skort á læknum, því nóg væri af sérfræð- ingum og yrði þröng á þingi ef íslenskir sérfræðingar erlendis kæmu allir heim. Hann sagði að um 30% íslenskra lækna væru er- lendis í framhaldsnámi á hveijum tíma. „Það vantar hins vegar lækna til starfa í afskekktari héruðum og einmenningshéruðum," sagði hann. „Dreifing lækna er óhagstæð. Þannig er einn læknir á hveija 230 íbúa í kaupstöðum með fieiri en 10 þúsund íbúa. Þar sem íbúar eru færri en tvö þúsund er að meðal- tali einn læknir á hveija 1300 íbúa. Ef dreifingin væri jafnari þá væru þessi mál í lagi.“ Ólafur sagði að mjög erfitt hefði verið að fá lækna tii starfa víða á Vestfjörðum. „Það er skylda heil- brigðisyfirvalda að sjá fólki fyrir góðri og jafnri læknisþjónustu. Fólk í dreifbýli býr margt ekki við jafn góðan aðgang að sérfræðiþjónustu og í þéttbýlinu og ef við bætist að ekki er hægt að veita jafn góða heilsugæslu og í þéttbýli þá hafa stjórnvöld brugðist skyldum sínum- við íbúana," sagði landlæknir. 44 læstu lykla inni LÖGREGLAN í Reykjavík að- stoðaði 44 bíleigendur sem læst höfðu lykla inni í bílum sínum um helgina. Að jafnaði berast innan við 20 verkefni af þessu tagi um hverja helgi. Ómar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn sagði að í kjölfar frétta af öldu þjófnaða úr og innbrota í bíla og varnaðar- orða frá lögreglunni, sem Morg- unbiaðið birti síðastliðinn mið- vikudag, virðist sem margir hafi einsett sér að ganga tryggilegar en áður frá bílum sínum. Vel hafi gengið að muna að læsa bíldyrunum en verr að minnast þess að taka lykilinn úr kveikju- lásnum. „En okkur finnst þrátt fyrir allt mun betra að aðstoða fólkið við að opna bílana en að koma á staðinn þegar búið er að stela úr þeim eða skemma,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.